Fréttablaðið - 27.07.2002, Page 12
12
FRETTABLAÐIÐ
27. júlí 2002 LAUGARDAGUR
HASKOLABIO
rXEHTOf.* StJf-' SJI 5T®RSliR 5^TSifc£M!TjlW2» lAlílíJ'ÍSíS
HVflð SííQlíT
■ Sýnd kl. 2, 3.43, 6 og 8 m/isl. tali
I ABOUT A BOY kl. 2. 4, 5.50, 8 og 10.10.
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 |AMÓRES PERROS kllo|
ISCOOBY DOO kL2,«og6j ImAVAHLATUR kTBogloj
IBICFATLIAR ld.2,4,6,8 og lo| |HJALP ÉC ER FISKUR Id,2og41
SfJlfíRfí^ BÍÚ
Sýnd kl. 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9, 10 og 11
Sýnd kl. 2.30, 4.30, 6.30. 8.30 og 10.30
Sýnd kl. 3.20, 5.40, 8 og 10.15
UNFAITHFUL
kl. 8 og 10.40
INEWGUY
kl. 4 og 61 ISÖLD rn/ísl. tali
MR.JONES MR.SMtTH
Mifrn
Sýndkl. 6,8 og 10.10 vrrioo jBAD COMPANY_______kl. 10.10
Sýnd kl. 6,8og 10.10 IMONSTERS m/isl. talikl. 2 og 3.501
IMOIHMAN PROPHEOES 8 og 1ÖI2ÓIISS lABOUT A BOY kl, 8 og löTöl
[mÍJRDERBY- kl. 5.40,8 og 10.201 [ijgj jPÉTUR PAN m/isl. tali klTI öölS
And-Britneyar sameinast:
Einblínið
á tónlistina,
ekki kyn-
þokkann
tónlist Söngkonurnar Avril
Lavigne, Pink, Michelle Branch
og Vanessa Carlton tóku þátt í
myndatöku í
Central Park í
New York fyrir
skömmu. Þær
hafa reynt að fá
fólk til að dæma
sig af tónlistinni
einni en ekki af
kynþokkanum.
Lavigne segir að
konur þurfi ekki
að bera á sér
magann eða ganga í þröngum föt-
um til að virðast kynþokkafullar.
Stefna þeirra hefur verið nefnd
And-Britney. ■
Sc5&73530i Sc
- úti og inni -
Varanleg lausn
Gegnheilar útiflísar
á svalir, tröppur,
sólstofur og
jafnvel bílskúrinn.
Verðdæmi:
30 x30 kr. 1.450,-m2
- fyrsta flokkun
—
Skútuvogi 6 • Sími 568 6755
SÁLIN HANS JÓNS MÍNS
Sveitin vill vekja athygli á því að hún er komin með nýtt heimilisfang á Netinu, www.salinhansjonsmins.is. Gamla lénið, www.salin.is,
var og er í eigu fyrrum aðdáanda sveitarinnar sem veitti þeim afnot af því. Hægt er að lesa orðsendingu frá Stefáni Hilmarssyni á
heimasíðu sveitarinnar og frá „lénsherranum" á gamla léninu.
Sálin breiðir úr sér
Sálin hans Jóns míns verður 15 ára á næsta ári og er því rétt að komast
á gelgjuskeiðið. Það ætti því ekki að koma neinum á óvart að sköpun-
ar- og spilagleðin er í hámarki hjá sveitinni þessa daganna.
FRÉTTIR af FÓLKII
Margir bíða spenntir eftir
Goldmember, nýjustu mynd-
inni í röðinni um leyniþjónustu-
manninn Austin
Powers. Hún var
frumsýnd í gær í
Bandaríkjunum og
Bretlandi og fær
misgóða dóma í
þarlendum blöð-
um. Charles Gant,
gagnrýnandi hjá
Empire, segir nýju
myndina mjög fyndna en þó sé
eitthvað sem vanti upp á. Jonath-
an Ross, Daily Mirror, segist ekki
hafa hlegið svo mikið í lengri
tíma. Peter Bradshaw, hjá Guardi-
an, segir myndina fyndnari og
skemmtilegri en þær fyrri. Þetta
sé einfaldlega fyndnasta mynd
ársins. Christopher Tookey, hjá
Daily Mail, segir myndina fyndna
fyrstu 15 mínúturnar en síðan taki
við 75 mínútur af leiðindum. Nú
verður hver að dæma fyrir sig.
Samkvæmt breska slúðurblað-
inu The Sun er ferill Britney
Spears á hraðri niðurleið. Blaðið,
sem er nú ekki
alltaf þekkt fyrir
traustar fréttir,
segir að nýjasta
plata hennar, Brit-
ney, hafi aðeins
selst í 3,7 milljón-
um eintaka í
Bandaríkjunum.
Fyrri plata hennar,
Oops I did It Again, seldist í helm-
ingi fleiri eintökum. Annað merki
um fallið er að aðdáendur hennar
eyddu um 8 dollurum í minjagripi
á tónleikum. Nú eyða þeir aðeins
rúmum fjórum. Þriðja dæmið sem
blaðið telur er að Britney var
fastagestur í toppsæti bandaríska
vinsældarlistans. Síðustu tvær
smáskífur hennar hafa hins vegar
ekki náð svo hátt á listanum.
Nú er það ljóst að John
Entwistle, bassaleikari The
Who, dó úr hjartaáfalli sem kom í
kjölfar of stórs skammts af kóka-
íni. Entwistle, var 57 ára þegar
hann fannst látinn á hótelherbergi
sínu í Las Vegas. Þá var hljóm-
sveitin á tónleikaferðalagi um
Bandaríkin. Samkvæmt talsmanni
lögreglunnar er ekki víst um hve
stóran skammt af kókaíni var að
ræða. „Þetta er ekki eins og
brennivínið. Það er ekki hægt að
segja til um magnið.“
tónlist Þjóðarsálin hans Jóns
míns hefur þá skynsamlegu
vinnureglu að taka sér frí þegar
leiðinn tekur völdin. Eftir langa
törn á ballmiðum eftir að hafa
fylgt eftir útgáfu plötunnar
„Logandi ljós“ í nokkra mánuði
tók Sálin sér frí í hálft ár. Hún er
nú komin á kreik aftur en hvað
ætli liðsmenn sveitarinnar geri,
Sálarlausir? „Við fórum nú bara
flestir að vinna heiðvirðulega
vinnu,“ svarar Guðmundur Jóns-
son gítarleikari. „Ég eyddi tím-
anum í að semja fleiri popplög.
TÓNLEIKAFERÐ
SÁLARINNAR:
27. júlf: Vopnafjörður
Versl.m.helgi: AKUREYRI
09. ágúst: Gaukur á Stöng
10. ágúst: Gaukur á Stöng
16. ágúst: Hótel Húsavík
17. ágúst: Valaskjálf Egilsstöðum
24. ágúst: Hreðavatnsskáli
30. ágúst: Players Kópavogi
31. ágúst: Stapinn Keflavík
Ég var kominn með um 18 ný lög
í farteskið í vor. Það þarf aga til
þess að vera í fríi því menn
verða náttúrulega skítblankir.
Þess vegna tökum við tónleika-
syrpurnar með stæl þegar við
leggjum í þær.“
Það eru eflaust margir byrj-
aðir að raula með nýjasta lagi
Sálarinnar „Þú fullkomnar mig“.
Það verður að finna í kvikmynd-
inni „Maður eins og ég“. Gaman-
mynd með Jóni Gnarr í aðalhlut-
verki sem verður frumsýnd þann
16. ágúst næstkomandi.
„Það var beðið sérstaklega um
væmið ástarlag og við höfum
verið staðnir að verki að gera
þannig tónlist áður. Þetta er fyrir
sérstaka senu í myndinni. Við
fórum einfalda leið hvað útsetn-
ingu varðar, við höfum verið svo-
lítið útblásnir upp á síðkastið."
Þó nýja lagið teygi fingur-
góma sína ekki eins langt og
mögulegt hefði verið, hvað út-
setningu varðar, þýðir það ekki
að Sálin sé hætt því. Fingurgóm-
ar þeirra eiga líklegast eftir að
skilja eftir far á himnum eftir
tónleika þeirra og Sinfóníusveit-
ar íslands þann 22. nóvember.
„Þar sem við erum nýlega búnir
að gefa út tónleikaplötu þar sem
við litum aftur um öxl ákváðum
við að vera mestmegnis með
glænýja tónlist á þeim tónleik-
um.“
Þorvaldur Bjarni Þorvalds-
son, Evróvisjónhetja og fyrrum
bílstjóri Todmo-trukksins, sér
um útsetningar. „Lögin eru
stærri og epískari en áður. Þau
eru lengri en vanalega og fleiri
ósungnir kaflar. Lengri upphafs-
stef og millikaflar. Þetta er ekki
tónlist sem verður að halda
vatni í útvarpi eða á brjáluðum
rokktónleikum. Þarna situr
maður bara á rassgatinu og
reynir að spila eins vel og mað-
ur getur."
Sálin hóf tónleikasyrpuna
sína í gær á Siglufirði en í kvöld
leika þeir á Vopnafirði og leggur
hún á henni áherslu á gamalt
sem nýtt.
biggi@freitabl3did.is
Jennifer Lopez:
Sækir um skilnað
skilnaður Jennifer Lopez, sem
gengur einnig undir nafninu J-Lo,
hefur farið fram á skilnað við eig-
inamann sinn Chris Judd. Þau hafa
verið gift í tíu mánuði en J-Lo leit-
aði til hans þegar hún sleit sam-
vistum við Puff Daddy eða P.
Diddy. Samkvæmt dómskrá í Los
Angeles skildu hjónakornin að
borði og sæng þann 2. júní vegna
óleysanlegra deilna.
Að sögn lögfræðinga Lopez
hafa hún og Judd, sem hefur starf-
að sem dansari hjá henni, gert með
sér skilnaðarsáttmála. Skilnaður-
inn gengur í gegn þann 26. janúar
á næsta ári.
Samkvæmt slúðurblöðum ytra
hefur J-Lo verið í tygjum við leik-
arann Ben Affleck. Þau hafa hins-
vegar farið leynt með sambandið
þar sem stúlkan er að ganga frá
skilnaðinum. ■
J-LO
Jennifer Lopez er ein vinsælasta söngkona
heims. Þetta er í annað sinn sem hún skil-
ur en áður var hún gift kúbverskum kokki.
Hún og Chris Judd giftu sig í fyrra.