Fréttablaðið - 13.07.2002, Síða 10
FÉLAGASKIPTI
10
FRÉTTABLAÐIÐ
13. júll' 2002 LAUGARDAGUR
RÍKHARÐUR TIL LILLESTRÖM
Gengið hefur verið frá félagaskiptum Rík-
harðs Daðasonar frá Stoke í Englandi til
Lilleström í Noregi,. „Hann kom til liðs við
Lilleström i æfingabúðunum í gær..
Fátt hefur komið Vöndu Sigurgeirsdóttur á óvart í Símadeildinni:
Sér fram á spennu í lokin
SÍmadeild kvenna íslandsmótið í
knattspyrnu kvenna er nú hálfnað
og er KR í efsta sæti eins og búist
var við. „Það hefur svo sem ekkert
komið mér sérstaklega á óvart
varðandi styrkleika liðanna, þó að
Stjarnan sé tveimur sætum neðar
en spáð var. Mér finnst að Breiða-
blik hafi styrkst frá í vor enda
fengið nokkra sterka leikmenn til
liðs við sig síðan þá. Sama gildir
um ÍBV en ég á von á þeim betri í
seinni umferðinni. Þegar sterkir
leikmenn koma inn í liðin stuttu
fyrir mót eflast þau þegar líður á,“
segir Vanda Sigurgeirsdóttir
þjálfari kvennaliðs KR í knatt-
spyrnu. og á bæði við íslenska
námsmenn í Bandaríkjunum og
erlenda leikmenn. Vanda segist
hafa búist við Valsliðinu sterku og
það hafi komið á daginn en þær
töpuðu eina leik sínum hingað til
gegn KR í vikunni 2-0.
Óvæntustu úrslit deildarinnar
voru vafalaust sigur ÍBV gegn KR
4-2, á dögunum. „ÍBV stelpurnar
börðust vel allan leikinn á meðan
mitt lið reiknaði með að þetta væri
búið í hálfleik, í stöðunni 2-0. Það
má kannski segja að þetta hafi
verið gott á okkur að vissu leyti,
því fram að þeim leik höfðum við
ekki verið að leggja okkur fram í
ÍÞRÓTTIR í DAGÍ
7.30 Grafarholt
EM pilta í
golfi-úrslit
13.00 Kaplakrikavöllur
Evrópuleikir félagsliða
(FH-Villarreal CF)
14.00 Hásteinsvöllur
Símadeild karla
(ÍBV KA)
14.00 Sindravellir
1. deild karla
(Sindri-ÍR)
15.30 RÚV
Gullmótin
18.00 Sýn
íþróttir um
allan heim
23.00 Sýn
Hnefaleikar
(Paul Spadafora-
Angel Manfredy)
TJthald og vilji
skipta sköpum
Willum Þór Þórsson þjálfari KR segir liðin í
Símadeildinni mjög jöfn að getu og ómögulegt
sé að spá fyrir um hver hreppir titilinn.
símapeild karla Þegar Símadeild
karla er hálfnuð situr KR í efsta
sæti og þjálfari þeirra er Willum
Þór Þórsson sem lék lengi sjálfur
með Iiðinu. „Deildin er nú það jöfn
að hver einasti leikur virðist detta
þeim megin sem baráttan og
stemningin er. Það geta allir unnið
alla. Landslagið er orðið svo breytt
í fótboltanum og breiddin meiri.
Áður söfnuðust betri leikmenn á
færri lið; stóru liðin með hefðina.
Liðin æfa líka öll svipað og metnað-
ur er meiri hjá öllum liðunum."
Willum tekur það fram að í þessum
samanburði fari hann um það bil
tuttugu ár aftur í tímann enda sé
ekki hægt að tala um þróun nema
yfir langt tímabil. „Auðvitað hefur
það áhrif líka þegar margir betri
leikmenn leika erlendis."
Hvað varðar KR liðið segir Will-
um að breiddin í liðinu sé mikil, lið-
ið hafi á að skipa mörgum góðum
knattspyrnumönnum. „Menn legg-
ja mikið á sig við æfingar og bar-
leikjunum. Það er hvorki gott fyr-
ir stelpurnar né landsliðið sem á
mikilvæga leiki fyrir höndum í
haust, að lykilmenn liðsins komist
upp með að leika á hálfum hraða í
mótinu."
Vanda telur að tapið gegn ÍBV
geti orðið afdrifaríkt í lok móts
því þegar fjórar umferðir verða
eftir af mótinu missir KR fjórar
landsliðskonur í nám til Banda
ríkjanna. „Þess vegna sé ég fram á
spennandi seinni umferð í mótini
og úrslit ráðast sjálfsagt ekki fyri
en í síðustu leikjunum," segir
Vanda.
bryndis@frettabladid.is
KR-STELPUR ÆFA VEL
Þótt Vanda sé ánægð með árangur síns
liðs segir hún hverja og eina geta gert bet-
ur hugarfarslega.
VANDA SIGURGEIRSDÓTTIR OG WILLUM ÞÓR ÞÓRSSON
Þau eru þjálfarar efstu liða Símadeilda karla og kvenna, KR.
áttan og stemningin er til staðar í
hópnum, þannig að ég er ánægður
með hugarfarið hjá leikmönnum,"
segir Willum.
Hann segir fátt hafa komið sér á
óvart í fyrri hluta móts og ekkert
lið hafi verið afgerandi nema Akra-
nes nú síðustu leiki. „Þó ég telji
uppsveiflu liðsins ekki vera bara
einum manni að þakka þá er ljóst
að nærvera Bjarka Gunnlaugsson-
ar eflir hina leikmennina bæði sál-
rænt og fótboltalega," segir Willum
og á við aukið sjálfstraust þeirra,
auk þess sem með leikstíl sínum
nái hann því besta út úr samherjun-
um, til dæmis með því að opna
svæði fyrir aðra. „Það eru fáir leik-
menn sem hafa þann eiginleika að
geta valið besta kostinn í stöðunni
hverju sinni, eins og Bjarki gerir,
hann er mjög útsjónarsamur."
Willum telur árangur KA ekki
hafa komið sér á óvart, liðið hafi
haldið sömu leikmönnum lengi og
þeir séu mjög góðir knattspymu-
menn. „Þeir berjast líka og verjast
vel allt frá fremsta manni.“
Willum segir ógerning að spá
fyrir um lok mótsins, liðin séu jöfn
og tveir sigrar í röð breyti miklu
um stöðu liðs í deildinni. „Mótið
helst jafnt og spennandi allt til
loka og ég held að það lið sem hef-
ur úthaldið og viljann standi uppi
sem sigurvegari í lokin,“ segir
Willum.
bryndis@frettabladid.is
Islandsmótið í
kvennaknattspyrnu:
Ekkert
óvænt
SVONA LEIT SPAIN UT
FYRIR MÓTIÐ:
KR 186
Valur 154
Breiðablik 151
ÍBV 117
Stjarnan 104
FH
Þór/KA/KS 45
Grindavík 36
5ÍMADEILP kvenna Staðan í efstu
deild kvenna þegar íslandsmótið
er hálfnað er a mestu leyti eins og
spáð var fyrir mótið. KR er í efsta
sæti og Valur í því öðru. Lið Stjörn-
unnar er þó tveimur sætum neðar
í töflunni í dag, en liðinu hafði ver-
ið spáð og FH og Þór/KA/KS eru
einu sæti ofar. Munurinn er þó
ekki mikill og gæti breyst í einni
umferð, því aðeins tvö stig skilja
þessi þrjú lið að. ■
SVONA ER STAÐAN I DEILD-
INNI EFTIR SIÖ UMFERÐIR:
Lið Leikir U J T Mörk Stig
KR 7 6 0 1 37-4 18
Valur MSi 5 1 1 14-6 16
Breiðablik 7 5 0 2 18-6 15
ÍBV 7 4 0 3 16-12 12
FH 7 2 1 4 7-24 7
Þór/KA/KS 7 2 0 5 7-18 6
Stjarnan 7 1 2 4 4-13 5
Grindavík 7 1 0 6 3-23 3
Símadeild karla hálfnuð:
Deildin
opin og
spennandi
SÍMADEILD karla íslandsmótið í
knattspyrnu karla er nú um það
bil hálfnað. KR er í efsta sæti.
þremur sætum ofar en þeim var
spáð og athygli vekur að KA er
fimm til sex sætum ofar en í
spánni. Hafa verður í huga að ekki
hafa öll lið leikið jafnmarga leiki.
Grindavík sem spáð var titli í
upphafi móts er í 5. sæti en þótt
FH sé fjórum sætum neðar en
spáð var hefur liðið aðeins leikið
átta leiki og stutt er á milli liðanna
í deildinni. ■
SVONA LEIT SPAIN UT
FYRIR MÓTIÐ:
Grindavik 257
Ia 242
Fylkir 232
KR 222
FH 212
(BV 120
Fram 110
KA 102
Keflavík 78
Þór 75
SVONA ER STAÐAN
í DEILDINNI:
Lið Leikir U J T Mörk Stig
KR 9 5 2 2 12-8 17
Fylkir 9 4 3 2 17-13 15
KA 9 4 3 2 10-7 15
ÍA 10 4 2 4 19-15 14
Grindavík 9 3 3 3 16-17 12
ÍBV 9 3 2 4 13-13 11
Keflavik 9 2 4 3 13-17 10
Fram 8 2 3 3 12-12 9
FH 8 2 3 5 9-13 9
Þór 10 2 3 5 14-20 9
g
L