Norðurljósið - 01.01.1979, Side 30

Norðurljósið - 01.01.1979, Side 30
30 NORÐURLJÓSIÐ I Guðs mynd Eftir CH. Simeon: Ætt sína rekja menn til foreldra sinna fyrst. Síðan getur komið röð forfeðra. Þeir hugsa þó sjaldan um, hvernig þeir urðu til.... Sjálf skynsemin getur sagt okkur, að sá tími hafi eitt sinn verið, að enginn maður var til. Tilveru mannsins verður að rekja til skynsemi gæddrar persónu. Guð hefur birt okkur, hvernig sköpun okkar var háttað. Oðru vísi hefðum við ekki getað vitað það. I fimm daga hafði Guð verið að koma skipulagi á allt í heiminum. Þá segir hann á sjötta deginum: „Vér viljum gjöra menn í vorri mynd, líka oss.“ Konungar og forsetar ríkja nota þetta orð „vér“ um sjálfa sig. Guð notar það ekki í þeirri merkingu hér, heldur vegna þess, að ritningin birtir hann sem þríeinan Guð, föður, son og heilagan anda. Ritningin birtir hann sem þrenning í einingu. Guð sagði: „Vér viljum gjöra menn í vorri mynd. Þessi þrenning kemur fram í skímarskipun frelsarans í Matt. 28.19.: „Farið því og gjörið allar þjóðir að lærisveinum, skírið þá í nafni föður, sonar og heilags anda.“ Þetta erguðdómurinn: eining í þrenningu. Við flettum svo upp 1. Þessaloníkubréfi, 5.23.: „Sjálfur friðarins Guð helgi yður algerlega, og gervallur andi yðar, sál og líkami varðveitist ólastanlega við komu Drottins vors Jesú Krists.“ „Guð alvitundar,“ segir ritningin. Adam var skapaður í Guðs mynd. Þegar Guð lét dýr merkurinnar og fugla loftsins og fénaðinn koma fyrir hann, var Adam gæddur viti og skilningi til að gefa þeim öllum nöfn. Hann var líka heilagur og syndlaus. Vilji hans var í fullkomnu samræmi við vilja Guðs. Eins og „Guð er ljós, og myrkur er alls ekki í honum,“ þannig var Adam án vafa uppfræddur af Guði í öllu því, sem hann þurfti að vita. Heilagleiki er ekki síður sérkenni guðdómsins heldur en alviska. Guð elskar allt, sem er gott. En ólýsanleg er andstyggð hans á öllu, sem er illt. „Guð hefur skapað manninn beinan,“ segir í bók Prédikarans, „en þeir leita margra bragða.“ En Guð skapaði manninn þannig, að vilji hans var í fullkomnu samræmi við vilja Skapara hans. Oss er sagt um Drottin Jesúm Krist, að „Hann er ímynd hins ósýnilega Guðs.“ (Kól.1.15.) Það, sem Drottinn Jesús var hér á jörðu, það var maðurinn í upphafi í paradís: „Heilagur, svikalaus, óflekkaður." Sáttmáli Guðs við manninn. „Þá tók Drottinn Guð manninn og setti hann í aldin- garðinn, sem hann hafði plantað í landinu Eden. (Landið hét Eden og er nokkrum sinnum minnst á það í ritningunni. Þýð.) „Og Drottinn Guð bauð manninum og sagði: Af öllum trjám í aldingarðinum máttu eta eftir vild, en af tré þekkingar góðs og ills, máttu ekki eta; því að á þeim degi, sem þú etur af því, skalt þú vissulega deyja.“ Allt, sem Guð hafði skapað, átti að lúta vilja hans og gera hann, hvert á sínu sviði. Sól, tungl og stjörnur eru hnettir, sem ekki eru lífi gæddir. Hlutverk þeirra er að ganga sínar ákveðnu brautir. Skepnurnar allar voru lífi gæddar verur. Þeim bar að fylgja eðlishvötum þeim, er Skaparinn hafði gætt þær. Þeim bar að lúta manninum, er vald hafði yfir þeim sem vara- konungur eða staðgengill Guðs. Manninum var meira gefið en skepnunum, þess vegna var krafist meir af honum en þeim. Hann mátti eta ávöxt trjánna eftir vild nema ávöxt trés þekkingar góðs og ills. Refsingin, sem honum var ógnað með, ef hann hlýddi ekki, gjörði hlýðnina ennþá nauðsynlegri. Þess vegna er það heimskulegt, efhamingjunnarerleitað með því að syndga. Hvaða þörf höfum við fyrir hið for- boðna? Þótt við ættum ekkert í þessum heimi nema hylli Guðs og góða samvisku, ættum við svo mikið, að ekkert nema himinsælan væri meira. Heimurinn býður okkur „sprungna brunna, sem ekki halda vatni.“ En ef við lærum að njóta samfélags Guðs, verður kálmeti betra krásum kónga og fúlasta fangelsi konungleg höll. Hvað á syndafall mannsins að kenna okkur? Viðbjóð á syndinni. Fylgist með ferli manna, sem þjóna syndinni, láta hana leiða sig til alls konar glæpa. Sjáið líka dóminn, sem bíður þeirra í komandi heimi. Frá syndinni ættu menn að flýja eins og frá eituðum höggormi. En við megum vera þakklát fyrir tré lífsins. Enn stendur mönnum til boða, að þeir neyti af því. Það lífsins tré er Drottinn Jesús Kristur. Þar sem við megum koma til hans nú, þá skulum við gera það, koma eins og veið erum, bjóða honum inngöngu í hjörtu okkar og líf. (Þýtt. S.G.J.) NÚ ER VETUR Nú er vetur, en vordaga blær er að vitja mín dag eftir dag. Úti gnauðar hinn gráföli sær, meðan gnýviðrið þylur sitt lag. Og í sál mér er sumar og ljós, þegar syrtir að miðsvetrar hríð. Eg finn ilminn af angandi rós, þó að úti sé frostbylja tíð. Ég ber vorhug í vaxandi sál. Heyri vorþrunginn samhljóma klið. Og úr guðlegu gleðinnar skál drekk ég gómsætan hamingju frið. Því á himin ég horfi - og gröf, og mín hlutdeild er sælunnar láð. Þegar frelsarann fékk ég að gjöf, var það Föðurins eilífa náð. Náð er blærinn, sem vordaga ber, hún er blessaða sumarsins ljós, hennar ilmandi angan er mér miklu indælli fegurstu rós. Hún á vonþrunginn vordaga klið, hún er vaxin úr frelsarans gröf, veitir hjartanu heilagan frið, þegar himininn fær það að gjöf. S. G. J.

x

Norðurljósið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.