Fréttablaðið - 21.06.2002, Blaðsíða 23
GHtkfÞÍÍtAH
Til staðar fyrir fólk í vímuefnavanda
%/
Markmið Götusmiðjunnar er að aðstoða
ungt fólk sem hefur leiðst út úr hinum
hefðbundna samfélagsramma og inn í
heim fíkniefna og afbrota, til að fóta sig og
koma lífi sínu í jákvæðan farveg.
I tilefni af T ára afmæli GötusmiSjunnar viljum vií
Jaakka samfélaginu fyrir veittan lilýhug og stu^ning*
Við höfum veitt um 300 ungmennum aðstoS vegna vímuefnavanda.
Um 70% þeirra voru karlkyns og 30% kvenkyns.
Um 65% þeirra voru yngri en 18 ára en 35% 18 til 20 ára.
Um 70% þeirra voru búsett í Reykjavík og nágrenni.
Um 30% þeirra höfðu ekki lokið grunnskólanámi.
Um 78% þeirra hófu neyslu vímugjafa á aldrinum 12-14 ára.
Um 65% þeirra eru skilnaðarbörn.
Um 50% þeirra sem koma til okkar hafa neytt vímugjafa f
5- 6 ár áður en þau koma í meðferð.
Um 2.200 ráðgefandi símtöl voru veitt árið 2001.
Árvellir á Kjalarnesi
Svona erum við:
Meðferðarstarfið samanstendur af hugrænni atferlismeðferð, lífsleikninámi, meðferðarfundum, einstaklingsviðtölum, fyrirlestrum, verk-
efnavinnu, tómstundum, hreyfingu og útivist. Rík áhersla er lögð á þátttöku foreldra í meðferðinni, m.a. með vikulegum meðferðarfundi
með foreldrum svo og reglulegum einkaviðtölum, ýmist með eða án þátttöku nemanda.
Nám og lífsleikni er stór partur af meðferðinni á Árvöllum. Verkefni nemenda við Árvelli eru byggð á námsskrá menntamálaráðuneytis-
ins um lífsleikni og verður námið metið til eininga. Nemendur geta einnig sinnt formlegu námi á meðan dvöl þeirra stendur í samstarfi
við námsráðgjafa og kennara viðkomandi skóla. Eftir nám á Árvöllum tekurvið eftirmeðferð. Eftirmeðferðin felur í sér vikulega meðferð-
arfundi, viðtöl og ráðgjöf. Markmið hennar er að styðja og leiðbeina nemendum okkar í að lifa ábyrgu og skemmtilegu lífi án vímugjafa.
Einnig starfrækir Götusmiðjan þjónustu- og fjölskyldudeild sem veitir ráðgjöf til fjölskyldna, einstaklinga, félagasamtaka, skóla, og for-
eldrafélaga. Nýverið hóf deildin að bjóða upp á göngudeildarprógramm vegna mikillar aðsóknar. Þjónustusími fjölskyldudeildar veitir
ráðgjöf um vandamál tengd vímuefnum. Símanúmer þjónustu- og fjölskylduráðgjafa er 821- 6393.
Foreldrafélag Götusmiðjunnar er sjálfstætt foreldrafélag Götusmiðjunnar. Stuðningsfundir eru haldnir á þriðjudagskvöldum kl. 20:00 í
Borgartúni 29 og er fyrir foreldra sem hafa átt eða eiga barn í vímuefnavanda.
Allar nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Götusmiðjunnar: http://www.gotusmidjan.is