Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.07.2002, Qupperneq 9

Fréttablaðið - 27.07.2002, Qupperneq 9
LAUGARDAGUR 27. júlí 2002 F RÉTT ABLAÐIÐ 9 ORÐRÉTT NEMA HVAÐ! „Það er eina leiðin til að við björgum okkur frá falli, að skora fleiri mörk en andstæðingarnir." Guðjón Þórðarson nýráðinn þjálfari botnsliðs norsku deildarinnar í fótbolta í Morgunblaðinu. EKKI AF AÐ SPYRJA „Við reynum að vera eins mann- leg og við get- um.“ Gunnar I. Birgisson formaður stjórnar LÍN í Frétta- blaðinu. ÚTRÖÐ í NANOQ Margir lögðu leið sína í Nanoq í gær. Nanoq opnaði í gær: „Alltaf vinna að stofna fyrirtæki“ verslun Verslunin Nanoq opnaði aftur í gær eftir um þriggja vikna hlé eða síðan verslunin varð gjald- þrota í byrjun mánaðarins. Örn Gústafsson, stjórnarformaður Rekstrarfélagins Nanoq ehf., dótturfyrirtækis Kaupþings, sem keypti þrotabúið á 275 milljónir króna, sagði að verslunin væri með útsölu á ýmsum vörum sem hún hygðist losa sig við. Hann sagði að mikið starf hefði verið unnið síðustu daga. „Það er auðvitað alltaf vinna að stofna nýtt fyrirtæki,“ sagði Örn. „Þetta er náttúrlega bara nýtt fyrirtæki, það þarf að gera allt upp á nýtt. Þannig að það er búið að taka svolítið í en það eru allir heilir." ■ ERLENT Alls hafa 40 manns farist af völdum flóða, eldinga og aur- skriða í Tyrklandi undanfarna viku. Miklir stormar hafa gengið yfir landið og hafa meira en 200 f jölskyldur þegar misst heimili sín. Stjórnvöld í Ástralíu vörðu í gær ákvörðun sína um að styðja ekki ákvörðun Sameinuðu þjóðanna um að koma í gagnið sáttmála gegn pyndingum í heim- inum. „Það eru engar pyndingar framkvæmdar í áströlskum fang- elsum og við höfum okkar eigin lög sem tryggja að það geti ekki gerst,“ sagði utanríkisráðherra landsins í gær. Tveir f jallgöngumenn hafa lát- ist á þessu ári er þeir reyndu að klífa K-2, sem er næst hæsti tindur heimsins. Báðir fjall- göngumennirnir voru Pakistanar. Lögreglan í Víetnam hefur lagt hald á 25 farma af skóhlutum sem notaðir eru til að framleiða falsaða Nike og Adidas skó. Þetta er fyrsta aðgerðin af þessu tagi sem Nike tekur þátt í. Forráða- menn Nike bentu lögreglunni á farmana. Þrír Rússar hafa verið dæmdir í nokkurra mánaða fangelsi fyrir að hafa ráðist á rússneskan sjómann sem strandað hafði á fiskibát sínum í danskri höfn. Tveir Palestínumenn særðust í Gasaborg: Vinnustofur sprengdar í loft upp jerúsalem. ap Að minnsta kosti tveir Palestínumenn særðust þegar ísraelsher réðst inn í Gasaborg í gær. Skutu skriðdrekar hersins á þrjár byggingar þar sem talið var að Palestínumenn væru með vinnu- stofur til að smíða eldflaugar. Dró herinn sig til baka eftir að vinnu- stofurnar höfðu verið sprengdar upp. Talsmenn ísraelshers sögðu að árásin hafi verið gerð eftir að Palestínumenn höfðu skotið eld- flaug í átt að ísraelum í fyrradag. Enginn slasaðist í þeirri árás. Síðar um daginn var Palestínu- maður skotinn til bana af ísrael- skum hermanni í bænum Qalqiliya á Vesturbakkanum. Að auki skutu Palestínumenn eldflaug á ísraelsk- an strætisvang á Gasasvæðinu. Engan sakaði. I gær fóru um það bil 3000 Palestínumenn veifandi grænum fánum Hamas-samtakanna fóru í mótmælagöngu á Gasasvæðinu. Mótmæltu þeir sprengjuárásum ísraela á Palestínumenn og hótuðu hefndaraðgerðum. ■ „Lífríki Þjórsárvera mun verða í stórhættu" Náttúruvernd ríkisins lýsir yfir andstöðu við virkjanaáform vegna Norðlingaölduveitu, sem og mót- vægisaðgerða vegna virkjunarinnar. Skipulagsstofnun mun fella úrskurð í málinu 9. eða 12. ágúst. NORÐLINGAÖLDUVEITA Að mati Náttúruverndar ríkisins mun Norðlingaölduveita valda umtalsverðum umhverfisáhrifum. Með miklum „mótvægisaðgerðum" sem sjálfar valda umtalsverðum umhverfisáhrifum verði hægt að lengja líftíma lónsins en umhverfisáhrifin verði að lokum enn meiri. virkjanamál Ný gögn frá Lands- virkjun um mótvægisaðgerðir vegna aurburðar og setmyndun- ar í tengslum við fyrirhugaða Norðlingaölduveitu, sunnan Hofsjökuls í Þjórsárverum, breytir ekki afstöðu Náttúru- verndar ríkisins. Upphaflega átti Skipulagsstofnun að kveða upp úrskurð í málinu 9. júlí en því var frestað þar sem gögn um mót- vægisaðgerðirnar vantaði frá Landsvirkjun og þegar þær bár- ust þurfti að kynna málið um- sagnaraðilum á ný. Búist er við úrskurði stofnunarinnar 9. eða 12. ágúst. Náttúruvernd ríkisins, sem er umsagnaraðili um mat á um- hverfisáhrifum en jafnframt leyfisveitandi á friðlýstum svæð- um, og Þjórsárveranefnd hafa frá upphafi lýst yfir mikilli and- stöðu við virkjanaáformin. Ný gögn frá Landsvirkjun hafa ekki breytt afstöðu þessara aðila þvert á móti hafa þau styrkt enn frekar það álit Náttúruverndar að umhverfisáhrif vegna Norð- lingaölduveitu verði umtalsverð. „Gögnin sýna svo ekki verður um villst að aurburður og set- myndun í Norðlingaöldulóni verður mjög mikil og hröð hvort sem gripið verður til mótvægis- aðgerða eða ekki,“ segir í um- sögn Náttúruverndar. „Gera þarf nýtt lón, reisa varnargarða, legg- ja vegi, dæla efni og búa til haug- svæði. Lífríki Þjórsárvera mun verða í stórhættu og landslagi á stóru svæði mun endanlega verða raskað umfram það sem nú hefur verið gert með 1.-5. áfanga Kvíslaveitu. Þetta sýnir að Norð- lingaölduveita veldur umtals- verðum umhverfisáhrifum og getur ekki staðið ein og sér. Með miklum „mótvægisaðgerðum" sem sjálfar valda umtalsverðum umhverfisáhrifum er hægt að lengja líftíma lónsins en um- hverfisáhrifin verða að lokum enn meiri." í umsögn Náttúruverndar seg- ir að mótvægisaðgerðirnar, í formi nýs setlóns í gróöurverinu suður af Þjórsárjökli, séu nánast sama framkvæmd og nefnd hafi verið 6. áfangi Kvíslaveitu. í fyrra hafi Þjórsárveranefnd ein- róma hafnað þeim áfanga, þar á meðal fulltrúi Landsvirkjunar. Árni Bragason, formaður Nátt- úruverndar ríkisins, sagðist ekki vilja tjá sig neitt um málið fyrr en úrskurður Skipulagsstofnunar lægi fyrir. trausti@frettabladid.is Verkfræðingur Landsvirkjunar um Norðlmgaölduveitu: Andstaða Náttúruverndar byggir á misskilningi virkjanamál Eysteinn Hafberg, verkfræðingur hjá Landsvirkjun, sagðist telja umsögn Náttúru- verndar ríkisins, þar sem stofn- unin lýsir andstöðu við fyrirhug- aða mótvægisaðgerð vegna Norð- lingaölduveitu, að mestu leyti byggja á misskilningi. Eysteinn sagði að Náttúru- vernd ríkisins líkti mótvægisað- gerðinni, í formi nýs setlóns, við 6. áfanga Kvíslaveitu og að þar sem Þjórsárveranefnd hefði ver- ið á móti þeim áfanga væri þetta allt ómögulegt. Hann sagði að grundvallarmunur væri á setlón- inu vegna Norðlingaölduveitu og 6. áfanga Kvíslaveitu. Gert væri ráð fyrir litlu lóni, miklu minna en lóninu sem gert hafi verið ráð fyrir við Kvíslaveitu. Aðal and- staðan við 6. áfanga Kvíslaveitu hefði beinst að því að verið væri að veita vatni úr Þjórsá. Mótvæg- isaðgerðin, sem Landsvirkjun hefði nú kynnt, væri ekkert í þá veru að hún breytti nokkru í sam- bandi við vatnamál. Þar af leið- andi væri þetta algjör misskiln- ingur hjá Náttúruvernd ríkisins. Að sögn Eysteins myndi það án efa hafa einhver áhrif á rekst- ur Landsvirkjunar ef yfirvöld myndu hafna Norðlingaöldu- veitu. Þetta væri sú framkvæmd sem Landsvirkjun teldi hag- kvæmasta og fljótlegast að ráð- ast í. Ef hún myndi ekki rísa hefði það áhrif á það hverjum Landsvirkjun gæti boðið raf- magn og hugsanlega tafið upp- byggingu stóriðju. Stækkun LANDSVIRKJUN f ELLIÐAÁRDAL Eysteinn Hafberg, verkfræðingur hjá Lands- virkjun, sagði að það myndi án efa hafa einhver áhrif á rekstur Landsvirkjunar ef yf- irvöld myndu hafna Norðlingaölduveitu. Norðuráls hefur m.a. verið talin háð rafmagni frá Norðlingaöldu- veitu. ■

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.