Heimskringla - 15.02.1917, Blaðsíða 7

Heimskringla - 15.02.1917, Blaðsíða 7
WINNIPEG, 15. FEBRÚAR, 1917. HEIMSKRINGLA BLS. 7. Orustan fyrir Katchanik skarði Siftasta áhlaup Serba í styrjöldinni miklu. Merra Louis Edgar Brown, frétta- ritari frá Oliicago, lýsir þvi sem hann sá af orustinni og hugsunum sinum um hana á þennan hátt. — Greinin er prentuð f Chicago Daily News. Fyrir rás atburðanna átti þetta að verða síðasta áhlaup Serba í styrjöldinni- Þegar Búlgarar hertóku Uskub, hafði setulið borgarinnar verið 20, 000 manns. 5000 manna af því liði námu staðar í hæðunum miðja vegu milli Uskub og Katehanik, og veittu þar við nám. Búlgarar höfðu svo mikið lið, að þeir gátu umkringt báða fylkingararma Serba frá Tet- ovo-sléttunni; Serbar urðu að hörfa undan og taka sér stöðu fyrir framan austurmynni hins þrönga Katchanik skarðs. Smáorustur höfðu verið í nánd við skarðið í nokkra daga, þá er Serbaher afréði að byrja undanhald sitt gegnum bæinn Uskub til Kalk. andelen, sem er vestur frá Uskub, en Katchanik í norður, norðvestur. Búlgarar stóðu í boga austur af skarðinu. Herlína þeirra var 20 rastir á lengd, og Katchanick var mjög fyrir miðjum boganum. Búl- görum var afar áríðandi að ná skarðinu, því víggirðingar Serba vörðu þeim leiðina norður til Prish- tina og vestur til Prizrend eftir járn- brautinni. Þeir ákváðu þess vegna að reka Serba burtu úr skarðinu. Búlgarar juku lið sitt fyrir Kat. chanik í þessum tilgangi, með tveim. ur hálfum herdeildum (12,000 manns). Serbar höfðu fleiri en 100 fallbyss- ur fyrir- Hlaupvídd þeirra voru þ»ír þumlungar og sex þumlungar, eins og títt er með Frökkum, og að auki höfðu þeir stuttar hlaup- víðar fallbyssur til þess að skjóta sprengikúlum með. Þeir höfðu nægilegan forða af skotfærum fyrir vanalega orustu. Sex fylki af fót- gönguliði, sem staðið höfðu móti Austurríkismönnum fyrir norðan skarðið, voru send til hjálpar. Fyrir hjálparliðinu sem var 3—4000 manns, var það rækilega brýnt, að líf eða dauði Serbahers væri undir því kominn, hvort þeir gætu hlutað MARKET HOTEL 146 Prlnr Street á nótl markaíinum Bestu vínföng, vindlar og aO- hlyning góH. íslenkur veitinga- matiur N. Haiidórsson, leitihein- ir íslendingum. P. O'CONNEL, Eigandi WlnnlpeK Nýtt verzlunar námsskeið. Nýjir stúdentar mega nú byrja haustnám sitt á WINNIPEG BUSINESS COLLEGE.— Skrifið eftir skólaskrá vorri með öllum upplýsingum. Munið, að það eru einungis TVEIR skólar i Canada, sem kenna hina ágætu einföldu Paragon hraðritun, nfl. Regina Federal Business College. og Winnipeg Business College. Það er og verður mikil eftirspurn eftir skrifstofu-fólki. Byrjið því nám yðar sem fyrst á öðrum hvorum af þessum velþektu verilunarskólum. GE0. S. HOUSTON, rað.maSnr. m D0MINI0N BANK Hornl Notre Dome og Sherbrooke Street. HOtuhetAII uppb_____«6,000,00« VnraoJOtlur «7,000,000 Allnr. elgnlr «78,000,000 Vér óskum eftir vlBsklftum ver«- lunarmanna og ábyrgjumst ati gefa belm fullnœgju. SparlsJótJsdelld vor •r sú stœrsta sem nokkur bankl hef- lr i borglnni. Ibúendur þessa hluta borgarlnnar óska atJ sklrta vltj stofnum sem þelr vlta atJ er algerlega trygg. Nafn vort er fulltrygglng óblutletka. ByrJltJ sparl innlegg fyrlr sjálfa ytiur, konu og börn. W. M. HAMILTON, RáíunaSui PHONB GARRT S4IJO Búlgarahei' f tvo hluti, og komist í gegnum liann, eða ekki. Þvf var þeim sagt, að þegar ]>eir væru ekki lengur á móti Austurrfkismönnum, þá mundu þeir sækja fljótar fram að norðan. Þeir hefðu óvígan her, og sfðar yrði þeim ekkert verulegt viðnám veitt. Orustan byrjaði, og Serbum brann eldur í æðum. Þeir eru óbrotnir, falsiausir bardagamenn, með skarpa sjón, og hata Búlgara af öllu hjarta. Hver maður í her Serba bað guð um, að hann fengi að drepa tvo Búl- gara, áður en hann kæmi sjálfur fyr- ir skapara sinn. Serbar höfðu óbil- andi trú og traust á jnálstað föður- lands sfns, að þeir herðust fyrlr réttiætinu, og trúðu því, að góður guð gæti aldrei leyft það, að þeir biðu ósigur í úrslita orustu- Stórskotalið Seiba byrjaði bardag ann. Þúsundum á þúsundir ofan af sprengikúlum, hlöðnum af járna- rusli, og fallbyssukúlum, sem sprungu hátt í lofti og drepa og særa alla sem fyrir neðan l>ær eru, var skotið á óvinina. Herteknir Búlgarar sögðu síðar, að fyrstu þrjó dagana, sem orustan stóð, hefðu sprengikúlur Serba fallið svo títt. í fyrstu og annari skotgrafaröð Búl- gara, að öskrin í þeim, J>egar þær j sprungu, þögnuðu aidrei eitt aug- nablik g gei-ðu sama hóvaðann, sem eimblástur stórkostlegustu farþega. skipa. Fyrstu dagana heyrðu Búl- garar aldrei einstakt fallbyssuskot, þvf öil hljóð köfnuðu i ævarandi öskri og hvæsi kúlnanna frá Serb- um, sem rifnuðu og sprungu alstað- ar um herraðir Búlgara. Eg kom til Ferizovitch, sem liggur 24 röstum vestar en t>arist var. Það var fyrsta dag omstunnar. Drun- urnar frá skothrfðinni voru líkastir þrumum í fjarska. 5 rastir þaðan sást livar vegurinn ló í ótal bugð- um yfir fjallshrygginn. Þar sá eg endalausa lest af vögnum hreifast eftir bugðum vegarins. Fyrir hver- jum vagni voru 10 uxar, og allir voru þeir með háfermi af skotfæra- kössum- Franskur læknir, sem staddnr var í Ferlzovitch, bcnti mér á vagnlestina og sagði: “Eg sá þessa skotfæralest fyrst á hódegi í fyrra- dag, og hún hefir aldre slitnað síð- an, hvorki nótt né dag.” Eg starði á þessa stórvöxnu serb- nesku uxa og svissnesku uxa; fjærst höfðinu eru sex fet á milli liornanna. Þegar vagnarnir fóru í gegnum þorp ið, fót fyrir fót, en lestin óslitin með hvildarlau.su áframhaldi til að viða sprengikúlum ogskotfærum að liinu þrumandi stórskotaliði, þá skildi eg hve satt ser.bneska gortið var: "Þótt fiutningalið vort og skotfæravagn- ar komist ekki lengra á dag en 32 rastir, þá kemur það ávalt samt.” Búlgarar höfðu lirúgað upp tveim- ur röðum af grjóthrúgum úr stein- um og sprengdum klettum, hver hrúgan var tvö fet á hæð. Þótt þessar skotgrafir væru ruddalega gerðar, var engin leið að taka þær með fótgönguliði, en móti stórskota- liði gátu þær eigi staðist. Innan 48 klukkutíma höfðu Búlgarar hop. að 8 rastir á hæl undan stórskot- um Serba. Járnhríðin molaði alt til agna, tætti alt f sundur, og í henni gat enginn maður haldið lífi. Búlgara furðaði ekki á framsókn Serba, en höfðu álitið þá fáliðaðri en þeir voi-u. Serbar höfðu skilið gaddavír eftir í Uskub. Búigarar höfu strengt hann fyrir framan skot. grafir sínar- Hann kom þeim að engu haldi, því þeir höfðu of lítið af honum. Búlgarar höfðu gert að járnbrautinni frá Uskub til Kat- ehanik, og létu draga létta flutnings vagna eftir henni, og síöan sjálf- krafa til Uskub vegna halláns. Þegar Serbar gáfu Uskub upp, liöfðu þeir sent alla gufuvagnana nema tvo, til Mitrovitza. Katiana í þessum tveiinurgufuvögnum höfðu þeir ónýtt með handsprengingum. Katlarnir voru ekkert nema flækjur af bognum járnpípum. Herteknir menn sögðu að þýzkur verkfræðing- ur væri farinn að gera við báða gufuvagnana, enda voru þeir af þýzkri gerð. Þriðja dag orustunnar gat stór- skotalið Serba að eins sent óvinun- um skot og skot ó stangli, því þeir þurftu að spara skotfæri sín. Her- mennirnir höfðu vakað margar næt. ur í röð, og hnigu niður dauð- þreyttir og úrvinda af svefni hjá fallbyssunum og sofnuðu þar ón þess að hafa neitt ofan á sér í regni og aurbleytu, innan um mölbrotið rusl og skotfærahylki, sem lágu víðsvegar i kringum fallbyssurnar. Næsta dag fékk fótgiinguliðið skipun um að gera áhlaup. Her- mennirnir tóku skipuninni með tii- finningarleysi og þreyttri dey-fð- Serbar grófu sig rólega upp úr aur- bleytunni, sem ]>eir höfðu legið í, festu byssusverðin á riflana, og bjuggust til að selja líf sitt dýru verði. Fyrsta áhlaupið skall eins og ólag á Búlgara í rökkrinu um kvöld- ið. Serbar drifu inn á -þá í stór- kostlegum boðum. Þeir stóðu ekki við til að miða og skjóta, lieldur börðust aðeins maður ó móti manni. Þeir hugsuðu um ekkert nema eitt, að reka byssusverðin gegnum lík- ama óvina sinna, og að hlægja að þcim, þegar þeir lágu í dauðateygj- unum fyrir fótum þeirra á eftir. Á lnindrað stöðum um vígvöllinn slitnuðu hópar af hermönnum ilr íöðunum. Þeir ráku í gegn, börðu liver ó öðrum með byssuskeftunum, bitu og kyrktu hver annan með villidýrsæði. Þar var barist af svo mikilli grimd, sem Serbar og Búlgar- ar einir geta beitt hvorir við aðra, þegar þeir berjast. Einasta hug- sun hermannanna var hatur og liefnd. Þeir börðust alla nóttina- Næsta dag fengu Serbar vopnið, sem þcir unnu mest, og sem hræðilegast all- ra vopna. Hugsaðu þér stálkassa með koparhvellhettu fyltan méð sprengitundri (dýnamit). Þyngdin er liðug 2 kg. Eina eða tvær liand- sprengjur af l>essari tegund hafði hver Serbi við belti sitt, saumaðar inn í leðurhylki. Þeir köstuðu þeim að Bvilgörum. Afleiðingin var h ryllileg. Eftir grimmilegasta bardaga, sem stóð yfir í 12 tíma, hepnaðist Mor- ava og Shumadia herdeildinni alt i einu að rjúfa fylkingar Búlgara. — Serbar áttu að líkindum sigri að hrósa, og hver einasti maður taut- aði með sjálfum sér: ‘‘Hvað dvelur Bandamenn? Hvað em Frakkar og Englendingar að gera?” Þeirri spurningu var aldrei svarað. Serbar þustu inn í skarðið, sem Morava og Shumandia herdeildirnar liöfðu liöggvið i fylkingar Búlgara. Búlgarar höfðu aftur á móti fengið nýjan liðsauka, og fyrir dögun höfðu þeir fylt upp í skarðið, sem hafði verið opnað með mestu heljar- fórn- Orustunni var lokið, og Serbar höfðu mist vegarins til Uskub. Serbar sáu að leiðin í áttina til handamannahersins, sem sótti fram fyrir sunnan og austan Uskub, var ekki fær. Þeir voru króaðir af úti í horninu, sem klettar og firnipdi mynda fyrir framan Katchaik skarð- ið. Þeir börðust enn sem úlfar, er ekki geta flúið. Búlgörum sóttist seint en þeim þokaði áfram um tvær rastir á dag. Serbneska þjóðin vissi það öll að alt var mist, en herinn einsetti sér, að falla með frægðar- ijóma, og berjast þangað til að búið væri að skjóta síðustu sprengikúl- unni á óvinina, og enginn maður stæði uppi, er vopni gæti valdið. Serbneskur hermaður sagði: “Eg vildi heldur deyja á vígvellin. um en lifa undir oki Búigara. Búl- garar hafa sigrað, en eg vil taka svo marga Búlgara með mér burt úr heiminum, sem unt er. Þeir verða margir, Búlgararnir, sem ekki sjá þann dag, er sigurhrósið verður lialdið yfir Serbum.” Stórskotaliðið hélt áfram að skjóta við og við, en í rauninni voru öll skotfæri gengin upp- Uxavagnarnir voru hættir að koma vgstan yfir fjallið með háfermi af skyngdum stórskeytum, til að fylla hinn hung- raða sarp fallbyssunnar. í stað þess héldu vagnaiestirnar vestur yfir fjallið. í öfuga átt, en nú voru vagnarnir fullir af sárum Serbum og dauðvona. Serbar höfðu byrjað undanhaldið mikla til Prizrend og Iþek. Þeir höfðu beðið ósigur í orustunni. (ISunn). (I. E. þýddi). Nivelle hershöfðingi. Vér höfum lítið getið um Nivelle hershöfðingja Frakka, sem nú er orðinn æðsti hershöfðingi á vestur- vígvelllnum og eftirmaður Joffre’s en var óbreyttur liðsforingi er stríð- ið byrjaði. Það bar fyrst á honum í bardaganum við Marne, þegar Frakkar og Bretar stöðvuðu þjóð- verja. Nivelle var eiginlega stórskot- aliðsforingi. Hann vissi alt um fallbyssur sínar og er þvf likt varið og Napóleon gamla, sem einnig var stórskotaliðsforingi, Lieutenant og varð frægur fyrst við árásina á sjó- borgina Toulon á Suður-Frakklandi sem Englendingar þá héldu. Nivelle berst með byssunum sín- um, og það var hann og enginn ann. ar, sem fyrstur fann upp þessa nýju bardaga aðferð að sópa landið með kúlnavöndum fram undan herskör- unum áður en þeir leggja til atlögu. Lætur hann eldhafið færast yfir landið og er þa hvergi ferhyrnings- yarð til þarna sem ekki sé sundur- tætt af sprengikúlum, og engu kvik. indi er iíft ofanjarðar þar sem hríð þessi gengur yfir. Stcndur hríð þessi sem veggur langur, kannske niargar mflur á lengd yfir hergarð- inn cða hersveitum óvinanna og þó þéttust rétt framan við þá. í gegnum lænna vegg getur enginn maður séð. Þeir einu sjá sem eru á flugdrekum í iofti uppi. Þessvegna er það, sé veggur þessi þéttur og góður að hermenn þeir sem áhlaup gjöra ganga stundum í hægðum sín. um á eftir, heilar raðir þeirra. Þeir meiga náttúrlega ekki hlaupa inn í sinn eigin eldgarð. Og þegar þeir eru komnir fast að honum lyftist garðurinn og færist fram lengra, nokkur fet eða faðina, á öllu þessu svæði í einu eða parti af þvf. Þeir sem skjóta, eina eða tvær eða þrjár eða fimrn mflur fyrir aftan þá, lyfta þá ögu byssunum allir í einu á sömu mímUunni þó að fallbyssur- nar séu þúsund að tölu, og þó að þær séu á margra mílna svæði. En hermennirnir scin fram sækja eiga að lireinsa landið sem skoteldur þessi hefir yfir farið, hreinsa það að öllu lifandi og ónýtu, fallbyssur og vopn. Uppi á jörðu er ekkert lifandi, því að óvinirnir iiafa farið svo langt niður f skotgi-afirnar sínar sem þeir gátu komist. En l>egar hríðinni léttir fara þeir að gægjast upp. Og þá er undir því komið að hinir séu komnir a bakkann yfir höfði þeim. Þar sem eitthvað er eftir af skot- gröfum. En víða eru þær svo hrundar saman að holur einar verða eftir, en niðri í þeim eru óvin- irnir. Til vopna er þá ekkert eins gott sem kastvélarnar. Enda eru þær oi'ðnar mjög tíðar. Þessa hernaðar aðferð hefur Ni- velle fundið upp og fullkomnað og hefur hún reynst Frökkum ágæt- lega. Bretar hafa skriðdreka sína hina stóru— tanks — sem ekkert hefur unnið á enn þá, en þeir hafa líka notað þessa hina nýju aðferð | Frakka og drekann með því að þeir hafa fyrst hreinsað til með stórskot- um, sent sfðan dreka sína og þegar hrfðin er búin eni drekarnir kom- nir þvers yfir grafirnar og verður þá lítii vörn af þeirra hendi, sem reka upp koilana úr jarðholum og göng- um grafanna til beggja handa, þeir rétta því oft upp hendur sínar og biðja um frið. Andlitin. Það var orðið skuggsýnt í stof- unni þar sem við sátum tveir einir. Það iogaði vel í ofninum og gjörði stofuna lilýja og notalega, þó úti væri frost og vindur. Við höfðum setið lengi þegjandi og horft út í dimmuna, iiver sokkinn niður 1 sín. ar eigin hugsanir, þegar vinur minn alt í einu leit upp og mælti: “Stund- um jvegai' eg hefi setið og verið að hugsa, þá hafa dregist upp í huga mfnum andlitsmyndir þeirra mörgu sem eg hefi liitt og þekt. Það er eins og skýrist í huga mér suinar ráðgátur lífsins þegar eg athuga þessi mörgu og breytilegu andlit. sein voru öðruvísi i gær en þau eru í dag. Andlitin breytast við hvert spor lífsins, alt frá vöggunni til grafarinnar. Andlitin sýna að miklu leyti lyndiseinkunnir og lífs- reynslu manneskjunnar og skal eg nú leitast við að lýsa fyrir þér surn- um af þessum undraspeglum mann- iífsins. Barnsandlitið, sem töfrar alian heiminn. Það er fmynd fegurðar og sakleysis. Það þekkir ekki tál- snörur og baráttu lífsins. Það brosir svo blítt við öllum og svo, ef eitthvað hiyggir, viðkvæma barns- hjartað, þá glitra tárin ó hvarmi og senda geisla grátfe.gurðar ó vængj- um tilfinninganna til að vekja liið harða mannshjarta til hlýrra hug- sana. Mannkærleikurinn stráir frækornum sfnum á hinn rölega yndisleik t þess og sólin sendir geisla sína inní þennan ,smáa hug- sanaheim sem hefir vaxandi von og kraft fólginn í djúpi sálarinnar. Andlit æskunnar, sem er fult af framtíðarvonum og krafti lífsins. Það brosir við heiminum og býður honum byrgin. Það rekur ó burt allar skuggamyndir en frægðar- brautir og loftkastalar svíía fyrir hugskotsjónum þess. Afl möguleg- leikans skín úr hverjum drætti og bendir á land framtíðarinnar og vonanna. Andiit ástarinnar með þessi dreymandi augu, sem tindra af þrá og sæludraumum. í djúpi þeirra eru þúsund spíirningar og þúsund andvörp knúð af einhverju duldu afli, sem snertir viðkvæmustu strengi mannlífsins á morgunstund ástarroðans. Andlit móðurinnar, blítt og tign- arlegt með samsvarandi sjálfsfórn- arbiæ, er sýnir umhyggju og ást móðurinnar gagnvart barni sínu. Hver dráttur bendir á löngun og þrá að vaka yfir velferð barnsins; að gefa því alt hið bezta og göfug- asta sem móðurhjartað á til; að styrkja það og leiðbeina því á braut æskunnar. í andliti móðurinnar birtast allir þeir hugsjónadraumar, sem hún myndar um framtíð barn- sins síns. f huga sínum málar hún skínandi hallir með skrautlegum súlum og turnum; og þar sér hún barn sitt hæst uppi á frægðartind- inum. Hjarta hennar fyllist fögn- uði þó stofan heima sé tóm, því hún vonar að barnið komi liéim með alla dýrðina og alla frægðina og leggi höfuðið einu sinni enn við móðurbanninn, þar sem það hefir grátið sorgar og gleðitárum;' þar sem stundarreiði lvefir snúist upp í vináttu; þar sem gæði lífsins hafa brosað í fylstum mæli; þar sem hug. myndir og vonir hafa myndast og þróast og síðar orðið að lífsskoðun og lífstefnu. Móðurandlitið er leiðarstjarna mannkynsins og græð- ari æskuáranna. Andlit þjáningarinnar, dapurt og þreytuiegt, mænir á liciminn með spyrjandi augnaráði: “Til hvers er mannlífið?” Það fær ekkert annað svar en sín eigin andvörp. Loft- kastalar hugans liggja í rústum og land vonanna er sokkið i sjá. — Eymd og volæði skfn úr hverjum drætti og andi myrkurs og tómleika yfir þetta sárþjóða andlit, sem starir löngunarfullum augum á land frið- Biins, landið sem allir heimsækja fyr eða sfðar. Andlit drotnarans, þetta stolta og bjóðandi, sem hnyklar brýrnar og kreistir saman varirnar í reiði sinni, ef allir hlýða ekki hinum grimmúðugu valdboðum. En grimdarglott leikur á vörum ef tæki. færi gofst að herða enn meir á hjálp- arleysi og einstæðingsskap lítil- magnans. Úr augununt skín hatur og fyrirlitning og andiitsdrættirnir sýna liaiðneskju og valdafýsn. Það býður heiminum byrginn og elskar ekkert nema sjólft sig og drotnunar- girndina. Andlit haturs og óvináttu er eins og hið myrka óveðursský. Það heldur heiftinnni í skefjum þar til minst varir að það steypir stormi og regni hefndarinnai- yfir bróð sína. í djúpi augans eru ægilegir iligirnisl neistar er brjótast fram ineð ógna-1 afli og læsa sig gegnum sál og ifk- j GISLI G00DMAN TIXSMIÐUR. Verkstaiíi:—Hornl Toronto 8t. og Notre Dame Ave. I’hone HelmllUi Garry 2»88 Garry 8M J. J. B/LDFELL FASTEIGNASALI. Unloo Bank 5th. Floor No. 5M Selur kús og lóTIlr, og annaV þar aW lútandl. Útvegar peningalán o.fl. Phone Mnln 20S5. TH. JOHNSON, Úrmakari og Gullsmiður Selur giftingaleyfisþréf. Sérstakt athygH veltt pöntunum og viögjörtium útan af landl. 248 Main St. Phone M. 6606 J. J. Swaneon H. O. Hlnrlkeeoa J. J. SWANS0N & C0. PASTEIONASALAR OO prnlnge ■Itlir. T&lslml H&ln 3697 Cor. Portage &nd G&rrjr, Winnlpeg Graham, Hannesson & McTavish LÖGFR.EÐISGAR. 216—216—217 CURRIE BUILDINO Phone Maln 3142 WINNIPEO Arnl Anderson E. P. Garland GARLAND & ANDERS0N LðGFK EÐISGAR. Phone M&ln 1661 6ðl Eloctrle Railway Ch&mbers. Talsimi: Main 6302. Dr. J. Q. Snidal TANNLÆKNIR. 614 SOMERSET BLK. Portage Avenue. WINNIPEQ ama cins og eldur i gegnum sinu. Sem hvítfyasandi öldur hafsins, er þær freyðandi kasta sér yfir nöktu klappirnar, eins þrjótast fram glampar hefndarinnar úr haturs- augunum. Andlit fai'sældar og glcði er ávalt viðmótsþýtt með hros á vörum. Vlur ánægjunnar strcymir út frá því og þýðir klaka niyrkurs og bölsýnis úr andliti vegfarandans. Augun skær og tindrandi senda út frá sér ljósgeisia bjartsýnis og glað- lyndis, er lýsa upp mannlífið, rétt eins og þegar sólin hdlir geislaflóði sínu yfir jörðina eftir ícgn og diinm- viðri. Andlit öldunginsins. hrukkótt og þreytulegt af hinnj löngu vegferð. Það lítur til baka og lifir f endur- minning fegurðarinnar sem var, en framundan sér það geisladýrð kveld sólarinnar er hún síguv hægt og liægt bakvið sjóndeildarhring líf- sins. í andliti öldungsins má lesa mai'gai' sögur og mörg æfintýri. Á það min.ningaspjald eru skráðar aögur um sorg og gleði, baróttur og sigra, þjáning og farsæld, aliar að- greindar nieð tiinuni skýru punkt- um endurniinninganna. Með þol- inmæði liorfa augun á óstígin spor því þau ei'u fá og iiggja heint að hvflustaðnum. Andlit dauðaus, svo fölt og kyr- látt. Friður er fenginn eftir alt erfiðið og alla lífsbaráttuna. Ekk. ert nýtt myndast framar. Augun sjá engar undramyndir, því þau eru Dr. G. J. Gislason Phyelelau nn«l Sur&«-on Athygll veitt Augna, Eyrna og Kverka Sjúkdómum. Asaml innvortis sjúkðömum og upp- skurtll. 18 Soutb :tr«l 81., Granrt PurLe. N.D. Dr. J. Stefánsson 401 HOVD HI II.DI\G Hornl Portage Ave. og Edmonton St. Stundar eingöngu augna, eyrna, nef og kverka -sjúkdóma. Er atS hítt* frá kl. 10 ti) 12 f.h. og kl. 2 tll 6 e.b. Hione: aíhid oOSS. Heimili: 105 Olivta St. Tals. G. 2316 ^ Vér höfum fullar blrgöir hrein- A ustu lyfja og metJala. KomitJ \ meö lyfseöla yöar hlngaö, vér A gerum meöuiin nákvæmlega eftir * ávísan læknislns. Vér sinnunj A utansveita pöntunum og seljura f giftingaleyfi. : : • J COLCLEUGH ák CO. t N*»tre Dntne A 8berl»ru..ke Stn. J Phone Garry 2tí»u—26Í>1 i • I I i $ * é ^Baustamasam A. S. BARDAL jj sefur likkistur og anna.-t um ut- ^ farir. Ailur útbúnaftur sá beeti. 4 Ennfremur selur hann aliskonnr minnisvaiöa og legstelna. : : 813 SHBKBHOOKE ST. Pbone G. 2152 WISNIPKQ lukt að eilífu. Hinn draumlausi eilífi svefn hefir sett innsigli sitt á andlitið, og það gleymist umheimin- um og samferða mönnunum sem eitt sinn þöktu það." Vinur minn þagnaðí og sat þegj- andi nokkra stund; svo stóð liann upp, gekk til mín, tók fast í hönd mér og sagði: “Lærðu að þekkja og aðgreina andlitin, sem þú sér.” Bergthór E. Johnson. Sérstök Kjörkaup Jtfp Ro.r.—White, Pink, BIAmln Crinison, þroskast frá sœöi til fulls blóma á hverjum tíu AbyrKNt vikum. Plxle PlantN—Undursamleg- a» vtiaa ustu blóm ræktuö. Þroskast frá sæll til plöntu á 70 kl,- Bækl- stundum. Shoo Ply Plnuta—Samt lykt- ingur laus; en flugur haldast ekki í húsum þar blóm þetta er ókeypis Blómgast fagurlega sumar og vetur. Wenther l’lnnt—Segir rétt fyrlr um veóur mörgum stundum á undan. Ber ang- andi blómskrúö. Dept. "II” P. O. Box 56, ALVIN SALES CO„ WINNIPEG KYN $i fra-tJifjNleR' þekklng. Bók me« myndum, S2 virtJI Eftir Dr. Parker. RituS fyrir unga pilta og stúlkur, ung eiginmenn og eigin konur, fetSur og mæó “f- Kemur í eg fyrir glappaskotin sióar. Inniheldur nýjasta fróöleik. Gull- væg bók. Send í ómerktum umbúöum, Í,1. burtJargjald borgatJ. Bókin á ekki sinn iíka. ALVIN SALES CO. Dept. "H” P. O. Bex 56, Wlnttipeg AGRIP AF REGLUGJÖRÐ nm heimilisréttarlönd í Canada og NorÖvesturlandinu. Rver, sem hefir fyrir fjölskyldu a* )á eSur karlmoóur eldri en 18 ára, gct- ■tr tekiti heimi'isrétl á fjórftung úi- seetion af óteknu stjórnarlandi i Manl toba, Saskatehewon og Alberta. Um- sækiandi eröur sjáifur atJ koma 1 landskrifstofu stjórbarinnar, eóa und- Irskrifstofu hennar í þvi héraöl. 1 um- botJi annars má taka land á ölluni landskrifstofum stjórnari-inar (en ekk! á undir skrifstofum) meJJ rtssum skil- yrtlum. SKVLDCRi—Sex mánatia í.bútJ o« ræktun landsins á hverju af þremui árum. Landneml má búa metl vissuœ skllyrtJum innan 9 mílna frá heiniiUi réttarlandi sinu, á landi sem ekki v minna en 80 ekrur. Sæmilegt íveru- hús veróur aJJ byggja, atJ undan*->kn» þegar ábútlarskyldurnar eru fuih ,gV- ar innan 9 mílna fjarlægtV á ötlru landl eins og*fyr er frá greint. Búpening má hafa á laná.n L staS ræktunar unðlr vissutr skilyróuiu. 1 vissum hérutSum getur gótlui *| efnilegur landnemi fengitl forkau^s- rétt, á fjórtJungi sectionar metSfran) i&ndl sínu. VertJ $3.00 fyrir ekru hverja SKYLDUR:—Sex mánatia ábútJ 4 hverju hinna næstu þrlggja ára eftii atj hann hefír unnitl sér inn elgn&r- bréf fyrir heimilisréttarlandl sínu, o« auk þess ræktatJ 60 ekrur á hlnu seinn* landi. Porkaupsréttarbréf getur land- nemi fengltl um leitJ og hann tckui heimilisréttarbréfltJ, en þó metl vJssuno skilyrtSum. Landneml sem eytt hefur neimlUa- rétti sínum, getur fenglð helmilisrétt- arland keypt f vlssum hérutlum. Ver$ «3.00 fyrir hverja ekru. SKYLDURi— Vertlur atS sltja á lanðinu 6 m&nntsi &f hverju af þremur næstu árum, rækt& 60 ekrur og relsa hús á landlnu, sem •> $300.00 virtJI. W. W. CORY, Deputy Mlnlster of th« Interta* BlötJ. eem flytj* þess« *u»lé.i«»», leyflel&uet fá M(( hfJimVtrrtr. K%

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.