Heimdallur - 01.12.1884, Blaðsíða 4

Heimdallur - 01.12.1884, Blaðsíða 4
180 I höfn. Yfir gröf hans er marmaravarði með þessari áritan: „Hjer hvílir Davíð Livingstone. kristniboði, ferðamaður og mannvinur f. 19da marz 1813, dáinn 4ða maí 1873 í Kitambodaln- um í landinu ílala.“ í þrjátíu ár af ævi sinni kappkostaði hann án afláts, að mennta frumbúa Afríku, að leiða í Ijós leyndardóma náttúrunnar og afnema þræla- verzlun í Afríku. Hin síðustu orð hans hjer í heimi voru: allt það, sem jeg í einveru minni get, er, að óska blessunar drottins yfir alla þá, — hvert sem það eru Englendingar, Yesturheims- búar eða Tyrkjar —, sem stuðla að því, að þessi smán mannkynsins hverfi.“ Klemens Jónsson. Magnús Eiríksson. (F. 22. Júni 1806 d. 3. Júlí 1881). Nú er augað blíða brostið barns, er lýsti hreinni sál, nú er hins unga, undir hærum, auga sloknað skýrleiks bál. fær ei huggað hlýjum orðum hreldra vina þinna sál. Hjartað góða er hætt að bærast, hjartað varma er kalt og dautt hjartað sterka af helju bundið hjartað ríka er ástarsnautt. Tungan fær ei talað framar trúar, sannleiks, kærleiks mál, Hjartað, er alla æfidaga auman gat ei nokkurn sjeð .lesus mettar 5ooo manns.

x

Heimdallur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimdallur
https://timarit.is/publication/123

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.