Fréttablaðið - 26.07.2002, Qupperneq 8
I
Kaup-
manna-
höfn
Brottför á föstudögum
skv. áætlun Flugleiöa
FERÐIR
Hliöasmára 15 • Simi 535 2100
www.plusferdir. is
FRÉTTABLAÐIÐ
26. júlí 2002 FÖSTUPAGUR
Japan:
Sjálfsvígum
fækkar
tókýó. ap Sjálfsvígum í Japan
fækkaði á síðasta ári um 2,9%. Er
þetta annað árið í röð sem sjálfs-
vígum í landinu fækkar. 31.042
manneskjur frömdu sjálfsmorð á
síðasta ári, miðað við 31.957 árið
áður. Um helmingur sjálfsvíg-
anna var framinn af heilsufarsá-
stæðum. Talið er að 6.845 manns
hafi fyrirfarið sér vegna pen-
ingavandræða, sem er 0,10%
fleiri en árið á undan. 22.144 karl-
ar frömdu tóku eigið líf á móti
8.898 konum. Flestir karlmenn-
irnir voru á sextugs og sjötugs-
aldri. ■
Ársskýrsla Byrgisins:
Stór hluti
heimilislaus
árangur í ársskýrslu meðferða-
heimilis Byrgisins í Rockville má
sjá að þangað komu 127 einstak-
lingar árið 2001. Að jafnaði dvöldu
30 manns í einu auk 10 sem unnu að
uppbyggingu á svæðinu. Af þeim
127 sem þar dvöldu luku 41 mann-
eskja 6-8 mánaða meðferð á árinu.
Um áramót voru 35 þeirra eða 85%
enn edrú og liðlega 11% þeirra voru
án atvinnu.
Við komu voru um 89% þeirra
sem sóttu í meðferð, heimilislausir
og svipað hlutfall þeirra hafði ekki
unnið s.l. sex mánuðina á undan eða
voru á bótum frá Tryggingastofnun
eða viðkomandi félagsþjónustu. Að-
eins 15% höfðu atvinnu fyrir með-
ferð. ■
Heildarvelta samkvæmt virðisaukaskattsskýrslum:
Veltuaukning í hagkerfinu
EFNAHACSMÁi Heildarvelta
fyrstu fjóra mánuði árs-
ins nam 398 milljörðum
króna án virðisaukaskatt
samkvæmt tölum Hag-
stofu íslands. Það er 38,5
milljörðum meira en var
á sama árstíma fyrir ári
síðan. Aukningin nemur
10,8% prósentum sé ekki
tekið mið af verðbólgu en
2,5% þegar verðbólga
hefur verið dregin frá.
Mestu munar að velta í . .. . i,IVIIKIh ',EL™*U.K!^IN<? ...
fiskveiðum fer úr 21,3 Mikil veltuauknmg hefur orðið i sjávarutvegi milli i
milljörðum króna fyrstu fjóra il aukning er einnig í heildar-
mánuði síðasta árs í 28 milljarða veltu rafmagns-, gas- og hita-
í janúar til apríl á þessu ári. Mik- veitna, sem vex um þriðjung úr
11,5 milljörðum í 15,4
milljarða, og efna-
vinnslu þar sem veltu-
aukningin nemur 30,8%.
Mest er aukningin þó
hlutfallslega í fram-
leiðslu lækninga-, mæli-
tækja og úra 62,7% og
landbúnaði og dýraveið-
um, 57,6%.
Lítilsháttar samdrátt-
ur er í smásölu. Sam-
drátturinn er þó minni
en verið hefur. í Morg-
unkornum íslandsbanka
í gær var það sagt kunna að vera
merki um að neysla sé byrjuð að
vaxa á ný. ■
Kamfýlóbakter og salmonella:
Lítið um smit
síðustu
hollusta Lítið hefur verið um
kamfýlóbakter- og salmonellu-
smit í matvælum í ár og á síðasta
ári samkvæmt prófunum Holl-
ustuverndar ríkisins. Það er nokk-
ur breyting frá því sem var fyrir
nokkrum árum.
„Fyrir nokkrum árum var tölu-
vert mikið um kamfýlóbakter í
kjúklingum og margir sem sýkt-
ust. Sérstaklega 1999,“ segir Elín
Guðmundsdóttir, forstöðumaður
matvælasviðs Hollustuverndar
ríkisins. „Árið 2000 kom upp
salmonellusýking sem var leitt
misseri
líkum að kæmi úr salati en tókst
aldrei að rækta úr salatinu. Sú
sýking var nokkuð stór. í fyrra
komu upp nokkur tilfelli um
salmonellu í kjúkling. Það var allt
innkallað og það varð enginn veik-
ur af því.“
Hollustuvernd ríkisins tekur
sýni úr matvælum til að greina
hvort örverur sé að finna í þeim.
Samkvæmt reglum má selja fros-
na kjúklinga þó kamfýlóbakter
hafi greinst í þeim en salmonella
má ekki vera í matvælum á mark-
aði. Báðar tegundir örvera deyja
KEYPT I MATINN
Undanfarið hefur ekki komið til faraldra á
borð við þá sem lögðu suma í rúmið árin
1999 og 2000.
við suðu en til að tryggja öryggi
verður að fara varlega með vörur
sé hætta á að örverur séu í þeim. ■
Síðasti söludagur
er 8. ágúst.
-takmarkað
sætaframboð
Baráttan
um öldur
ljósvakans
Ekki gefið að Fjölmiðlafélagið fái útsendingar-
tíðnir Norðurljósa verði þau gjaldþrota.
Oheimilt að framselja tíðnir, enda bundnar
kennitölu. Skylt að auglýsa þær lausar
til umsóknar.
sjónvarp „Tíðniheimildir eru
gefnar út á kennitölu og bundnar
henni. Það getur enginn ráðstaf-
að tíðniheimildum til þriðja aðila,
Það getur
enginn ráð-
stafað tíðni-
heimildum
sfnum til þrið-
ja aðila, á það
hefur reynt.
á það hefur reynt.
Ef kennitala er
ekki lengur til, þá
eru allar tíðni-
heimildir viðkom-
andi, fallnar nið-
ur,“ segir Guð-
mundur Ólafsson,
forstöðumaður
tæknideildar Póst-
og Fjarskiptastofnunar.
í þeim átökum sem átt hafa
sér stað milli ljósvakamiðla að
undanförnu er meðal annars tek-
ist á um tíðniheimildir sem eru
takmörkuð auðlind. Norðurljós
hafa nú til afnota verulegan hluta
þeirra sjónvarpsrása sem til
skiptanna eru og því eftir nokkru
að slægjast.
Fjölmiðlafélagið ehf. hefur
sem kunnugt er, att kappi við
Norðurljós og staðið fyrir „að-
för“ að félaginu eins og forstjóri
Norðurljósa orðar það. Það er þó
ekki sjálfgefið að Fjölmiðlafélag-
ið ehf. fái þær rásir sem Norður-
Ijós notar nú, fari fyrirtækið í
gjaldþrot. Öðru máli gegndi ef
Fjölmiðlafélagið keypti hlutabréf
í Norðurljósum, tæki yfir skuldir
og næði þannig yfirráðum í fé-
laginu. Póst- og Fjarskiptastofn-
un skiptir sér eðli málsins sam-
kvæmt, ekki af eignarhaldi hluta-
félaga.
„Samkvæmt nýjum fjarskipta-
lögum ber okkur að auglýsa laus-
ar tíðnir, þegar eftirspurn er
meira en framboð. Hvernig svo
sem ber að mæla slíkt. Það eru
engir biðlistar, heldur auglýsum
við lausar tíðnir, þegar og ef slíkt
kemur upp. Á Vatnsenda er aðeins
hægt að hafa þrjá sterka sjón-
varpssenda á því tíðnisviði sem
sjónvarpstækin ráða við. En við
getum úthlutað nokkrum tíðni-
heimildum á Esju. ef einhver hef-
ur áhuga á slíku. í dag snúa hins
vegar öll loftnet að Vatnsenda.
Það þyrfti því að setja upp ný loft-
net sem snúa að Esju fyrir stöð
sem vildi senda af tojmi Esjunn-
ar,“ segir Guðmundur Ólafsson.
the@frettabladid.is
SJÓNVARPSSENDIR Á VATNSENDA
Verði sjónvarpsfélag gjaldþrota þarf að
auglýsa tíðnir félagsins lausar.