Heimdallur - 01.12.1884, Blaðsíða 10

Heimdallur - 01.12.1884, Blaðsíða 10
föng eru á. Pað á að smella helvíta miklum silfurhlenam á kistulokið. Yagninn á að vera altjaldaður svörtu, og so á svertingi í hvítri skyrtu með stromphatt á hausnum að setja altsaman á fartina. Er það kannske ekki fínt. Og þjer skuluð ekki vera hræddir um yður. Pað skal svei mjer verða sjeð fyrir því. I’jer skuluð fá vagn og ef yður vanhagar um eittlivað, þá skuluð þjer bara reka upp öskur og sjá so hvort alt kemst ekki í lag. Pað er andskotans ári fínn vagn þarna í Nr. 1. Pjer getið haft alla yðar hentisemi í honum, so þjer getið vel verið dálítið upp með yður . . . Skussið þjer bara Buck í jörðina með eins mikilli viðhöfn og þjer getið, því það segir hver kjaptur, sem þekkti Intnn, að hann haíi verið bezti drengur í öllum námun- um. Pað er alveg ómögulegt að þjer takið of djúpt í árinni. Honum var ómögulegt að vita það, að nokkuð gengi á apturfótunum, enda hefur liann unnið meira að því að koma á kyrð og spekt í bænum, en nokkur annar. Jeg hef sjeð hann með mínum eigin augum lúberja 4 Mexíkóbúa á 11 mínutum. Ef átti að kippa einhverju í liðinn, þá fór hann ekki að leita að einhverjum, sem vildi gera það, nei hann lagði strax hönd í bagga með. Ilann var ekki katólskur. Nei ekki agnar ögn. Honum var beinlínis illa við þá. Begar einhver bar honuin það á brýn, var hann vanur að segja: „það er ekki um það að tala.“ En þó var hann allt af samur og jafn, þegar einhverjum var gert rangt til. Pví var það, þegar einhvei'jir fantar lögðu undir sig beinasafnið, jeg á við kyrkjugaröinn, sem þeir katólsku áttu og ætluðu að fara að byggja þar hús, þá rjeðst hann á þá og lumbraði so rækilega á þeim að þeir lögðu niður skottið. Jeg sá það með mínum eiginaugum, lagsmaður góður.“ xBað var fallega gert, eða að minnsta kosti var hugsanin, sem lá til grundvallar fyrir athæfi hans mjög virðingarverð, þó verkið sjálft væri, ef til vill ekki sem allra rjettast, ef það væri dæmt strangt. En meðal annara orða, hafði Eanshaw sálugi nokkra vissa trú? Jeg meina: Var hann innilega sannfærður um, að þaö væri til nokkur æðri vera?“ Scotty varð fyrst orðfall. So sagði hann: „Nú held jeg að þjer sjeuð búnir að reka mig á stampinn aptur. Viljið þjer ekki gera so vel að taka það upp aptur, sem þjer sögðuð og hafa það so lítið hægara?“ „Jeg á bara við, livort hann hafi nokkurn tíma sagt sig í lög við nokkurt fjelag, sem var hygt á trú á æðri veru og sem kappkostaði að breyta eptir siðferðislögmálinu.“ „Nú gerðuð þjer mig stóraslemm. Eigum við ekki að slá í annað spil.“ „Hvað sögðuð þjer?“ \ „Nei þjer eruð ekki mitt meöfæri, \ það liggur við jeg súnki niður í hvert skipti, \ sem þjer gefið mjer á hann. Gefið þjer aptur, og so skulum v’ið freista hamingjunnar enn þá elnu- sinni.“ „Hvernig þá? . . . Freista hamingjunnar?" „Já! . . . Byrja aptur!“ „Var hann góður maður og . . .?“ „Bíðið þjer nú við. Komið þjer ekki með meira, fyr en jeg er búinn að leysa úr þessu. Pjer spyrjið hvort hann hafi verið góður maður. Pað er ekki nærri því nóg að segja þaö, því hann var sá bezti maður sem mögulegt er að hugsa sjer.V Jeg er viss um, að þjer hefðuð elskað hann út af lífinu, hefðuð þjer bara þekkt hann. Hann gat lamið hvern einasta mann í allri Ameríku, sem ekki var stærri en hann sjálfur, sundur og saman . . . Pað varhann, sem bældi niður uppþotið við seinustu kosningar og það rneira að segja áður en nokkur alvara var orðin úr því. Allir sögðu líka, að það hefði enginn lifandi maður getað, nema hann einn. Hann æddi inn með lásabrjót í annari hendinni, og viti menn, áður en þrjár mínútur voru liðnar, var búið að bera burtu 14 manns á gluggahlerum. Hann kom öllu saman í gottlag, áður en nokkur gat fengið ráðrúm til að taka á inóti honum. Hann var friðsemdarmaður og vildi all taf ða allt væri í kyrð og spekt. Pað er seinfyllt, það skarð sem varð hjer í borginni við dauða hans. Jeg held það yrði gei'ður ágætur rómur að því, ef þjer gatuð smokkað einhverju af þessu dóti inn í ræðuna . . . Einu sinn tóku írar upp á þvi, að fieygja grjóti inn um gluggana á sunnudagaskólanum hjá rnactó- distum, bara að gamni sínu. Buch Fanshaw lokaði knæpunni undir eins og hann varð var við þetta. Hann stakk á sig nokkruin mai'ghleyp- um og fór til skólans . . . írlendingar liafa ekkert að gera hjer, sagði liann, og þeir urðu

x

Heimdallur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimdallur
https://timarit.is/publication/123

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.