Norðurljósið - 01.01.1979, Síða 13

Norðurljósið - 01.01.1979, Síða 13
NORÐURLJÓSIÐ 13 Ég ætla að svara þessu, og síðan ætla ég að breyta henni dálítið. Hér kemur svarið.“ Hann opnaði biblíuna sína og fór að lesa 1. Korintubréf, 15. kafla. „Syndin er broddur dauðans og lögmálið afl syndarinnar. En Guði séu þakkir, sem gefur oss sigurinn fyrir Drottin vom Jesúm Krist.“ „Þetta er svarið við spurningu þinni, er ekki svo?“ „Er unnt að fá sigur?“ Já, alveg áreiðanlega er það hægt. „Ég held,“ hélt hann áfram, „að við ættum að segja það, að sérhver sannkristinn maður getur ekki stöðugt haldið áfram að lifa í synd. Með öðrum orðum: ,Eigum við að halda áfram, í syndinni til þess að náðin aukist?1 Það er mikill munur á manni, sem iðkar stöðugt synd, og hinum, sem fellur í hana og kemst úr henni aftur með beiskri sorg. Hinn síðari er oft sannkristinn maður. En ég efast um hinn fyrri, að hann geti verið það. . . . Við lesum í 1 Jóh. bréfi 3.9.: „Hver, sem af Guði er fæddur, iðkar ekki synd.“ (Ensk þýðing.) „Þið tókuð eftir því, að ég breytti orðinu ,drýgir‘ til réttrar merkingar sinnar, sem er að iðka. Allir krismir menn drýgja synd stöku sinnum. En enginn sannkristinn maður getur iðkað synd. Ritningargreinin bætir við, að hann geti það ekki, því að ,hann er fæddur af Guði.‘ Prófessorinn hélt áfram: „Þetta segir ennfremur að það hvort maðurinn heldur áfram í syndinni eða ekki, greini þá að, sem eru endurfæddir eða ekki. „Af þessu eru augljós börn Guðs og börn djöfulsins.“ Er þetta nógu greinilegt?“ „Ég held það,“ svaraði ég. „Kjami málsins er munurinn á að syndga stöku sinnum eða vera sí-syndgandi. Hið síðara getur enginn sannkristinn maður gjört, hið fyrra getur hent hann stöku sinnum, því miður.“ „Hárrétt." Það er þetta síðara, sem spurning frú Fairlie á við. Þetta hefur verið útúrdúr hjá mér, en ég vildi aðgreina þetta tvennt vel.“ „Nú kemur annað, sem við verðum að gera okkur ljóst áður en við komumst til botns í málinu. Er viðloðandi synd - við skulum kalla hana það, t.d. afbrýði, er hún freisting eða viðloðandi synd?“ Við sátum öll og hugsuðum. Þá sagði maðurinn minn: „Það fer eftir því, á hvaða stigi hún gerir vart við sig.“ Prófessorinn hló. „Mjög vel sett fram,“ sagði hann. „Afbrýði, ósannsögli, eigingimi verða þá fyrst syndir, þegar við leyfum þeim það. Gerðu þér þetta ljóst, Pétur,“ sagði hann og sneri sér að piltinum. „Þetta er ekki synd, þegar það ræðst á þig. Það er freisting. Freistingar verða syndir, þegar þú lætur undan þeim. Hvað var það, sem Billy Bray (ólærður vakningar- predikari í Wales. Þýð.) var vanur að segja? „Þú getur ekki gert að því, þótt fuglarnir fljúgi yfir höfuðið á þér. En þú ræður því, hvort þeir búa sér til hreiður í hári þér.“ Jennifer skellihló snöggvast, en hún varð þögul jafn- skjótt og prófessorinn hélt áfram: „Er eitthvað freisting eða synd? Það getur þú séð á augabragði. Hvernig bregðstu við því? Með skelfingu? með hatri? með viðbjóði? Hrekkur andi þinn frá þessu, er það nálgast þig? Lítur þú á það sem eitthvað viðbjóðslegt? Sé þessu þannig farið, þá er það freisting, og freisting er ekki synd.“ En setjum svo - þótt það sé ekki nema andartak - að þú tekur á móti þessum afbrýðissömu hugsunum, eða eigin- gjömu hvöt, og geðjast það, gælir við þetta í huganum, þá hefur þú syndgað.“ Prófessorinn þagnaði. Við sátum og hugsuðum öll mikið. Þetta var hlífðarlaus skilgreining, en við vissum, að hún var sönn. „Jæja,“ sagði hann. „Nú getum við snúið okkur að aðalefninu. Ég ætla að bæta einu orði framan við spumingu þína, frú Faielie. Ég bæti aðeins einu orði framan við hana: Hvernig er unnt að fá sigur yfir viðloðandi syndum mín- um? Hvemig heldur þú, að hann fáist?“ Frú Fairlie roðnaði og fór dálítið hjá sér. „Með því að biðja um hann,“ sagði hún dálítið óstyrk. „Ef til vill,“ sagði prófessorinn. En munnur hans hækk- aði í öðru munnvikinu, en seig niður í hinu. Ég vissi, að þetta yrði ekki svar hans. „Með því að neita að hugsa um þá,“ sagði Jennifer alveg óvænt. Prófessorin leit snöggt til hennar. Orlaði fyrir undmn i augnaráði hans. „Þú ert komin mjög nálægt því, sem er í huga mér,“ sagði hann. Þetta gaf okkur hjónunum bendingu, sem nægði. Það minnti mig á viðlag í sálmi, sem ég hafði sungið oft: Horf þú á Herran Jesúm, horf þú á auglit hans. Þá verða jarðneskir hlutir sem hjóm og heimurinn með sinn glans. „Með því að festa hugsanir okkar við hann,“ sagði ég. „Já, þannig skil ég það,“ sagði hann. Leyndardómur sigurs okkar yfir hroka okkar og eigingirni, afbrýði okkar og öllum öðrum andstyggilegum hlutum, sem koma til að freista okkar og deyða. Ef til vill er það ekki bænin fyrst og fremst. Hún á sinn þátt og hefur sitt gildi, heldur hin jákvæða einbeiting hugans að Drottni.“ Prófessorinn þagnaði áður en hann hélt áfram. „Ég hef heyrt þetta kallað ,afl nýrrar elsku til að reka hið fyrra brott.‘ Pétur, þetta merkir blátt áfram: Ef ný, mikil elska fyllir hjörtu okkar, - elska, sem göfgar og hreinsar, þá rekur hún burt hið lægra - ógöfuga og óhreina - sem við höfum elskað. Þú skilur, að hið göfuga og hreina getur ekki átt heima með hinu. Þess vegna skulum við „beina sjónum vorum til Jesú.“ Því að meðan við horfum á hann, fær ekki hið illa, sem við hötum og óttumst, hvíldarstað í hjörtum okkar.“ Jennifer settist við slaghörpuna, og við sungum kvöld- sálm. 7. KAFLI. Símskeytið. „Ég vissi, að það var engin von.“ Ég man það var þriðjudagur, þegar fréttin kom, sem varpaði dimmum skugga yfir litla hópinn okkar.

x

Norðurljósið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.