Fréttablaðið - 27.07.2002, Síða 11

Fréttablaðið - 27.07.2002, Síða 11
27. júlí 2002 LAUGARDAGUR HM fatlaðra í frjálsum í Frakklandi: Jón Oddur aftur í öðru sæti friáisar Jón Oddur Halldórsson vann aftur silfurverðlaun á HM fatlaðra í frjálsum íþróttum í Frakklandi í gær. Nú var það 200 metra hlaup og setti hann bæði ís- lands- og Norðurlandamet þegar hann hljóp á 27.62 sekúndum. Það er ekki amalegt að taka þátt í tveimur greinum á sínu fyrsta stór- móti og hljóta silfur í báðum. „Já, ég er mjög ánægður, bætti mig um hálfa sekúndu og nú er bara að halda áfram að æfa. Ég vil æfa með það að markmiði að vinna gríska strákinn sem var á undan mér í báðum hlaupum, svo sér maður bara hverju það skilar,“ sagði Jón Oddur sem er aðeins 19 ára gamall. „Hann á nóg inni strákurinn, hann hefur verið að hlaupa á fótbolta- vellinum á Hell- issandi við frékar bágbornar aðstæð- ur. Sá gríski hefur verið að æfa við toppaðstæður í fjögur ár. Það er fyrst núna að ein- hver er farinn að anda ofan í hálsmálið á honum. Nú fer Jón Oddur til Reykjavíkur í Há- skólann í haust svo hann getur far- ið að æfa á tartanbraut. Hann á eft- ir að taka þann gríska áður en langt um líður,“ sagði Ólafur Magnússon framkvæmdastjóri íþróttasam- bands fatlaðra. ■ JÓN ODDUR Á mikið inni. ÞÓREY EDDA ELÍSDÓTTIR Þórey Edda varð í 6. sæti á HWI í Edmonton í fyrra og stökk þá 4.45 m. Vala á (slandsmet- ið sem hún setti á ÓL I Sydney, 4.50 m. Besti árangur þeirra í sumar er um 4.30 m. Þórey Edda og Vala í eldlínunni Meistaramót Islands í frjálsum íþróttum fer fram um helgina og verða fremstu frjálsíþrótta- menn landsins meðal þátttakenda. frjálsar Meistaramót Islands í frjálsum íþróttum fer fram á Kópavogsvelli í dag og á morgun og mæta flestir sterkustu frjáls- íþróttamenn landsins, m.a. Jón Arnar Magnússon og Magnús Aron Hallrgímsson. Meðal keppn- isgreina í dag eru 100 metra hlaupin þar sem Sunna Gestsdótt- ir og Silja Úlfarsdóttir verða væntanlega fremstar í flokki. Á morgun er það stangarstökk kvenna, en fremstu stangar- stökkskonur landsins, Vala Flosa- dóttir og Þórey Edda Elísdóttir mæta báðar til leiks í fínu formi. „Formið er alltaf að verða betra og betra og ég stefni að því að „toppa" á Evrópumeistaramótinu 6. ágúst," segir Þórey Edda. Hún var meidd síðastliðinn vetur og byrjaði ekki að stökkva fyrr en í júní. „Ég hef verið slæm í baki í tíu ár alveg frá því ég var í fim- leikunum. Það sem var að mér nú er samt ekki það sama, mér skilst ég hafi verið með klemmda taug. Hitt var sprunga á milli hryggjar- liða. Það er mikið álag á hrygginn í stangarstökkinu og sérstaklega þar sem ég er með frekar langan hrygg. Þórey Edda sem er 25 ára göm- ul hóf að æfa fimleika níu ára gömul og stundaði þá til 19 ára aldurs. En af hverju fór hún í stangarstökk? „Ég var búin að ákveða að hætta í fimleikunum og farin að huga að annarri íþrótta- grein. Vala varð Evrópumeistari 1996 og má segja að hún hafi vak- ið athygli mína á greininni. Ég ákvað að prófa að fara á æfingu þetta sama ár og hef verið í þessu síðan.“ Þórey segir æfingarnar ekki byggjast eingöngu á því að stökk- va heldur ýmsum öðrum styrktaræfingum líka. „Við stökkvum ekki nema tvisvar þris- var í viku. Síðan eru hlaup, lyft- ingar með lóð og þrekæfingar án lóða. Við leggjum áherslu á að þjálfa snerpu því það þarf að hafa góðan hraða í atrennunni." Þórey segist ekki bara hafa verið í fimleikum þegar hún var yngri heldur hafi hún verið mikið á skíðum með fjölskyldu sinni, en hún á tvo bræður. „Ég fer ennþá svolítið á skíði og svo hef ég verið að fara á snjóbretti. Það er mjög gaman en maður verður að fara varlega, sérstaklega þegar maður kann ekkert," segir Þórey Edda. bryndis@frettabladid.is FÓTBOLTI Manchester United hefur ákveðið að selja framherj- ann Dwight Yorke frá Trinidad til Blackburn fyrir 2-2.6 milljónir punda. Samningurinn er til þrigg- ja ára. Framherjinn þrítugi hefur lengi verið áhugasamur um að leika aftur með Andy Cole en þeir félagar gerðu saman 53 mörk fyrir Unitéd árið 1999. „Ég get ekki beðið eftir að komast af stað aftur. Það gekk ekki nógu vel hjá mér síðasta ár en ég er staðráðinn í að grípa þetta tæki- færi,“ sagði Yorke. Fi-anska knattspyrnustjarnan Zinidine Zidane sagði í gær að aðeins ein ástæða væri fyrir slæmu gengi Frakka á HM „Leik- menn voru ekki tilbúnir í slaginn. Ef þú ert ekki tilbúinn á HM þá ertu dauðans fnatur. Það var ósanngjarnt að reka Roger Lem- erre þjálfara, það er ekki hans sök að leikmenn klúðruðu mót- inu. Hann var rekinn bara af því að það er auðveldara að losa sig við einn en 23.“ Tjöld Svefnpokar Dýnur Tjaldhúsgögn Primusar Einstök Borntiolm Þægílegt og létt 3ja manna tjald í ferðalagið, 5 kg. Gott fortjald með tveimur inngöngum. Dýna Higti Peak tvöföld vindsæng, 22 cm þykk. Velour áferð. BUP&AL& 9% tmrsim HICH PEAK £w« © Marmot ** m* mm/ kr. ftlsféáá’líí- >. 1 —— ' i \ m < M-,1 wr & > \ \ SVEFNPOKI Phoenix V-2 fiber svefnpoki. Þægindamörk - 4° C. Góður útilegupoki. Verð: 10.990 kr. kr. m WT! mmmmm I ]kr. Vnl heppnuð útilega hefst í Útilífi! UTILIF \ vY-l ''IL -* ■ |//* MÁ Smáralind - Glæsíbæ Simi 54S1500 ng www.utiiif.is

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.