Heimskringla - 21.05.1914, Page 4

Heimskringla - 21.05.1914, Page 4
Bls. 4 HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 21. MAÍ, 1913 Heimskringla (Stofna-B 1886) Kemur út á hverjum fimtudegi. tJtgefendur og eigendur THE VIKING PRESS, LTD. Vert5 blatSsins í Canada og Bandaríkjunum $2.00 um árib (fyrirfram borgab). Sent til Islands $2.00 (fyrirfram borga?5). Allar borganir sendist rábs- manni blabsins. Póst eba banka ávísanir stýlist til The Viking Press, Ltd. Ritstjóri RÖGNV. PÉTURSSON Rábsmabur H. B. SKAPTASON Skrifstofa 729 Sherbrooke Street, WiDnipag BOX 3171. Talslml Garry 4110 Járnbrautirnar og vestur fylkin. 1 síðustu blöðum var skýrt frá samningi sambandsstjórnarinnar við Can. Northern félagið. Var í fáum atriðum farið iauslega yfir járnbrautarsögu Vesturlandsins og bent á, með hvað mörgu móti þau reyndu að mata krókinn á kostnað almennings meðan samgöngumálin voru í sem mestu ólagi og brautar þarfirnar sem mestar í héruðunum sem voru að byggjast. Hafði almenningur þá ekki þær gætur á stefnu og starfsaðferðum brautareigenda, sem átt hefði að vera, en þráði fyrst og seinast, að fá brautir lagðar, hvað sem það kostaði. Úrslitin urðu þau, að brautirnar voru bygðar af almanna- fé, sem lokkað var út með fagurmæl- um og fölskum töium. í>ó á margan hátt ríkið, sem heild hafi orðið að leggja drjúgt af mörk- um við þessi félög, hafa þó fylkin orðið að bera mciri ábyrgð gjörðra loforða, og sérstaklega nýju fylkin. En einkum á það við Can. Northern brautina. Þannig ábyrgðist Britisli Columbia $35,000 veðskuld fyrir fé- lagið fyrir hverja mílu brautarinn- ar, er félagið lét byggja innan fylk- isins. Er ábyrgðin fyrir endurborg- un lánsins innan 50 ára, að með- töldum öilum vöxtum, er nenia 4 prósent. Við þessa ábyrgð hefir svo íyikið aukið $10,000 á hverja mílu nú síðastliðinn vetur. Ncma nú skuldaábyrgðir fylkisins $47,965,000, sem það er ábyrgðarfult fyrir að standa skil á, geti félagið ekki borg- að. Fyrir þessa skuld heimtaði fylk- ið enga tryggingu frá félaginu. Traustið og trúin á fyrirtækinu og frainleiðslumagni landsins í heild, var svo mikið, að það þótti ónauð- synlegt. Út í sömu ógöngur gekk Alberta fyikið. Það ábyrgðist skuldabréf með sömu skilmáluin og British Coluinbia, er nú orðið nema $35,000 og kemur uphæðin til jafnaðar upp á $15,000 á hverja mílu, að hliðspor- um öllum meðtöidum. Enga trygg- ingu tók fylkið hjá félaginu fyrir þessari ábyrgð. Virðist sem inönn- um hafi ekki orðið ljóst, að þess væri nokkur þörf, né að hægt væri að meta brautina svo hátt, að ekki borgaði hún vöxtu og höfuðstól á sínum tíma, hvað iiátt sern hún færi eftir að brautarlagningunni væri lokið. Það, að forkólfar brautarinn- ar drógu þriðjung og helming þessa fjár frá brautar fyrirtækinu og vörðu því til annara hiuta, en létu svo brautina eina bera skuldina virtist iieidur ekki vera að gætt. Né það, ef brautarfélagið yrði gjald- þrota að þá yrði ekki hægt að snerta hin fyrirtækin og láta þau svara til baka því sem til þeirra hafði runnið. Saskatehewan fylkið gekk einnig í sömu gildru. Það er búið að á- byrgjast nú veðskuldir á brautum Can. Northern félagsins sem koma uppá $18,590,000 og hefir enga trygg- ing. Ekki svo mikið sem leyfi til að taka eina ekru af iandi innan sinna vebanda eða eina bæjalóð í öllum smábæjunum * frain með brautinni. Ontario gekk sömu slóðina. Það ábyrgðist $7,860,000 í skuldabréfum og að auk gaf félaginu 2,000,000 ekra af landi sem er minnst $5 virði ekran. Ekki getur það tekið ekru af þessu landi aftur ef illa færi, því það er nú löngu Veðsett. Ekki hef- ir það hald á nokkurri bæjarlóð. Ekki faðmlengd af talþráðum. Þá hefir sambandsstjórnin cinnig óbyrgst skuldarbréf, ofan á alla | þessa súpu sem fylkin eru búin að ' tryggingu fyrir hverjum dollar sem ábyrgjast, uppá $60,000,000, og er það ábyrgðist fyrir brautina og meginið af því ábyrgst fyrir haustið fyrsta veðrétt í öllum eignum fél- 1910. Eyrir þessari ábyrgð hefir rík- ið sömu tryggingu og fylkin hin er vér höfum talið, ails enga. Eina tryggingin fyrir því er sú, að braut- in geti staðið skuldunautum sínum skil svo aldrei komi til þess að land- ið þurfi að standa við ábyrgð sína. Og á því var byggt og því treyst er ábyrgðirnar voru veittar. En árið sem leið, leiddi það í ljós að sú ábyrgð var völt og til þess getur komið að þjóðin verði að svara úti ábyrgstum gjöldum. Og það var þessvegna að þingið og stjórnin tók mól þetta til meðferð- ar og gekk svo frá því að tryggja þjóðinni, úr því sem komið var, eignarhald á brautinni. Má segja að það hafi verið nauðugur einn kostur svo verzlunar og peninga hrun yrði ekki leitt yfir iandið. Mackenzie og Mann hefðu ekki horft í það að lofa öilu að fara um. Brautin stóð þeim ekkert. Hún agsins innan fylkisins. Það gat lagt hendur á alt sem brautinni til- heyrði og allar bæjarlóðir félagsins innan fyikis takmarka, því þó bæj- arlóðir til heyrði sérstöku félagi í orði kveðnu, þá hafði það félag einnig veitt því veð í eignum sínum. Brautirnar hér í fylkinu liafa borg- að sig mæta vel, og greitt meiri tekjur en samsvarandi að mílna- tölu við hinar brautir félagsins. Hefðu því tekjur brautarinnar hér meir en bætt fylkissjóðnum upp það sem hann hefði orðið að svara úti ef til þess hefði komið að hann hefði orðið að svara vöxtunum af ábyrgstum skuldum. Þetta fylki stóð því föstum fótum á hverju sem hefði oltið með brautina, og var það því eingöngu að þakka að fylkisstjórnin gekk öðruvísi frá á- byrgð sinni en hinar í vestur fylkj- unum. Þessvegna gjörði Manitoba enga áskorun til sambandsstjórnar- , innar að koma sér til hjálpar er hin kostaði þá aldrei neitt, en hafði a fy)kIn báðust iigveiziu. þenna óbeina hátt, með því að snúa mörgum tekjum greinum henn ar í önnur fyrirtæki veitt þeim of- fjár. En nú gat hún ekki lengur verið þcim sama auðþúfan og verið hefir, því veðskuldir hennar urðu ekki auknar úr þessu, og þá mátti alit falla. Þegar fylkin sáu hvað verða vildi, báru fylkisstjórnirnar sig upp við sambandsstjórnina að afstýra vand- ræðum. Allar fylkisstjórnirnar nema Manitoba stjórnin, og hvíldi þó á þessu fylki ábyrgð fyrir $24,- 059,446. En til þéss, lág önnur á- stæða að Manitoba gjörði enga á- skorun, og víkjum vér að því seinna Eylkissjóðurinn hér stóð ekki í neinni hættu, þó auðvitað að hrun brautarínnar hafði haft sömu verzl- unar áhrif hér og annarstaðar, og skapað alment eignatap. Með þetta fyrir augum varð sam- bandsstjórnin að gjöra eitthvað, og fram úr vandræðunum greiddi hún svo, að slík afstaða sem sú er landið var komið í getur ekki komið fyrir aftur. Hún náði tryggingunni í sínar hendur. Hún náði hlutdeild í stjórn og meðhöndlan félagsins. Með öðrum orðum iagði félagið uridir þingið, svo það er nú cngan vegin sjálfrátt í gjörðum sínum; og | hún gekk svo frá, að þjóðin getur ! hvenær sem er, ef félagið stendur ekki við sína samninga, neitt án alls kosnaðar, formenn brautarinn- ar til þess að skila landinu braut- inni og öllu sem henni tilheyrir.— svo sem, fréttaþráðum, biðstofum, hliðsporum, vögnum, verksmiðjum og flutningatækjum. Er ekki ann- að hægt að segja en þar hafi vitur- lega verið fram úr vandræðum ráð- ið. Eignum Maekenzie og Manns er þeir haida scm séreignum, eftir þess- Ekki er þó hægt að bregða hinum stjórnunum um að þær hafi vís- vitandi telft sjáifstæði hinna fylkj- anna í voða, en þær sáu ekki lengra og almenningur ekki heldur, og voru ekki nógu varfærnar. Það var því varfærnisstefnu Rob- lin stjórnarinnar að þakka að ekki tókst eins til hér og vestra. Og það er þessi varfærnisstefna, con-serva- tive stefna sem auðkent hefir margar hennar gjörðir. Það þykir of mikil íhaldsstefna með köflum, en sá stofnar minstu í voða sem fer að öllu gætilega, og hefðu öll fylkin staðið eins að vegi nú gagnvart brautinni, hcfði sambandið ekkert þurft sér af henni að skifta, hvorki í bráð eða í lengd, því fylkin hefðu þá getað tekið hana eins og hún var og gjört hana að þjóðeign. Það er einmitt þessi stefnu munur —varfærin—tryggja fyrirfram jafn- vel fyrir óhöppum eða brygðum sem ekki virðast líkleg sem auð- j kennir stefnu Roblin stjórnarinnar fram yfir aðrar stjórnir hér í land- inu, og sem virðist að fylkisbúar hér ættu ekki að eiga erfitt með að meta til giidis. Og það er það sem sýnir að liún ber höfuð og herðar yfir stjórnir nágranna fylkjanna. Þegar þess er gætt ætti ekki að vera mikil iíkindi til þess að lienni muni tapast mikið fylgi við næst- komandi kosningar. Því cf það er nokkuð sem auðkennir stefnur og ioforð andstæðinga hennar hér, þá cr það fljótfærni og ígrundunarleysi j allra þeirra mála er þeir hafa tekið á stefnuskrá sína. Það er meiri styrkur sem fylgir gætni og ná- kvæmni cn loforða gnægðinni og glamuryrðunum cr aldrei hafa ann- að verið en mýraljós og tál þegar til efndanna hefir komið. Saga járnbrautarmála fylkjanna um samningi má ná líka, með Því verður áður en líkur> ein sú eftir. að iialda þeim ábyrgðarfullum fyrir i tektaverðasta fjármála saga þessa samningumsemþeirhafagjörteða la-nds_Þessarar á]fu En kaf]j gá gjöra, reynist þeir samningar óhag- sem Manitobafylkið myndar verður ifka sá öfga minsti og ber vott um meiri gætni en tímamótin í heild sinni benda til. kvæmir brautinni. Því þeir eru undan engri ábyrgð leystir með því að stjórnin skipar mann í féiags- stjórnina. En gjafir þær sem landið var búið að veita þeim sem námu rúmum $42,000,000 voru tapaðar eins og stóð og eru náttúrlega tapaðar ef ekki kemur til neinna gjörða þeirra í Fyrir nokkrutn vikutn voru Hkr. framtíðinni sem þeim beri að svara j ^ndar þrjár nýjar bsekur, hver Nýjar bækur. fyrir. annari fróðlegri, er allar snertai En naumast er hægt að ijöra sér j ísland. Eru tvær þeirra gefnar út grein fyrir hættunni sem fylkin hér heima, en ein suður í Bandaríkj- vestur um voru komin í. Hefði um. íslendmgar hafa þó samið gjaidþrot orðið, auk ails eignafalis sem orðið hefði í landinu, hefði Saskatchewan orðið að svara út ár- lega $750,000 í rentu á skuldbréfin sem það var búið að ábyrgjast. Al- berta hefði orðið að láta úti $1,416,- 000 á ári, og British Columbia $1,920,- 000. Eða til samans þessi þrjú fylki þær allar og séð um útgáfuna, - eins þeirrar, er út kom sySra. — Vildum vér benda á rit þessi, því þau eru þess virSi, aS sem ílestir kynni sér þau, er annars vilja lesu nokkuS um Island, eSa þaS sem íslenzkt er. ¥ ¥ ¥ $4,086,000, eða meir en sameinaðir MANNTAL Á ÍSLANDI, l.DES. 1910 sjóðir fylkjanna hefðu hrokkið til, er stjórnarkostnaður og vextir fylk- isskulda bréfa var goldið. Með öðrum orðum fylkin hefðu orðið gjaldþrota í sömu andránni og fél- j fyrst langur og fróSlegur formáli, agið kollvarpast. En nú var Maniaoba í súpunni líka j eftir Indriða Einarsson, Rvík. gefið út af stjórnarráði tslands 1913, pp. XVm og 198.4 Bók þessi er full af fróSleik. Er j um hagfræði landsins fyr og síSar, saga manntals á Islandi, frá Feld- með sínar ábyrgðir, uppá $24,059,- j ardálksáætlun 965, upp til þessa 446.? Árleg renta af þeirri upphæð tíma. RitgjörS þessi er samin af nemur $960,000. Nei. Þó þetta fylki j indriða Einarssyni skrifstofustjóra hefði komist í klemmu rétt í bili, ner hún annan blæ en ílest, sem stóð það ekki til aö tapa neinu. um hag landsins hefir veriS skrif- Því þa« er eina fylkið sem tók að, Hún er fuU af trú, yon o g 1 j ó s i, — trú og von um framtíð íslenzku þjóðarinnar, og Ijósi — bjartsýni um þýðitigu þjóð- arbaráttunnar. Saga lands og þjóðar er skoðuð frá annari hlið, en oftast er, þegar menn hafa helzt ekki eftir neinu munaS, er gjörst hefir á Islandi, nema eld- gosum, hafís, harðindum, svairta- dauða, einokun, bólu og misling- um. Einsog saga þjóðar vorrar er oft sögð, einsog hún er í hugum mairgra, er hún liin einkennileg- asta “apókrýfa” allra Egypta- lands plága, sem til er í víSri ver- öld. Af því vér teljum víst, aS fleiri muni lesa þessa ritgjörð meSi á- nægju en vér, tökum vér hana upp í blaðið, þeim hinum sömu til gatnans. þá eru í bókinni 23 töflur um mannfjöldann eftir ýmsum skift- ingum landsins, svo sem sóknum, prófastsdæmum, sýslum, kaup- stöðum, landsfjórðungum, lög- sagnar umdæimun, alþingis kjör- dæmum o. s. frv. Einnig er sýnd skifting þjóðarinnar eftir aldri, kynferði, hjúskaparstétt, atvinnu, fæðingarstað, trúbrögðum og heil- brigSis ástandi. þar næst eru skýrslur um mann- dauSa (1901—10), mannfjölgun, þéttbýli o. fl. Eftir skýrslit þessari að dæma, er Austur-Skaiftafellssýslu pró- fastsdæmi fámennast, 1128 manns. þar næst Norður-þingeyjar, með 1369. Mannflest er Kjalarness pró- fastsdæmi, með 17,595 (að meS- taldri Reykjavík). Mannfæst sókn á öllu landinu er MöSrudalssókn í NorSur-Múlasýslu, er telur 3 heím- ili og 26 manns. Næst er NjarS- víkur í sömu sýslu, er telur 27 manns, og þá Ábæjarsókn í Skaga- firði, með 5 heimili, en 29 manns. Mannflest sókn á öllu laindinu er auðvitað Rvík, er ein telur fleiri en 6 minstu prófastsdæmi lands- ins. Af fjóyðungunum er Sunn- lendingafjórðungur mannflestur, en fámennaistur Austfirðingafjórðung- ur. Rúmar 70 atvinnugreinar eru 1 taldar, þar með embætti, í land- inu. Sýnir skýrslan að á öllu landinu eru 131 prestur, 25 trú- boðar, 373 barnatkennarar, 77 æðri skóla kennarar, 49 sýslumenn og embættism'enn veraldlegrar stétt- ar, 24 aSstoðarmenn hjá verald- legum embættismönnum, 21 lög- regluþjónn, 16 málaflutningsm'enn, 62 læknar, 233 yfirsetukonur, 27 blaðamenn ctg rithöfundar, 137 námsmenn. Samtals eru í þessum flokki, er ekki stunda erviðis- vinnu, 118 5, og framfleyta þeir 2 6 0 2 manns. Verður það til samans 3 prósent af allri þjóð- inni. Nú er tæplega hægt að segija, að alt þetta fólk tilheyri embætt- ismannaflokknum, því ekki er sanngjarnt að ’ telja netnendur í þeim hópi, eða yfirsetukonur,' ■— en þó svo væri, er tala embættis- manna ekki há, og mun í fáum löndum tala þess ílokks mannfé- lagsins hlutfallslega jafn lág. Er það öfugt viS þaS, sem oft hefir heyrst, að tala embættismanna á íslandi sé meiri en víSast hvar annarstaðar, að hlutfalli við fólks- fjölda. Tala sjálfseignarbænda er 7,7 8 8 og leiguliða 1 0,1 8 5, og fram- færa þessir tveir flokkar 3 9,3 2 8 manns, eða sem næst þ r j á s j ö- u n d u allra landsbúa. — Alls stunda landbúnað 2 0,8 1 9 manns og framfæra 4 3,4 11 eöa rúman helming allra landsbúa. — En sjó stunda 6,9 9 4 og framfæra þeir 1 5, 8 9 0 , er það tæpur fimti hluti landsbua. — Handverks- og iSnaSarmanna stéttin telur 3,0 2 5 °g framfærir 6,0 3 1. — Eftirlauna og eignamenn eru 6 4 6 og frajn- færa 9 0 2. Af íbúum Reykjavíkur teljast 3 81 fæddir í litlöndum, en á öllu landinu 7 0 6. þar af eru taldir fæddir í Canada 3 5 og í Banda- ríkjunum 9. Sex trúflokkar ern taldir í land- inu aðrir en þjóðkyrkjumenn, Ka- þólikar 49, Aöventistar 47, Úní- tarar 25. Utan allra trúflokoa 123. Á síSastliðuum áratug hefir fólki fjölgaö um tæp 7,000 manns á öllu landinu. Á vissum svæðum hefir því þó, fækkaS : á Austur- landi um tæpt 1,000, í SkagafjarÖ- arsýslu um rúmt 100, lítið, eitt í ■Stranda-, BarSastrandar- ogDala- sýslum, einnig í Kjósar- og Gull- | bringu-, Árnes-, Rangárvalla- og Vestur-Skaftafells-sýslum. Margskonar annar fróðleikur, er snertir hag landsins, er í riti þessu. ¥ ¥ ¥ ÁRBÓK HINS ÍSLENZKA FORN- LEIFAFÉLAGS, 1913 Rvík. 1913, pp. 84, 8vo. Mestur hluti Árbókarinnar er um Vestmannaeyjar. Er fyrst rit- gjörð eftir Sigurö Sigurfinnsson um gömul örnefni á Vestmanna- eyjum. Er lengst mál um, hvar hinar fornu Ægisdyr hafi verið, sem Landnáma getur um. Etlar höfundur, að það sé “víkin milli Yztakletts og Uröanna, og svo LeiSin, milli Heimakletts og Hörg- eyjar. Skoöun þessari er þó mót- mælt af Matth. fornmenjaverSi þórðarsyni. þá er löng og fróðleg ritgjörð eftir Matth. fornmenjavörð þórð- arson, er hann nefnir “Vestmanna- eyjar”. Rekur hann fyrst hieimild- ir fyrir sögu eyjanna frá 17., 18. og 19. öld. Getur hann þá um landnám eyjanna og örnefni. Falla saman ættir Ilerjólfs Bárðarson- ar, er fyrstur bygöi eyjarnar, og Guðrúnar, konu Sæmundar prests hins fróða, er Oddverjar eru frá komnir. Telur hann því næst upp merkisatburSi í sögu eyjanna, s. s. orustuna mi.lli þórissona og Land- eyjarmanna, er frá sogir í Holta- þórissögu, af hverri þorgeir hlaut viðurnefniS Skorargeir, — kyrkju- smíð þeirra Gissurar hvíta og Hjalta Skeggjasonar, er var hin þriSja kyrkja, er reist var á Is- lattdi ; var kyrkja þessi reist 29. júní áriS 1000, og helguS Clemens helga Róma-biskupi ; líka á- gang þann, er eyjarbúar urðu að þola af víkingum, enskum og nor- rænum, en síðast Tyrkjum 1627. þá fer liann nokkrum orðum um, i hverra vörzlum eyjarnar hafa ver- ið fram á siðari tíma. — Rit- gjörðin er liin fróölegasta og mjög þægilega rituð, svo hún er skemti- legur lestur. Loks er löng ritgjörð um altaris- töflu frá Mööruvöllum í EyjafirSi, eitir sama höfund. Talfla þessi er frá 15. öld oig mjög merk, að sögn fornmenjavarðar. Ber lnin mynd Marteins biskups hins helga, er fyrstur setti á fót munklíf á Frakklandi, og síðar varð biskup í Túróns borg, árið 375. Marteinn biskup var mikið lieilagur maSur, og framkvæmdi mörg kraítaverk, reisti fimm menn frá dauðum, læknaði sjúkal, rak út óhreina anda og gjörði fleira, er dugur var í. Var Marteiun mikið dýrkaður í fornri tíð, og tíu kyrkjur voru honum helgaðar á íslandi. “Mat- hákar og drykkjumenn lofuðu Martein mjög og skoSuðu hann sem dýrSling sinn. Kom þaS til af jarteikn einni. Fátækur ferjukarl hót á hinn heilaga Martein á þrett- ándanum : ‘Gef mér vín, blessaSi Marteinn, að eg ei þurfi aS vera þurbrjósta, er aSrir gleðja sig’. þá kom maSur á árbakkann og skyldi yfirum. Karl sótti hann, en er hann var kominn út á ána, féll stór fiskur í ferjuna. Karl seldi fiskinn og fékk ærið vín fyrir”. — Marteinn var verndarmaSur heilla héraSa og borga. Hann var höfuS- dýrlingur Frakklands. Kápa (capa) hans var varSveitt í höll Frakka- konunga og var hús þaö, er hún var geymd í, kölluS “capella” en þeir “capellani (sbr.‘kap- alin’), er hennar gættu. — SíSan voru einstakar hirðkyrkjur kon- unga nefndar “kapellur” og loks smá kyrkjulegar byggingar og guðshús”. Geymd áttti að hafa veriS nokk- ur bein hins helga Marteins í Hólakyrkju. Á Martcins-dýrkun bendir þessi setnlng í bœnarvers- inu igamla, sem getið er um í þjóSsögunum”, “Pétur og Páll á miðri mér, en Marteinn til fóta”. Marteins-minni var drukkið í öll- um stórveizlum, segir höíundur- inn, fram á miðja 18. öld. Síöast er skýrsla Fornleifafélags- ins, Ársfundur 1913, Reikningar 1912 og Félagatalj Vér vitum ekki, hvort íslending- ar hér gjöra sér fulla grein fyrrr, hverja þýðingu forngripasafniö oig þjóðmenjasafnið hefir fyrir sögu og menningu Islands. Er óhætt aö fullyrða, að næst skólunum e>r það ein þýðingarmesta stofnunin á landinu. Engin þjóS, er átt hefir jafnlanga og merkilegal sögu eitis- og Islendingar, á jafnfátt og litiö af sögulegum menjum, Er það nokkuð því aö kenna, að íram til þessa hafal einstaklingarnir ekki sýnt safninu og landinu þá rækt, sem skyldi. Mikið af góðum grip- um hefir fluzt liingaS vestur. Er það því leiðinlegra, sem það er nokkurnveginn víst, alð þeir eru allir týnzlu og eyðileggingu seldir hér, Vér minnumst þess, aS bafa séð víSsvegar i íslenzku bygSun-> um liér marga forna og fágæta hluti, er hvergi hefði átt betur heima en á forngripasafninu. Vildu nú ekki þeir, sem þessa gripi eiga, ! senda þá heim og gefa landinu ?. > þeir geta gefið þá til minninga um sjálfa sig eða ættingja og vini, og yrði það varanlegri bautasteinar, er þear reistu sér á þann hátt, en þótt reistir væri minnisvarSar hér — í grafreitum þessa lands, þar sem alt er jafnmiklum breytingum háS og bygSarlög vor eru hér í álfu. þaS væri fallega gjört, og bæri vott um einlæga oig hreina ættjarSarást og samhug til lands og þjóðar. 1 ¥ ¥ ¥ ATALOGUE OF THE ICELANDIC COLLECTION Bequeathed by Williard Fiske, com piled by Halldór Hermannsson Ithaca, N.Y. 1914, pp. VIH. 756 4o Skrá þessi er alarmikið bákn, á stærð viS stærstu orðabækur, Er hún rinsog naínið ber með sér skrá yfir alt íslenzka safnið, sem próf. Fiske átti og arfleiddi Cor-t nell liáskólann að. Halldór Her- mannsson, bókavörður við Fiske- safnið, hefir samið skrá þessa, og hefir það ekki verið vandalaust verk. Er skráin í tvennu lagi, — fyrst ér alt safnið flokkað niður eítir höfunda-röð, og tekur það yfir mestan hluta bókarinnar. Svo- er flokkað niður eftir eíni ritanna. Framan við skránal er formáli, þar sem liöfundurinn gjörir grein fyrir verki sínu. Getur hann þess, að próf. Fiske hafi sjálíur verið byrj- aður á, að skrásetja safnið, áSur. en hann dó, en ekki enzt aldur til, — skrá lians likai verið nokkru ít-> arlegn, fylgt þar stuttar æfisögur liöfunda. Með bók jiessari er fengiS á ein- um stað nöfn og skrá yfir flest það, sem til er á íslenzku máli og gefið hefir verið út, írá fyrstu byrjun. þá er og flest upp taliö, sem Islendingar hafal skrifaö á út- lendu máli, eöa verið um ísland og íslenzk mál skrifað af útlend-i ingum. 1 safninu er hátt á 11. þúsund bindi, og mun því vera orðið liið stærsta íslenzka bóka- safn, sem til er í viöum lieimi. Fyrir hvern, sem leita vill upp- Iýsinga um, hvað sé til á íslenzku, í ýmsum fræðum, er ekki hægt aö íá betri leiðbeiningu en skrá þessi veitir, þó hitt sé annaS mál, aö ekki er nú nema lítill hluti þess alls fáanlegur í bókverzlunum, sem þair er taliS. þaS er ekki fyrr en maSur fer aS blaða í skrá einsog þessari, aö maður verður þess fyllilega á- skynja, hvílik bóka- og ritsmíÖa- þjóð íslenzka jjjóðin er. Og er þaö hinn skýrasti vottur fróSleiksfýsn- air þjóöarinnar, því engin nema fróöleiks-þyrst þjóð ver jafn mikl- um tíma og fé til ritstarfa og bókagjörðar. Vitaulega má segja, að margt af því, sem út er gefið, og annaS- hvort er nú samiS eða grafiS u-pp úr gömlum skræðum, sé af mis- jöfnu tagi. “Sumt var fagurt, sumt var þarft, en sumt vér ekki um tölum”, á viS meira en ljóSa- gjörðina íslenzku, en þó mun svo margt mega teljast íagurt og þarft, að afkastaverk þjóSarinnar sætir fádæmum í þessu efni. Margur mun svo líta á, sem hiS einai og helzta, sem íslenzka þjóS- in á frá cldri tíS af bókmentalegu tagi, sé íslendingasögur, Eddurn- | ar og Noregskonungasögur. — þó

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.