Fréttablaðið - 26.07.2002, Page 16

Fréttablaðið - 26.07.2002, Page 16
16 FRÉTTABLAÐIÐ 26. júlí 2002 FÖSTI/PAGUR Allan sólarhringinn. Birna Þórðardóttir, blaðamaður. Listakonur í Vesturporti: Frá þremur löndum mynplist í dag verður opnuð í Vest- urporti á Vesturgötu 18 sýning á verkum Kristínar Scheving frá ís- landi, Jenny McCabe frá Englandi og Magali Theviot frá Frakklandi. Sýningin er samvinnuverkefni lista- kvennanna, sem ferðast til þriggja landa á þremur mánuðum. Vestur- port er opið helgina 27. til 28. júlí frá kl. 14 til 18. ■ lítsala/ Útsalai Utsalan í fullum gangi 10-50% afsláttur Tískufatnaður Sundfatnadur líndirfatnaður Náttfatnaður Náttsloppar Franskir dagar á Fáskrtáðsfirði: Látlaust ljör og skipti- markaður með staka sokka hAtIð Um helgina verður mikið fjör á Fáskrúðsfirði, en þar halda heimamenn hátíðina Franska daga í sjöunda skipti. „Við gerum þetta til að undirstrika tengslin millli Fáskrúðsfjarðar og Frakk- lands, hér var aðalbaekistöð fran- skra skútusjómanna," segir Al- bert Eiríksson upplýsingafull- trúi. „Þetta er mikið samvinnu- verkefni, fólk tekur að sér ákveðin verkefni ár eftir og ár og þetta hefur mannbætandi áhrif á svona lítið samfélag. Hér miðast allt við Franska daga, fólk fer ými'st í frí eftir hátíðina eða passar eða vera komið heim úr fríi áður en hún hefst.“ Á hátíðinni verður stanslaust stuð og blandað saman gamni og alvöru. Hljómsveitir spila á föstudags og laugardagskvöld, söngvakeppni verður haldin, harmonikkuball, varðeldur og flugeldasýning svo fátt eitt sé nefnt. „Svo eru náttúrlega fastir liðir eins og dorgveiðikeppnin og á hverju ári er skiptimarkaður með staka sokka,“ segir Albert. „Það er landlægt þetta með að annan sokkinn vanti. Hér hefur líka farið fram keppni í stígvéla- sparki og sveskjusteinaspýting- um.“ Albert segir fjölda Frakka væntanlega á hátíðina og til stan- di að keppa við þá í franska spil- inu Pétanque. „Þetta er einfalt spil og við verðum að standa okk- ur, það er ótækt að Frakki hampi íslandsmeistartitlinum í spil- inu.“ Hátíðin hefst með minningar- FRANSKIR DAGAR Bæjarbúar leggjast allir á eitt að gera há- tíðina sem veglegasta. athöfn í Franska grafreitnum á föstudagskvöld og svo dunar fjörið fram á sunnudag. ■ FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ SKEMMTANIR_____________________ Kringlukráin Hljómsveitin Hafrót, Sig- urður Hafsteinsson, Rafn Erlendsson og Pétur Hreinsson. 00.00 Grandrokk Rapp-hipp-hopp-jazz tónleikar þar sem saman koma Rímnamín-rapparar og jazzarar af yngri kynslóðinni Players Ekta kántrý beint frá L. A. GIS & Big City. 21.00 Sportkaffi. Karlakvöld. Vopnafjörður, Vopnaskak. í svörtum föt- um í Miklagarði. TÓNLIST______________________________ Tónlistarhátiðin í Reykholti hefst með tónleikum klukkan 21 í kvöld. Hátíðin stendur fram á sunnudag. Dagskráin er afar fjölbreytt, en áhersla er lögð á nor- ræna og evrópska tónlist að þessu sinni, með Finnland í forgrunninn. Haldnir verða fernir tónleikar þar sem m.a. verð- ur flutt tónlist eftir Mozart, Schubert, Si- belius, Bach, Handel, Debussy, Ravel og Chopin. Flytjendur eru meðal helstu tónlistarmanna landsins og gestir hátíð- arinnar í ár eru Petteri Salomaa, bariton frá Finnlandi, og Love Derwinger, píanó- leikari frá Svíþjóð. AKUREYRI_____________________________ 21.00 Deiglan í Listagili. Heimur Ijóðs- ins. Kvæðakvöld með kvæðum eftir Halldór Kiljan Laxness og Pablo Neruda. OPNUN________________________________ í dag opnar Olga Pálsdóttir myndlistar- kona sýningu á verkum sínum á Vatns- stíg 9. Olga er fædd í Norður-Rússlandi, en hefur búið á Islandi í meira en 13 ár. Hugmyndin að baki verka Olgu er að tefla saman syndinni f nútímaþjóðfélagi og afleiðingum hennar, en fyrir utan trú- arlegan bakgrunn fjalla verkin um sið- ferði og pólitfk. í dag verður opnuð f Vesturporti á Vesturgötu 18 sýning á verkum þriggja listakvenna undir heitinu c3. Sýningin er samvinnuverkefni listakvennanna, sem ferðast til þriggja landa á þremur mán- uðum, og stendur sýningin í þrjá daga í hvert sinn. Konurnar eru Kristín Schev- ing frá Islandi, Jenny McCabe frá Englandi og Magali Theviot frá Frakk- landi. Vesturport er opið helgina 27. til 28. júlí frá kl. 14.00 til 18.00 báða dagana. LISTAMENN A ÆFINGU Unnendur góðrar tónlistar ættu að fá eitthvað við sitt hæfi á Reykholtshátíð. T ónlistarhátíð í Reykholti Flytjendur eru meðal helstu tónlistarmanna landsins. Frá Finnlandi og Svíþjóð koma góðir gestir og áhersla er lögð á að hátíðin sé jafn ánægjuleg fyrir flytjendur og áheyrendur. tónlist Tónlistarhátíðin í Reyk- holti er nú haldin í sjötta sinn. Hátíðin hefst í dag og stendur fram á sunnudag. Dagskráin er afar fjölbreytt, en áhersla er lögð á norræna og evrópska tón- list að þessu sinni, með Finnland í forgrunninn. Haldnir verða fernir tónleikar þar sem m.a. verður flutt tónlist eftir Mozart, Schubert, Sibelius, Bach, Hand- el, Debussy, Ravel og Chopin. Flytjendur eru meðal helstu tón- listarmanna landsins og gestir hátíðarinnar í ár eru Petteri Sal- omaa, bariton frá Finnlandi, og Love Derwinger, píanóleikari frá Svíþjóð. Steinunn Birna Ragnarsdótt- ir, píanóleikari og stjórnandi há- tíðarinnar, segir það lengi hafa verið draum að halda svona há- tíð. „Ég hafði tekið þátt í sam- bærilegum hátíðum til dæmis á Spáni, bæði sem þátttakandi og áhorfandi, og fannst þetta mjög hrífandi form. Þetta verður meira en að fara bara á tónleika, miklu meiri upplifun og léttari stemmning," segir Steinunn Birna. „Svo er auðvitað gaman fyrir flytjendur að vera saman í viku fyrir hátíðina. Það er allt öðruvísi en þegar fólk vinnur sitt í hvoru lagi og hittist bara á æf- ingum. Þarna erum við allan sól- arhringinn í vinnubúðum, æfing- ar eru reyndar mjög strangar, en við borðum saman, gefum okkur tíma til að fara saman í sund og gera ýmislegt skemmtilegt, þan- nig að umgjörðin um þetta er mjög sérstök." Steinunn Birna segir ánægju flytjenda skila sér til áheyrenda, sem séu á móti mjög þakklátir. „Áherslan hefur verið á það frá byrjun að þetta sé allt mjög ánægjuleg upplifun, hvort sem er fyrir flytjendur eða áheyrendur.“ Opnunartónleikar hátíðarinn- ar verða í kvöld klukkan 21, á morgun verða tónleikar klukkan 15 og 21, og á sunnudaginn lýkur hátíðinni með tónleikum klukkan 16. edda@frettabladid.is í GÖMLU JAPIS BÚÐINNI, Brautarholti 2 SON I Ný sending af geisladiskum! Ný sending af DVD 356 titlar POPP-ROCK og HEIMSTÓNLIST - fjölbreytt flóra TÖLVULEIKIR f úrvali Virðum rétt versiunarmanna: LOKAÐ UM VERSLUNARMANNAHELGiNA! SON OPiD ALLA DAGA KL 12 - 19

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.