Norðurljósið


Norðurljósið - 01.01.1979, Qupperneq 65

Norðurljósið - 01.01.1979, Qupperneq 65
NORÐURLJÓSIÐ 65 inu í Egiftalandi. Samræmið kennir okkur líka, að upprisa allra manna mun eiga sér stað. Það voru ekki aðeins góðir Gyðingar, sem leiddir voru út úr Egiftalandi, heldur allir Gyðingar. Þannig munu og allir rísa upp. Það lesum vér í Jóh. 5.28.,29.: „Undrist ekki þetta, því að sú kemur stund, þegar allir þeir, sem í gröfunum eru, munu heyra raust hans, og þeir munu ganga út, þeir, sem gott hafa gjört til upprisu lífsins, en þeir, sem illt hafa aðhafst, til upprisu dómsins.“ Þess vegna segir páskahátíðin oss, að Gyðingarnir, sem voru þrælar í Egiftalandi, smáðir, auðmýktir og spilltir, fóru síðar út þaðan dýrlegir, heiðraðir og hreinsaðir. Með því að trúa á Krist breytumst vér einnig. Nú lifum vér nýju lífi, en munum öðlast fulla hlutdeild í arfleifð hjálpræðis vors seinna meir, eins og ritað er: „bannig er og varið upprisu dauðra. Sáð er for- gengilegu, en upprís óforgengilegt; sáð er í van- sæmd, en upprís í vegsemd; sáð er náttúrulegum líkama, en upprís andlegur líkami.“ (1. Kor. 15. 42.-44.) Náttúrulegur líkami er til, og andlegur líkami er til. Merking páska á meir við andlega líkamann en hinn nátt- úrulega. Páskarnir minna oss aftur og aftur á það, að Jesú frá Nasaret er páskalamb vort, sem getur hrifið oss frá dauðanum til lífsins, ef vér aðeins viljum trúa því. Eilífðin. Þjóð vor geymir þá arfsögn, að sendiboði Messíasar, Elía spámaður, muni koma til einhvers heimilis Gyðinga, með- an páskamáltíðin stendur yfir. Þess vegna er hurð opin, meðan máltíðin fer fram. Þótt Gyðingarnir skilji það ekki, er páskalambið táknmynd af Jesú Messíasi, sem kom til að bera á brott synd heimsins. Hann úthellti blóði sínu sama kvöldið, sem páskarnir voru haldnir, þegar Israelsmenn slátruðu páskalömbum sínum. Þannig var uppfyllt fyrirmyndin, þegar páskalamb- inu var slátrað, er Israelsmenn fóru brott af Egiftalandi. Páskahald nú á dögum vantar rétta merkingu, því að það er engin páskafórn. An páskalambsins eru engir páskar. Hvorki steikt lambslæri eða kjúklingar né nokkuð annað getur tekið burt þörf vora á sanna páskalambinu til að frelsa oss frá verri þrældómi en hjá Faraó - syndinni. Hvorki saltvatn né edik er unnt að nota í stað hins dýr- mæta blóðs Krists, til að veita oss fyrirgefningu syndanna og tryggja oss upprisu til eilífs lífs. Allt þetta finnst aðeins í Kristi, hinu sanna páskalambi Guðs. S. G. J. sneri á íslensku. OFANSKRÁÐ GREIN er þýdd úr „The Chosen People" (Utvalda fólkið), sem er málgagn Gyðinga-trúboðsins í Bandaríkjunum. Birtist hún í mars-hefti þessa árs. Kom það á undan febrúar-heftinu mér í hendur. Fannst mér sem greinin gæti átt erindi til fleiri en mín. „Ef Kristur er ekki upprisinn, er trú yðar fánýt . . „En nú er Kristur upprisinn frá dauðum.“ (1. Kor. 15. 17. og 20.). ÚR ANDLEGUM LJÓÐUM Konungur himins,- konungur vor, kemur hér senn. Vissan sú eykur vondirfð og þor, Kristur hann kemur senn. Dásamleg, himnesk dýrð verður það, Drottinn er hefur búið oss stað, kallar oss hástól kærleikans að. Kristur hann kemur senn. Konungur himins, konungur vor, kemur hér senn. Friður og blessun fylgja í hans spor, Kristur, hann kemur senn. Blómskrúði klæðist blómvana hlíð, blessun hans veitir sérhverjum lýð, böl er þá horfið, búin öll stríð, Kristur, er kemur senn. Bíðum með von og brennandi þrá, bíðum hans enn, þráum hans auglit sólbjart að sjá, Kristur hann kemur senn. Líkt eins og eldblik, ljómandi bjart, leiftrar og skín um náttmyrkrið svart Kristur mun sjást með konunglegt skart, Kristur, hann kemur senn. Kristur Jesús, athvarf aumra manna, öllum þeim, er trúa, stoð og líkn, ég hef fengið kærleik þinn að kanna, kvittuð brot mín, ég er orðinn sýkn. Saklaus varstu sekur áður talinn, syndir mínar, er þú tókst á þig. Aleinn gekkstu dauðans myrka dalinn, dýrðarsól Guðs náðar skín á mig. Ég var í syndarþrældóm seldur sýkn ég varð og frjáls og hreinn í þér. Sé ég grimmri freisting eltur, felldur, frið og athvarf náð þín veitir mér. Dáinn var ég, dauður lá í syndum, Drottinn, í þér líf og kraft ég fmn, sneyddur drykk ég sný að þínum lindum, snauður var ég, þú ert auður minn. Láttu, sál mín, lofgerð um hann streyma, lofa, tunga, Jesú mikla nafn. Hugur, skoða himins fjarstu geima, Herra þínum finnst ei nokkur jafn. Ljósið er hann, lífið, elskan, náðin, líkn og miskunn, friður syndugs manns. Hans er dýrðin, viskan, valdið, ráðin, vegsemd, heiður, máttur, - allt er hans.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Norðurljósið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.