Heimskringla - 21.11.1912, Blaðsíða 7

Heimskringla - 21.11.1912, Blaðsíða 7
'éééééééééééééééééé éét HEIMSKB.I V GL A WINNIPEG, 21. NÖV. 1912. r. BLS. ATHABASCA Vöxtux Athabasca er hraðskreiðari en vinnukraftur og byggingaefni leyfa. tíéi skulu nefndar nokkrar bygg- ingar, sem eru 1 smfðum ogftætlun um verð f>eirra: ínnflyténdahöll §10.000, Bank of Commerce Í10.000, Imperial Bank $8,000, Hudsons Bay-búðin $35,000, þrjfir business blokkir $10,00, ISkóli $40,000. Yfir hundrað ibúðarhús vafnsleiðslu og holræsa gröff er kosta yfir $150,000—darðgas er nö farið að leiða inn f húsin. Verð ft fasteignum flýgur upp. Nú er timinn til að kaupa lóðir frá $200 og upp, 8kilmfilar handhægr. Finnið mig, eða skrifið sem fyrst til; S ARNASON, 310 MclNTYRE BLOCK - - WINNIPEC. Kornyrkjumenn! Korny.rkjendur Vesturlands- ins, hver er skylda yð- ar gagnvart GRAIN GROW- BRS GRAIN COMPANY? Vér höfum nú í varasjóði 260,520.50 með uppborguðum $600,000 höfuðstól, og auk þess sem vér borgum hlúthöf- iúm vorum viðunanlega árs- veixti, þá höfum vér á sl. 6 árum gefið um $40,000 til Western Grain Growers Asso- ciation, og annara mentalegra starfa meðal bændanna. Ef kornið, sem veitt hefir þennan gróða, hefði verið sent til annara félaga eða umboðs- sölumanna, þá hefði hagnað- urini;, sem hluthafarnir liafa fengið, og gjafirnar til korn- yrkjufélaganna, gengið til þess að auðga prívat umboðssala kornverzlunarmenn. Auk þessa höfum vér skap- að samkepni í kornverzlan- inni, sem ekki hefði fengist á neinn annan hátt. Útflutning- ur vor á korni hefir gefist vel í að halda Winnipeg prísum á korni í hámarki þvi, sem framboð og eftirspurn veitti bændum rétt til að njóta. Gætið þess, að á þessu ári hefir fjöldi umboðssölufélaga og annara lagt sérstaka á- herzlu á, að halda fjölda korn- kaupenda á öllum sölutorgum * bygðum landsins. Alt þetta kostar peninga og bændur horga það í umboðssölulaun- um. Ef þér sendið kornvöru yðar til vðar eigin félags, þá > borgið þér sölulaunin til yðar eigin umboðssala og alt sem er umfram nauðsynlegan starfskostnað Grain Growers Grain félagsdns, er lagt í vara sjóðinn, til að borga hluthöf- unum ársvexti, og til að halda uppi mentastarfi til heilla fyrir kornyrkjendur. Vér starfrækjum kornhlöður Manitoba stjórnarinnar, og starfsmenn vorir taka korn yðar til geymslu, kaupa það úr vögnum á götunni yðar, eða í vagnfermi á járnbraut- arsporinu. Bændur hafa jafnan álitið, að Grain Growers Grain fé- lagið ætti að eiga hafnstaða kornhlöður til J>ess að tryggja hámark kornverðs, og til þess að koma korni J>eirra óblönd- uðu á aðalheimsmarkaðinn. þér hafið nú yðar eigin kornhlöður, og vér skorum því á yður, að hjálpa nú til þess, að þessi starfsemi tnegi tærða happasæl, með því að |>ér sendið kornvöru yðar til Grain Growers Grain Com- pany kornhlöðunnar í Fort William. Einnig, að þér kaup- ið hluti í félaginu, Aukinn höfuðstóll er mjög nauðsyn- legur, ef vér eigum að geta orkað strangri samkepni. Og J>ess utan eru hlutakaupin trygt gróðafvrirtæki. KORNYRKJUMENN ! Alt þetta er í yðar umsjá. Ilvað ætlið þér að gera ? * The GRAIN GR0WERS GRAIN C0., Ltd. WINNIPEG CALGARY MANITOBA ALBERTA :: haust og vetrar fatnaður. * -» 1» Vér höfum miklar birgöir ai karla kvenna og barna nærfatnaði, peysum, skóm og stígvélum. — Einnig mikið af karlma nnafatnaði. Komið og skoðið. Verð vort tnun falla yður í geð. the corner clothing í dry goods store 688 Notre Dame, (Rorni Maryland.) f Hver er skreðari þinn?. Fyrir bezt gerð föt úr beztu efnum sem hægt er að fá frá ^útlöndum eða hérlendis hnnið mig _ W. ROSEN, 48» Notre Dniue &1MI Garry 4186. yi11 1-111 ~»K0RNVARA«~ < * . ^'na táðið fyrir Vesturlands bóndann til að tryggja sér u t verð fyrir kornvöru sína, er að senda heilar vagnhleösl ur til Port Arthur eða Fort William, og láta umboðssala annast um söluna. — Vér bjóðum bændum þjónustu vora í .cn'*nKn. °f> kornteg-unda þeirra. Vér gerum þetta fyr- lr .. verð, sem er 1 cent hvert bushel. Skrifið oss um sen mga upplýsingar og markaðsverð. Vér borgum rlflega > rir ram borgun. — Um áredðanlegleik vorn og hefileika, visum vér til hvers bankastjóra sem er í Vestur-Canada. THOMPSON, SONS & CO. Orain Commission Merchants,/ 703 L. Grain Exchange, Winnipeg. z Frá íslandi. Blaðið Norðurland segir þamnig frá hieyskapnum og sumrinu norð- anlands : “það hefir verið' fullyrt af vitr- um mönnum, að menn væru langt um ntinnugri á það illa, er fyrir kæmi, en hið góða. Ekki mun þetta þó sízt eiga við tiðarfarið. Mörgum hættir til, að vera óþol- inmóðir nokkuð í þeim sökum. Einkum kveður að því, J>egar veðrátta er stirð að sumrinu. Bændum og sveitafólki er líka mik il vorkunn í því efni. Bviskapurinn í sveitunum byggist á fjárrækt- inni, en fjárræktin á heyfengnum. I>ess vegna er svo afar mikið und- ir þvi komið, livernig veðráttunni er farið, því að tíðarfarið hefir svo mikil áhrif á vöxt og gæði heyjanna. — þetta sumar, sem nú ; fer bráðum að kveða okkur, hefir ] vrerið einmunalega gott lengst af. j Vorharðindin, sem svo oft baka j þessu’ landi tjón, gerðu ekki vart við sig. Geasspretta varð i betra lagi hér í nærsveitunum, og slátt- urinn byrjaði óvanalega snemma. ‘Bara að við fáum nú þurk á hey- in okkar’, sögðu bændurnir, en á bví varð nú nokkur misbrestur hér j í Eyjafirði. Mikinn hluta ávúst- i mánaðar voru óþurkar og kuldar, j er kvað svó mikið að, að snemma í ágúst v'oru mokhríðar og alsnjó- ( aði. Sögðust gamlir menn ekki tnuna aðra evns tíð á þeim tíma j árs. Hev hröktust bá allmiVið og munu víða hafa farið illa verkuð í j hlöðurnar. Hætt er því við, að út- hev revnist nokkuð mikilgæft í vetur, og ættu hændur að ltafa j bað hugfast, er þeir setja á heyin i haust. 1 þeim sökum getur það verið þarflegt, að vera minnugur á hið illa. Yfirleitt mun heyfengur manna hér nærlendis vera með mesta móti, að vrö'xtunum til. Nú ti lanpa hríð hafa verið s;feld j blíðviðri, — oftast hlýjar sunnan- golur og hægar”. — “Iladdapadda” heitir nýtt leikrit eftir Guðmund Kamhan, ís- j lenzkt skáld í Kaupmannahöfn. — það er ástarharmleikur í 4 þátt- um og gerist hér á landi. Höf. hef- ir sent leikíélagi R'evkjavíkur leik- ritið, en félagið hefir líklega ekki tök á að sýna það, þar eð það kvað vanta til J>ess nægan útbún- að. Leikritið ltefir ekki verið prent- að enn, og því ekki birzt um það dómar. — En líklega kemur J>að út bráðum, en þá sjálfsagt fyrst á dönsku! — Gagnfræðaskólinn á Akureyri vTar Siettur 1. okt., og sóttu hann 120 nemendur. Aðsóknin að skóla Jæssum fer vaxandi með ári hverju og er nú skólahúsið nýja farið að verða oflítið og heimavistarher- bergin of fá. Ilin mikla aðsókn að skólanutn er að rniklu leyti að miklu leyti að þakka vinsældiun skólastjórans Stiefáns Stefánsson- ar. — Síldarveiðin norðanlands hefir á þessu sumri verið með bezta móti. Við Eyjafjörð (og á Raufar- höfn lítið eitt) hefir verið veidd síld, sem. söltuð hefir verið svo sem hér sevir : Norðmenn hafa veitt 69,061 tn., íslendingar 35,738 tn., Svíar 13,666 tn., þjóðverjar 11,342 tn. og Danir 9,873 tn.; sam- tals 139,680 tn. Til samanburðar má geta J>ess, að i fyrra veiddu : Norðmenn 72,119 tn., íslendingar 21,183 tn., Danir 14,007, þjóðverj- ar 10,302 tn. og Svíar 6,888 tn. ; samtals 124,499 tn. Auk þessa hiefe ir í sumar verið veitt mikið af síld til hræðslu, en um það hafa ekki fengist nákvæmar skýrslur cnn. — Nú hyggja Siglfirðingar á að raflýsa bæinn. þeir hafa fengið Jón fsleifsson mannvirkjafræðing fra Hafnarfirði til J>ess að koma og | athuga þar vatnsmagn og raf- magnsframleiðslu. Mannvirkja- fræðingnum lízt ekki erfiðlega á að fá vatnsmagnið, en hefir enn enga fasta áætlun gert. Siglfirðingar verða á undan Akureyringum að raflýsa bæ sinn, og máske Hjalt- eyringar og Dalvíkingar líka! — Haust'.'cðrátta norðanlands er einmunagóð fram um 15. okt. ; á Suðurlandi var úrfellasamt, er á leið haustið. — Sláturfé yfirlei'tt fremur rýrt nyrðra ; en verðlag á kjpti með hærra móti, svo nú er kjöt eins dýrt á Aktireyri og i Reykjavík. — Kartöflutippskera var í löku meðaUagi víðast á Akureyri og þar i kring, og olli því meðfram mikið frost snemma í sept. — Hafishröngl nokkurt hafði stranferðaskipið Austri séð fyrir Norðurlandi er hann fór norður ttm miðjan okt. — Vélav.erksmiðjti eru Vest- manneyingar að koma upp hjá sér í félagi við Tóhann Hiansson verk- smiðjueiganda í Reykjavík. Hefir Jóhann keypt allar vélarnar i út- löndum, og íór hann til Vestm.- eyja með einn af sveinum sintun, Karsten Jörgensen, með Ceres síö- ast. Jóhann ætlar að dvelja í Vest- mannaeyjum í vetur og gera við vélar í bátum eyjaskeggja, þegar á þarf að halda. Hefir nú síðustu árin, síðan bifbátum fjölgaði svo mjög við Vestmannaeyjar, verið mikil vöntun á slíkri vélaverk- smiðju, sem nú er reist þar. Verk- smiðja J>essi er nokkru minni en verksmiðja Jóhanns Hanssonar í Reykjavík, sem hann lætur jafn- framt halda áfram störfum undir stjórn Friðbjörns Hólm. — Fiskafli er nokkur á bifbáta á Austttrlandi, J>egar gefur á sjó, en gæftir hafa verið slæmar undanfar- inn hálfan mánuð, þótt einmuna tíð hafi vexið til landsins. — Lögrétta hefir hevrt, að Sam. gufuskipafélagið hafi ságt upp samningnum um skipaferðir Lil ís-. lands, er gerður var 1969, eins og rtu-un muna, til tíu ára tírna. A- stæðan, senr félagið ber fyrir sig, kvað vera sú, að gjald er lagt á innflutt kol með vörutollslögun- mn, sem alþingi samjfykti í sum- ar, og mun félagið þá ætla að halda 'því fram, að með Jk/ssu sé lagt hér á sig gjald, sem sanrning- urinn geri ekki ráð fyrir. — öll lög síðasta al'þingis fengu konungsstaðfestingu nýlega, nema lotterí-lög’in ; ]>au bíða enn. Jretta er símskevti frá ráðherra til land- ritara. Með J>essu er þó alls cigi sagt, að lotterí-lögÍTi verði ckki staðfest, en þau hafa, eins og áður er kunnup't um, mætt mótspvrnu í dönskum blöðum. — BLaðið Suðurland segir, að nær 100 sláttuvélar muni liafa ver- ið starfandi í sumar í sýslunum Jjremur austanfjalls, og hafi milli 70 og 80 komið tvö síðustu árin. Til mikilla hagsmuna segir blaðið bær hafi verið ; engjar sumstaðar slegnar því nær eingöngu með sláttu\xlum. Notkun rakstrarvéla segir blaðið aftur á móti að eins í byrjun þar eystra. Heysnúnings- vélar segir það að notar sétl á H'vanneyri og á Reynistað í Skaga firði, og muni hafa gefist vel. — Fyrir nokkru kviknaði í húsi, sem Kaupfélag J>ingeyinga á á Húsavík, og skemdist það allmik- ið ; og eins brann þar nokkuð af miinum og bókutn, sem íhúandi átti, Ben. Bjarnarson kennari. — í hjúskap gengu nýlega í R vik Andrés augnalæknir Féldstied og ungfrú Sigríður Blöndahl (dóttir M. Bl. íramkvæmdarstjóra og fyr- verandi alþm.), meö þeitn hætti, að þau gerðu sín á milli samning, er nú er þirtglesinn, um að lifa saman sem hjón, og skulu allar reglur hjúskapar um þau gilda, eigur J>cirra og börn Jæirra. Upp- segjanlegttr er þó hjúskaparsamn- inpur J>essi með nokkurra mánaða fyrirvara, og eru sérstök ákvæði (um geröardóm), ef eigi verða hjónin ásátt J>ar um. Iír Jætta ný- lunda hér, op mun eipi hafa komið fvrir áður, að J>essi aðferð væri viðhöfð. Vel getur átt sér stað, að að hún fari að tíðkast, og er að ýmsu leyti eigi óviðkttnnanleg, þótt löghelguð sé hún ekki ennjm sem hjónaband. — þann 12. okt. andaðist i Rieykjavík fræðimaðurinn alkunni, Jón Borgfirðlngttr, 86 ára gamall. — Hetðárslaun úr sjóði Krist- jáns ix. hafa nýlega verið veitt Birni sýslumanni Bjarnasyni á Satiðafelli og Ingvari þoesteins- syni bónda á Sólheimum í Ilúna- vatnssýslu, 140 kr. hvorum. — þann 3. okt. var kveikt á vit- anum nvja á Hafnarnesi við Fá- skrúðsfjörð. — Bráðabirgðaruppbót presta- kalla hafa J>essi brauð hlotið ; Hjaltastaður 100 kr., Bjarnanies 400, Torfastaðir 400, Mosfell í Mos fellssveit 200, Reynivellir 150 kr., Héstaþing 400, Lundur 500, Mikla- holt 300, Iljarðarholt 275, Sandar 375, Dýrafjarðarþing 375, Bægisá 475, Vellir 100, Grenivík 200, Lauf- ás 100 og Suðurdalsþing 150 kr. — Nýlega druknaði maður í irnífdalsvík vestra, Guðm. Sig- Írðsson að nafni ; var að fara út ivélarbát þar á víkinni með öðr- vm manni. — Skipstrand. Fvrir skönnmu rak upp í þorlákshöfn seglskipið Svend, eign Lafollis-verzlunar á IfyTarbakka, og brotnaði það. það ætlaði með vörur upp til Eyrar- bakka, en komst ekki þar inn og hleypti þá inn á þorlákshöfn. — Skipstjórinn haiði meiðst nokkuð, er slysið varð. — þeir stórkaupmennirnir F. Holme og þórarinn Tulinius, hafa, að sögn, mvndað öflugt verzlunar- jfélag, er nær yfir allar verzlanir | þeirra á ■ Islandi, og höfum vér heyrt, að verzlunarfélag J>etta eigi að heita “Hinar sameinitðu ís- lenzku verzlanir”. Framkvæmdar- stjóri félagsins kvað þórarinn Tul- inius verða, en Otto kaupmaður bróðir hans yfirumsjónarmaður verzlananna hér á landi, og selur hann þá liklega felaginu verzlun sína á Akureyri. lagður, og £er aftur á bak í verð- gildi. Alt er niðurtroðið peninga- lega og álitslega, sem fyrir bæinn, en í staöinn er skapað tækifæri fyrir eftirlitslitla óreglu í vin- nautn, og ennþá máske verri starf- rekstxi fyrir bæinn. Horfurnar á Gimli. Ileiðraði ritstjóri Heimskringlu. Viljið þér gera svo vel, að ljá eft- irfarandi línum rúm í yðar heiðr- aða blaði. Bæði íslendingar og annara þjóða menn Jækkja Gimli bæ, aö meira og rninna leytL Eins og tekið var fram í sumar í Hkr. eru bæjarbúar um 600, er heimilis- festu hafa árið um kring. Um 5—6 ár hafa margar fjölskyldur frá Winnipeg átt þar sumarbústaði og fer fjölgandi. í sumar mttn fólks- fjöld-i bar hafa verið um 1600, og hér að ræða ttm talsvert bæjarlíf á sumriit. Tvö hótel eru á Gimli, sem kunnugt er, og hefir ]>eim ver- ið stjórnað fvrir gesti og gang- andi, og bæjarbúa, að lýtalausu frain ú )>ennan dag. í sumar kem- tir ny vandlætinga alda fram á sjónarsviðið, sem óefað er risin frá prastlingi, er nefnist Carl Olson, sem foringja, þó fleiri karlar og konur eigi hlut í róöri og fylgi. Eðlilegt er» það, að prestlinga- flakkarar kenni guðsorð, náung- ans kærleika og hófsemi innan kirkjti, — ttm þvera og endilanga guðsvegi —, en inn í heimilislíf hjóna, sem foreldra og barna, og borgaralegan félagsskap ei ekki eðlilegt að prestlingar fari að vas- ast í. T>að er komið svo langt, að bænarskjöl liggja fvrií bæjarráð- inu á Gimli um afnám Jæssara tveggja hótela. Undirskriftir um 50 karla og kvenna. Hér er komið á stað æsing, en ekki einasta milli þorpsbúa, heldur og svo á meðal helgustu og instu familíubanda, og er óvist, hvað úr kann að verða. It'g skoða rétt, að kennendur vinni innan kirkju að guðsorða- lestri og góðu siðferði, en að vas- ast utankirkju í verzlegum mál- um, er þvert ofan í kristilegar kenningar. Og sé ég ekki betur en |>eir kristilegu snuddarar, sem bað gera. hafi stigið hænufet út fvrir kærleikans og friðarins verka hring. Sú hefir verið reynslan í Banda- ríkjunum og Canada, að þar sem vínbann hefir verið drifið á með ofbeldi og aulahætti, þá' hefir það haft vondar afleiðingar fyrir þorp og nágrenni, samanber Glenboro og Swan River í Manitoba, og flesta bæi í N. Dakota. Yerði vín- banni þröngvað á, á Gimli,, kyrk- ir það bæinn í öllum framförum. Vínföng verða flutt þangað í stór- slumpum cftir sem áður, og nær sjálfsagt, að vínsöluhús verður bvrrt rétt utan við bæjarlínuna eins fljótt og hægt er. Bærinn tap- ar $600—$700 árstekjum af hótel- unum ; vinnulvður þar missir at- vinnu, eigendur rændir atvinnu sinni, og lögreclu eftirlit er af- numið. Vinið flóir inn eftir sem áður undir Htlu eða engu eftirliti ; bærinn er hálfdrepinn eða eyði- Gimli-búar, sem unna framtíð Gimli, ættu alvarfega að gæta sín, J>egar til atkvæðagreiðslu kemur i Jiesstt máH. Afleiðingar verða sem ég hefi drepið á, cvg seint er að byrtrfa brunninn, þá barnið er í hann dottið. G. E. Sólmundsson. Seinasta orðið. En hatursfult hjarta með horaðri sál í hálfvöxnum heila oft kveikir það bál, sem ætlar menn alveg áð æra. Herra ritstjóri : — Ég ritaði þér nokkrar línur 23. ágúst sl. og gat þess þar, að tnenn færu ó g æ t i 1 e g a með sannleikann á stundum, og tók til dæmis fregn þá frá Bertdale, að þar “úaði og grúaði” af einbú- u m. Ilöfundi þeirrar fregnar fanst þetta nóg ástæða fyrir sig til að rita meiðyrða grein til mín, sem birtist í blaði þínu 26. sept. E'g svaraði J>eim höfundi á nokkuð ó- vanalegan hátt, og urðu afleiðing- arnar þær, sem J>ér og lesendum blaðs 1víns eru allareiðu kttnnar. T>að líta nú sumir svo á, ef til vill, að ég ætti þar að auki að svara greininni og bera til baka ýmsar villur í hénni, sem ekki heyra til meiöyrðum. En margir málsmetandi menn hér æskja ]>ess að ég leiði slíkt hjá mér, því það geti ekki leitt til annars en ófriðs og úlfúðar í héraði. Eg verð því að biðja höfund greinarinnar til mín, ef hann vill endilega komast í blaðastælur við mig, að rita grein sína upp aftur, eins að orði og anda (að undan- teknum meiðyrðum), og mun ég þá láta það eítir honum i að svara. þetta ætti ekki að vera neinn neyðarkostur, þvi “sjaldan er góð vísa of oft kveðin”, og ég þykist þess fullviss, að höf. beri engan kinnroða fyrir því, sem hann ritar í blöðin. En svo hann sálist ekki í biH af skorti leirs og hortitta, þá ætla ég að setja hér eina visu um síðustu ritgerð hans : I Músikið “highclass”, H»áróima landinn, Drund’ undir “B. Bass”, Drumbu sló fjandinn. í von um að þú ljáir línum Jyessum rúm, því ég er e k k i hræddur við stóra menn. þinn einl. J. Janusson. JÖN JONSSON, járnsmiður, aS 790 Notre Dame Ave. (horni Tor* onta St.) gerir við alls konar katla, könnur, potta og pönnur fyrir konur, og brýnir hníía og ■kerpir aagir fyrir karlmenn. — Gamli sjómaðurmn ■■ i „ 111 "■■■ -Tl EMPIRE NAVY PLU6 CHEWING TOBACCO Hvað gamli sjó- maðurinn segir: “Ég hef stundað sjómensku í mörg ár og eins og flestir sjómenn einatt tugg- ið tóbak. Allir segja þeir eins og ég EMPIRE NAVY PLUG munntóbak er hið bezta.”

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.