Fréttablaðið - 27.07.2002, Síða 1

Fréttablaðið - 27.07.2002, Síða 1
AFMÆLI Golf og önnur upplyfting bls. 22 PERSÓNAN A línu- skautum um víða veröld bls. 22 ÍÞRÓTTIR Heldur með báðum liðum bls. 10 Fyl?ist með okkur! All+af lœgra verð [_ FRETTABLAÐIÐ 1 135. tölublað - 2. árgangur Þverholti 9, 105 Reykjavík - sími 515 7500 Laugardagurinn 27. júlí 2002 LAUGARDAGUR Grafík í Sverrissal og Hafnarborg sýning Hópur úr fé- laginu íslensk graf- ík opnar grafíksýn- ingu í Sverrissal og Apótekinu í Hafn- arborg klukkan 1S i dag. 14 listamenn, frá Grænlandi, fs- landi og Færeyjum sýna þar verk sín. Listamennirnir héldu sambæri- lega sýningu í Grænlandi i fyrra og hafa skipulagt aðra í Færeyjum á næsta ári. VEÐRIÐ í DAG REYKJAVÍK Norðlæg vindur, 5 til 8 m/s. Léttskýjað og hiti 8 til 13 stig. VINDUR ÚRKOMA Isafjörður Q 5-8 Skýjað Akureyri 8-13 Skúrir Egilsstaðir o 5-10 Léttskýjað Vestmannaeyjar o 5-10 Léttskýjað HITI 09 O" O10 O10 Stórsýning Vestur- ports á Shakespeare leiklist Leikhúsið Vesturport sýnir í kvöld leikritið Títus eftir William Shakespeare i íslenskri þýðingu Helga Hálfdánarsonar. Títus er einn af fyrstu harmleikjum Shakespeares. Sýningin hefst klukkan 20 i Loftkastalanum og verður aðeins þessi eina sýning. Stórleikur í fótboltanum keppni Einn leikur verður í Síma- deild karla. f A og KR eigast við á Akranesvelli klukkan 14.00. Leikur- inn er mikilvægur fyrir bæði lið. Ætli skaginn sér að vera í toppbar- áttu þarf liðið á sigri að halda í dag. KR getur með sigrinum tryggt stöðu sína enn frekar á toppi Síma- deildarinnar IKVÖLDIÐ í KVÖLDj Tónlist 12 Bió 12 Leikhús 14 Iþróttir 10 Myndlist 14 Sjónvarp 18 Skemmtanir 14 Útvarp 19 NOKKRAR STAÐREYNDIR UM FRÉTTABLAÐIÐ 61,9% Hvaða blöð lesa 25 til 39 ára íbúar á höfuð-, borgarsvæð- inu á virkum dögum? Meðallestur 25 til 39 ára á virkum dögum samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup frá mars 2002 70.000 eintök 70% fólks les blaðið MEÐALLESTUR FOLK5 A ALDRINUM 25 TIL 80 ARA A HÖFUÐBORGARSVÆÐINU ER 69,7% SAMKVÆMT FJÖLMIÐLAKÖNNUN GALLUP I MARS 2002. Kostnaðurinn er á við mánaðarlaun Mánaðarlaun einstaklings þarf til þess að standa undir þeim kostnaði sem landbúnaðarkerfið leggur á hverja fjögurra manna fjölskyldu árlega. Verður að lækka segir formaður VR. Stuðning- ur í lágmarki segir formaður Bændasamtakanna. matvæli Sá kostnaður sem leggst á hverja fjögurra manna fjölskyldu ^ vegna ríkisstyrkja í landbúnaði og inn- flutningstakmark- ana á erlendum landbúnaðarafurð- um nemur nær 150.000 krónum á ári hverju. Til að standa undir þess- um kostnaði þarf mánaðarlaun ein- „Það er gríðar- legt hags- munamál fyrir okkar fólk að menn fari að feta sig út úr þessum vanda." — staklings sem er með 200.000 krón- ur í laun á mánuði fyrir skatta. „Það fara miklar upphæðir í þetta,“ segir Gunnar Páll Pálsson, formaður Verslunarmannafélags Reykjavíkur. „Það er gríðarlegt hagsmunamál fyrir okkar fólk að menn fari að feta sig út úr þessum vanda. Það er líka alveg ljóst að þetta er ekki auðleyst mál. Sér- staklega þar sem allar þjóðir keppast við að niðurgreiða sína framleiðslu. Maður fagnar því þess vegna að það skuli vera að fara í gang viðræður á alheims- vísu að trappa þetta niður." Þar vísar Gunnar Páll til þess að Bandaríkin hafa sett fram tillögur um stórfelldan niðurskurð á stuðningi við landbúnað, hvoru tveggja með lækkun ríkisstyrkja og mun minni tollahöftum en nú eru uppi. „Þessar tölur hafa farið lækk- andi núna ár frá ári, hvort tveggja í krónum talið og sem hlutfall af þjóðartekjum," segir Ari Teitsson, formaður Bændasamtaka íslands. „Það styðja allar vestrænar þjóðir sinn landbúnað þó mismikið sé. Við styðjum okkar landbúnað til dæmis minna en Norðmenn sam- kvæmt mælingum OECD. Ég held að ef við ætlum að hafa landbúnað hér og þau matvæli sem við kjós- um þá komumst við ekki af með minna. Bændur eru þrátt fyrir þennan stuðning tekjulágir." Mat- vælakostnaður sem hlutfall af tekjum fólks hefur lækkað úr fjórðungi í 16% á u.þ.b. 20 árum. Því skili meðal annars hagræðing og tæknivæðing. „Matarkpstnað- ur lækkar með ári hverju. Ég held að hann geti ekki lækkað hraðar.“ brynjolfur@frettabladid.is Sjá fréttaskýringu á bls. 4 1 ÞETTA HELST | Islandsbanki boðar sparnað og uppsagnir. Vill kaupa í Lands- banka eða Búnaðarbanka. bls. 2 Hagnaður ísiandsbanka var 1647 milljónir króna fyrstu sex mánuði ársins. bls. 4 Sandgerðisbæ var synjað um eigin barnaverndarnefnd. Ógnun við forvarnarstarf segja Sandgerðingar. bls. 6 Lífríki Þjórsárvera mun verða í hættu. Náttúruvernd ríkisins lýsir yfir andstöðu við virkjanaá- form vegna Norðlingaölduveitu bls. 9 ------ Snerist hugur í réttarsalnum. Zacarias Moussaoui neitaði vitneskju um hryðjuverkaárás- irnar þann 11. september. bls. 8 DRENGIR í BOLTALEIK Þessir ungu drengir léku sér í fótbolta á Akranesi í gær. Þeir verða ekki í sviðsljósinu þegar Skagamenn taka á móti KR-ingum í efstu deild karla á Akranesvelli í dag en það er aldrei að vita nema einhverjir þeirra eigi eftir að feta í fótspor þeirra sem þar spila. Skýr batamerki í rekstri Baugs: Minni hagnaður en í fyrra baugur group Hagnaður Baugs Group á tímabilinu mars til maí á þessu ári nam 513 milljónum króna samanborið við 923 milljóna króna hagnað á sama tímabili í fyrra. Heildarvelta á tímabilinu nam 13,1 milljörðum sem er 84% veltuaukn- ing miðað við sama tíma í fyrra. „Á heildina litiö er afkoma fé- lagsins viðunandi. Skýr batamerki eru í rekstri á íslandi og rekstur dóttur- og hlutdeildarfélaga Baugs- fjárfestingar og þróunar á áætlun. Afkoma félagsins í Bandaríkjun- um hefur valdið vissum vonbrigð- um þótt horfi til betri vegar,“ segir Tryggvi Jónsson forstjóri. Helstu skýringar fyrir slakri af- komu í Bandaríkjunum eru hár launakostnaður, en hann nam um 18% af veltu. Gert er ráð fyrir að þetta hlutfall lækki umtalsvert á yfirstandandi ári. Þá hafa 212 milljónir króna verið skuldfærðar í efnahagsreikningi til að mæta kostnaði vegna lokana á verslunum Bonus Stores. Ákveðið hefur verið að loka 20 óarðbærum verslunum í Bandaríkjunum fyrir lok þessa árs. Hagnaður Baugs Group hf. á rekstrarárinu er áætlaður 2,1 milljarðar króna og heildarveltan um 57 milljarðar. Áætlaðar nettóskuldir eru 12,2 milljarðar króna. ■

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.