Norðurljósið


Norðurljósið - 01.01.1979, Qupperneq 38

Norðurljósið - 01.01.1979, Qupperneq 38
38 NORÐURLJÓSIÐ hann er sannfærður guðleysingi og fer alls ekki í launkofa með þá skoðun sína. Honum reyndist auðvelt að ná fram sviðnum götunum og brunablettunum á klæðinu og einnig sumum af blóð- straumunum. En til þess að ná fram andlitinu varð hann að vinna alveg þveröfugt við allar grundvallarreglur um myndun og áhrif ljóss og skugga, sem honum höfðu verið kenndar, reglur, sem hann alltaf hingað til hafði unnið eftir í list sinni. John Weston hefur nýlega játað í blaðaviðtali, að í ljósi þeirrar reynslu, sem hann hafði aflað sér við gerð þessarar nákvæmu eftirlíkingar af líkklæðinu, geti hann ómögulega gert sér í hugarlund, að svipmyndin af mannslíkama á lík- klæðinu gæti verið unnin af falsara. Undarlegasta hlið þessa máls er þó sú, að jafnvel þótt menn geti fallist á, að svipmynd mannslíkama, sem sést á klæðinu, sé alveg ósvikin svipmynd af líki Krists í gröfínni, þá er það enn sem fyrr hulin ráðgáta, á hvern hátt hún hefur orðið til. Það er ekki hægt að ímynda sér lengur, nú á dögum, að þessi svipmynd á klæðinu hafí einfaldlega myndast við það, klæðið hafi snert blóði - og svitastorkið líkið eftir kross- festinguna. Þessi skýring á fyrirbrigðinu var aftur á móti algeng fyrr á tímum. Enda þótt fullvíst megi teljast, að svipmyndin á klæðinu sé alls ekki til orðin af neinum slíkum líkamsvessum, þá gæti heldur aldrei hafa myndast svo nákvæm svipmynd af líkama við lauslega snertingu klæðisins og líksins, því að sjálf svipmyndin hefur til að bera skýra eiginleika lág- myndar eins og augljóst er af Torino líkklæðinu. Hvernig varð svipmyndin til? Hvergi hefur verið sýnt jafn greinilega og á jafn sannfær- andi hátt fram á þetta atriði eins og með tilraun þeirri, sem tveir ungir aðstoðar-prófessorar gerðu nýlega við háskóla flughersins í Colorado Spring í Bandaríkjunum. Þeim var mjög annt um að komast að algjörlega vísinda- legri niðurstöðu um það, sem gerðist, þegar svipmyndín á líkklæðinu varð til. Létu þeirgeraeftirlíkinguaflíkklæðinu í réttri stærð, fengu síðan einn félaga sinn, sem var um það bil af sömu stærð og líkaminn á svipmynd Torino-líkklæð- isins sér til aðstoðar. Þeir létu manninn leggjast á klæðið í sömu stellingum og svipmyndin á Torino líkklæðinu sýnir. Með því að taka síðan nákvæmlega skipulagðar ljósmyndir af manninum undir líkklæðinu, fyrst með líkklæðið breitt yfir hann og síðan eftir, að það hafði verið tekið ofan af honum, gátu þeir mælt nákvæmlega fjarlægð klæðisins, meðan það var breitt yfir hann. Þeir komust að raun um, að hvernig sem myndin á Torino-líkklæðinu hafði orðið til, þá hafði það gerst með nákvæmlega jafnmikilli festu alls staðar á myndafletinum, alveg án tiliits til þess, hvort klæðið snerti líkamann beint eða hafði eins og sums staðar verið í allt að fjögurra senti- metra fjarlægð frá líkamanum. Jafn merkileg og þessi niðurstaða verður að teljast, öðl- aðist hún þó ennþá víðtækari þýðingu, þegar öðrum pró- fessorum var boðið að nota VP - 8 myndgreinitækið. Þessi vél er notuð í geimvísindastöð bandaríkjanna til þess að búa til upphleyptar myndir eftir ljósmyndum af yfirborði fjarlægra reikistjarna. Við gerð þannig upphleyptra mynda eru venjulega tvær samstæðar Ijósmyndir, sem teknar eru í fyrirfram ákveðnu horni frá viðfangsefninu, þar sem venju- leg stök Ijósmynd gefur aftur á móti heldur flatneskjulega og rangsnúna niðurstöðu, þegar hún er notuð í mynd- greinitækið við gerð slíkra upphleyptra mynda. Þeim dr. Jackson og VP - 8 tæknimanninum til mikillar undrunar birtust svipmyndirnar á Torino-líkklæðinu í fullkomnni þrívídd. Eins og unnt er að gera ljósmyndir af viðfangsefnum utan úr geimnum, var unnt að snúa svipmyndinni um fastan öxul í myndgreinitækinu, en upphleypta myndin var samt alltaf í fullu samræmi. Af þessum tilraunum er aðeins hægt að draga eina einustu ályktun. Á einhvern hátt felur Torino- líkklæðið í sér um yfirborðsáferðina á líkinu, sem klæðið eitt sinn huldi. Þessar duldu upplýsingar er unnt að leiða fram í dagsljósið með því að beita háþróuðustu tækni geimvísindanna. Það er því að lokum aðeins hægt að varpa fram þeirri spurningu, hvort 14. aldar myndafalsari hafi verið fær um að vinna þetta verk? Er líkklœðið fimmta guðspjallið? Hvað er það raunverulega, sem við sjáum á líkklæðinu?.. Af svipmyndinni má draga vissar, öruggar ályktanir. Af nákvæmum mælingum, sem gerðar hafa verið, er auðsætt, og líka almennt viðurkennt, að maðurinn, sem líkklæðið huldi, hafi verið um 178 sm á hæð eða vel í meðallagi hár, vel limaður og hlutföllin milli hinna ýmsu líkamshluta hafi verið góð. Það er mjög útbreitt ranghermi meðal nútíma- fólks, að fólk hafi í fornöld verið mun lægra vexti heldur en við sjálf. Eftir að hafa formað líkan, með lögun og dráttum andlitsins á svipmynd Torino-líkklæðisins, hefur banda- ríski þjóðflokkafræðingurinn Charles S. Coon sagt um manninn, sem svipmyndin á líkklæðinu er af, að þarna sé um manngerð að ræða, sem enn megi rekast á meðal Araba af háum stigum og meðal sefardiskra Gyðinga, en svo nefnast afkomendur þeirra Gyðinga, sem herleiddir voru til Babel. Hvað varði umbúnað á hári og lögun skeggsins, þá bendi þessi atriði til þess, að maðurinn hafi verið Gyðingur. Allt aftur til daga Móse hafa Gyðingar kosið yfirleitt að ganga með alskegg og sítt hár, alveg ólíkt því, sem tíðakaðist meðal Rómverja, sem flestir voru nauðrakaðir i framan og með stuttklipt hár. Af svipmyndinni á líkklæðinu af baksvip mannsins virðist vera langur hárlokkur, sem liggur frá hnakka og allt niður undir herðablöð og er aðeins haldið lauslega saman. Ef þessi túlkun er í reynd hin rétta, þá bendir þessi umbúnaður á hárinu alveg sérstaklega til þess, að maðurinn hafi verið af gyðinglegu þjóðerni. Því að á dögum Jesú var mjög algengt, að Gyðingar væru með slíkt smátagl í hnakka, og má reyndar enn sjá þessa greiðslu meðal rétttrúaðra Gyðinga nú á dögum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Norðurljósið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.