Heimdallur - 01.12.1884, Blaðsíða 6

Heimdallur - 01.12.1884, Blaðsíða 6
182 í sem allrafínust, því fæstir munu þeir hafa veriö | af háum stigum. Af því leiddi, að mál þeirra ; Nevadahúa var fjöllbreyttara og mergjaðra en ■ nokkurt samskonar mál hefur nokkurn tíma ! veriö, nema ef vera skyldi í Kalíforníu allra ! fyrst. Um þessar mundir var als ekki töluð ! enska í Nevada; þaö var talað einskonar ; hrognamál eða djöfliska, sem hafði myndazt ; smámsaman. Prestarnir áttu meir að segja í erfitt, með að halda prjedikanir öðruvísi en að / bregða þessari golfrönsku fyrir sig. Pað var daglegt hrauð, að þeirsegðu: það geturðu hengt í þig uppá, þá máttu eiga mig á fæti, eða það var ; eins og hundi væri boðin heil kaka eöa þá eitthvað því um líkt. Pað má nærri geta, að ; aðrir hafi ekki kynokaö sjer við að láta sjer þessi snillyrði um munn fara, þegar það var \ krökt af þeim hjá prestunum, en optast komu | þau þó fyrir, þegar þau komu málinu ekkert í við og voru tóin lokleysa í raun og veru. Pegar Buck Fanischaw var dauður, var i kallaður saman fundur, því vestur við kyrra haf ; er aldrei gerður neinn skapaður hlutur, nema | hann hafi verið samþykktur á opinberum í íundi. Pað talaði hver um annan þveran og í ræðumennirnir lýstu yfir sorg sinni, hver í kapp ; við annan. Pað var kosinn fjöldi af nefndum, ; og meðal annars var einn maður valinn í nefnd ; til að fara til prestsins. Presturinn var allra- ; mesti hæglætismaður og virtist vera heldur ; ístöðulítill. Hann var líka nýskrop]únn út úr ; háskóla austur í landi og alveg ókunnugur lífinu ! í námunum. Nefndin, Scotty Briggs, fór til hans, í og það var bezta skemtun að heyra prestinn ; segja frá öllu saman seinna meir. Scotty var stór og sterklegur. Við öll ; hjálm6), í blóörauðri ullarskyrtu meö leður- ; mittisól. Við mittisólina hjekk skammbyssa og ! skrábrjótur7) Loksins var hann í bússum utanyfir ; buxunum. Scotty stakk lieldur en ekki í stúf ? við prestinn, því lrann var fölur og ekki mikill 6) Slökkviliðiö í útlöndum gengur með stóreflishjálma bæði til einkennis og til að hlífa sjer við neistaflugi við húsbruna. 7) Nokkurs konar fleigur sem slökkvilið hefur til að brjóta með læsingar, þegar á þarf að halda við eldsvoða. fyrir manni að sjá eins og áður er sagt. Pað j verður að geta þess að, þó Scotty væri sona ! vígamannlegur var hann vænsti maður í raun j og veru. Hann var bezti vinur vina sinna og ; fór aldrei í stælur nje áflog, ef hann gat komizt ; hjá því með nokkru móti. Pað var líka almanna rómur að Scotty hefði aldrei átt í illdeilum við j nokkurn mann vegna sjálfs sín, heldui hefði í hann altaf veitt þeiin, sem var minni máttar og > komizt þannig í ýmisilegt klandur. Peir Buck Fanshaw höfðu verið aldavinir í mörg ár og j komizt opt í hann krappan. Einu sinni höfðu í þeir komið að mönnum, spm voru að fljúgast á. Peir þekktu ekki mennina, en samt fóru þeir óðara úr treyjunum og tóku málstað þeirra, sem máttu sín minna. Seint og síðar meir ; urðu þeir ofan á og þá sáu þeir liverskyns var. ! Peir sem þeir höfðu hjálpað, voru komnir út í buskann og höfðu meir aö segja hnuplað j treyjunum um leið og þeir fóru. En það er nú bezt að víkja aptur að aðalefninu, heimsókn Scottys hjá prestinum. ! Scotty átti ekki neitt gleðilegt erindi, enda i skein sorgin út úr honurn. Pegar liann var ; kominn inn til prestsins, settist hann niður rjett í hjá lionum. Hann setti hjálminn á blað, sem presturinn hafði verið að skrifa á, en tók þó áður út úr honum rauðan snýtuklút.. Hann \ þurkaði sjer með honum í framan og stundi so ; þungan. Pað var auösjeð, að honum var í mikið niðri fyrir, enda gat hann ekki komið ! upp einu einasta orði fyrst. J Pað hrundu jafnvel tár ofan kinnarnar á ! honum. Samt harkaði hann af sjer og sagði ; með þessari litlu röddu sem hann hafði: „Eruö þjer þessi kórdjeri, sem ráðið yfir ; ræðuhjallinum hjerna við hliðina?" „Er jeg . . . ? þjer verðið að afsaka, en ; jeg er hræddur um að jeg hafi ekki skilið yður ; almennilega.11 Scotty varpaði mæðulega öndinni ogbyrjaði ; so aptur: „Yið erum í allra mestu klípu eins og ; gefur að skilja, og fjelagar mínir hjeldu að þjer ! kynnuð kannske að ijetta okkur hjálparhönd, ef ! við færum þess á flot við yður, eða eruð þjer \ ekki höfuðpaurinn við sálmasmiðjuna hjerna við ; hliðina?“

x

Heimdallur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimdallur
https://timarit.is/publication/123

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.