Heimdallur - 01.05.1884, Page 11

Heimdallur - 01.05.1884, Page 11
; einlægni, «hvað það gleður mig að hitta yður ' heilan á hófi, því jeg heyrði þegar Seppí skaut; : það er öðruvísi hvellurinn í byssunni hans, enn kúlu- byssunni yðar. það sló út um mig köldum svita, | því jeg þekki það, að þegar hann Seppí reiðist, þá ; skyti hann jafnvel á guð almáttugan, og þegar jeg mætti honum áðan niður undir skóginum, þá horfði hann á mig eitthvað svo undarlega, að jeg gat ekki > sagt annaðenn þetta: «Seppí, hefurðu ekki sjeð barúninn». þ>á benti hann með hondinni yfir hæðina og sagði: Hann hefur skotið hjörtinn og einn gamm. Og svo flýtti hann sjer burtu. En | þetta er ljómandi hjörtur, herra barún; en hvað hann er líka vel skotinn. En hvar er gammurinn?» ‘ Barúninn benti á hamarinn. Frygíus hljóp af stað, og kom að vörmu spori með stóran gamm í f fanginu. Hann batt saman fæturna og kastaði < honum á bak sjer. «Við getum sótt hjörtinn \ seinna í dag, það er ekki hætt við hann fari mikið ■ hjer eptir. En hvernig var það með hann Seppí, lierra barún? Á hvað hefur hann skotið? Hvernig ; stendur á því, að jeg heyrði yður ekki skjóta nema ; einu sinni?» «Við skulum tala um það seinna,» sagði : barúninn og stóð upp. «En livað varð af ; . Seppí?» «fað er mjer ómögulegt að segja. pað er ; aldrei hægt að segja upp á víst, hvert hann ‘í fer.» ) «t>á skulum við koma,» sagði barúninn. Svo hjeldu þeir til baka, yflr hæðina og inn í gilið. ; Svo gengu þeir eptir því, en þegar þeir komu fram ; hjá seinustu hlyntrjánum, sáu þeir kofann hennar ? Resei. feir höfðu ekki talað eitt einasta orð / saman alla leiðina. Innan skamms heyrðu þeir ; sönginn í stúlkunum, og tóku þær mjög vingjarn- \ lega á móti þeim. Frygíus sagði frá veiðinni, og ; hvað vel hún hefði gengið, en barúninn var mjög ; hljóður; stúlkurnar fylgdu þeim að kofanum, þar í sem Eesei bjó, og það var eins og barúninum værj í ómögulegt að halda uppi fjörugu samtali við þær, ; eins og hann hafði gjört daginn áður. Einkum ; var hann þó fámálugur við Resei sjálfa. Hann ; hafði ekkert borðað ennþá um daginn og bað ; þessvegna um að gefa sjermjólk að drekka, og það ; var hjer um bil það eina, sem hann talaði við þær. \ Á moðan hann stóð við, tíndu stúlkurnar rósir og ; stungu þeim í hattinn hans, og það lofaði hann þoim að gjöra, og þegar hann fór gaf hann þeim tvö gyllini hverri fyrir sig. En Resei rjetti hann hendina og horfði um leið áhyggjufullur framan í liana. Stúlkurnar vildu fylgja þeim áleiðis, en hann þakkaði þeim fyrir og afbað það. Svo hjeldu þeir af stað. f>egar barúninn var farinn, fóru stúlkurnar að talasaman um hann. færhöfðuallar tekið eptirþví, að hann var eitthvað öðruvísi enn hann vardaginn áður. Vefa sagði, að hann hefði litið út, eins og hann kæmi frá altarisgöngu. Resei lagði þó ekki eitt orð í þetta samtal þeirra. Hún liafði sjeð Seppí koma út úr hlynskóginum. Hann hafði ekki litið við henni, en haldið áfram niður að vatninu. Hún hafði þessvegna verið dauðhrædd þangað til barún- inn kom aptur. Hún sá, að það hlaut eitthvað að liafa komið fyrir milli þeirra. En báðir höfðu þó sloppið ómeiddir, og báðir þögðu. þ>að hafði þó tekið betri enda, enn hún hafði búizt við. það var komin nótt. J>að hafði hvorki verið söngur eða illdeilur í kofanum um daginn, en Resei gat þó ekki sofnað fremur enn nóttina áður. Hún var mjög áhyggjufull. Hún var hrædd um að hún fengi aldrei framar að sjá Seppí. pegar hann kom upp úr gilinu, hafði harin litið út eins og hann væri búinn að segja skilið við allt og alla. Hún gat ekki gleymt augnaráðinu lians. Augun í honum litu út eins og í óðum manni. Hún kvaldi sig á því að hugsa um, hvað hann hefði verið að gjöra, og hvað hann ætlaði sjer nú að gjöra af sjer. Henni fannst það með öllu ómögu- legt, að hann kæmi nokkurn tíma til sín framar. En rjett í þessu heyrði hún hann blístra fyrir utan gluggann hjá sjer, svo hún lirökk saman af ótta. «Guð hjálpi mjer, hver er þetta?», sagði hún og reis þegar upp í rúminu. Hún hjelt fyrst að það væri svipurinn hans, sem þarna væri kominn til þess að sækja að sjer. Svo var barið í gluggahlerann. ■ Opnaðu Resei», lieyrði hún sagt fyrir utan, og það var auðþekkt röddin. «Jeg á að skila til þín kveðju og svo er jeg með brjef frá barúninum þínum." Hún opnaði þegar hlerann. «Ert það þú Seppí,» sagði hún, «því ertu svona seint á ferli? Ef þú hefurekki annað aö gjöra enn að tala um barúninn, þá er þjer bozt að fara hjeðan og tala við ein- hvern annan, sem hefur meira gaman af að lilusta á það.» «Talaðu nú í alvöru,» sagði Seppí, og studdi

x

Heimdallur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimdallur
https://timarit.is/publication/123

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.