Heimdallur - 01.12.1884, Blaðsíða 2

Heimdallur - 01.12.1884, Blaðsíða 2
Davíð Livingstone. Pað er óhætt að fullyrða, að af öllum þeim ! hlutum jarðarinnar, sem rannsakaðir liafa verið j á hinum síðustu áratugum, hefur óvíða verið í eins mikið að gjört og í suðurhluta Afríku. Peg- ar um miðbik þessarar aldar var hún með ' öllu ókunn, og hvítir menn höfðu varla stigið ; fæti sínum út fyrir Kaplandið, og þó voru aldir ; liðnar síðan Vasco de Gama sigldi fyrir Góðr- \ arvonarhöfða, og Norðurálfubúar tóku sjer ból- • festu á Kap. En einmitt um miðbik þessarar ! aldar fer dálítið að greiöa úr þeirri þoku, sem ; hvíldi yfir Suður-Afríku allt norðan frá Sudan, ! og suður til Kap; ötulir ferðamenn svo sem ! Speke og Baker gjörðn sitt til, en langfrægastur ! allra er þó sá maður, sem Heimdallur í þetta ! skipti færir lesendunn sínum mynd af, Living- ! stone. Davið Livingstone er fæddur 19. marz 1813 í í hænum Blantyre nálægt Glasgow á Skotlandi, ; Foreldrar hans verzluðu með the og voru \ mjög fátækir, þeir gátu því eigi sett son sinn til j mennta, og bar þó snemma á því, að hann væri ! hneigöur til bóka. Pegar Davíð var 10 ára ! gamall, varð hann að Ijetta undir með foreldr- I urn sínum, og var settur til vinnu við haðm- t ullarvefstóla. Par gat hann dregið saman fá- / eina skildinga, og keypti liann fyrir þálatneska ! málfræði; en eigi var tíminn mikill til að gefa ! sig við iærdómi; kl. 6 á morgnana byrjaði vinn- ; an, og varð liann því aö brúka næturnar til að ; lesa; þetta sýnir þegar þá elju og ástundun, er ; hann sýndi svo íramúrskarandi síðar. En það í var eigi einungis latínan, sem hann lagði stund / á; hann las allt, sem hann gat komizt yfir ! nema rómana, og svo var ástundunin mikil, að ! hann hafði bækur með sjer til vinnunnar, og \ kom þeim þannig fyrir á vefstólinn, að hann f gat við og við numið einstaka setningar um leið og hann vann. Pað sem honum geðjaðist bezt að, voru vísindaleg rit og ferðabækur; þetta ; líkaöi föður hans illa, því að hann var trúaður ! rnaður, og kvað þessháttar bækur stríða á móti ! biblíunni og trúnni. Pegar Livingstone var 19 ára varð hann ; vefari, við það græddist honum töluvert fje á I sumrum, og því varði hann á vetrum til þess að hlýða fyrirlestrum yfir læknisfræði og guð- fræði í Glasgow. Nú tók hann og að búa sig undir að fara sem kristniboði til Kínlands, og las í þvi skyni guðfræði í Glasgow frá 1836— 40. Síðla það ár lagði hann á stað til Kína, en um sama leyti var ópíumsslyrjöldin hyrjuð, og var því ferðinni heitið annað, til Suður-Afríku. Par hafði kristniboðinn Moffat, sem síðar varö tengdafaöir Livingstones unnið í mörg ár, og orðið vel ágengt. Par vann Livingstone í 16 ár vel og dyggilega, og var bæði sem fræð- ari og læknir, sem andlegur og líkamlegur hirðir hinna liálfvilltu þjóða. En kristniboðarnir eru og mega ekki vera bundnir við einn og sama stað. Aðalboð frelsarans til þeirra er: farið, og því boði fylgdi Livingstone betur en nokkur annar. Hann vildi bæði kristna og mennta þjóðirnar, því að: „kristnin og menntunin eru óaðgreinanleg", sagði hann. Til þess að fram- kvæma þetta, sá bann, að greiður aðgangur, og samgöngur voru hið bezta og beinasta meðal, og því var það, að hann vildi kanna og upp- götva það, sem öllum var áður ókunnugt, og koma á samgöngum milli hinna svörtu þjóða, er byggja hið innra, og nýlendanna, sem hvítir menn áttu á ströndunum, og því var það að hann tók sjer fyrir hendur hættulegar ferðir, til þess að færa hinum vesælu þjóðum ljós trúar og menntunar. Skömmu eptir, að Livingstone var kominn til Kap, fór hann að ferðast inn í landið. Að ferðast í Suður-Afríku er enginn hægðarleikur, hvervetna villtar þjóðir, sumar hverjar mjög óvinveittar hvítum mönnum, með því þær hugðu, að þeir væru einungis komnir til þess að gjöra sjer óskunda; þær gátu eigi skilið, að nokkur maður gæti tekizt á hendur slíkar þrautaferðir einungis þeirra vegna. Landið er með öllu ókunnugt, tómar torfærur, hiti og þurkar, svo að víða er hægt að fara svo vikum saman, að aldrei sjest nein vatnslind; ýmist eru endalausar sljettur eða þjettir frumskógar, og þar á ofan ótölulegur grúi af villudýrum; en allar þessar tor- færur setti Livingstone eigi fyrir sig. A hinni fyrstu ferð sinni 1849, fann Living- stone vatnið Ngami, og var hann hinn fyrsti hvíti maður, sem svo hafði langt komizt, og var því heilsað með fögnuði í öllum hinum mennt- taða heimi. En liann ljet ekki þar við sitja,

x

Heimdallur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimdallur
https://timarit.is/publication/123

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.