Heimskringla


Heimskringla - 11.12.1913, Qupperneq 9

Heimskringla - 11.12.1913, Qupperneq 9
BLS. WINNIPEG, ll. DES. 1913. HEIMSKK.INGEA Kenniningar Nýju Guðfrœðinnar. Skoðun Próf. Jóns Helgasonar á persónu fJesú. Pyrii leetur fluttur á MenningarfjelBgsfundi 19 Nóv. 1913. Kæru vinir: Erindi þetta er held eg fyrsta erindiö sem eg hefi flutt á Menningarfjelagsfundi, sem snertir trúmál og kyrkjulegt efni. í þau 7 ár sem þetta Menningarfjelag vort er búiö aö vera til, hefi eg fylgt því sem fyrir stofnendum þess vakti, aöallega, að það skyldi fremur starfa á þeim sviðum sem fyrir utan liggja prjedikunarstólinn heldur en aö grípa inn í verkahring kyrkjunnar.. Þó var ekki svo að sklija aö ekki væri öllum heimilt aö ræöa þau rnál er viökæmi trúbrögöum á fundum hjer, enda hefir þaö veriö þrásinnis oft gjört. Þannig hefir til dæmis, séra Friörik J. Bergmann í þeim eina fyrirlestri sem hann flutti hjer, tekið kyrkjulega starfsemi sjer aöallega til umræðu. Hann talaöi um skoöanir, steínu og starfssvið frjálitruar þing- auna er Unitarar í Boston komu fyrst af staö og haldin hafa veriö síöan um aldamót ýmist hjer í Ameriku eða einhverjum stórborgum Evrópu. Svo hefir og séra Albert Kristjánsson flutt hjer mjög fræöandi erindi um kenningar forn Egypta um ódauðleika mannsins, Hvorugt þessara erinda gat skoöast móti stefnu fjelags vors, því þótt þau væru trúmálaleg voru þau bæöi um þau mál er menn í hópatali heyra eitthvaö um daglega, ar blöö og tímarit hafa eitthvaö um aö segja, og snerta því óbeinlínis hversdagsskoðanir og fhugunarefni manna. Vona eg aö þetta erindi megi skoöast samskonar, og aö engum blandist hugur um aö þaö eigi erindi inn á fund. Sje mikiö rætt meöal vor íslendinga um alsherjar trúar- þingin sem haldin eru út um heim, sjeu menn hrifnir af hinum háleitu skoöunum forn Egypta um ódauðleika mannsins, þá eru menn ekki síður meö hugann viö þaö sem er aö gjörast innan þjóökyrkju vorrar Islendinga, og viö þær kenningar, er hinn þriöji aöal kennimaöur kyrkjunnar er aö flytja um höf- uðiærdóma trúarinnar. Enda hefir mikiö verið um þaö rætt, ekki eingöngu í kyrkjuritunum, heldur líka T 4 vikublþöunum íslenzku, sínum tveimur sinnhvorumegin hafsins. Þessi tímamót viröast vera öld varúöarinnar og djörfungar- leysisins. í heimi hugans eru talsverðar byltingar og umbrot, en þaö er fariö lágt meö þaö og ekki sókst eftir aö láta mikið uppi utn hvaö þar er að fara fram. Viö og viö bryddir á nýjum skoðunum en þær eru sveipaðar fornum umbúðum svo ekki veröi þær þektar frá hinum eldri, fyr en eftir langan tíma. Þær eru settar fram á máli hinna fornu hugsana, látnar ganga undir nafni hinna eldri hugtaka búnar þeim búningi aö sem flestu leyti, Ekki gjöra þær greiti fyrir sjer ótilknuöar, og þá ekki nema til hálfs, Og í oröatiltækjum afgamalla kenninga, er venjan hefir fyrir löngu veitt sjerstaka merkingu, er þessi greia til hálfs, gjörð næstum óskiljanleg. Tekur þetta sjer- staklega til trúfræöis og trúarbragða kenninga nú á dögum, TiUbóta þessari varfærni er talið, aö allt hiö nýja eigi ervitt fyrsta ganginn f heiminum, Því sje svo hætt viö að veröa misksiliö og menn sjeu svo vanafastir. Nokkuö nnin vera hæft í því, en ervitt er aö skilja þaö, hversu nokkur hlutur getur gjört sjer ganginn ljettari, ineð því aö komast ekki á fæturnar, eöa skilning samtíöarinnar ljósari, meö því aö fela sig og torkenna sem mest, Og aftur er því svaraö, aö allt hljóti aö eiga sín vaxtar ár. “Fyrst er stöngin svo er axið og svo er kornið fullkomnað í axinu.” Og er þaö rjett, aðeins aö vaxtarárin líöi ekki svo hju aö tafið sje fyrir vextinum, svo þegar kornskerutíminn er komiun sje enn ekkert vaxiö nema stöngin. Gróöur hugsananna fylgir ekki ávalt sönru lögunr og gróöur jarörr. Fylgjandi þessari vc rúöarstefnu aö fara hægt meö nýjar hugs- anir, og láta sem rninst á þeim bera, er íhaldssemi viö áður algeng nöfn og siöi er hvorugt getur þó lengur heyrt yfir hinar nýrri hugmyndir. Er þaö eölilegt, þar sem búningi hinna eldri skoöana er haldiö fyrir þær nýrri, þó líka sje haldiö í nöfn og siöi, En svo lan t getur þetta gengið, aö óeölilegt veröi með öllu og veröi valdandi meiri skilningsruglingi en jafnvel hitt. Því þegar út í kapp er farið um þessa nafnaeignun, veröur ekki til annars vísaö en dóma sögunnar. Og eins og ótal dæmi sanna, veröur þaö þá til örjrifsráöa þeim er tilkall gjöra til nafnseignarinnar, og fylgjandi eru hinum nýrri skoöunum, aö leggja leiðtogum horfinna alda í huga, skilning og þekkingu er ómögulega gátu átt sjer staö á þeim tímum; er öll atvik og gangur sögunnar mótmælir; er ekki gátu oröið til fyr en nú aö loknum öllum rannsóknum 19 aldar. Veröur úr þessu herfileg sögufölsun og skilnings ruglingur á liönum og yfirstandandi tíma. En einnig að þessu víkjum vjer betur síöar. Að risið hafa breytingar og byltingar í heirni hugans er ofur eðlilegt, nú þessi síöari ár, er vjer athugum hvaö gjörst hefir á næstliðinni öld. Nítjánda öldin frá byrjun til enda er rann- sóknar og tilhreinsunaröld, í öllum efnum er snerta mannlega trúskoðun og skynjun á eðli og högun allrar tilverunnar. í byrjun aldarinnar er deilt um og rannsakaðar hinar afargömlu kenningar um sjerrjettindi höföingja og alþýöu, konungsrjett- indi, þegnrjettindi, fæöingarrjett og fleira. Standa þær deilur yfir hartnær í hálfa öld og lykta með því aö konungurinn veröur aö skila valdi sínutil þjóöarinnar, greifinn til landsetans, verk-'' veitandinn til vinnumannsins. í einu oröi sagt, persónufrelsið er fengið öllum mönnum háurn sem lágum 'til eignar, og sá eignarrjettur innsiglaöur meö afnámi þrælahalds um allann hinn mentaöa heinr. Fyrir og eftir miðbik aldarinnar stendur yfir sem allra hæzt rannsókn og endurskoðun allra kenninga á svæöi vísind- anna, og endar eins og kunnugt er meö algjörri kollvörpun þeirra á uppruna og aldri jaröarinnar, á aldri og uppruna dýra og jurtaríkisins, á aldri og efni allra sýnilegra hluta Jarðfræö- in ryöur sjer til rútns, breytiþróunarkenningin útskýrir hinn sameiginlega uppruna líftegundanna, og hin nýja skoöun unr eölisfrumeining alls þess skapaöa efnis, nær almennri viöurkenn ing Hratt þetta mönnum áfram til nýrra rannsókna og upp- götvana er ekki var áöur farið aö hugsa um. Sögu rannsóknir og mannfræði byrja. Tungumálin eru rannsökuö flokkuð, rakin saman aö einni frumrót, alls hvíta mannflokksins. Fundin er vagga þjóðanna, og grafir horfinna mannfiokka eru opnaöar og frá þeim fengin saga frummansins áður en mál og menning uröu til. Og síöast er gengiö í musterin og helgidóminn. Trúar- ritin eru lesin á riý í ljósi endurborinnar sögu. Kenningar liö- inna alda vegnar á metum vísindalegrar þekkingar, ljettvægar fhndnar, og eölilega fá þær ekki staðist. Þegar menn sömdu þær kenningar vantaöi mikið á, aö heimsþekking þeirra væri til líka eins fullkomin og nú er orðið. Þeir bygöu því á sandi og húsiö fjell er veörin næddu. Má svo aö oröi kveða aö 19 öldin skildi viö hásætin hrunin og ölturin brotin og fái börnum 20 aldar þaö hlutverk aö vinna aö reisa musterin aö nýju og setja þjóöunum lög cg rjett er bygt sje á sannari og traustari grundvelli en hið fyrra haföi verið —er bygt sje á sannleika, rjettlæti og frelsi einstaklingsins í andlegum og veraldlegunr efnum, Það er því ekki aö furöa þó byltingar og brevtingar í heimi hugans hafi gjört vart viö sig og sjeu aö gjöra vart viö sig. Enda rná svo aö oröi kyeða aö þeirra veröi alstaöar vart þar sem siðaöar þjóöir búa, og þá auðvitað á íslandi eitis og ann- arsstaöar. Þaö tná líka fullyröa aö mannfjelag vort nú hugsi á alt annan hátt, helgi sjer a]lan annann skilning á hlutunum en tíðkanlegt var fyrir rnannsaldri síöan. Hjá því veröur ekki komist menn skoöa tilveruna í allt ööru ljósi en var. Utsýniö yfir heiminn er allt annaö en þaö var. Má ennfremur fullyröa að þetta nái ekki eingöngu til sjerstakra hópa heldur til allra rnanna, til þess fáfróöasta sem til þess vitrasta. Þetta nýja heimsyfirlit er ekki sprottið upp af því eldra. Ekki er þaö heldur gróöur hins eldra, en sízt af öllu er þaö samrýmanlegt hinu eldra. Þaö á upptök sín í rannsókn og fræðslu hinna síðari tíma. Gildi og gagnsemi getur það því ekki tilreiknaö sjer frá því hve þaö sje gamalt að þaö sje arf- takandi og skyldgetinn afkomandi hinna eldri hugsjóna, er leitt hafa menn á liönum öldum slökt óróleik þeirra og fundiö þeim friö. Sitt eigiö gildi verður þaö aö heinrta frá þeim sann- leika sem í því felst, , Spyrji menn, hefir þetta nýja heinrsyfirlit nokkurt gildi, þessi nýja skoðun? Er svariö ekki gefiö, nreö því aö segja, “já, ” Það er alveg þaö sama óg þetta gamla, það er af því sprottiö. Heldur verður aö svara hinu tíl, meö spurningu viö spurningu, er þaö ekki í samræmi viö þann sannleika til- verunnar senr vjer þekkjum, er það ekki þaö sannasta sem vjer fáum greint? Hefir sannleikurinn ekki gildi? Er nokkurt gildi til utan við takinörk sannleikans? En í mörgum tilfellum eru ekki þessi svör greidd. Heldur er hlaupið til og fariö aö vernda hinar nýju skoðanir meö því aö þær sjeu gamlar. Og þó sjá allir aö þeím er engin vernd í því, vegna þess aö sannleiksgildið er þaö eina sem ræöur um gildi alls. “Þetta er skoöun Lúters.” Því skyldi þaö ekki. Þessar skoöanir eru svo sem afrakst- ur þeirra kenninga aö maðurinn hafi í upphafi veriö alfullkom- inn og heilagur, aö heimurinn hafi veriö skapaður á 6 dögum, aö jöröin standi kyr, aö niöur um grafarbotninn sje stigiö niöur til helvítis, að himininn sje fastur staöur fyrir ofan jöröina, aö biblían sje aéðsti dómstóll allra mannlegra kenninga um allt hvað er. Að heimurinn sje alillur, aö djöfullinn sje voldugur höföingi er ráöi yfir undirheimum og jarðríki, aö meö yfirlestri ritningagreina veitist, meö brauði og víni, hold og blóö. Þetta var kenning Lúters og jafnvæl litli katekismusinn einn ber þess ótvíræðilegt vitni, Þaö er þessi tilhneiging.að skipa sjer undir fornheiti, beita jafnvel sögufölsun til þess aö geta gjört þaö, sem sprottin er af þessari varfærnisstefnu, þessari djarfleysisframkomu sem einkenna viröist svo margt af því sem nú er aö gjörast. Gömlu nöfnin eru toguð út, yfir þaö nýja, út yfir nýju hugmyndirnar er aldrei tilheyröu þeim, unz þau eru dregin í sundur, unz þau, eöa gloppan öllu heldur, getur tekið yfir alt. Þau eru toguð og teygö á allar lundir unz þau slitna sundur ein og skinnbótin hjá kyrkjupúkanum í gömlu þjóðsögunm. Og þaö er þaö sem veriö er aö gjöra í kyrkjunni á Islandi viö prestaskóla landsins, sem sagöur er lúterskiu. Það er alment viöurkent aö hin nýja skoöun trúbragöanna sje þar viötekin, hiö nýja heimsyfirlit, hin nýja guöfræöi, en þessi skoöun er ekki lútersk. Því sem eðlilegt er, greinir skól- ann og ríkiskyrkjnna, sem er lútersk, á um flest höfuöatriöi trúarlærdómsins, standi kyrkjan viö öll sín lögboönu játningar- rit. Þó er veriö aö halda því franr aö kennarar skólans sjeu lúterskir. Sje skólinn lúterskur, hvað er þá kyrjrjan? Sje kyrkjan lútersk, hvaö er þá skólinn? Ég biö menn að taka þaö ekki svo aö eg sje að leitast viö aö halla gildi skólans, þótt eg neyðist til aö neita því að hann sje lúterskur, og taki heldur vitnisburð sögunnar fyrir þvf aö þjóökyrkja íslands sje lútersk kyrkja, eöa hafi veriö, sje hún breýtt frá því sem hún var. Oss er sagt að eftir dauða Jóns biskups Arasonar hafi komist á lútersk siðabót á íslandi. Lög, kyrkjurjettur, játn- ingar og helgisiöir lúteskrar trúar eru í lög leiddir í danska rík- inu meö Krisjáni 3., en katólskum siö burtrýmt, áriö 1536. Sarni konungur innleiöir lúterska kristni á íslandi, og hefir þar verið lútersk kyrkja síöan. En eins og allir vita var hún í barndómi fyrsta mannsaldurinn eftir siöaskiftin og'voru þá prestar og kennimenn mjög óupplýstir og margir vígöir til em- bættis er alls engar skólauppfræöslu höföu notið. En eftir daga Guðbrandar Þorlákssonar Hólabiskups er þessu oröiö breytt. Kiblían kornin á íslenzka þýöingu og skólar settir. Eftir aldamótin 1600 nrá því segja aÖ lúterska kyrkjan sje kom, in á fastan fót, Kennimenn lútersku kyrkjunnar erw því þeir, Brynjólfur Hv'einsson, Hallgrímur Pétursson og Jón biskup Vídalín. Hver er þessi lúterska kyrkja og hvaö kennir hún og hvað segir fiún um sjálfa sig? Mætti kannske spyrja áöur en lengrn er farið, svo vjer fáum áttaö oss á hvert skoöanasvið hennar er. Þaö hjálpar oss til aö skilja betur afstööu hinnar nýju skoöunar. Það er þá hiö fyrsta aö hún kennir þaö aö menn dýrki hinn sanna guÖ, þeir sem kristnir eru, og falsguöi, þeir sem eru heiönir, Upphaflega þektu menn hinn sanna guö af yfirnáttúr- legri opinberan, en sökurn synda viltust út í hjáguöadýrkun og heiðni, Þó var þaö ein þjóö senr geymdi þekkinguna á hinum sanna guöi, en þaö voru Gvöingar. Hann birti þeim vilja sinn og fyrirætlanir, meö bókum G. T. Þó náöi ekki sá vilji eöa fyrirætlan nema til viss tfnia, eða þangaö til sonur guös kom í heiminn. Þá breytti hann bæði boöurn lögmálsins er guö haföi sett, og fullkomnaöi trúarþekkinguna. Sú trú sem hann kendi er hin sanna og fullkornna trú og nefnist Kristin- dómur. Fullkonrnasta þekking á guöi fáuin vjer í biblíunni, senr er opinberun frá guöi sjálfum. Spáinenn Gyöinga hafa skrifaö G. T. en postular Krists og þeirra lærisveinar þaö Nýja, en hvorutveggju samkvæmt ráöstöfun guös og meö aðstoö hans anda Biblían er því alheilög og alsönn bók og trúarbók kristnin nar Guö er alfullkoinin vera sem öllu er æöri.öllu stjórnar. Hann er ósýnilegur og ótakmaikaöúr, sem hefir líf, vitund og frjálsræöi, en engan lfkama eöa litni Hann er eilffur óunr-* breytanlegur, alstaðar nálægur. almáttngur, alskygn, alvitur, heilagur, rjettlátur, algóöur og alsæll. Hann er þrí-einn, sem sje fnífir, sonur og heilagur andi. Þrenningin hefir sama guödóm, sonúrinn er jafn fööurnum og heilagur andi jafn fööur og syni En á hvorn hátt þeir eru undir eins einn og þrír, fáum vjer ekki skilið í þessn lífi. Þaö er heilagur leyndardónrur er enginn rná skygnast inn í eöa efa. Verk föðursins er sköpun heimsins, verk sonarins, endurlausn mannanna, og verk heilags anda, helgun mannama, þó eru allar persónurnar samverkandi í hveiju unr sig, svo aö sonur- íiih er einnig skapari heimsins og faðirinn helgari inaunanna. Guö skapaöi heinrinn á sex dögum og hvíldist sjöunda daginn og ákvað að hann skyldi verðu mönnum hvíldardagur. Alt skapaöi hann af engu, nema manninn og konuna er hann skapaði 6. daginn, Líkama Adams skapaöi hann af rnoldu, og gæddi hann lifandi sálu, það er aö segja sínum anda, en kon- una skapaði hann af rifi úr síöu mannsins. Manninn skapaöi hanu eftir sinni mynd, Alt var fullkomið og gott sem Guö skapaði, Guösinynd mannsins er ekki eingöngu hans líkam- lega mynd heldur líka fólgin í háleitri þekkingu, hreinu hugar- fari, sæluríkum sálarfriði, þjáningalausu lífi og ódauölegu lík- amseöli, Meö sköpun Adams og Evu stofnaði guö hjónastjett- ina, Hann setti þau í aldingarðinn Eden og leyfði þeim aö boröa af ölíum trjám þar nema skilningstrjenu góös og ills. Guð heldur öllu við, ber utnhyggju fyrir öllu og stjórnar öllu sem við ber í heiminum. Ekkert fær svo borið til aö þaö sje ekki eftir guös ákvöröun og vilja. Hiö illa og rnótdræga sömuleiöis sem hiö góöa er samkvænt hans ráöstöfun og hlýtur ur að veröa. Þeir sem illt freinja eru ákvaröaðir af guöi til þess, en þó sleppa þeir ekki hjá refsingu, Auk mannanfia skapaöi guö engla, hvenær, þaö hefir hann ekki opinberaö, Þeir eru vitrir og voldugir andar, hafa engan jaröneskan líkama og því ósýnilegir mönnunum. Þeir voru allir góöir upphaflega en nokkrir syndguðu og uröu óvinir guös og manna og *rlls sem gott er. Foringi þessara föllnu engla heitir Satan, eöa djöfull, en þeir allir djöflar. Ásæka þeir meirn og geta jafnan freistað þeirra, Góðu englarnir, vegsama guð, framkvænra lians boð, vernda gtiðhrædda, flytja sMir trúaðra f Paradfs. Menn eiga að íeyna a"ð lfkjast góðu engl'unum en ekki mega þeir tilbiðja þá. Upphaflega voru Adam og Eva hoilög. en Satan kom Evu til að óhlýðnast guði með J>vf að ota af skilningstrjenu, en hún kom manni sfnum til þess. Yar það fyrsta syndin, sem gjörði líkama þeirra dauðlega og setti sálu þeirra á vald þess illa. Hafa allir menn sfðan fengið spillt eðli frá lrinum fyrstu for. eldrum, og er það mnlirrót illra tilhneiginga og spillingar er kem- nr fram í daglegri breýtrri, eru því allir menn syndarar. Synd er brot móti guðsvilja. Syndirnar eru drýgðar nreð lmgrenningum, orðum og gjörðum. Þær eru nrisstórar og verð- skulda tnisjafna hegningu, þó er engin svo smá að ekki verð- skuldi hún fordæmingu. Sumar eru breyskleika syndirkoma þær fram lrjá guðhræddum mönnum, aðrar eru ásetnings syndir, koma þær fram hjá ógtrðlegum. Syndin er orsök dauðans lrjer í heimi, og laun hennar eru eilffur dauði, en það er útskúfnn frá guði um alla eilffð. Guð sá syndafall mannsins fyrir, en afstýrði því ekki, vegna þess þá lrefði hann orðið að taka. burtu frjálsræði manna. Hann fyrirbjó þvf frelsi heimsins með þvf að senda son sinn Je8úm Krist í heiminn til að endurleysa mennina, frelsa [>á frá andlegum og eilffum dauða. Vegna hins synduga eðlis mann- anna fyrirbjó hann ekki frelsun frá þessa lffs dauðá, en ætlast þar á móti til að böl og þrautir þessa lffs sje skóli til undirbún- ings undir hið næsta. Jesús Kristnr sonur guðs kotn f heiminn á þann hátt, að hann var getinn af heilögum anda. fæddur af manulegri móður. en átti engan mannlegan föður. Móðir hans hjet María en .Tósep maður lrennar var kallaður faðirhans. Síðan eftir fæðing- una hefir guðsson tvö eðli, guðlegt og mannlegt. er sannur gnð og sannur maður, undir eins. Hann fæddist f borginni Betlehem og að guðslroði var nafndur Jesús, setn þýðir frelsari, en hann er lfka nefndur Kristnr eða Messias, seur þýðir liinn smurði, Spá- menn, æðstu prestar og kouungar voru smurðir hjá Gyðingum, bendir þvf nafnið Kristur á að hann er hinn sanni spáinaðnr, æðsti prestur og konungur. Sp'nnannseinbættið er f því fölgið að hantr spáði og gjörði kraftaverk. Sannaði það lfka að lrann væri af guði sendur. Æðstprestsembættið er f því fólgið að liannfórnaði sjálfum sjer guði til ott'urs fyrir syndir mannanna. Mi>ð þyf að þola kvalir og dauða friðþægffi ljann mennina við guð. Eftir dauðann stje hann niður til helvftis til þess að auglýsa kr.ift endurlausnarinnar. Eftir dauðann reis hann upp úr grötinni á 3ja degi og sannaði með þvf guðdóm sinn. að hann er sigurvegari syndarinnar, dauð- ans og djöfulsins. Og lfka svo að allir menn eiga að risa upp úr gröfinni. (Niðurlag f næsta blaði) -

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.