Heimskringla - 26.08.1915, Page 5

Heimskringla - 26.08.1915, Page 5
WINNIPEG, 20. AGÚST 1915. HEIMSKRINGLA. BLS. 5. hvernig skifst hafi og hvaða hluti fólksins það hafi verið, er eftir sat. En það mun sanni nær að meirihluti fiamgjarnra manna hafi flutt, — þeirra, er leita vildu -gæfunnar, er þeir ekki höfðu fundið hér, — á nýj- um stöðvum. Hafa sumir þeirra manna, eftir langa lífsleið og við- burðaríka æfi, horfið hingað aftur cg prýða nú samfélag þetta með ná- vist sinni. Heyrt hefi eg það sagt, að þeir hafi helztir eftir setið, á þeim ár- um, er sigursælastir voru i orða- sennunum, i hinum miklu sveitar- mála- og trúarbragða-deilum, er sundurslitu bygðina um það leyti. ----Þeir hefðu borið sigur úr být- um og setið að sigrinum. ----- En óvingjarnlega mun þetta vera mælt, i bygðarinnar garð, þó að segja hafi mátt á stundum um fólk hér, eins og þá þarna suður með sjó, “að samþyktir láti þeim verst”. Eftir 10 ár byrjaði innflutningur hingað að nýju, og á árunum 1886— 87, var hann allmikill; komu þá nokkrar þær fjölskyldur, er siðar hafa látið sín að góðu getið meðal þjóðar vorrar hér. Um þessi tiu ár áttu frumbúendur við ervið kjör að búa. Fyrst var bygðin afar strjál. Samgöngur ó- greiðar á landi vegna vegleysis. Jarðrækt lítt möguleg, efnalausum mönnum, og þarf ekki annað en að benda á skóginn ennþá, er þákti þá hvern blett bygðarlagsins; er hann þó nú ekki orðinn annað en svipur hjá sjón við það sem þá var. Einn bóndi hefir sagt mér, að af bújörð sinni einni hafi hann látið saga yfir 350,000 fet af borðvið, og þó hafi það verið minstur hluti þess er hann hafi orðið að fella og brenna! Við jafn mikla örðugleika að striða er sízt að furða, þó ekki kæm- ust hér á víðlendir akrar fyrstu ár- in. Svo voru skuldir, sem féllu á bygðarlagið, fyrir styrk, sem hið opinbera veitti nýlendumönnum fyrstu árin, — eins þeim, sem burtu stukku. Með alt þetta sátu nú þeir, sem eftir urðu í bygðinni, fyrstu tíu árin. Hlutu því framfarir að verða smáar, þangað til nýlendan tók að byggjast að nýju. Enda voru þær það. Þó þokaði áfram. — Smám saman voru höggin rjóður í skóginn. Voru þessir eftirlegumenn sann-nefndir Braut-önundar, einsog Snorri lýsir hinum forna konungi Svía: “ön- undr konungr lagði á þat kapp mik- it ok kostnat at ryðja markir ok byggva eftir ruðin. Hann lét ok leggja vegu yfir eyðimerkr ok funn- usk þá víða i mörkunum skóglauss lönd ok bygðusk þar þá stór héröð”. ---- Munu fáar lýsingar frá fornri tíð koma betur heitna við það, sem þá var að gjörast hér. Brautir voru brotnar gegnum skógana með ærinni fyrirhöfn, þó 1< ngi vel gætu það ekki talist greið- færir vegir. Skólar voru reistir, þó ekki yrði haldið uppi kenslu við þá, nema lítinn tíma ársins. Ofan á alt þetta starf bættust svo önnur bygða-þyngsli, er flestar nýlendur vorar munu kannast við, því þær munu hver um sig hafa hlotið sinn íulla skerf af þeim. En það var kostnaðurinn, sem á þá féll, er fyrir voru, að taka á móti þeim, sem komu ár frá ári allslausir inn í bygðina. Til þess mun hafa verið varið miklu fé, ef alt kæmi til reikn- ings. Og þega'r af litlu var að taka, voru þetta búhnekkir eigi litlir. — Þetta var ekki skyldu-útsvar, en það var mannúðar-útsvar, er þjóð vor hefir ávalt af hendi látið, án allrar cftirtiilu.--- — Islendingar geta haft það til, nð þrefa og deila meðan tollir ,tönn í þeirra gómi; en þegar í nauðir iekur, eru þeir allir bræður, er sannar bezt, að þeir eru göfugrar ættar og drenglundaðir. Að það hefir þvi gengið seint fyrir frumbyggjunum, að safna auð- legð og rikidæmi, þarf því engann að undra; né þó enn á þessum tím- um, er ekið er lijá garði, að heimilin virðast smá og lágvaxin. Það er ekki alt af leti. Þessir fyrstu bú- endur hafa verið að reisa bygð, — koma á fót mannfélagi, og það tek- Það sem svalar þorstanum í merkur og pott flösku hylkjum Fáanlegt hjá þeim »»m þú kauplr at eCa hjá oss. E. L. Drewry, Ltd., Winnipeg. ur meira en koma upp skýli yfir eigið höfuð. Hin afkastameiri saga bygðarinn- ar hefst ekki fyrr en eftir hinn síð- ari innflutning til nýlendunnar. — Það eru ekki nema rúm 12 ár siðan iiorðvesturhluti bygðarinnar var numinn, og þá frá Dakota; en rúm 10 ár siðan járnbraut var lögð inn að bygðar-takmörkunum syðri. — Þessi síðastliðnu 10 ár liafa verið framfara-ár á verklega og efnalega visu, og mun nú mega telja bygð þessa með þeim betri i eigu íslend- inga í Vesturheimi. Hvað framfarirnar hafa verið erviðar og torsóttar, hlýtur að mega telja til hinna upphaflegu ókosta nýlendusvæðisins. Hvað þær hafa kostað, ekki í fé, heldur í þvi sálar- atgjörvi, sem erviðleikarnir hafa smám saman að velli lagt, verður aldrei talið. Sá hugsunarháttur, sem þessir erviðleikar hafa smám sam- an komið inn hjá þeim eldri, er eytt hafa “atgjörvi sínu á axarsköft- unum”, einsog eitt Nýja Islands skáldið segir, sem svo aftur hefir borið ávexti hjá þeim yngri, — er tf til vill dýrasta kaupið. En starfið er nú þegar lagt fram; það hefir tekið mannsaldur að gjöra þetta hérað að lífvænlegum manna-bústað og ættu þeir sízt, er taka við, að láta þetta starf hafa verið til ónýtis unnið. Frá hinum liðnu árum hljóta þó ávalt að geymast nöfn nokkurra bygðarmanna. Frá þeim tima, er líka nýr skerfur, þó ekki sé hann stór, lagður til bókmentasjóðs þjóð- ar vorrar. Er hann einkennilegur, en svo ofur eðlilegur. Æfintýrasög- ur J. Magnúsar Bjarnasonar; þar sem æfintýrið byrjar og endar eins og huldusaga, er ofur eðlilegt, hér inni í myrkviðnum, þar sem ekki sást til manna. Þö eru sögur Gunn- steins Eyjólfssonar eðlilegri; --- skiirp ádeila á hið litilsiglda mann- félag. En eðllegast alls er þó það, “að lagið hans”, — söngröddin, sem berst héðan út úr skóginum —, skyldi einmitt heita: “Mig hryggir svo margt, sem í hug minum felst, og hversu eg þreytist að lifa”, og vera við sanmefnt kvæði. Það er einsog það sé svanasöngur hins ís- lenzka andlega lifs, sem er að deyja við moturaksturinn i Winnipeg, niður á milli trjástofnanna hér i bygðinni, eða fram á isnum! íslendingar hafa hér á þessum síðastliðnu 40 árum rutt mörkina og bygt ruðin. Verk þetta hefir kostað þjóðina afar mikið. En nú er það kaup goldið, og það er ósk- andi og vonandi, að það verði þeim, sem við eiga að taka, til heilla og þrifa. Þeir elztu hafa ekki getað gjört meira en byggja ruðin. And- legt atgjörvi í ríkum mæli, hafa þeir ekki getað þroskað. Hinni fínni siðmenningu hafa þeir ekki getað greitt veg að nokkru ráði. En nú er svo komið, að nú má hvorttveggja gjöra. Þó skal eg ekki segja, nema að hreinsa verði ýmsan nýgræðing úr hinurn andlega jarðvegi, áður en slíkt kemst fyllilega til vegar. Er sá villigróður væri upphöggvinn, ætti íslenzkt þjóðlíf að eiga sér fram tíð fyrir höndum, og hana stóra. Á næstkomandi 40 árum ætti is- lenzku fólki að fjölga hér um helm- ing; mörkin vera stækkuð, ruðin færð út, og tvibýlinu við Húnskar þjóðir, innan islenzkra sveitartak- marka, að vera með öllu lokið. Þá ættu að verða komnir vegir, egg- sléttir og færir í öllum veðrum, fram og aftur um bygðina, og fram með þeim, einsog vegvísendur vilt- um vegfaröndum, myndastyttur og minnisvarðar frumherjanna, er ný- lendu þessa hafa bygt. Þá ættu heim- ilin öll, að geta veitt þeim, sem þar búa, þroskun, bæði til lífs og sálar; haldið vakandi hugsjóna og fegurð- ar þránni, engu siður en bætt úr nauðsynjum likamans, og sveitin öll að bera vott um haga hönd og fjöl- breytilegt andlegt líf. Það er stórt ætlunarverk, en það er margfald- lcga tilvinnandi. Þegar svo væri koniið, myndi vaxa hér upp blóm- legt bókmentalif, grein af íslcnzk- um stofni, gróðursett í íslenzkum jarðvegi, í annari heimsálfu. — Þá þyrfti bygðarlag þetta ekki að lifa við það, að vera gjört að beinakerl- ingu pólitiskra flugumanna og blaðagutlara; né gæti þá lengur á þvi sannast liið fornkveðna: “Flest má heimskum segja”. Að þessi verði framtíðin óskum vér af heilum huga, og biðjum yður öll til þess að leggja fram það bezta, sem þér hafið. En umfram alt,— stuðlið að því, að hér fái blómgast íslenzkt þjóðlif sálugætt, er minn- ugt sé þeirra hluta, sem það hefir þegið, og örugt og trútt reynist fram- tiðar hugsjónunum öllum. Og allra heilla árnum vér íslend- ingum, hvar sem þeir búa, — Drott- ins útvöldu þjóð, — um leið og vér tökum undir þessi orð með yður, að “Lengi lifi Nýja fsland!” Athugasemd. Með ánægju skal eg gefa I)r. Sig- urði Júl. Jóhannessyni viðurkenn- ingu fyrir því, að svar hans til min i siðustu Heimskringlu er það lang rólegasta, sem eg hefi séð hann skrifa sem andmæli. Eg átti von á þrumum og elding- um, eftir þvi sem hann talaði inn á Skuldar-fundi 11. þ.m., og svo mælt- ist Gunnlaugur Jóhannsson til þess lika (með kyrkjulegum forseta-svip) að hann velti sér yfir B. M. Long. Eg var þvi næstum hissa á hve bróð- urlegt svarið var, þó að á stöku stað mætti finna ósannindi, útúrsnún- inga eða hártoganir, get eg vel fyr- irgefið það; — hann hafði ekki öðr- um vopnum að beita. og varð því annaðhvort að nota þau eða sitja lieima. S. J. J. segir: “Mér fanst það hálf óviðkunnanlegt í fyrra, þegar B. M. Long vildi styrkja Conservatíva- flokkinn til framhaldsvalda” o. s. frv.‘ Hér hallar S. .1. J. vísvitandi réttu máli; hann veit, að-eg barðist ekki með neinum pólitiskum flokk eða á móti. Eg andmælti aðeins framkomu S. J. .1., að binda stúk- urnar með atkvæðagreiðslu á póli- tiskan flokks-klafa. Og hvað gjörði ekki stúkan Skuld núna fyrir kosn- ingarnar, þegar einn bezti bróðir stúkunnar, Ásm. P. Jóhannsson, vildi koma fram samskonar tillögu og S. .1. J. var að hurðast með í stúk- unum i fyrra? Þar voru nógu marg- ir Liberalar á fundi til að fella hana eins oft og þeir hefðu viljað. En þeir vildu blátt áfram hvorki láta stúkuna fella hana eða samþykkja. Og einn ágætur stúkubróðir sagði, að svona lagaðar uppástungur í stúkunum væru hreinasta húmbúg, því á kosningardegi greiddi hver atkvæði eins og honum sýndist. Hvað hefir þá hr. S. .). .1. unnið með þessum gauragangi sinum í fyrra? Ekki neitt, nema ef vera skyldi það, að kveikja kala á meðal ýmsra meðlima í stúkunni; og þá held eg það enn, að hefði verið betra heima setið en farið á stað. S. .1. J. segir, að það hafi bezt sést á fundarsamþyktum í fyrra, hvort hann hafi ekki haft betri málstað, en við, sem á móti töluðum. Ekki er atkvæðagreiðsla æfinlega áreiðan- legur mælir á þvi, að það réttara og bfctra vinni, t. d. þegar bindindis- menn tapa fyrir vínsölunum. Og mörg önnur dæmi mætti nefna, sem sanna hið gagnstæða. S. J. J. fer mörgum bróðurlegum orðum um starfsemi mína í bindind- ismálinu um fjórðung aldar; en segir þó litlu seinna i greininni, að það sé sannfæring sin, að eg hafi unnið á móti Goodtemplara starf- inu af blindu flokksfylgi við Kon- servativa. Eg er nú ekki svo góður smiður, að eg geti felt þetta saman. En það get eg sagt, að hafi eg ekki unnið meira fyrir bindindrsmálið, enn fyrir Konservatíve flokkinn, þá eru orð S. .1. .1. um starfsemi mína þar ekkert nema kurteis þvættingur. S. .1. J. vill ekki láta kalla sig pólitiskan flokksmann, og þó lætur hann sama flokkinn siga sér út um merkur og skóga, hverjar kosning- arnar eftir aðrar, til að ljúga út at- kvæði fyrir flokkinn, — svo eg við hafi hans eigin orð. S. .1. J. segist hafa unnið á móti Sveini Thorvaldssyni núna í kosn- ingunum, af því að hann (S. Th.) hafi ekki komið fram á síðasta þingi svo, að við bindindismenn þyrftum að vera nokkuð upp með okkur af því, og greitt atkvæði á móti vín- sölubanninu. Eg veit ekki, hvort það er satt eða ekki; eg hefi ekki rannsakað það. Eg ætla heldur ekki að fara að taka svari Sv. Th. Ef hann hefir viljandi beitt áhrifum sínum á móti góðum málum i þing- inu, þá er rétt hann gjaldi fyrir það. En S. J. J. var ekki að hefna fyrir þetta í kosningunum í fyrra, og vann hann þá á móti Sv. Th. engu minna en nú. S. J. J. neitar að hafa unnið á móti Páli Reykdal, — af því hann hafði ekki tíma til þess. Ekki vant- aði viljann- Mér ber því að gjöra grein fyrir, hvers vegna eg dróttaði því að honum. Bétt fyrir kosning- una fékk eg bréf ufan úr nýlend- unni, frá strang heiðarlegum og sannorðum manni. Hann segir í bréfinu: “Ekki veit eg, hvort Páll nær kosningu, því það er unnið af- ar hart á móti honum. En ekki finst n ér það bróðurlegt af meðlim úr stúkunni Skuld, að koma hér út til þess að hjálpa til að fella Pál, — bezta dreng og strangan Templara”. — Eg þarf ekki að segja það hér, hvers vegna eg taldi víst, að með- limur þessi hefði verið S. J. J.; hann getur ráðið í það sjálfur. En afsökunar bið eg hann á því, að eg skyldi drótta þvi að honum, sem hann hafði vi unnið tll. Tæplega tinst mér það drengilegt af S. J. J. að segja, að allir þeir, sem sóttu nú fram undir merkjum Kon- servatíva, væri hvorki treystandi eða trúandi. Þessi Aikins flokkur liafði ekki haft tækifæri til að enda loforð sín eða svíkja, og þvi i hæsta máta ósanngjarnt að kveða upp vitnisburð um hann, eða nokkurn flokk, fyrri en hann hefir unnið til hans. Norris flokkurinn er nú nýkom- inn til valda; við höfuin enga vissu fyrir því, að hann reynist vel, að hann noti vald sitt vel, fólkinu í Manitoba til heilla og hamingju; en við skulum vonast eftir því og ekki dæma hann fyrir verk sin fyrri en liann hefir unnið þau. S. J. J. hefir sagt, að það væri á- reiðanlegt, að við yrðum búin að fá vinbann innan 12 mánaða í Mani- toba, og lagt við drengskap sinn. Við skulum vona, að svo verði. Mér er svo kalalaust til br. S. J. J., að tg vildi ekki sjá hann tapa dreng- skapnum fyrir gjörðir Norrisar. Eg held eg nenni ekki, að elta ólar við þetta svar til mín. Útúrsnúning- :>r og hártoganir eru eftirlætis grip- ir höfundarins, og vil eg ekki skemma þá fyrir honum. En það get eg sagt Stórtemplar, að skoðun niin er óbreytt enn: að engin ann- ar Stórtemplar, sem eg hefi þekt, hefði fengist til að ganga þann veg, sem núverandi Stórtemplar hefir gengið i kosningunum, — að troða bróður sinn ofan í skarnið, en vinna alt, sem í hans valdi var, að koma bjórbelg í valdasessinn, og hæla sér aí Ef það er andi Goodtemplara reglunnar, þá verð eg að játa, að eg befi misskilið hann. B. M. Long. Fjölgun kjósenda. Samkvæmt skýrslu Hagstofunnar um alþingiskosningarnar 1914 áttu þá kosningarrétt 13,400 manns eða rúmlega 15 prósent af ibúatölu landsins, en um 70 prósent af öll- um karlmönnum 25 ára og cldri. —- llm 5,600 karlmenn á þeim aldri, eða fram undir þriðjung af tölu þeirr (30 prósent), voru útilokað- ir frá kosningarrétti vegna takmark- ana þeirra, sem þágildandi stjórn- aiskrá setti. Langflestir þeirra, sem fóru á mis við kosningarréttinn vegna þessara takmarkana, voru hjú eða greiddu minna en 4 kr. í sveitarútsvar. En nú hefir nýja stjórnarskráin veitt hjúunum kosn- ingarrétt og afnumið skilyrðið um útsvarsgreiðslu og þar að auki veitt konum kosningarrétt með sömu skil yrðum og körlum. Má því heita, að flestir karlar og konur 25*ára og eldri hafi nú fengið kosningarrétt eða von um hann innan skamms, því að það skilyrði er sett í stjórn- arskránni, að nýju kjósendurnir (konur og karlar) bætist ekki við allir í einu, heldur smátt og smátt, þannig að fyrst bætast við allir þeir, sem eru 40 ára og eldri, næsta ár þeir, sem eru 39 ára og eldri og svo framvegis, að aldurstakmarkið fær- ist niður um 1 ár á hverju ári, unz 25 ára takmarkinu er náð, eftir 15 ár. Hve miklu kjósendafjölgunin muni nema nú þegar, verður ekki séð með neinni verulegri nákvæmni, en með nokkrum getgátum má þó líklega fara nærri uin það. Með all- miklum likum má áætla, að mann- fjöldinn í landinu sé nú (á miðju ari 1915) 88,500 manns. Ef gjört er iáð fyrir, að aldursskifting lands- manna sé lík og 1910, þegar inann- talið fór fram, þá ættu að vera hér um 19,400 karlar og um 22,900 kon- ur, eða samtals um 42,300 karlar og konur 25 ára og eldri. Af þessu fólki eru nú samkvæmt nýju stjórn- arskránni alveg útilokaðir frá kosn- ingarrétti þeir sem sekir hafa orðið um svivirðilega glæpi og ekki hafa frngið uppreist æru sinnar, enn- fremur þeir, sein ekki eru fjár sins ráðandi eða eru í skuld fyrir þeg- inn sveitarstyrk, þeir, sem ekki hafa verið heimilisfastir í neinu kjördæmi í eitt ár, og loks útlend- i:igar, sem ekki hafa átt lögheimili hér á landi i sl. 5 ár. Hve margir kunna að missa kosningarrétt ve-gna þessara ákvæða, er ómögu- legt að segja, en það verður þó ald- rei nema lítill hluti, og með slump- reikningi mætti ef til vill giska á, að það mundi verða um 1,300 manns. Eru þá eftir 41,000 manns, sem all- ir væru kjósendur nú þegar, ef ekki væri ákvæðið um, að nýju kjósend- urnir bættust við smátt og smátt. Væru kjósendurnir þá fram undir helmingur landsmanna (47 prósent) og kjósendatalan hér um bil þre- föld á við það, sem áður var. En til þess að finna kjósendatöluna eins og hún er nú, verður að draga frá alt kvenfólk á aldrinum 25—40 ára og karlmenn á sama aldri, sem eru lijú eða greiða minna en 4 krónur i sveitarútsvar. Ef gengið er út frá aldursskiftingunni 1910 má ætla, að kvenfólk það, sem hér um ræðir, sé um 8,500 að tölu. Um karlmenn- ina er crfiðara að segja, en sjálf- sagt má ganga að því vísu, að fleiri séu í hjúastétt á þeim aldri, heldur en yfir fertugt; en aftur á móti má líklcga búast við, að fleiri séu yfir fertugt sem greiða minna en 4 kr. i sveitarútsvar. Það fer þvi liklega ekki mjög fjarri sanni, að helming- urinn af þessum nýju karlkjósend- um séu á aldrinum 25—40 ára ,og fái því ekki kosningarréttinn nú þeg ar nema helmingur þeirra. Nú má ætla, að af karlmönnum yfir 25 ára séu útilokaðir frá kosningar- rétti um 5,800 manns. Iif gjört er ráð fyrir, að af þeim verði áfram al- gjörlega útilokaðir frá kosningar- rétti um 600 manns (aðallega vegna sveitarstyrks), þá verða eftir 5,200 sem kosningarrétt eiga að fá. Ef nú er gjört ráð fyrir, að helmingur- inn af þeim sé á aldrinum 25—40 ára, verða kjósendur, sem við bæt- ast af karlmönnum nii þegar, ekki nema um -2000. Samkvæmt þessu ættu kjósendur nú að vera um 16,- 200 karlar og um 13,700 konur, sam- tals 29,900 eða nálægt þrjátiu þús- und karlar og konur, í stað hér um bil 13,600 samkvæmt gömlu stjórn- arskránni. Kjósendatalan gjörir því meir en að tvöfaldast þegar i stað, því að við bætast rúmlega 16,000 nýjir kjósendur eða um 120 prósent af gömlu kjósendatölunni. Kjósendur þeir, sem hér hefir verið talað um, eru kjósendur til neðri deildar. Til efri deildar verð- ur kosningarrétturinn takmarkaðri, því að til þeirra kosninga hafa ekki kosningarrétt þeir, sem yngri eru en 35 ára. Þeir karlmenn á aldrinum 25—35 ára, sem áður hafa haft kosn- ingarrétt til alþingis, hafa nú ekki kosningarrétt til efri deildar; en giska má á, að það muni vera rúm- lega 3 þúsund manns. Eru þá kjós- endur til efri deildar nú samkvæmt þvi um tuttugn og sjö þúsund (um 13 þúsund karlar og um 14 þúsund konur) eða nálægt tvöfaldri kjós- cndatölunpi til alþingis áður. Ef ckki væru ákvæðin um, að nýju kjósendurnir bættust við smátt og smátt, mundi svo sem áður er sýnt, kjósendurnir til neðri deildar vera rúmlega 40 þúsund manns, en' kjós- endurnir til efri deildar niundu varla komast liærra en upp i 30 þús- und (14 þúsund karlar og 16 þús- und konur), því að þá bættust að tins við þeir af nýju kjósendunum, sein nú eru á aldrinum 35 til 40 ára. Yæri þá hér uin bil fjórði hluti kjós- endanna til neðri deildar útilokaður frá kosningarrétti til efri deildar. Hinn deyjandi Rússi. Rússneskur herlæknir segir frá: Það var um kveld eitt i skógar- toppi nokkrum, þegar öskur og drunur fallbyssanna var farið að minka, að vér lögðum út á vigvöll- inn til að reyna að ná einhvcrjum særðum mönnum með lífi. Þegar þangað kom sáuin vér nokk uð álengdar mann risa upp á oln- boga og veifa hendinni til vor. — Hann var vafinn i stóru kápuna sina, sem öll var rauð af blóði lians og gat varla talað. Andlit hans var helbleikt sem á liki væri. “Hvað vilt þú litli bróðir?” sagði læknirinn. “Vildir þú vera svo góður, að skrifa fyrir mig konunni minni og segja henni, að eg sé dauður”. og svo stýlaði hann lækninum bréfið. “Mín heitt elskaða kona, Lukerya Petrowna! — Eg verð að segja þér, að nú er mér slegin seinasta stund- in. Guð hefir ekki leyft það, að við skyldum fá að sjást aftur. Ann- astu börnin, Vasutka og Dunka. Ef þú giftist aftur. þá láttu ekki hinn nýja bónda þinn berja þau. Seldu merina okkar honum Rena Ryghoff, en þó ekki fyrir minna en 10 rúbl- ur. Það er hestverð núna. Láttu hvítþvo hús4ð og láttu hann Pétur Bezruchoff borga þéf 3 rúblur fyrir hafra. Hann Vlass gamli, frændi minn hvítþvær húsið fyrir 20 kop- ecs (smáskildingur). “Eg hefi fengið sár í bakið og kúlan hefir farið i gegnum mig og komið út um brjóstið. Það var guðs Sextfu manns geta fengið aðgang að læra rakaraiðn undir eins. TII þess að verða fullnuma þarf aðeins 8 vikur. Áhöld ókeypls og kaup borgað meðan verið er að læra. Nemendur fá staði að enduðu náml fyrir $15 til $20 á viku. Vér höfum hundruð af stöðum þar sem þér getið byrjað á eigin reikning. Eftir spurn eftir rökurum er æfinlega mikil. Til þess að verða góður rak- ari verðið þér að skrifast út frá Alþjóða rakarafélaginu. INTERNATIONAL BARBER COLLEGE. Alexander Ave. Fyrstu dyr vestan við Main St., WTinnieg. íslenzkur ráðsmaður hér. NÝ VERKSTOFA Yér erum nú færir um að taka á móti öllum fatnaði frá yður til að hreinsa fötin þín án þess að væta þau fyrir lágt verð: Suits Steamed and Pressed 50c Pants Steamed and Pressed 25c Suits Dry Cleaned........$2.00 Pants Dry Cleaned__________50c Fáið yður verðlista vorn á öllum aðgjörðum skófatnaðar. Empress Laundry Co.Ltc1. Phone St. John 300 COR. AIKENS AND DUFFERIN vilji. — Eg lield, Lukerya min, a* | það væri betra fyrir þig að selja ! kálfinn, og kaupa þér folald af J Gabriloff hestakyninu, því þeir hest | ar munu hækka i verði. “Fyrirgefðu mér alt, góða, fyrir Krists sakir!---------” Við huldum höfuð hans, segir læknirinn og héldum þaðan, þvi að aðrir voru að kalla á oss. Hann var i þar cinn eftir. Tuttugu minútum seinna fórum við þar hjá. Hann var dáinn og hendur hans krosslagðar á brjóstið. Hann hafði gjört það sjálf- j ur og beðið dauða sins rólegur, j kvíðalaus og án þess að kvarta meS ! einu einasta orði. i Þannig deyja rússnesku bænd- urnir! ÁGRIP AF REGLUGJÖRÐ. um heimilisréttaríönd í Cauadc. NorSvesturlandinu. Hver, sem hefir fyrir fjölskyldu &( sjá eða karlmatSur eldrl en 18 Ara, aet- ur tekií heimilisrétt á fjór'Oung útr section af óteknu stjórnarland* 1 Mao> sækjandl vert5ur sjálfur at5 koma L itoba, Saskatchewan og Alberta. Um* landskrifstofu stjórnarinnar, eTSá und- irskrifstofu hennar í því hérat51. 1 um- bot5i annars má taka land á öllun landskrifstofum stjórnarinnar (mn ekkC á undir skrifstofum) met5 viseum skil- yrt5um. SKYLDUR—Sex mánatJa aoút5 oe ræktun landsins á hverju af þremut árum. Landneml má búa met5 vlssum slcilyrt5um innan 9 mílna frá heimllle- réttarlandi sínu, á landi s.^m ekk! ar rainna en 80 ekrur. Sæmilegt ívöru- hús vert5ur at5 byggja, at5 undanteknc þegar ábút5ar skyldurnar eru fullnæg5- ar innan 9 mílna fjarlægt5 á öbrt landi, eins og fyr er frá grelnt. 1 vissum héruðum getur gót5ur oc efnilegur landnemi fengit5 forkaupe- rétt á fjórt5ungi sectíónar met5frai» landl sínu. Vert5 $3.00 fyrir ekru hverja. SKYLDUR—Sex mánatia ábút5 C hverju hinna næstu þriggja ára eftfc at5 hann hefir unnit5 sér inn eignar- bréf fyrir heimilisréttarlandi sínu, og .uk þess ræktati 50 ekrur á hlnu selnnt landi. Forkaupsréttarbréf getur land- nemi fengit5 um leit5 og hann tekur heimilisréttarbréfiti, en þó met5 vlssum skilyrt5um. Landneml sem eytt hefur helmili»- ; rétti sínum, getur fengiti heimllisrétt- arland keypt í vissum hérut5um. Vertl $3.00 fyrir ekru hverja. SKYLDUR— Vert5ur at5 sitja á landinu 6 mánut5i at • hverju af þremur næstu árum. ræktc i 50 ekrur og reisa hús á landinu, sem ec $300.00 virt5i. Bera má niður ekr.utal, er ræktaaf. skal, sé landit5 óslétt, skógi vaxiti eT5c grýtt. Búþening má hafa á landinu C stat5 ræktunar undir vissum skilyrt5unt W. W. CORY, Deputy Minister of the Interlor. Blöt5, sem flytja þessa auglýslngt leyfislaust fá enga borgun fvriv Ein persóna (fyrir daginn), $1.60 Herbergi, kveld og morgunvert5ur, $1.25. MáltíT5ir, 36c. Herbergi, ein persóna, 50c. Fyrirtak í alla statSt, ágæt vínsölustofa í sambandi. TalHftnl Garry 2252 ROYAL OAK HOTEL Chaa. CíustafsHon, elgandl Sérstakur sunnudags miT5dagsverT5- ur. Vín og vindlar á bort5um frá klukkan eitt til þrjú e.h. og frá sex til átta at5 kveldinu. 283 MARKET STREET, WINNIPEG Rafmagns — heimllis — áhöld. tlughes Rafmagns Elaavdlar j Thor Rafmagns Þvotlaveiur Red Rafmagns h votta v * * sr í Hariey Vacuum Gólf Hr^.nsarar j 'Laco’* Nitrogen og Tungsten Lamp ar. •taimagns “Fixlures” ‘Universar* Appiiances J. F. McKENZIE ELECTRIC CO 283 Kennedy Street Phone Main 4064 Winnipeg Vlt5gjört5ir af öllu tagl fljótt og vel af hendl leistar __________________________________l Brúkat5ar saui wélar met5 hæfl* ^ legu verði.. ny r Singer vélar. í fyrir peninga út í : nd et5a til letlgu Partar i allar teg tdir af vélum, at5gjort5 á öllum teg lura af Phon- nographs á mjóg lá» vert5i J. E. BRYANS ! 531 SARGENT AVE. Oiuur vantar dugiega “agenta'’ og v er ksma la THE CANADA STANDARD LOAN CO. Atfal Skrlfstofa, Wlnnlpeg $100 SKULDABRÉF SELD Tllþægínda þeim sem hafa smá upp- hæt5ir til þess aT5 kaupa, sér í hag. Uppiýsingar og vaxtahlutfall fæst á skrifstofunni. J. C. Kyle* ráSnmaftar 428 Maln Street, Ulnulprg,

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.