Heimdallur - 01.05.1884, Qupperneq 4
68
Mörg eru síðan orðin ár,
ætla jeg meir, enn tylftir þrjár:
Hropta-týs nú hróðr dvín,
hanga-guðs er dofnað vín:
|><5 í huga æ mjer er
enn, sem fyr, að þakka þjer,
sem að fyrst á æskuárum
orðin göfug kenndir mér,
kveðin dýpst af sefa sárum
sem og títt af hetjumóð —
Jökuls *) man eg enn þá óð —
sem að vaktir Óðins á,
og sem fyrstr manna þá
komst við heiða Hrímnis lá
«hollr at helgu fulli
hrafnásar mér» **) jafnan.
Hafðu, Konráð, þökk fyrir það,
það og allt, sem Bragi kvað;
fyrir Hómers lýða ljóma,
"ljósið þjóðar,- sem þú fyr
kallaðir þá Dvalins dóma,
dróttar óð um Tróju styr!
fyrir Yiðris veiga sjó,
Virgil bæði og Stilichó!
fyrir allt, sem einn þú skildir
allra manna bezt í heim,
og mjer sýna veslum vildir,
víst þá ngoðin stýrðu beim!»
Hafðu þökk fyrir Yils og Vagna
vitran brag — en eg mun þagna!
30. Aug. 1883.
Gísli Brynjidjson.
Mómýri
Eptir
Alexander L. Kielland.
Gísli Guðnmndsson þýddi.
Hátt uppi yfir lyngflákunum flaug roskinn og
ráðsettur hrafn.
Ferðinni var heitið margar mílur í vestur, allt
*) Jökuls Bárðarsonar, móðurbróður Grettis.
**) Orð Skáld-Refs urn Gizur Gullbrárskáld, er hann telr
fyrst bafa kennt sér skáldskap, i kvæði því, er hann
orti eptir fall, Gizurar með Ólafi konungi á Stikla-
stöðum.
að sjávarströndu; þar hugðist krummi að grafa upp
svínscyra, sem hann hafði falið í sláturtíðinni. f>að :
var þegar mjög liðið á haustið og lítið um æti. '
pegar einn krummi er kominn — segir Páll ;
karlinn — þarf ekki annað en líta við, þá er annar ;
í nánd.
En menn máttu skima og skima; roskni og
ráðsetti hrafninn kom einn, aleinn. Og án þess að
skipta sjer af neinu, sveifhann steinþegjandi á afl- :
miklu, kolsvörtu vængjunum um hið regnþrungna
lopt beint í vestur. ;
Jafnt og stillilega leið hann áfram og rendi ;
hvössu augunum yfir sveitina; eptir því sem vestar -
dró, varð gamla fuglinum gramara í geði.
Ár frá ári fjölguðu og stækkuðu grænu og gulu s
smáskikarnir í sveitinni; allt af smásaxaðist á lyng- ;
móana, og jafnframt skaut upp húskitrum með \
rauðum þaksteinum, lágum eldhússtrompum og kæf-
andi móreyk — hvervetna menn og mannvirki. '
Hann mundi svo glöggt, þegar hann var ungur
— en það voru nú sjálfsagt nokkur ár síðan — þá !
var lafhægt fyrir duglegan hrafn með hyski sínu j!
að hafa hjer ofan af fyrir sjer: lyngbreiður svo ;
langt sem augað eygði, ungir hjerar og smáfuglar
hópum saman, við sjávarsíðuna æðarfuglar óg stóru \
gómsætu eggin þeirra; í einu orði nægtir af als :
konar sælgæti. ;
Nú var bær við bæ, gular akurreinar og grænar <
sljettur og svo lítið um æti, að roskinn og heiðvirð- ;
ur hrafn varð að fljúga mílum saman vegna ljelegs ;
svínseyra.
fessir menn, þessir menn — gamli fuglinn
vissi hvernig þeir voru.
Hann hafði alizt upp hjá mönnum og það enda ;
hjá mjög fínu fólki. Á höfðingjasetrinu rjett við j
kaupstaðinn hafði hann eytt æsku og bernskuár-
um sínum.
En í hvert sinn sem hann átti nú leið fram
hjá höfðingjasotrinu flaug hann hátt uppi, til þoss
að enginn skyldi þekkja hann. ]>ví að sæi hann kvenn-
mann úti í trjágarðinum, hjelt hann að það væri
unga heimasætan með hárhveiti og band um fljett- <
urnar, en í raun og veru var það dóttir hennar með
snjóhvítar hærur og ekkjuskikkju.
Hafði honum liðið vel hjá fína fólkinu? jJað
var nú eptir því sem á það er litið. Nóg fjekk hann
að jeta og mikið að læra; ekki vantaði það; en !
hann mátti heldur ekki um frjálst höfuð strjúka;