Heimdallur - 01.12.1884, Blaðsíða 14

Heimdallur - 01.12.1884, Blaðsíða 14
henni geta flýtt fyrir brjefum og póstsendingum, sem ekki er greinileg utanáskript á. I bókinni eru taldir upp allir kaupstaðir, verzlunarstaðir og bæir á landinu, allt 1 stafrofs- röð og um leið tilgreint, í hvaða hrepp og sýslu þeir eru. Ef menn því aðeins vita nafnið á bænum, sem brjef eða sendingar eiga að fara á, má fletta bæjarnafninu upp í bókinni og finna í hvaða hrepp og sýslu bærinn er og þetta er fljótgjört og umsvifaminna en að hlaupa ámilli manna og spyrja að því. Aptan við bæjatalið er viðauki og í honum er skrá yíir sýslurnar og við hverja sýslu eru taldir hrepparnir í henni, þvínæst eru taldir allir hreppar í stofrofsröð og um leið tilgi-eint í hvaða sýslu þeir eru og síðast er skrá yfir allar póst- stofur, póstafgreiðslustaði og brjeihirðingarstaði í stafrofsröð og umleið getið uin, í hvaðahrepp og sýslu þeir eru. Bókin er mjög greinileg, nákvæm og mjög vandlega samin og hr. Vilh. Finsen á rniklar þakkir skilið fyrir hana. Hitt og I'etta. Forlög milliónar manna. Enskur stjórnfræðingur Dr. Farr, hefur eptir nákvæma rannsókn, komizt að þeirri niðurstöðu, að af 1 millión af bömum, sem fæðast lifandi, deyja 150,000 á fyrsta árinu, 53,000 á öðru árinn og 28,000 á þriðja árinu. Næstu 10 árin doyja aðeins 4,000; Við lok 45. árs eru 500,000 dánir; 370,000 lifa við lok 60. árs; 37,000 verða „ittræöir; við )ok 95. árs eru hjer um hil 223 lifandi og loksins cptir 108 ár er enginn eptir af allri millióninni. Pappir er gjörður af trje, hálmi, druslum og pappírsrusli o. s. fr.; úr trje og hálmi erpappírinn lakari. Pappírinn er notaður til margs eins og menn vita; á seinni tínum hafa verið byggð úr honum hús einkum í Ameríku; fyrirskömmu var byggð kirkja úr pappír suður á Fýzkalandi og í fyrra gufuskip í Eússlandi. Skip þettá er 25 íeta langt og 5 feta breitt. í Parísarborg lifa 30,000 kvennmenn við blómstur. gjörð. Blómstrin eru húin til úr allskonar dúkum; þau likjast mjög Hfandi blómstrum og eru seld víðsvegar út um heim. í'rakkar hafa uppúr þessari hlómsturgjörð margar millíónir franka. Skrítlnr. Kátlegt. Kerling ein sá sjómenn draga upp segl fyrir framan landssteinana; hún stóð nokkra stund þegjandi og hugsandi; loksins kallaði hún upp: „T'að er ekki að lá, þótt þeir skræki hræðilega, því þcgar þeir draga seglið niður fer það upp.“ Belgurinn er óbilandi. Nágranneprestar sjera Jóns að S. þingum voru einhverju sinni í boði hjá honum. Auk prestanna var einnig forsöngvarinn í S. þingunum í boðinu; hann var lítill og feitlaginn maður og hafði í mörg ár stýrt sönginum í kirkjunni, því að ekkert orgel var í henni. Einn af prestunum sagði þvi vingjarnlega við hann: „Hjerna sjáum við orgel safnaðarins. „Ó“, greip forsöngvarinn auðmjúkur tram í, „það fer nú að verða ónýtt gargan“. „Ekki er hætt við því“, sagöi sjera Guðmundur prófastur, „helgurinn er óbilandi“. Kýrin og terpentinolía. Jón og Pjetur mætt.ust á förnum vegi. Jón: „Sæll vertu Pjetur minn, hvað gafstu kúnni þinni, sem var veik um daginn?“ Pjetur: I'að var nú eitt pund af terpentínu.“ (Nokkrum dögum síðar). Jón: „Fað var óheilla ráð, sem þú gafst mjer, Pjetur minn; jeg gaf kúnni minni eitt pund af terpent- nu, eins og þú sagðir, en hún dó.“ Pjetur: „Já rjett er það, það gjörði mín ]íka.“ Grikkur. Slátrari kom til málsfærslumanns og sagði: „Jeg vildi gjarnan leita ráða hjá yður í máli einu. Pegar hundur stelur kjötstykki frá mjer, hver á þá að borga mjer kjötið ?“

x

Heimdallur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimdallur
https://timarit.is/publication/123

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.