Norðurljósið - 01.01.1979, Síða 2

Norðurljósið - 01.01.1979, Síða 2
2 NORÐURLJÓSIÐ FJÖLSKYLDAN Eftir dr. Billy Graham. Fjölskyldan er frumeining þjóðfélagsins. En frá því andar- taki, að mennirnir syndguðu á móti Guði hefur fjölskyldan átt í erfiðleikum. Stundum eru vörur seldar með merki- miða: „Til þess að varan hagnýtist sem best, þarf að fara eftir leiðbeiningunum.“ Og til þess að hjónabandið, heimilið og uppeldi barnanna lánist sem best þarf að fylgja leiðbeiningum Hans, er framkvæmdi fyrstu hjónavígsluna í Edensgarði. Þær leiðbeiningar eru í ritoingunni. Heimilið er í hættu statt, af því að við höfum vanrækt lög, reglur og leiðbeiningar hans, er framkvæmdi fyrstu hjónavígsluna og stofnaði hjónabandið. Þjóðfélagsfræðingur sagði fyrir nokkru, að héldi upp- lausn fjölskyldnanna áfram að aukast, yrði engin fjölskylda til árið 1995. Það eru ekki einu sinni tuttugu ár þangað til. Eftir mínum dómi verður þetta þjóðarhrun.“ Ég er honum sammála..." Grundvöllur hjónabandsins er andlegur. Að honum standa þrír aðilar: Þú, maki þinn og Guð. Sé Guð ekki látinn vera með, þá er því hætt við upplausn. Þú ættir að taka biblíuna þína og lesa þar það, sem hún hefur að segja um hjónabandið og fjölskylduna. Fara síðan eftir því. Það er alvarlegt mál að vera giftur. Hjúskaparheit á ekki að gefa með léttúð. Þjóðfélagsfræðingur nokkur sagði, að hjónaband og barnseignir sé eitt af mestu ævintýrum mannlegrar veru. Sálfræðingur ritaði: „Við nám mitt í sálfræði og guðfræði hef ég sannfærst um, að það, sem við sjáum nú í þjóðfélagi okkar, eru sérkenni síðustu daga Bandaríkjanna og jafnvel heimsins, eins og við þekkum hann.“ Hundruðum saman koma til hans karlar og konur án vonar og markmiðs í lífinu og tala um sjálfsmorð. Fólkið reynir að flýja þrýsting, álag og spennu heimilisins. Sálfræðingur þessi sagði, að lausnina væri að finna með því að fara eftir reglum heilagr- ar ritningar með krafti heilags Anda, þegar fólk hafði endur- fæðst fyrir kraft hins sama Anda. Undirgefni og ást. „Undirgefni“ er mikilvægt orði í ritningunni. í Efesusbréfi 5. 21. segir svo: „Verið hver öðrum undirgefnir í ótta Guðs.“ Maðurinn á að vera undirgefinn konunni og konan manninum í ótta Drottins. . . . Bæði þurfa að vera undir- gefin, bæði að fóma. í öðra lagi, þá er „lausn“ í þessu. Ég gat aldrei skilið, hvemig nokkur kona gæti nokkra sinni hafnað Jesú Kristi. Hann gerði meira til að konur yrðu frjálsar en nokkur önnur persóna, sem uppi hefur verið. Ég vildi, að þið gætuð komið í suma hluta heimsins og séð þar, hvemig farið er með konurnar. Þær eru svo víða arðrændar. Jesús umgekkst konur á hciðarlegan hátt. Jesús Kristur kenndi mönnum tign konunnar. Hann kenndi, að allar manneskjur hafa jafnan rétt frammi fyrir Guði, án greinarmunar á þeim vegna kynferðis, aldurs, stéttar, kynþáttar eða menningar, af því að allar mannlegar verar hafa verið skapaðar í Guðs mynd. Hvers konar ást? Þriðja orðið, sem ég vildi nefna, er ,,ást“. „Þér eiginmenn, elskið konur yðar, að sínu leyti eins og Kristur elskaði söfnuðinn og lagði sjálfan sig í sölurnar fyrir hann.“ (Efes. 2.5.) Hugsið um Krist, sem deyr á krossinum, af því að hann elskaði okkur svo mikið. -Þannig eigið þér, eiginmenn, að elska konur yðar. Mig langar til að spyrja ykkur: „Elskið þið konur ykkar svo mikið?“ Konur eiga að „elska menn sína, elska böm sín.“ (Títusarbr. 2.4.) Konur, elskið þið eiginmenn ykkar? Hvers konar elsku eiga eiginmenn og eiginkonur að hafa? Elsku, sem þjónar! ... Sannarlega þarfnist þið Jesú Krists. Það er ekki hægt að setja sem á leiksvið kristilegt hjónaband og heimili, ef þið hafið aldrei veitt Kristi viðtöku. Takið á móti horium sem Drottni og frelsara. Taktu í hönd maka þíns, og komið þið til Krists saman. Veitið honum viðtöku sem Drottni ykkar og frelsara. Unga fólkið þarf að segja: „Ég vil vera hin rétta tegund af pilti, hin rétta tegund af stúlku á heimili mínu. Ég vil hafa hann með mér í einkalífi mínu. Ég vil hafa hann á heimili mínu. Ég vil, að hann fyrirgefi mér fortíð mína og yfirsjónir. Ég vil, að líferni mitt breytist. Ég vil, að Kristur komi inn í hjarta mitt. Ég vil endurfæðast.“ Heimili þitt getur verið sameinað. Heimili þitt getur verið hin rétta tegund heimilis. Það getur verið sameinað. Vera má, að ráði ríkjum spenna og vansæla, svo að þið séuð sundurþykk í anda og í hjarta. Gefið Kristi líf ykkar. Gangið honum á hönd. Láttu hann gera þig að réttri tegund eiginmanns, réttri tegund eiginkonu, réttri tegund barns. Áttu vandamál? Er það synd?, einhver illur ávani? Komdu með þetta til Drottins Jesú í bæn. Er það hjónabandið? Er það barn eða börn? Er það fjárhagsleg afkoma? Er það heilsan? Er það gömul eða ný óhamingja í ástamálum? Er það eitthvert afbrot? Er það vondar hugsanir, ljótar, óhreinar? Er það ásókn illra anda? Hvað sem það er, komdu með það til Jesú. Kom og mættu honum nú. (Líkl. þýtt.)

x

Norðurljósið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.