Norðurljósið - 01.01.1979, Page 22

Norðurljósið - 01.01.1979, Page 22
22 NORÐURLJÓSIÐ NOEL Ástríka ljónið Eftir dr. Bill Rice. Þennan höfund þarf ekki að kynna þeim, sem lesið hafa „Nlj“ nokkur síðastliðin ár, eða bók hans: „Veiðiferðir í Afríku.“ Hann var víðkunnur maður sem trúboði og veiðimaður. En hann er nýlega látinn, og sonur hans, dr. Bill Rice 3., hefur leyft mér góðfúslega að þýða kafla úr þessari bók. Hún er bernsku og æskusaga lítils ljónshvolps, sem ólst upp á heimilinu hjá dr. Rice, eins og kettlingur eða hvolpur hjá okkur. Sumt er fremur endursagt en þýtt.. 1. KAFLI. Ljónin í Texas. Dr. Bill átti heima í Tennessee, en hafði lofað að koma til vesturstrandar Kaliforníu og halda þar vakningarsamkom- ur. Kona hans var með honum. Leið þeirra lá um Texas. Numið var staðar til að kaupa bensín. En bensínsalinn átti líka dálítinn dýragarð, sem hann sýndi hjónunum. I honum voru fjögur eða fimm fullvaxin ljón. Hann gekk að liggjandi ljónynju tók í halann á henni og lyfti henni upp að aftan, svo að hún reis á fætur. Þar sýndi hann þeim hjónum lítinn ljónshvolp, þriggja daga gamlan. Dr. Bill spurði manninn, hvort hann væri ekki hræddur um, að ljónin réðust á hann. Hann sagði, að það gerðu þau aldrei, meðan þau væru ekki hungruð, eða þeim væri ekki strítt. Síðan mælti hann: „Ef þú elur ljón upp frá því að það er hvolpur og veitir því rétta meðferð, mun það læra að elska þig, og þú þarft aldrei að hræðast það.“ Dr. Bill benti þá Kötu konu sinni á ljónynjuna og spurði hana, hvort hún vildi eignast Ijón. „Áreiðanlega," svaraði hún. Þar með var ákveðið, að þau fengju ljónshvolpinn, er þau kæmu aftur að vestan. Nafnið á Ijóninu. Meðan við ókum, veltum við fyrir okkur, hvaða nafn við ættum að gefa ljóninu. Venjulega veltum við því talsvert fyrir okkur, hvað við eigum að kalla húsdýrin okkar. Loks- ins var það einhver í fjölskyldunni - líklega Bill Rice 3., sem sagði: „Hvers vegna ekki að kalla hann Noel, því að Noel Lyons er svo góður vinur okkar.“ (Lions - ljón - og Lyons eru borin eins fram á ensku.) Við öll urðum sammála um, að þetta væri ágætt nafn á ljónið. Við ákváðum að tilkynna hr. Lyons þetta. Sendum við honum svolátandi símskeyti: „Noel Lyons Rice fæddist 17. júlí. Er ljóshærð og bláeygð. Móður og barni líður vel.“ Bill Rice-fjöl- skyldan.“ Við hlógum að símskeytinu og veltum fyrir okkur, hvernig svar við fengjum frá hr. Lyons. Auðvitað bjóst ég ekki við því, að hann mundi blekkjast af símskeytinu. I sambandi við fæðingu Pete gjörðist eitthvað, sem kom í veg fyrir, að Prinsessan (gælunafn dr. Bills á konu sinni) gæti eignast fleiri börn. Hr. Lyons vissi þetta og hlaut því að skilja, að einhver gildra lægi falin í þessu. Við veltum öll fyrir okkur, hvaða glettnissvar hann gæfi. Við þurftum ekki að bíða lengi. Eftir fáeina daga kom hraðbréf frá hr. Lyons. Er ég opnaði umslagið, duttu ávís- un og miði úr því. „Náunginn getur alltaf notfært sér auka- pening á svona stundum." Þetta var alveg eftir hr. Lyons, vorum við öll sammála um. Mér þykir leitt að segja, að hr. Lyons sá aldrei nöfnu sína. (Eg endursendi ávísunina.) Samkvæmt Orðabók Websters merkir orðið Noel: gleði. Er það notað mest um jólaleytið og getur táknað jólasöng- ljóð. Það getur líka verið nafn á dreng eða stúlku. Hrammar vernduðu eignir Noels. Eins og önnur dýr af kattakyninu gat hann ýtt út klónum, þegar hann vildi halda einhverju fast. Hann hélt því föstu áreiðanlega, sem hann átti. Vei þeirri fáfróðu sál, sem hefði reynt að taka eitthvað frá Noel, sem hann átti. Þegar hann var smáhvolpur, létum við hann drekka úr venjulegum barnspela. Þá lá hann á bakinu og hélt pelan- um með öllum fjórum hrömmunum, meðan hann drakk úr honum. Hann vissi, að hann átti flöskuna, og enginn gat tekið hana frá honum fyrr en hún var tóm. Á öðru hafði hann miklar mætur líka. Það var gömul gríma úr gúmmí, sem einhver gaf honum. Hann gekk hreykinn með hana fram og aftur um húsið og vildi aldrei, að nokkur annar snerti hana. Þið vitið, að Jesús er kallaður „ljónið af ættkvísl Júda“ (Opinb.bókin 5.5.) I vissum skilningi eru þá ljónin mynd af Drottni Jesú Kristi. Vissulega eru þau mynd af Jesú á þann hátt, að þau vernda og varðveita það, sem þau eiga. í guðspjalli Jóhannesar 10. kafla, 28. grein segir Drott- inn Jesús: „Eg gef þeim eilíft líf, og þeir skulu aldrei að eilífu glatast, og enginn skal slíta þá úr hendi minni.“ Hendur frelsarans halda þeim fast, sem tilheyra honum! Guði séu þakkir. Ekkert eða nokkur persóna getur tekið nokkurt okkar (sem trúum á hann) frá Jesú Kristi. Hann mun varðveita okkur til eilífðar. Sérhvert okkar, sem end- urfædd erum getum sagt; með Páli postula: „Eg veit, á hverjum ég hef fest traust mitt og er sann- færður um, að hann megnar að varðveita það, sem ég hef trúað honum fyrir, til þess dags.“ (2. Tím. 1.12. ensk þýðing.) 2. KAFLI. ,JÞað er Ijón!“ Ég var undrandi yfir því, hve litla ljónið okkar vakti mikla athygli. Hæfileiki hans til að safna fólki utan um sig, gerði mig, prédikarann, grænan af öfund!

x

Norðurljósið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.