Heimdallur - 01.12.1884, Blaðsíða 7

Heimdallur - 01.12.1884, Blaðsíða 7
„ Jeg er' hirðir hinnar litlu hjarðar, sem kemur saman í kyrkjunni hjer.“ „Hvað þá?“ „Jeg er sálusorgari þessara fáu manna, sem eru trúaðir hjer í sveitinni og koma saman í guðshúsi því, sem er hjer fast við." Scotty klóraði sjer í höfðinu, hugsaði sig um stundarkorn og sagði so: ' „Jeg hef ekki roð við yður lagsmaður . . . Jeg passa8) . . . stokkið þjer og so skulum við byrja upp á nýjan leik “ „Hvað segið þjer maður? Jeg skildi ekki almennilega livað þjer áttuð við.“ „Jeg er hræddur um að þjer sjeuð að lúskra mjer, eða kannske það sje jeg, sem hef verið að lúskra yður . . . Jeg get ekki drepið yðar tromp, og þjer getið ekki stungið mín tromp. Einn af kunningjum okkar er hrokkinn upp af, og við viljum endilega gera honum einhverja glaðningu áöur en hann skilur við okkur fyrir fullt og allt. Sona liggur nú í öllu- saman. Jeg var sendur út af örkinni, til að snuðra einhvern upp, sem gæti haldið solítinn pistil yfir honum áður en hann legði upp. Ætli að þjer vilduð ekki taka að yður, að skussa hann af stað sona með dálítilli viðhöfn?“ „Jeg er hræddur um vinur minn, að mjer fari heldur aptur en fram að skilja yður, Jeg veit hvorki upp nje niður í því, sem þjer segið. Getið þjer ekki komizt solítið ljósara að orði. Fyrst þóttist jeg hafa skilið, hvað þjer áttuð við, en nú er jeg alveg orðinn ruglaður aptur. Haldið, þjer það væri ekki betra, efþjersegðuð bara frá öllu eins og það gekk blátt áfram, en sleptuð öllum þessum líkingum og vífilengjum?“ Scotty þagði stundarkorn og hugsaði sig vandlega um. Loksins tók hann þó aptur til máls. „Jeg verð víst að passa.“ „Eví það?“ „Pjer hafið gert mig, bit lasm!“ „Jeg botna ekki enn þá í því, hvað þjer eigið viö.“ Presturinn hallaði sjer aptur á bak í stólinn 8) Pegar þessi saga fór fram, var bað daglegt brauð að málmnemarnir töpuðu því í spilum á kvöldin sem þeir grófu upp úr jörðunni á daginn. Paö er því ekki að furða þó orðatiltækjum úr spilum rigndi niður þegar þeir voru að tala sín á milli. og var í hvínandi vandræðum. Scotty studdi aptur hönd undir kinn og var í þungum þönkum. Skömmu seinna leit hann samt upp og var þá dálítið upplits djarfari en áður. „Hananú, nú getið þjer víst undirstaðiö9’ mig. Lítið þjer á, við þurfum einmitt að halda á einliverjum poka; . . . Skiljið þjer ekki?“ „Hvað segið þjer?“ Pokapresti.“ „Nú þarna kom það, en þvi sögðuð þjer það ekki strax? Jeg er prestur.“ „Loksins eptir langa mæðu. Pjer hafið sjeð, hvað jeg hef á hendinni; haldið þjer nú bara áfram. Um leið og Scotty sagði þetta, tók hann í hendina á prestinum so kompánalega sem hann gat. Par var handamunur, því presturinn var hvíthendur og handlítill en loppan á Scotty var bæði hörð og sprungin. „Nú skiljum við hver annan fjelagi. Nú skulutn við taka til óspiltra málanna . . . þjer megið ómögulega fetta fingur útí það, þó jeg sje nokkuð langorður, því við erum allir saman í standandi vandræðum. . . . Einn af fjelögum okkar er nefnilega skroppinn út úr heiminum. “ „Hvort hefur hann skroppið?“ „Út úr heiminum. hann hefur lognast út af.“ ’ „Lognast út af?“ „Já hann er genginn fyrir ætternisstapa." „Nú, so að skilja. Hann er kominn á þann stað, sem enginn á apturkvæmt frá?“ „Nei það er víst ekki so auðvelt; — hann er nefnilega dauður." „Nú skil jeg yður.“ „Pað er gott og blessað. Jeg var orðinn liræddur um að þjer munduð ganga af göflunum aptur. Já hann er steindauður og stirðnaður í þetta skipti. “ „Petta skipti? Hefur hann dáið áður?“ „Dáið áður? . . . Nei, verið þjer í eilífri . . . Haldið þjer kannske að hann hafi verið eins lífseigur og köttur. En þjer getið bölvaö yður upp á það, að nú er ekki minnsta lífstóra í honum, grey-skinns-garminum þeim arna. Jeg vildi að hann, hefði aldrei dáið því þaö er ómög- 9) í frumritinu stendur savoy. Pað er afbakað spánskt orð og þýðir að skilja.

x

Heimdallur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimdallur
https://timarit.is/publication/123

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.