Norðurljósið - 01.01.1979, Side 19

Norðurljósið - 01.01.1979, Side 19
NORÐURLJÓSIÐ 19 Svo óbetranlegt er manneðlið fallna, að djöfullinn getur táldregið mennina þá alveg eins og í upphafi vega þess í Edens-garði. Þar með eru staðfest orð Drottins Jesú, þau er hann mælti við Nikódemus forðum: „Enginn getur séð Guðs ríki nema hann endurfæðist.11 (Jóh. 3. 3.) Allir þeir, sem endurfæðast, eiga það eðli, sem vill lúta Guði og hefur unun af að vera í návist hans með því að lesa eða heyra orð hans og leita samfélags hans í bæn. Þetta endurfædda fólk Guðs er ríki Krists og fjallið stóra, sem Nebúkadnesar konungur sá, að náði yfir alla jörðina. Það ríki mun aldrei taka enda. Hvers vegna mun það ekki gera það? Af því að allir þeir, sem í því ríki eru, elska Drottin Jesúm og eru honum þakklátir fyrir allt, sem hann hefur fyrir þá liðið og gert, er hann fyrirgaf þeim syndir þeirra. Kæri lesandi minn, ertu fullviss um, að Drottinn Jesús hafi fyrirgefið þér syndir þínar, svo að þú verðir þegn hans í ríki hans hér á jörð? Ef ekki, viltu þá ekki leita á fund hans einmitt NU og gera út um þetta mál. Sendu svo ritstj. Nlj. nokkrar línur, svo að hann geti glaðst með þér. S.GJ. „Við viljum fá það nú þegar“ Ræða eftir dr. Billy Graham. (Stytt.) Gervi-kaffi er á boðstólum, og tilbúnar súpur og máltíðir. Allt á að vera tilbúið fyrirfram. Við viljum ekki bíða, heldur fá það nú. Það var þetta, sem synir Elí æðstaprests sögðu: „Við viljum fá það nú þegar!“ Við viljum ekki vinna fyrir því. Við viljum ekki þurfa að bíða eftir því. Við viljum ekki gera það með Guðs aðferð. Við viljum fá það nú. Þetta sagði Esaú líka. Þegar hann kom heim, var hann svangur og þreyttur. Hann sá, að bróðir hans, Jakob, hafði soðið baunarétt. Jakob sagði: „Gefðu mér fyrst frumburðarrétt þinn, þá skal ég gefa þér réttinn.“ Allt var fólgið í frumburðarréttinum. En Esaú var svo svangur og girntist svo mjög baunaréttinn, svo að hann seldi frumburðarrétt sinn til þess að fá matinn strax. Hann lítilsvirti þau réttindi, sem hann hafði hjá Guði. Löngun hans að njóta þess, er heimurinn hafði, var meiri en löngun hans eftir Guði. Djöfullinn greiðir líka laun. Jesús sagði líka söguna af týnda syninum. Unglingurinn vissi, að hann átti arf í vændum. Hann fór til föður síns og sagði: „Eg vil fá hann núna.“Hann eyddi síðan arfinum í óhófsömum lifnaði. Hann eyddi fé sínu, varð allslaus og vonsvikinn. Allir hans vinir yfirgáfu hann. Þágirntisthann að eta það sem svínin fengu. Þið sjáið, að djöfullinn geldur líka kaup. Ef þú þjónar djöflinum, mun hann borga þér það. Hann mun lofa þér svo öllu fögru, að annað eins hefur þú aldrei heyrt. En djöfullinn er „lygari og faðir lyganna.“ Boðin, sem Satan býður, eru ávallt hjúpuð í fegurstu umbúðir. En „djöfullinn er lygari og faðir lyganna.“ Hann er einmitt að ljúga að þér núna. Hann er að hvísla í eyra þér. Hann er að segja þér, að hans leið sé betri en vegur Guðs. Þetta sagði hann týnda syninum. Ungi maðurinn gafst upp að lokum. Hann ákvað, að betra væri heima hjá föðumum en vera hjá svínunum, þar sem djöfullinn hafði sett hann. Satan gefur heiminum loforð. Hann gefur líka gjafir: tómt hjarta og glataða sál. Þeir, sem fylgja honum, fá að kenna á afleiðingunum: dómi og helvíti. Gefstu blátt áfram upp. Hefur þú fundið sjálfan þig andlega? Ertu kominn í það samband við Jesúm Krist, að þú eigir gleði, frið og ham- ingju og fyrirgefningu syndanna? Veistu, ef þú dæir á þessu andartaki, að þú færir þá til himins? Þú segir: „Jæja, ég er meðlimur í kirkjunni. Eg hef verið fermdur. Ég hef reynt að gjöra hið besta, sem ég get.“ En innst í hjarta þínu hefur þú aldrei gefist Kristi algerlega. Hann getur verið frelsari þinn, en hann er ekki orðinn Drottinn þinn. Þetta, að hann er Drottinn og frelsari, verður að fara saman. Hann er Drottinn Jesús Kristur. (Taktu á móti honum) S.G.J. KRAFTAVERK Blind, rússnesk stúlka lceknuð. Maður í Rússlandi ritaði bréf ekki alls fyrir löngu vini sínum, sem á heima í Wales á Bretlandi. Þar segir hann: „Framgangur fagnaðarerindisins í Rússlandi um þetta leyti er blátt áfram furðulegur. Það virðist sem heilagur Andi svífi yfir þessu geysistóra landi og dragi fólk til frelsarans.” Þetta er ekki verk manna, heldur er það verk Guðs sjálfs. Áður en Meistarinn fór frá lærisveinum sínum, lýsti hann yfir því, að heilagur Andi mundi „sannfæra heiminn um synd, réttlæti og dóm, þegar hann kæmi. Spádómsorðin rœtast nú bókstaflega. Við væntum þess, að ennþá stærri kraftaverk gerist, og sá dagur komi, að hinn vondi verði alveg truflaður, en Frelsari vor verði alstaðar upphafinn. Hann sigraði á krossinum hinn vonda. Þessi sigur hans verði sýndur, ekki aðeins í Austur-Evrópu, heldur úti um allan heiminn. Þar sem syndin yfirgnæfði, þar flóði náðin yfir enn meir. Við þörfnumst vemdar hins dýrmæta blóðs (Krists) á sérhverri stundu í starfi okkar. Reiði Satans er vakin. Við vitum, að barátta vor er ekki við blóð og hold, heldur við tignir og heimsdrottna myrkursins. (Efes.br. 6. 12. Þýð.) Hingað koma stundum bréf frá Sovét Rússlandi, sem vekja furðu.

x

Norðurljósið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.