Fréttablaðið - 13.07.2002, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 13.07.2002, Blaðsíða 8
FRÉTTABLAÐIÐ Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson RitstjórnarfuIItrúi: Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Þverholti 9, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: ísafoldarprentsmiðja hf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Stofnun lýðheilsustöðvar andmælt: Nálægð frekar en yfirbygging uiwsðCN Meiri árangur næst með þvi að efla starf heilsugæslunnar í lýðheilsumálum heldur en með því að koma á fót lýðheilsustöð á Akur- eyri sem yrði falið að vinna að heilsuvernd. Þetta er mat stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem leggst gegn frumvarpi heil- brigðisráðherra um stofnun lýð- heilsustöðvar. í umsögn sam- bandsins um frumvarpið segir að ef auka eigi fjárframlag til lýð- heilsumála sé betra að beina því í verkefni nálægt íbúum heldur en til þess að auka yfirbyggingu málaflokksins. ■ —#—- Alríkislögregln: Fylgist með hópi al-Qaida liða CRUNUR Alríkislögregla Banda- ríkjanna, FBI, fylgist nú grannt með hópi grunaðra meðlima al- Qaida samtakanna sem staddur er í landinu. Talsmenn FBI hafa ekki viljað gefa upp hversu margir hinir grunuðu eru, að því er kem- ur fram á fréttavef CNN. Þeir hafa þó staðfest að þeir séu innan við 100 talsins. Al-Qaida liðarnir halda sig til í nokkrum af stærstu borgum Bandaríkjanna, þar á meðal Seattle, Chicago, Atlanta og Detroit. ■ Mannslátið í Hálsaseli: Beðið niður- stöðu réttar- krufningar lögregla Lögreglan bíður eftir niðurstöðu úr réttarkrufningu vegna dauða níu ára stelpu í Hálsaseli í Breiðholti laugardag- inn 27. apríl. Móðir stelpunnar er grunuð um að hafa átt þátt í dauða stelpunnar og er hún í gæsluvarð- haldi á réttargeðdeildinni að Sogni í Ölfusi. Móðurinni var gert að sæta geðrannsókn og er beðið eftir nið- urstöðum hennar. Mæðgurnar voru í helgarferð í Reykjavík og gistu hjá vinafólki í Seljahverfi í Breiðholti þegar atburðurinn átti sér stað. ■ ERLENT Tvær konur hafa tekið til star- fa sem lögregluþjónar í Afganistan og er það einsdæmi í þessu landi. Strangur aðskilnaður er á milli kynjanna og mega karl- kyns löggur þar ekki yfirheyra konur, hvað þá að snerta þær til þess að handtaka. 8 FRÉTTABLAÐIÐ 13. júií 2002 laugadagur íslandspóstur: Pósthúsin í verslun- armiðstöðvarnar Styrinn um stofnfjármunina Tilboð fimm stofnfjáreigenda í SPRON í hlut annara stofnfjáreigenda vakti hörð viðbrögð. Breytingar í viðskiptalífinu kreQast breytinga á rekstrarformi. Yfirráðum í SPRON fylgja mikil völd. Völd sem er sanngjarnt að greiða fyrir. A hinum endanum eru vangaveltur um hversu mikið stofnQáreigendur eiga að hagnast á breytingunum. póstþjónusta Flest bendir til að póst- húsin á höfuðborgarsvæðinu verði á næstunni flutt í verslunarmiðstöðv- ar þar sem þær eru til staðar og þannig reynt að ná fram hagræð- ingu í rekstri og aukinni þjónustu með sveigjanlegri opnunartíma. Nýlega var pósthúsinu á Hofsvalla- götu lokað og þurfa vesturbæingar nú að fara út á Seltjarnarnes í næsta pósthús. Svíður það sumum en hús- næðið íslandspósts á Hofsvallagötu hefur verið sett í sölu. „Við fluttum eitt pósthúsa okk- xtsaðstssi6t‘sesseíífstíse>)!í%&í&iæ^v:M;M:imwi.'ttMs:.vmu'mnisxitsuíts:e)iti.'rmxsa!tttff(t*!SíS8Sííí(i6íSí ar í Nettó í Mjódd síðastliðið haust og reynslan af því á eftir að nýtast okkur í framtíðinni. Þróunin á Norðurlöndum og víðar er sú að samtvinna verslun og póstþjón- ustu og sú gæti raunin orðið hér,“ segir Hörður Jónsson fram- kvæmdastjóri pósthúsasviðs ís- landspósts. Sama þróun er að verða í póst- þjónustu á landsbyggðinni þar sem pósthús eru í auknum mæli flutt inn í þjónustukjarna og banka og hefur reynst vel. „Sérstaklega hef- PÓSTÚSIN HOPA Húsnæði islandspósts sá Hofsvallagötu til sölu. ur vel tekist til í Varmahlíð í þegar sú breyting var gerð,“ segir Skagafirði þó hvellur hafi orðið Hörður Jónsson. ■ Eðli og hlutverk Sparisjóður Reykjavíkur var stofnaður árið 1932. Iðnaðarmenn í Reykjavík voru hvatamenn að stofnun sjóðsins. Þeir gengust í ábyrgðir og voru bakhjarlar sjóðsins. Grunnfjármunir spari- sjóðs byggjast á stofnframlagi fé- laga. Þetta fé er ekki eins og hlutafé, heldur ber það vexti og verðtryggingu. Sparisjóðurinn á sig sjálfur og stofnféð myndar engan eignarrétt í honum umfram framreikning á því. Sparisjóðirnir eru tilorðnir í samfélagi þar sem menn tóku sig saman um upp- byggingu og framfarir á félags- legum grunni. Kaupfélög og sparisjóðir litu hlutverk sitt öðr- um augum en einkafyrirtæki. Þannig eru markmið SPRON að vera traust, alhliða fjármálafyrir- tæki sem uppfyllir þarfir við- skiptavina og lætur sig varða at- vinnu- og mannlíf á höfuðborgar- svæðinu. Samkvæmt hugmynda- fræðinni er hagnaður ekki aðal- markmið, heldur tæki til að skapa traustan grunn til uppbyggingar menningar- og atvinnulífs á starf- svæði sparisjóðsins. Breyttir tímar Viðskiptalífið á íslandi hefur tek- ið miklum breytingum á undan- förnum árum. Stærsta breytingin er líklega myndun skipulagðs hlutabréfamarkaðar. Fyrirtæki sem byggðu á samvinnuhugmynd- um hafa mörg hver lagt upp lau- pana eða breytt eignarhaldi sínu. Hugmyndir hafa verið uppi um nokkurt skeið að breyta sparisjóð- um í hlutfélög. f fyrra voru gerð- ar á Alþingi breytingar á lögum um sparisjóði og viðskiptabanka. Tilgangur þeirra laga var að auð- velda breytingu sparisjóða í hlutafélög. Nefndarmenn í efna- hags- og viðskiptanefndar segja tilgang laganna hafa verið að við- halda grunnhugsun um sparisjóði. Stofnfjárfestar eigi ekki tilkall til meiri fjármuna en framreiknuðu stofnframlagi. Vandinn er hins vegar sá að í sparsjóðunum hafa orðið til verðmæti sem eru langt- um meiri en framreiknað stofnfé. Hins vegar er ekki hægt að horfa á stofnfé eins og hlutafé. Féð er verðtryggt og greiddur af því arð- ur og er því líkara skuldabréfi, en áhættusömu hlutabréfi. Fé og hirðar Pétur Blöndal, alþingismaður, hefur kallað þá fjármuni sem Sparisjóðurinn ræður yfir; fé án hirðis. Pétur er einn stofnfjáreig- enda. Ásamt fjórum félögum sín- um, með Búnaðarbankann að bak- hjarli, ákvað hann að gera stofn- fjáreigendum tilboð. Tilboðið hljóðaði upp á fjórfald gegni end- urmetins stofnfjár. Fimmmenn- ingarnir eru milligöngumenn um kaupin og er áætlað að þeir hafi um fimm milljónir hver upp úr krafsinu, ef kaupin ná fram að ganga. Búnaðarbankinn myndi með þessum viðskiptum ekki eignast meira fé en sem nemur framreiknuðu stofnfé. Bankinn myndi hins vegar öðlast meiri- hlutavald í hlutafélaginu SPRON hf. Það þýðir að bankinn nær yfir- ráðum yfir verulegum fjármun- um. Sparisjóðurinn er umfangs- mikil fjármálastofnun með víð- tæka starfsemi og því eftir nokkru að slægjast. Tíminn mun leiða í ljós hvort tilboðið samræm- ist lögum, en stjórnendur SPRON og bjóðendur í stofnféð deila um það. Gróði og völd Fjármálaeftirlitið er með tilboðið til skoðunar. Ekki er skýrt hvort það samræmist lögum að greiða hærra verð fyrir stofnfjárhlut, en sem nemur endurreikningi þess. Málið er á margan hátt athyglis- vert. Miklir fjármunir eru í sam- bærilegum félögum, þrátt fyrir að þeim hafi fækkað. Dæmi um slíkt eru aðrir sparisjóðir og fyrirtæki tengd landbúnaði. Mjólkursamlög og Osta og smjörsalan eru dæmi um slík fyrirtæki. Niðurstaða málsins getur því opnað ýmsar gáttir í íslensku viðskiptalífi. Sparisjóðirnir gegndu miklu sam- félagslegu hlutverki við stofnun og gera enn. Sérstaklega í smærri samfélögum. Þar styðja þeir við bakið á stoðum samfélaganna. Samfélagslegt hlutverk SPRON í fjölbreyttu samfélagi höfuðborg- arsvæðisins er ekki jafn augljóst. Því er ekki óeðlilegt að horft sé til breytingar á eignarhaldinu. Deil- an snýst um hvernig gera eigi breytingu á eignarhaldinu, þannig að allrar sanngirni sé gætt. Spurn- ingin er hversu mikið stofnfjár- eigendur eigi að græða við breyt- ingar. Ekki síður hvar þau völd sem fylgja fjármununum lenda. Bændauppreisn í Mexíkó: Sjö lögreglumenn teknir í gíslingu mexÍKÓ.ap Hundruð bænda sem eiga það á hættu að missa lands- svæði sín vegna framkvæmda á nýjum flugvelli í Mexíkóborg hafa efnt til mótmæla. Þeir eru meðal annars óánægðir með það verð sem stjórnvöld hafa boðist til að greiða þeim fyrir landið. Eftir að hafa hindrað alla umferð í nær- liggjandi bæ tóku bændurnir sjö lögreglumenn í gíslingu í fyrra- kvöld. Gripið var til þessara að- gerða eftir að 16 mótmælendur særðust og 15 voru handteknir skammt fyrir utan bæinn Santa Catarina, sem er rétt utan við Mexíkóborg. „Við erum tilbúnir til að fórna lífi okkar,“ sagði Miguel Buendia í símaviðtali við mexíkóska sjónvarpsstöð. „Allir þurfa að gera sér grein fyrir því að við munum berjast til síðasta blóðdropa," bætti hann við. Mót- mælendurnir hafa hótað því að myrða gíslana verði þeim 15 fé- lögum þeirra sem handteknir voru ekki sleppt lausum. Yfirvöld segjast aftur á móti ekki ætla að láta undan kröfunum. Arturo Montiel, ráðamaður í Mexíkó, sagði ofbeldið sem brotist hafi út vera óásættanlegt. Bætti hann því við að mótmælendurnir þyrftu að skilja það að nýr alþjóðlegur flug- völlur muni koma sér vel fyrir alla Mexíkóbúa. ■ MÓTMÆLI Nokkrir bændur skemma lögreglubíl skammt frá Mexíkóborg. 16 manns hafa þegar særst í mótmælunum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.