Heimskringla - 18.12.1913, Qupperneq 14
WINNIPEG, 18. DES. 1913.
HEIMSKRINGIiA
Kenningar Nýju Guðfrœðinnar.
Skoðun Próf. Jóns Helgasonar á persónu Jesú.
Fyrirleetur fluttur á Menningarfjelagsfundi 19. Nóv. 1913.
(Niðurl.)
Stje hann til hitnins 40dðgum síðar, byrjar þáhans konungs-
embætti, sem er einkum fólgið í þvf að hann stjórnar kyrkju sinni,
Hann erkonungur yfir þrefsldu rfki. Ríki máttarins, Það er öllu
skðpuðu á himni og jörðu, rfki náðarinnar, söfnuði trúaðra hjer á
jörð, og rfki dýrðarinnar, það er englum og útvöldum á himnum.
Fyrir burtför sfna lofaði Knstur lærisveinum sfnum þvf að
senda þeim heilagann anda. Nær þetta fyrirheittil allra kristinna
manna á öllum tímum. Er því heilagur andi ávalt hjá þeim trúuðu.
Til þess menn geti orðið aðnjótandi friðþægingar Krists
verða þeir að verða að nýjum og betri mönnum. Heitir pað
afturhvarf, þannig að menn iðrast misgjörðanna, finna til hrygðar
yíir þvf ástandi sem þeir eru í og snúa von og trfi til Krists. En
vegna þess að menn eru syndum spiltir geta þeir hvorki rjettilega
iðrast eða trfiað á Krist án hjálpar heilags anda. En án hins
rjetta afturhvarfs fá þeir hvorki fyrirgefning syndanna eða
eilfft líf.
Heilagur andi veitir mönnum hjálp til sannrar iðrunar og
trfiar með þvf hann kallar þá, upplýsir, endurfæðir og helgar.
Köllunin er að H. andi b/ður mönnum hjálpræði Krists.
í>eir sem hlýða kölluninni og standa stöðugir í trfinni eru vtvaldir
Upplýsing H. anda er að veita mönnum rjettan skilning á sálu-
hjálparþörfinni, endurfæðingin erað vekja nýtt lff í sálum
manna, von, góðan ásetning. En grundvöllinn undir endurf.
leggur H. andi með skfrninni. Er hún þvf nauðsynlegtjsáluhjálpar-
atriði og án hennar útvalningin óvfs, ef ekki ómöguleg. H e 1 g-
unin er H. anda varðveizla hins nýja lffs hjá manninum, svo
hann geti tekið stöðugum framförum f öllu því er guði þóknast.
Sje maðurinn orðinn þannig sanniðrandi og [sannfrúaður,
fyrirgefur guð honum syndir hans vegna Krists. Er þetta
kðlluð rjettlætingin aftrfinni, gagstætt rjettlætingu af verkunum
sem er ómöguleg þvf öll mannaverk eru ónóg f guðsaugliti.
En þetta náðarverk sitt vinnur Heilagur andi í sálum krist-
inna manna með jgu ð s o r ð i , það er biblfunni, með bœn-
i n n i, en það er mannanna eigin leitun á guðs fund, með skfrn-
nni og með kveldmáltíðinni.
Skírnin og kveldmáitíðin eru nefnd sakramenti, og eru þau
frábrugðin öllum öðrum kyrkjusiðum, því f þeim er mönnum
veittar ósýnilegar himneskar náðargjafir í og með sýnilegum
jarðneskum hlutum. Þessir sýnilegu jarðnesku hlutir eru: í skfrn-
inni vatn, f kveldmáltfðinni brauð og vín. Þó verða
ekki þessar gjafir nema trúuðum að notum.
Með skfrninni tekur Kristur þann sam skírður er inn í sitt
náðarrlki, það er inn f söfnuð sinna trúuðu, eða kyrkjuna, Er
það hinn eini inngangur mögulegi f kyrkjuna, og að hjálpræði
Krists eða sáluhjálpinni. Utan kyrkjunnar er ekki hjálpræðis
Krists að leita, nje er þar heldur sáluhjálp að öðlast.
Gild er skfrnin hver sem skfrður er, eins þðtt sje ómálga börn
Enda er þeim þörf á náðinni, þvf erfðasyndarinnar vegna eru þau
guði fráhverf strax frá fæðingu og honum vanþóknanleg.
í kveldmáltfðinni er mönnum veitt á ósýnilegan hátt og yfir-
náttfirlegan llkami og blóð Jesfi Krists í og með brauði og
víni. Brauðið og vfnið verður ekki að líkama og blóði, eigi heldur
er það eingöngu tákn þess, heldur er líkami og blóð Krists
nálægt, samfara brauði og vfni og er öllum veitt sem neyta.
Þvf eins og Kristur með krossdauðanum var synda offur til guðs
fyrir misgjörðir mannanna, svo ber mönnum að neyta þess offurs
sjálfum svo þeir verði hluttakandi lausnarverksins, með því að
lfkaminn er leið eða pfndist, er þá einnig orðinn með neyting
hans, hluti þeirra líkama.
Aður en gengið er til kveldmáltíðar ber mönnum að prófa
sjálfa sig og sýna sanna iðrun. Taka síðan skriftir af prestin-
um, en það er, að presturinn áminnir þá um rjettan undirbfining,
og ef þeir iðrist og trúi, boðar þeim fyrirgefning syndanna.
Kyrkjan hefir æðra uppruna og eðli en öll önnur rlkí veraldar,
er hfin og kölluð “guðsríki” og “rfki himnanna”, Hún er stofn-
uð af Kristi sjálfum og henni er stjórnað af honum. Hún er
bæði s/niieg og ós/nileg, hin sýnilega er samf jelag allra skírðra
en liin ósýnilega samfjelag hinna trfiuðu, eða samfjelag heilagra.
Hfin er heilög af þvf Heilagur andi eflir hana og hfin er almenn af
því henni er ætlað að ná til allra þjóða.
Sýnilega kyrkjan greinist í fjórar deildir, Rómversk-Katólska
kyrkjan, Grrisk-Katólska kyrkjan, Lúterska og Kalvinska, auk
smærrl flokka. Lúterska kyrkjan ein kennir hreinan lær-
dóm guðsorðs.
Sökum þess að allir hafa syndgað eiga allir að deyja . í and-
látinu skilur sálin við líkamann. Líkaminn verður að moldu, en
sftlin fer annaðhvert til sælu eða vansælu staðarins. Þó líkam-
inn deyi verður hann þó ekki að engu heldur rfs hann upp aftur
og samlagast sálinni, verður hann þá annars eðlis og fullkomnari.
Fer þessi upprisa fram við heimsslit á degi þeim sem kallaður er
Dómsílagur. Á þeim degi kemur Kristur og kallar alla saman
sem hafa lifað, birtir allar þeirra hugsanir, orð og gjörðir og held-
ur dóm yfir öllum. Þá ferst sá heimur sem nú er, en f hans stað
kemur fullkomnari heimur. Þar verður guð allt í öllu. Eftir
dóminn hreppa þeir sem með vantrfi hafa hafnað kristindómin-
um eilffa glötun, það er endalaust kvalalff f sambúð við illa anda.
en hinir öðlast eilift líf í dýrðarrfki Jesú Krists..............
Þetta er.þá f fáum orðum trúarlærdómur lfitersku kyrkjunnar.
Hve mjðg hann er samhljóða kenningu hinna nýrri skoðana fáum
vjer bezt sjeð með því að bera hvortveggja saman. Er það skoð-
un vor að mjög Iftið sje eftir þessara kenninga f hinni nýrri guð-
fræði svo tæplega geti hfin nefnst því nafni að lieita lfitersk
Er þá fyrst á því að byrja að hin n/ja guðfræði neitar algjör-
lega innblæstri ritningarinnar. Telur hún fjölda marga kafla
hennar öfgar og þjóðsagnir er engan sannleik og lítið skáldskapar-
gildi hafa, en byggist á tilgátum fornaldarinnar er fáfróð var um
þau efni er hfin var að leitast við að fitskýra, svo sem uppruna
heimsins, eðli og uppruna mannsins, mannlegt sálarlíf, tilveru
þess illa f heiminum og fleira. Neitar hfin einmg að rit biblf-
unnar sje rjett tilfærð hvað höfundum viðkemur, svo að óvfst
sje að eitt einasta orð NýjaTestam. eins og það ernú, hafi verið
f letur fært af postulum Krists. Enfremur að hvorki sp4dómar
eða kraftaverk sem um er getið f biblíunni sanni að lærdómar
hennar sjeu guðdómlegir, þvf að, fyrir þvf að kraftaverkin sem
þarer umtalað hafi átt sjer stað, vanti a!la sönnun, enda sje sumt
af þeim auðsjáanlega tilbfiningur síðari tfma. Er það þvert
ofan í það sem lúterska kyrkjan kennir, því hún segir:
“Spádómarnir og kraftaverkin sanna það, að lærdómar biblf-
unnar eru sannir og guðdómlegir.”
Öll biblfan þarf vitnisburð mannkynssögunnar kenningum
sínum og frásögnum til staðféstingar.
En um leið og þannig er dæmt um ritninguna, sem á að
vera grundvöllur hinna lútersku játningarrita, er um leið rýrt
gildi játningarritanna sjálfra. Sjeu þau byggð á skökkum grund-
velli, hljóta þau þá ekki að vera öll fit frá þvf rjetta sjálf ? Svarandi
þvf játandi, gjörir svo hin nýja guðfræði 'breytingar við. þær j&tn-
ingar En bæði að anda og efni til eru þær breytingar bygðar á upp-
götvunum og sannsóknum hinnar 19 aldar—á heimsyfirliti 19
aldarinnar, Það getur engum dulist að þaðan eru þær sprottnar,
sem eðlilegt er, en ekki innan frá hinum fornu trfiarskoðunum
eða kenningum kyrkjufeðranna gömlu,*
í fyrsta lagi viðkomandi uppruna trúnrbragðanna kennir hin,
nýrri guðfræði það, að meðal frummanna, hafi tæpast verið um trú
að tala f þeim skilningi sem vjer tölum um trfi. Er þvi um enga
fullkomna þekking hinna fyrstu manna að ræða, á guði og verk-
um hans. Eins meðal heiðingja þessa tfma sje ekki um fals-
guðadýrkun að ræða. Heldur sje þekkingunni á hinum sanna
guði ekki lengra á veg komið meðal þeirra. Eiginlega sje um að
ræða stigbreytingu þekkingar og siðfágunar, þvf sú hvöt sem
knýr villimanninn til tilbeiðslu, þótt hugmynd lians um guðdóm
inn sje á bernskuskeiði, er hin sama og hjá siðaða manninum er
les sitt faðir vor og lyftir anda sínum upp til föður ljósanna.
Af þessu leiðir stórt atriði, að enginn munur verður þá gjörð-
ur milli opinberaðrar trúar, eins og liinn forni kristindómur nefnir
sig, og náttúrutrúar. er eðli mannsins eitt opinberar, og sem hin
heiðnu trúarbrögð hafa verið nefnd. Hvortveggja á guðlegan upp-
runa, að þvf leiti, sem þekkingar og tilbeiðsluþráin er sálarein-
kenni mannsins, eða mannlegan uppruna, sje að eins litið til þess
að trúarbrögðin eiga uppruna sinn hjá mannkyninu sjálfu.
Margir hinna nýrri guðfræðinga liafa lfka lfttið slíka skoðun í ljósí
og með því þá algjörlega yfiigefið opinberunarkenninguna í öllum
hennar myndum.
Um sköpun heimsins og mannsins tylgir hin nýja guðfræði
hinni vfsindalegu skoðun 19 aldar. Um sköpun á sex döguin,
allra hluta fir engu er ekki að ræða. Hefir nýja guðfræðin marg-
lýst þvf yfir að slfkt sje forn arfsögn í Austurlöndum er komist
hafi til Gyðinga, ef til vill á herleiðingartfmabilinu og þannig kom-
ist inn f ritninguna. Eigi þessi saga og heldur engan meiri rjett
á sjer en aðrar Babiloiiiskar trfiar og goðasagnir.
Að maðurinn hafi í fyrstu verið skapaður [sem sjerstök vera
alfullkominn og syndlaus í mynd og líkingu guðs, ber nýja
guðfræðin á móti, og hallast þar, í þvf efni að skoðun breytiþró-
unarkenningarinnar. Er sú kenning næsta ólfitersk enda sœtt
miklum mótmælum frá hálfu lfitersku kyrkjunnar.
Leiðir af því og að neitað er sannleiksgildi sköpunarsögunnar
f heild. að foreldrar mannkynsins hafi verið sett f aldingarð og þeim
bannað að eta þar af einu sjerstöku trje, aðsyndafall hafi átt sjer
stað. í einu orði sagt öll syndafallsagan hlýtur að falla. Það voru
engir syndlausir og alfullkommr menn til á fyrsta mannkynsaldrin -
um, tilað tælast ogfalla,og eigi heldur nokkur talandi höggormur.
Uppruna hvíldardagsins á þann hátt sem lúterska kvrkjan
skýrir frá neita nýguðfræðingar alveg, enda leiðir það af sjálfu
sjer, hafi sköpunin verið með öðru móti en þessi ritningarstaður
um hvíldardaginn segir frá, þá er hvíldardagurinn ekki svo til
orðinn sem lfit. trúin segir. Má það og lfka heita furðulegt,
að um leið og lút. kyrkjan segir að skaparinn hafi hvflst frá
sköpunarverkinu sjðunda daginn, og blessað hann og boðið að
hann skyldi verða hvíldardagur manna; og á sama tfma sem
kyrkjan segir um sig sjálfa að hún ein haldi fast við ómengaða
lærdóma guðs crða, býður hún að halda heilagann fyrsta dag
vikunnar, þvert ofan í boð skaparans.
Kenningu lfit. kyrkj. um forsjón guðs, að hann hafi ákveðið
alla hluti fyrir, svo jafnvel hið illa sem mennirnir gjöra sje þeim
fyrirfram ákvarðað, liafna flestir nýguðfræðingar, enda er þá
frjálsræði mannsins ekkert, því hvaða kost á hann á því að velja
ef guð sjálfur hefir fyrirhugað hann til einhvers verks? Og til
hvers er þá að vanda um við menn um breytni þeirra, ef þeir
ekki geta að henni gjört? Til hvers er að[réfsa þeim, til hvers að
sefja þeim lög? Þeim hafa þá allareiðu verið sett órjúfandi lög
er þeir fá ekki annað en fylgt fram til dauðans. Flestir ný.
guðfræðingar neita að guð sje höfundur þess illa, í mannlffinu,
heldur sje það sprottið af vanvisku mannanna sjálfra og hvar
þeir standa á þroskabraut fullkomnunarinnar. Að þeir eru ekki
bfinir að ná því hámarki að þekkja það sem ávalt ber að gjöra og
beztar hefir afleiðingar. Verður því syndin eftir þessari skoðun
að dæma. að eins vanþekkingin og ófullkomlegleiki mannsins,
sem hann hefir tekið að erfðum frá foreldrum og forfeðrum,
eins og lfka þekkinguna sem er að smá hefja hann upp úr eymd
og óláni.
Um náðarverk Heilags anda er nýja guðfr. orð fá. Talar
hún mest um náðarverk og helgun Jesú og áhrif hans á menn.
ina. En það er í alt öðrum skilningi en lfit. kyrkjan, er skiftir
hjer verkum milli hinna 3. persóna guðdómsins. Iðrun og aftur-
hvarf talar hún um, en í alt öðrum skilningi en lúterskan. Iðr-
unin ekki sprottin af syndatilfinningu yfir gjörspillingu mann-
legs eðlis, heldur vegna sjerstakra misgjörða mannsins er fram-
kalla hjá honum sekta tilfinningu. Þannig ef hann ekki hefst
illt að myndi hún ekki krefja iðrunar, enda væri þá ekki um
annað að iðrast en það að hafa orðið til. Rjettlætingu af trú
heldur hfin þó fram á sama hátt og lfiterska kyrkjan, en heldur
þó verka rjettlætingu fast fram líka.
Um köllun, fitvalningu, upplýsingu og endurfæðingu hefir
hfin ekkertlátið f ljósi er hægt sje að segja að talist geti til kenn-
ingar. En öll þessi orð notar hfin, en yfir hvað, og í hvaða skiln-
ingi er enginn ný-guðfræðingur búinn að skýra enn-
Um kenninguna um eðli kyrkjunnar er ávalt óljóst talað af
n.-guðfræð. Hvort hfin er skoðuð sem ein meðal margra stofn-
ana mannfjelagsins er mennirnir hafa sjálfir komið á fót, eða
hún eigi hreinan og beinan uppruna sinn frá guði sjálfum, eða
þá þar mitt á milli, sem nokkuð er erfitt að skilja hvað er, er ekki
enn komið greinilega í ljós. Þó hafa þeir hafnað skilningi Ifit-
erskunnar á kyrkjunni og hinum annarlegu skiftingum hennar, í
samfjelag heilagra, ríki náðarinnar, stríðs og sigur kyrkju og
þessa lfku. Má óhætt fullyrða að nýja guðfr. telji kyrkjuna þó
ekki vera sama og guðsrfki, svo að utan hennar sje um enga vel-
ferð manna og sáluhjftlp að ræða.
Ekki ér heldur kenning n. guðfr. um skfrn og sakramenti
hin sama og lfit. kyrkjunnar.
Altarisakramentið er minningar athöfn um kærleika Jesfi til
mannanna og píslarvættisdauða hans fyrir sannleikann. Þó eru
hjer við athöfn þessa viðhöfð sömu fitdeilingarorðin og f lfit.
kyrkjunni og er þá erfitt að vita livað átt er við með þeim.
Um skírnina segir nýja guðfr. að hfin sje sáluhjálparatriði,
en ekki er hfin þó reiðubfiin, eftir því sem oss skilst, að segja að
sálarvelferð mannsins sje hætta búin þó hann fari viljandi á mis
við skfrn. I hverju sklrnin er þá sáluhjálparmeðal hefir hfin
ekki skýrt enn. Við skfrnarathöfn íylgir hfin siðum Lfit., það er
að segja f lút. löndum. Með þvf að n. guðfr. hefir horfið frá
syndafallskenningunni, neitar hfin erfðasyndartrfinni og barna-
fordæmingu. Að þau fæðist öll I sekt við guð og þurfi því
að takast f sátt við hann er fáist með inntöku þeirra í kyrkjuna.
Þýðir skfrnin því ekki inngönguleyfi I hið heilaga samfjelag.
Tæpast getur hfin þá þýtt heldur frelsunarathöfn er sýkni per-
sónuna af ódrýgðum syndum en sem hún á f vœndum að fremja.
Er þvl ekki hægt að skilja að þetta sáluhjálparatriði er skfrnin
á að tákna, sje eiginlega annað en orðaleikur þegar hugsunin,
er felst í skírnarathöfninni, frá sjónarmiði n. guðfr. er brotin til
mergjar.
Mun það oglfka sannast að svo sje, og komum vjer nú altaf
að fleiru er orðið er emtómt nafn, af kenning lút. kyrkjunnar
hjá n. guðfr.
Kenning n. guðfræð. um dauðann og dómsdag og annað lff,
mun vera eins mismunandi og mennirnir eru margir. Lff að
þessu lífi loknu er þó flestra skoðun, en með livaða liætti munu
f&ir vilja segja. Fordæmingu til eilífra kvala neita þeir allir og
upprisu lfkamans við heimsslitin, LTm almennan dómsdag eru
þeir orð fáir.
^ firborðsskoðun n. guðfr. er þó sú að hvorki sje dómsdagur
eða upprisa, ekki brottrekstur f eilífan eld nje skilyrðislaus inn-
taka í eilffa sælu. Þó tala þeir um hinn efsta dag og fordæmingu
og síðasta lfiðurhljóm og Krist komandi að dóminum. En það
alt á að þýða eitthvað annað en orðin vfsa til. Og eru kenning-
arnar allar fráleitar lfit. kyrkjunni um þessi efni.
Af höfuðkenningum lút. kyrkjunnar eru þá eftir að eins tvær
ótaldar er ekki er Þegar sýnt að n. guðfræðin sje ósamþykk, en
það eru kenningarnar um endurlausn og um persónu Jesú, og
guðdóm hans. Eru þær kenningar meginkjarni trúarlærdómsins
frá Ifitersku sjónarmiði.
Við útskýring þessara tveggja trúarkenninga ætlum vjer að
fylgja próf. Jóni Hclgasyni, þvf fyrir stuttu hefir hann látið sinn
skilning f ljósi á þessum atriðum.
Eftir skoðun hans þarfnast maðurinn endurlausnar. Ekki
eins og hin lúterska kýrkja skoðar, frá valdi og yfirráðum Satans,
heldur frá fávísi, og þá aðallega frá vanþekking á guði. Þessi
vanþekking mannsins gjörir það að verkum að hann fer ekki að
guðs vilja, þekkir liann ekki, skilur ekki rödd guðs f sálunni. En
hin sanna þekking opnar fyrst fyrir manninum veginn til þess
að sjá og skilja hinn háleita vilja og tilgang guðs mannkyninu til
handa. Þessa þekking leiddi Jesfis fyrst í ljós fyllilega, og er f
þvf fólgið endurlausnarverk hans. En þótt manninum liafi opnast
augu fyrir þessum háleita sannleika, þá er frelsun hans ekki enn
fengin, fyr en hanu fyllist löngunar til þess að lifa eftir þessum
hileita vilja. En sú löngun vaknar fyrst hjá honum með pvf að
virða fyrir sjer hið óeigingjarna dæmi sem Jesfi veitir mönnunum.
Með öðrum orðum, maðurinn fyllistvið það lotningu og aðdáunar
fyrir persðnu Jesú og verkar það breytingu lijá honuin svo liann
fer að reyna að líkjast honum sem heilagri fyrirmynd og lifir
Krist3 lffinu. Þi er endurlausn hans og frelsun fundin og fengin.
Endurlausnarverk Jesú er þvf fólgið f kenningu hans og dæmi]
og maðurinn er endurleystur frá vanþekkingu á guði og þrekleysi
viljans, að geta ekki afneitað sjálfum sjer til þess að fá lifað, þvf
sanna fagra og góða.
Osegjamegra er þetta fegurri hugsun en felst I endurlausnar-
kenningu Ifit. kyrkjunnar, er bindur endurlausnarverk Jesú við
dauða hans á krossinum og blóðsúthellingu. Er myndað hefir
aðrar eins hryllilegar tröarsetningar eins og þá, að menn fái þvegið
af sjer svörtustu misgjörðir og syndir f blóði Jesfi. Lút. kyrkjan
kennir að krossdauðinn sje hið eina endarlausnarverk, en að
kenning ogdæmi Jesfi á undan krossdauðanum sje að eins upp-
fræðingartími lærisveinanna, er með því eru undirbfinir að flytja
heiminum orð krossins- Rjettlæti guðs lieimtaði dauða alls
mannkynsins fyrir afbrot þess. Jesú fullnægði þesu rjettlæti, dó
einn fyrir alla. Voru þá mennirnir leystir á ný undan -skuldinni
við guð, Þess vegna e n d u r leystir.
Er þetta nokkuð annað en kenning 3?róf. Jóns Helgasonar.
Segir það sig sjálft.
En samkvæmt kenningu n. guðfr, er það stórt athugunarmál
livort hægt sje f rjettum skilningi að kalla þetta endurlausn, lausn
á ný frá vanþekkingunni. En nfi samkvæmt skoðun nýju guðfr.
hafa menn aldrei verið öðruvfsi en vanþekkingu háðir. Þeir eru
að smá vinna sig undan þvf oki, en það hefir jafnan á þeim hvflt,
eins og breytiþróunarkenningin ber með sjer. Endurlausn er því
óskiljanlegt orð f þessu sambandi, heldur er það þroskun
eða framför.
Ekki neita heldur n. guðfr. því að það sje fleiri en Jesús einn
er hjálpað hafa mönnum til sannari skilnings á guði- Allir þeir
sem eitthvað hafa opinberað mönnum, um verkanir þessarar til-
veru, hafa auðgað þekkingu manna á höfundi tilverunnar. Allir
þeir sem varið liafa lífinu f þjónustu þessjj fagra og góða hafa
snortið tilfinningar manna fyrir tign ;og göfgi sannleikans og
lieilagleikans. Hafa þvf dæmi þessara liaft ftlirif á breytni manna,
—breytt mati mannfjelagsins á hvað sje rjett og sönn breytni. í
þessum sama skilningi eru þeir því • allir frelsarar, endurlausn.
arar, að meira eða minna leyti. En þá er nú alllangt komið frá
kenningu lút. kyrkjunnar.
Þessi kenning n. guöfr. er í eöli sínu kenning Unitara kyrkj.
unnar enda þaöan tekin. Er hún I öllum atriðum samhljóöa
skoöun W. E, Channings, um framför mannkynsins meö tilstyrk
guös og fyrirdæmi göfugustu manna.
Þá kemur aö höfuöatriöinu, sem er kenning n. guöfr. um
persónu Jesú.
Lút. kyrkjan segir oss aö Jesús eftir aö hann gjöröist mað-
ur hafi haft tvö eöli, guölegt og mannlegt, áöur haföi hann aö-
eins hiö guölega. Hann er önnur persóna guðdómsins, eitt
meö fööurnum, sannur guö, og guö sjálfur. Hann er allt I
senn, skapari, endurlausnari og helgari heimsins. Hann er því
einn og þrennur eins og komist er aö orði um þessa kenningu.
En hversu lút. kyrkjan útskýrir eöli þrenningarinnar áöur
en Kristur gjörðist maöur höfum vjer aldrei sjeö, Sje þrenn-
ingin alfullkomin nú, hlýtur hún aö hafa verið ófullkomin fyrir
holdtekjuna, því þá haföi Kristur ekki enn hiö mannlega eöli,
og hafi hún veriö fullkomin þá, þá er í henni ofankiö nú hiö
mannlega eöli Krists.