Fréttablaðið - 21.06.2002, Blaðsíða 22
22
FRÉTTABLAÐIÐ
21. júní 2002 FÖSTUDAGUR
SACA DACSINS
21. JUNI
Arið 1959 var Sigurbjörn Einars-
son vígður sem biskup yfir ís-
landi. Hann var þá 47 ára prófess-
or í guðfræði.
Perlan, útsýnishús Hitaveitu
Reykjavíkur á Öskjuhlíð var
formlega tekið í notkun árið 1991.
/
Arið 2000 reið síðari suðurlands-
skjálftinn yfir og mældist
hann 6.6 stig. Hinn fyrri varð 17.
júní, sama ár og mældist 6.5 stig.
A' rið 1982 úrskurðaði
bandarískur dóm-
stóll að John Hinckley,
sem gerði árið 1981 til-
raun til að ráða Ronald
Reagan Bandaríkjafor-
seta af dögum, teldist saklaus af
ákærunni vegna geðsjúkdóms, sem
hrjáði hann. Hinckley hefur dval-
ist á geðsjúkrahúsi síðan
Listalífið í Hallgrímskirkju öflugt
Eg lít á þessa útnefningu sem
heiður og viðurkenningu fyrir
það sem ég hef gert á listasviðinu
við Hallgrímskirkju í 20 ár,“ segir
Hörður Askelsson orgelleikari við
Hallgrímskirkju. Hann var ný-
lega útnefndur borgarlistamaður
í Reykjavík. Hörður er einnig kór-
stjóri og stofnandi Mótettukórs
Hallgrímskirkju og Schola
Cantorum. „Listalífið í Hallgríms-
kirkju á sér enga hliðstæðu hér-
lendis og þá er ekki eingöngu átt
við tónlistina," segir Hörður og
nefnir Listvinafélag Hallgríms-
kirkju því til staðfestingar. Hann
er formaður og stofnandi þess en
bendir á að óendanlega margt fólk
hafi lagt hönd á plóginn í sjálf-
boðavinnu.
Bentum á það hér fyrir
skemmstu að góða veðrið
væri ekki komið til að vera. Það
sannaðist í vikunni þegar sólin
hvarf á bak við skýin og vindur
af hafi sótti okkur aftur heim.
Góða veðrið breyttist í minningu
og um leið draum um hvað hefði
getað orðið. Eini kosturinn við
brotthvarf heiðríkjunnar er að
betra er að horfa á sjónvarp á
kvöldin. Birtustigið breytist með
skýjafarinu. Þar sem áður var
gengið er nú hlaupið. Hjólið aftur
í geymsluna og bíllinn ræstur.
Evrópska sumarið vék fyrir því
íslenska. Enn er þó von. Jóns-
messan á sunnudaginn og þá velt-
um við okkur þá upp úr dögginni
og óskum þess að góðu dagarnir
komi aftur.
Leiðrétting
Af gefnu tilefni skai þeim bent á að fara
varlega sem fá þá grillu i höfuðið að grilla
um helgina.
TÍMAMÓT
JARÐARFARIR
13.30 Kristín Sigríður Jónsdóttir, Hofs-
vallagötu 59, Reykjavík verður
jarðsungin frá Neskirkju.
13.30 Lára Ásgerður Cuðmundsdóttir,
Skólabraut 5, Seltjarnarnesj, verð-
ur jarðsungin frá Seltjarnarnes-
kirkju.
13.30 Rannveig Árnadóttir, Funálind 1,
Kópavogi, verður jarðsungin frá
Digraneskirkju.
13.30 Sæmundur Sæmundsson, verk-
fræðingur, Mörkinni 6, Reykjavík
verður jarðsunginn frá Víðistaða-
kirkju.
14.00 Berta Soffía Steinþórsdóttir, frá
Sólvöllum, Sandgerði verður jarð-
sungin frá safnaðarheimilinu í
Sandgerði.
14.00 Sigurbjörg Jónatansdóttir, dval-
arheimilinu Hvammi, Húsavík,
verður jarðsungin frá Húsavíkur-
kirkju.
15.00 Stefánía Þorbjarnardóttir frá
Borgarnesi, Sólheimum 27,
Reykjavík, verður jarðsungin frá
Bústaðakirkju.
ANPLÁT________________________________
Kristbjörg R. Guðbjörnsdóttir, Dalbraut
27, Reykjavík, lést 10. júní. Útförin hefur
farið fram.
Carðar Þórhailsson, Karfavogí 46,
Reykjavík, lést 18. júní.
Sigríður Lovísa Pálsdóttir, lést á dvalar-
heimilinu Hlíð, 18. júní.
Ásta Laufey Björnsdóttir frá Ánanaust-
um, .lést 17. júní.
Jóhannes Haraldsson, lést 17. júní.
Ómar Gísli Másson, Baðsvöllum 15,
Grindavík, lést 16. júní.
Nálastunguskóli íslands
Býður upp á undirstöðumenntun í nálastungum
Kennslan hefst í september í Fjölbrautaskólanum í Ármúla
Nánari upplýsingar í síma: 553 - 0070
Reiðtúr og grill
í Mosfellsbæ
Frábær skemmtun fyrir stóra sem
smáa hópa. Farið er í ca. 2 tíma
reiðtúr um nágrenni Mosfellsbæjar
Á eftir er slegið upp grillveislu.
Mjög hagstætt verð.
s. 691-2388 og 695-8766
Ný sending
frá Uno Danmark
Villtar & Vandlátar
Laugavegi 46
Sími5614465
Hörður er á leið til Ítalíu með
Schola Cantorum, en töluvert er
um utanferðir í kórstarfi. „Það er
nauðsynlegt að máta sig við aðra
kóra erlendis og gott að fá viður-
kenningu annars staðar frá. Þó ís-
lenskir listamenn séu að gera
góða hluti hérlendis er eins og
þeir verði ekki merkilegir á ís-
landi fyrr en þeir hafa gert eitt-
hvað í útlöndum. Það er svolítið
mikið þannig hér.“
Hörður segir verkefnin hafa
aukist, áður voru tónleikar nær
eingöngu bundnir við vetrartím-
ann, en nú á Hörður líka annríkt
yfir sumarið. „En ég gef mér þó
tíma til að fara í laxveiði einstöku
sinnum og var einmitt að koma úr
Grímsá."
Persónan
Hörður Áskelsson hefur verið útnefndur
borgarlistamaður Reykjavíkur
Hörður á þrjú börn og eigin-
kona hans, Inga Rós Ingólfsdóttir
er sellóleikari í Sinfóníuhljómsveit
íslands. Þau kynntust í Tónlistar-
skólanum í Reykjavík og fóru síð-
an í tónlistarháskóla í Dusseldorf
þar sem þau dvöldu í fimm ár, þar
til 1981. „Ég lærði kirkjutónlist
sem er umfangsmesta og breiðasta
námsgreinin við þýska tónlistarhá-
skóla og fékk síðan tækifæri í eitt
ár við að halda utan um allt listalíf
við eina höfuðkirkjuna á staðnum
þannig að þetta var það besta fyrir
mig.“ ■
HÖRÐUR ÁSKELSSON
Hörður hefur stýrt listalífi i Hallgrímskirkju í
tuttugu ár.
AFMÆLI
Mikil lyftistöng
fyrir jazzinn
Björn Thoroddsen gítarleikari var útnefndur
bæjarlistamaður Gardabæjar.
Björn Thoroddsen gítarleik-
ari hefur verið útnefndur
bæjarlistamaður Garðabæjar.
Hvað felst í þessari útnefningu?
„Þetta er fyrst og fremst mikill
heiður fyrir mig sem jazztón-
listarmann og ég held að þetta
verði lyftistöng fyrir jazzinn
sem segja má að hafi verið jað-
artónlistarstefna,“ segir Björn
en hann tekur við þessum titili
af Kristínu Helgu Gunnarsdótt-
ur rithöfundi. „Það er ekki ama-
legt að taka við af henni,“ segir
Björn.
En Björn fær ekki bara heið-
urinn því nafnbótinni fylgir
fjárstyrkur. „Ég lít á þann styrk
sem hvatningu til að halda því
áfram sem ég hef verið að gera.
Engar sérstakar kvaðir fylgja
honum, nema bara að vera góð-
ur fulltrúi bæjarins og sinna
mínu bæjarfélagi á þann hátt.“
Björn hefur leikið jazz í rúm
20 ár og byrjaði ferilinn upp úr
1979 þegar hann fór að spila
með Guðmundi Ingólfssyni.
„Eftir það fór ég að reyna fyrir
mér sjálfur og fór í tónlistar-
skóla í Hollywood árið 1980. Þar
var allt kraumandi í jazztónlist
og borgin iðaði af lífi. Þaö var
mikil upplifun fyrir mig sem
var lítið sigldur. Ég fékk meira
að segja tækifærði til að spila
með Joe Pass sem var átrúnað-
argoð mitt og flestra jazzáhuga-
manna á þeim tíma.“ Björn seg-
ir tónlistarlífið í Hollywood
hafa breyst síðan og sé ekki
eins öflugt. „Eftir að ný tækni
eins og hljóðgervlar kom til
sögunnar á árunum 83-85
minnkaði þörfin fyrir tónlistar-
menn, til dæmis við vinnslu bíó-
mynda.“
Björn hefur leikið í þrjú ár
með Guitar Islandcio og flytur
hljómsveitin eingöngu íslensk
þjóðlög. „Við höfum gefið út
þrjár plötur og þær eru allar
metsöluplötur, auk þess sem við
höfum fengið frábærar viðtök-
ur erlendis,“ segir Björn.
BJÖRN THORODDSEN
Björn og fjölskylda hans, Elín Margrét
Erlingsdóttir og þrjú börn, fluttu til
Garðabæjar fyrir tveimur árum og líkar
mjög vel.
^að heyrðist bölvað á sumum
'heimilum í Vesturbænum
þegar fréttir bár-
ust af því að
1|$ Bjarki Gunn-
laugsson hefði
skorað tvö mörk
fyrir ÍA á tæpum
tuttugu mínútum
gegn Keflavík í
fyrrakvöld.
Bjarki hafði samið við KR-inga
um að æfa með þeim í vor og
stefnt hafði verið að því að hann
spilaði með liðinu í sumar. Hann
hætti hins vegar og sagðist ekki
vera í formi til að spila. Það
I FÓLK í FRÉTTUM r
finnst ýmsum skrýtið eftir að
hann átti þátt í fjórum mörkum
ÍA á hálftíma, liðs sem hafði að-
eins skorað tvö mörk í síðustu
fimm leikjum.
Hægrikratar í
Samfylking-
unni eru farnir
að þrýsta á Eirík
Bergmann Ein-
arsson um að
gefa kost á sér í
prófkjöri hjá
Samfylkingu vegna uppstillingar
á framboðslista fyrir næstu
þingkosningar. Hægrikratar eru
óánægðir með samsetningu þing-
flokks Samfylkingar og vilja fá
sterka nýja einstaklinga úr sín-
um röðum inn í þingflokkinn. Ei-
ríkur hefur verið mjög áberandi
í Evrópuumræðunni auk þess að
hafa verið með kröftugri penn-
um á pólitíska vefritamarkaðin-
um. Þá þykjast menn sjá fingra-
för hans á umfjöllun norskra
fjölmiðla um Evrópuumræðunni
hérlendis enda hefur áhugi
norskra fjölmiðla beinst hingað í
auknum máli eftir að Eiríkur
hélt til starfa hjá fastanefnd
ESB í Noregi.