Fréttablaðið - 27.07.2002, Side 22
I MEÐ SÚRMJÓLKiNNI
Líkur beggja á að verða að
manneskju eru um það bil einn á
móti þremur milljónum.
22
FRÉTTABLAÐIÐ
27. júlí 2002 LAUCARPACUR
Golf og önnur upplyft-
ing á afmælisdaginn
Eg hef haldið Opna Langármót-
ið fyrsta mánudag í júlí und-
anfarin þrjú ár til styrktar Golf-
klúbbi Borgarnes," segir Ingvi
hálf-nefmæltur eftir að norðan-
kaldinn stríddi honum við kart-
öfluupptöku í garðinum í gær.
„Svo þegar ég sá að afmælisdag-
inn minn bar upp á laugardag
ákvað ég að færa mótið. Ég á mik-
ið af vinum í golfinu."
Fullbókað er á mótið sem þýðir
að um 120 manns munu munda
kylfurnar við Langá í Mýrum í
dag. En er engin hætta á því að
menn haldi aftur á sér af ótta við
að sigra afmælisbarnið á deginum
stóra? „Ég er með þannig menn í
hópi að þeir myndu ekki gefa sig
þó að ég væri á grafarbakkanum.
Þetta hefur alltaf verið mjög
spennandi mót.“
Fyrstu menn stigu á völlinn kl.
7 í morgun og þeir síðustu eiga
eftir að rölta beint af 18. teig yfir
í veisluna sem haldin verður í
samkomuhúsi hestamanna í Borg-
arnesi. „Það er beint á móti vellin-
um, hinum megin við þjóðveginn.
Þar tek ég á móti fjölskyldu og
vinum á milli 20 - 22 um kvöldið.
Ég reikna með því að allir heilsist,
kyssist og vilji faðma afmælis-
barnið. Síðan kemur hljómsveitin
Afmæli
Ingvi Hrafn Jónsson, fréttamaður,
kann að njóta lífsins og stendur i dag, á
sextíu ára afmælisdegi sínum, fyrir golf-
móti við Langá í Mýrum. Um kvöldið verð-
ur svo blásið til veislu.
Upplyfting og gestir geta dansað
og sungið eins og listin leyfir."
Það má því reikna með því að
„Traustir vinir“ og „Rabbabara
Rúnur“ muni slíta dansgólfið
langt fram eftir nóttu.
Ingvi er kvæntur Ragnheiði
Söru Hafsteinsdóttur, 51 árs flug-
freyju. Saman eiga þau synina
Hafstein Orra, 23 ára atvinnuflug-
mann, og Ingva Örn sem klárar
Verslunarskólann í vor.
biggi@frettabladid.is
INCVI HRAFN
Fær útrás á fréttamennskuna í þætti sínum
„Hrafnaþing" sem er á dagskrá Útvarps
Sögu alla virka í hádeginu.
MENNINCARSKOKK
HEFJIÐ daginn
með því að
ganga niður að
Tjörn og gefa önd-
unum. Takið ástina
ykkar með. Gott fyrir
hjónabandið segja þeir sem reynt
hafa.
FÁIÐ ykkur að borða í Alþjóða-
húsinu við Hverfisgötu. Þar
skipta menn um
kokka eins og
sokka og laða
fram rétti úr öll-
um heimshornum.
Athyglisverðasta nýjungin í reyk-
vískri veitingahúsaflóru.
TÓNLIST á Jómfrúnni í Lækj-
argötu klukkan 16 í dag. Hol-
lenski trommuleikarinn Rene
Winter lemur þar húðir með fé-
lögum sínum. Nautshúðirnar í ro-
ast - beefinu eru ekki síður í takt
við bragðlaukana. Fáið ykkur
kartöflusalatið með. Gætið ykkar
hins vegar á Álaborgar - ákavít-
inu. Það getur breytt lífsviðhorfi
ykkar um stundarsakir.
ÞEIR sem vilja dansa í kvöld.
Geirmundur Valtýsson leikur
fyrir dansi í Players í Kópavogi.
Ef spurningin er um sveiflu þá er
Geirmundur svarið.
Fyrir hina sem eru á leið til Ak-
ureyrar þá verða Stuðmenn í
Sjallanum á Akureyri. Þeir gefa
Geirmundi ekkert eftir en það
hefði verið styttra fyrir þá báða
efGeir-
fU p - ssf&v
* * ið í Sjallan-
um og Stuðmenn í Players.
Leiðrétting
Vegna yfirvofandi hættu á þvi að ÁTVR
verði lögð niður skal áréttað að unnt verð-
ur að nota áfram skammstöfun stofnunar-
innar fyrir ný samtök Áhugafólks um
Takmörkun á Verndartollum Ríkisins;
skammstafað ÁTVR.
FÓLK í FRÉTTUM
Frjálshyggjumennirnir á And-
ríki átelja fréttastofú Sjón-
varps og fréttamann hennar,
Magnús Hlyn Hreiðarsson, harð-
lega fyrir fréttaflutning af brott-
vikningu Þorfinns Ómarssonar,
framkvæmdastjóra Kvikmynda-
sjóðs. Andríku mennirnir segja
merkilegt að þó tvær fréttir hafi
birst um málið á Ríkissjónvarp-
inu hafi í raun enn ekki verið
spurt réttu spurninganna. Þess í
stað hafi öll áherslan verið lögð á
að teikna upp eitthvert samsæri
tengt pólitík og Hrafni Gunn-
laugssyni. „Er fréttastofunni
sjálfrátt að senda þetta út?“ spyr
Andríki í lokin og þykir augljós-
lega ekki mikið til koma.
Vangaveltur um hugsanlega
endurkomu Ingibjargar Sól-
rúnar Gísladóttur, borgarstjóra, í
landsmálin hafa orðið Múrverj-
anum Stefáni Pálssyni tilefni til
skrifa á Múrnum. Stefán telur
ólíklegt að hugmyndir um að hún
fari í landsmálin séu frá henni
komnar og umræðuna frekar til
marks um leiðtogavanda
Samfylkingar. „Stjórnmálamaður
sem ætlar að láta að sér kveða
getur ekki gengið svo klárlega á
bak orða sinna og hún mundi
gera ef hún sneri sér að lands-
málum núna.“
Ungu jafnaðarmennirnir á
Pólitík.is hafa lagt nokkrar
spurningar um Evrópusamband-
ið og afstöðu
Vinstri-grænna
i til þess fyrir Ög-
mund Jónasson,
þingflokksfor-
manns VG. Jafn-
aðarmennirnir
ungu reyna m.a.
að fá Ögmund til
að gefa upp hvað
þurfi að breytast svo VG verði
hlynnt því að sækja um aðild að
ESB. Ögmundur gefur hins veg-
ar engin færi á sér og segir ein-
faldlega: „Ekkert hefur komið
fram sem bendir til þess að
Vinstrihreyfingin grænt framboð
söðli um í Evrópuumræðunni."
GUÐFINNUR HALLDÓRSSON
Frúin hiær í betri bíl og Guðfmnur á betri llnuskautum.
A línuskautum um víða veröld
Guðfinnur Halldórsson heillaðist af línuskautaíþróttinni fyrir íjórum
árum og fer aldrei úr bænum án þeirra eða skíðanna sinna.
Guðfinnur Halldórsson bíla-
sali hefur undanfarin sumur
sést renna sér á línuskautum um
alla borg, og víðar, með hundinn
sinn á harðahlaupum á eftir. „Já,
þú ert að tala um Dolla, stjórn-
arformann, hann spennist alltaf
upp þegar ég fer í múnderíng-
una honum finnst þetta svo
gaman,“ segir Guðfinnur. Guð-
finnur segist hafa byrjað að
stunda línuskautana fyrir fjór-
um árum, þá tæplega fimmtug-
ur að aldri. „Sonur minn var
alltaf á línuskautum fyrir um 10
árum og ég prófaði þá aðeins
inni í bílskúr, en fannst þetta
þvílík vitleysa."
Nú er hins vegar svo komið
að í hvert sinn sem Guðfinnur
heldur burt úr bænum tekur
hann línuskautana sína með, eða
skíðin sem hann hefur stundað í
mörg ár. „Ég fer í hin ýmsu þorp
og skauta þar. Mér finnst til
dæmis mjög gaman að skauta á
Akureyri, þar er svo mikið um
brekkur og þá fær maður svona
lítinn sætan kúlurass." Guðfinn-
ur segist ekki eiga í vandræðum
með að stöðva sig, hann eigi
nokkra skakka ljósastaura um
landið. „En ég skauta líka er-
lendis, það er fínt að skauta í
Prag en ekki að sama skapi á
Kanarí því þar eru vatnsrákir í
gangstéttunum. Best finnst mér
þó að skauta umhverfis Garda-
vatn, þar er svo fallegt."
Guðfinnur er í 25-30 manna
línuskautahópi sem hittist hvert
kvöld utan helganna í Nauthóls-
vík, svo framarlega sem veður
er skaplegt. Hann segir konur
vera í meirihluta í þessu, eins og
reyndar allri útivist. Guðfinnur
er aldursforseti hópsins. „Ég er
búinn að ganga í gengum þann
pakka að krakkar séu undrandi
á fullorðnum manni á línuskaut-
unum. Nú er ég bara orðinn
klárari en þeir svo þeir bera
óblandna virðingu fyrir mér.“
Guðfinnur segir lykilatriði að
vera ekki á lélegum skautum
því þá gefist maður frekar upp.
Það sé bæði skemmtilegra og
þægilegra að vera á vandaðri
skautum með sílikon dekkjum.
„Ég keypti mér ódýra skauta
fyrst og ég varð bara pirraður á
því. Þetta gengur mikið betur
núna og ég er orðinn alveg háð-
ur þessu,“ segir Guðfinnur full-
ur af línuskautaeldmóði.
bryndis@frettabladid.is
SACA DAGSINS
27. JÚLÉ
HRYSSINGSVEÐUR UNDIR AKRAFJALLI
Þessi hestur lét ekki á sig fá þótt rigningarsuddi væri undir Akrafjalli í gær.
Fyrsta kvikmyndasýningin í
Reykjavík var haldin árið 1903.
Meðal þess sem sýnt var, voru
myndir úr dýragarði Lundúna-
borgar, frá ófriðnum í Suður-Afr-
íku og af krýningu Játvai’ðar kon-
ungs.
Pétur Eiríksson synti Grettis-
sund, frá Drangey til lands, á
þessum degi árið 1939. Pétur var
þá aðeins 19 ára gamall.
Arið 1940 var fyrsta teikni-
myndin með Bugs Bunny, öðru
nafni Kalla kanínu, sýnd á hvíta
tjaldinu í Bandaríkjunum. Eins og
flestar myndanna um hann síðar
meir snerist þessi frumraun um
vonlausar tilraunir Elmers Fudds
til þess að snæða kanínuna.
þessum degi árið 1999 fór
milljónasti bíllinn í gegnum
Hvalfjarðargöngin, aðeins rúmu
ári eftir að þau voru opnuð.
TÍMAMÓT
JARÐARFARIR
13.00 Guðrún Kristjánsdóttir frá Starra-
stöðum, verður jarðsungin frá Mæli-
fellskirkju.
13.30 Kristín Jónsdóttir, áður til heimilis á
Bárugötu 4, Dalvík, verður jarðsung-
in frá Dalvíkurkirkju.
14.00 Anna Halldórsdóttir, Sólhlíð 7, Vest-
mannaeyjum, verður jarðsungin frá
Lqndakirkju í Vestmannaeyjum.
14.00 Rannveig Þorvaldsdóttir, Bárustíg
12, Sauðárkróki, verður jarðsungin
frá Sauðárkrókskirkju.
AFMÆLI
Ingvi Hrafn Jónsson er sextugur í dag.
Ólafur H. Torfason er 55 ára í dag.
ANDLÁT
Helga Sveinsdóttir, Borgarbraut 65A,
Borgarnesi, lést 12. júlí. Jarðarförin
hefur farið fram.
Bragi Einarsson, hugvitsmaður, Óðinsgötu
20b, Reykjavík, andaðist 24 júlí.
Garðar Sigurgeirsson, Víkurgötu 11, Súða-
, vík, lést 24. júlí.
Steinunn Hafdís Pétursdóttir, hjúkrunar-
kona, Spóahólum 12, Reykjavík, lést
24. júlí.
Björn Jónatan Björnsson, Brunnum 9,
Patreksfirði, lést 23. júlí.
Kristín Halldórsdóttir Eyfells, Orlandó
Flórida, lést 20. júlí.