Heimskringla - 31.08.1921, Síða 5
WINNIPEG, 31. ÁGÚST, 1921
HEIMSKRINGLA
5. BLAÐSÍÐA
Látið drauma yðar rœtast.
Frfrii atS safna fynr — húsitS sem þú býst vitS atS
eignast, skemtifertSina sem þig langar atS fara, verzl-
unina sem þig langar atS kaupa, hvíldarstundimar er
þú býst vitS atS njóta?
ByrjatSu atS safna í sparisjótSsdeildinni viS þennan
banka og stö'Sugt inrJegg þitt mun vertSa lykill að
framkomu drauma þinna.
ÍMPERIALBANIC
OF CAN.VDA
Riverton bankadeild, H. M. Sampson, umboðsmaður
Útibú að GIMLI
(309q
ma; hafði ferð þess tekist hið
versta, en var þó búið að komast
í gegnum alla erfiðleika að þeir
héldu. Seinna strandaði það þó,
og fórst skömmu sfðar. I nokkra
hættu komst ‘‘ísbjörninn” eftir að
hann skildi við þetta aminsta skip,
en með frábærum dugnaði og
þrautseigju tókst kapt. Guðmunds
son að sigrast á þeim, og í mynn-
ið á Kolma fljótinu var hann kom-
inn 4. ágúst í fyrra. lbúarnir í
Kolyma höfðu gefið upp alla von
um að þeim mundi nokkur björg
berast og fljótið sem þeir bjuggu
fram með, var ókannað og ekk-
ert til leiðsagnar við að sigla inn
eftir því, þar sem bygðaíbúar að-
allega voru. Varð kapt. Guð-
mundsson því að treysta á fram-
sýni sína og lukku, með að komast
upp eftir fljótinu. En sú ferð tókst
slysalaust.
Þegar til Nizhni kom, sem var
lendingarstaður skipsins, gekf
kapt. Guðmundsson á tal við rúss-
nesku yfirvöldin þar.og tjáði þeim
erindi sitt. En yfirvöldin bönnuðu
þá öll viðskifti við landsfólkið.
Leist Guðmundsson nú ekki á
blikuna. En því undarlegra þótti
honum þetta, sem landslýðurinn
þarna var aðframkominn af harð-
rétti og hafði um langan tfma ekki
haft sér annað til matar en hrein-
dýrakjöt og fisk, enda fagnaði
komu skipsins þangað með vörur.
Mjöl, te, tóbak og fatnaðar vörur
höfðu íbúarnir verið afar lengi.
Við komu þessa ameríska skips,
söfnuðust þeir niður að áribakkan-
um og héldu þar bænir og þökk-
uðu guði fyrir að hafa sent skipið
með vörur þeim til hjálpar; með-
an sú þakkargjörð fór fram krupu
allir á kné. Kirkjuklukkum var
hringt og flögg dregin á stöng.
Þennan dag tóku sér einnig allir
frí frá verkum. Yfir skipshöfnina
rigndi bænum og þakklæti, svo
var fögnuður fólksins mikill. Til
þess að geta gert því einhverja
úrlausn og veita því nokkra á-
heyrn, tók kapt. Guðmundsson
til þess ráðs, að gefa hverju ein-
asta heimili dálítið af vörum; gaf
hann hverri fjölskyldu dálítið af
brauði (Pilot Biscuit), te, eitt
pund af sykri og hálf pund af tó-
baki. Skömmu seinna kom rúss-
neskt skip er Belinda hét inn á
höfnina. Samdist svo með kapt.
Guðmundsson og því og stjórn-
inni, að það skiftist á vörum við
hann. Voru þær borgaðar í safala
eða loðvöru og dýra tönnum,
vegna þess að gengi rússneskra
peninga var sama sem ekkert og
peningar þeirra einskis virði í
Ameríku. Loks sá stjómin sér ekki
fært að setja sig á móti viðskift-
um skipanna og fólksins og leyfði
þau með því að þau borguðu
henni 1600 rúblur fyrir leyfið.
Ekki mátti þó neitt heimili kaupa
meha en því sjálfu nægði í þann
og þann svip. En viðskifti þessi
voru ekki auðveld; þarfrr fólksins
voru margar, en möguleikarnir til
að borga vörurnar litlir. En þar
sem ferð þessi var gerð með það
fyrir augum, að bæta úr nauð.
þurft fólksins, lét kapt. Guðmunds
son það gott heita að taka loð-
vöruna hjá því á hæsta verð, eða
meira oft en á BEindaríkja mark-
aðinum var gefið fyrir hana. Auk
þess lánaði hann vörur fyrir 1200
dali gegn þeirri ábyrgð frá stjóm-
mni í Kolyma, að stjórnin í
Moskva borgaði hana, því sjálfri
var henni (stjórninni í Kolyma)
ekki hægt að greiða það fé, svo
var hún fjármunalega að þrotum
komin.
Meðan að þessum viðskiftum
fór fram, var skipshöfninni sýnd
mikil góðvild og greiðvikni á all-
an hátt bæði af alþýðu og stjórn-
inni. 28. ágúst var þeim viðskift-
um lokið, og Iagði skipið “ís-
björninn” þá af stað. Ætlaði
kapt. Guðmundsson þá að sigla
til Nome í Alaska. En þá var svó
mikill ís kominn þar fyrir utan
fjörðinn, að skipið varð að snúa
aftur eftir að hafa brotið hann 62
mílur vegar. Einnig gerði þá af.
taka verður og varð ferð skipsins
gegnum ísinn helmingi hættulegri
en áður. Þá hljóp og í frostgrimd
mikla og bætti það ekki úr skák.
Og þar kom Ioks að, að skiþið
sat fast í ís og komst ekki áfram.
Þaðan var því ekki að hugsa að
hræra það fyr en næsta sumar.
ísbirnirnir sóttu það iðulega heim,
en ekki gerðu þeir neitt ilt af sér.
Kapt. Guðmundsson sá nú hætt-
una sem yfir þeim vofði ef þeir
ættu að haldast þarna við yfir1
veturinn, og tók því að ráðfæra!
sig við skipshöfn sína hvað gera
skyldi, hvort þeir skyldu hafast
við í skipinu, eða leita fótgang-
andi til baka til Kolyma. Það kusu
allir að freista heldur hins síðara.
En áður en þeir lögðu af stað,
dreifðist ísinn dalitið. Sneru þeir
þá skipinu við og brutust út úr
ísnum og komust aftur inn á flóa
skamt frá Kolyma og fraus “Is-
björninn” þar inni. Skipið Be_
linda var þá dregið á þurt land
um 70 mílur í burtu. Skipshafn-
irnar báðar komu nú saman, og
sáu að nú var ekki um annað að
gera, en að setjast þarna að og
gera sér að góðu veruna þar yfir
veturinn. . u; i ; ; _
En þá kom annað fyrir, sem
ekki gerði skipshöfninni veruna
þarna sem ánægjulegasta eða ró-
legasta. Sú skipun kom alt í einu
frá stjórninni í Omsk, að gera upp
tæka alla loðvöruna er á báðum
skipunum var. Yfirvöldin í Nizhni
Kolyma tóku þessa skipuri mjög
nærri sér, og þótti ódrengilegt að
fara svona með velgerðarmenn
sína, en þorðu þó ekki annað en
að hlýða henni. Fór kapt. Guð-
mundsson þá til yfirvaldanna í
Nizhni og Sredni.Kolyma, sem er
bær 200 mílur upp með Kolyma
ánni, og átti tal um þetta við þau.
En þau gátu enga ásjá veitt. Tókst
hann þá ferð á hendur til Yakutsk,
sem er aðsetursstaður yfirstjóm-
arinnar í Yakutsk héraði, og var
2400 mílur inni í landi. Kapt.
Guðmundsson setti ekki það ferða
lag fjTÍr sig þó um vetur
væri; hann hafði áður oft reynt
svipað í Alaska.. Hann fékk sér
því sleða og beitti hundum fyrin
lagði af stað frá “Isbirninum" í
lok október mánaðar, með Olson
túlkinn með sér, áleiðis til Yak.
utsk. Fóru þeir upp eftir Kolyma-
ánni þar til þeir komu til Shredne-
Kolyma. En þá beygðu þeir út af
ánni og fóru þvert yfir landið.
urðu þar þrisvar sinnum afar háir
fjallahryggir á leið þeirra sem þeir
fóru yfir. Þess á miLli komu þeir
niður í dali og héruð bygð ínn-
fæddu fólki algerlega. Á meðal
mannflokka þeirra er þeir þama
kyntust voru Chuskis-flokkurinn,
sem eru hinir mnfæddu menn Sí-
beríu strandarinnar, þá Totmutes;
I þeir eru fjölmennir og búa í af-
I dölum Yakutsk héraðisins. Tungus
j er einn flokkurinn; hann býfl í
hreindýra héruðum og hefir oft
j miklar hjarðir af þeim. Alla þessa
mannflokka segir kapt.Guðmunds
J son mjög ólíka innfæddu flokk-
unum í Alaska, sem þó eru taldir
i skyldir þeim. Einkum segir hann
: Tctrnutes ogTungusflokkana þeim
! ólíka og standa á miklu hærra
i stigi menningarlega en hina inn-
fæddu Alaska búa. Kapt. Guð-
j mundsson var alstaðar vel tekið
j og sýnd ö'll kurteisi. Bæði Rússar
og innfæddir menn létu mjög á-
nægju sína í ljósi yfir því að hafa
gesti að segja sér fréttir frá svo
fjarlægum stöðum sem Ameríku.
Á allri leiðinin frá Kolyma til
Verkhoyansk hlaut kapt. Guð-
mundsson hinar beztu viðtökur.
Og þjónar rússnesku stjórnarinn-
ar gerðu sér far um að greiða fyrir
ferð hans. Föggur hans .voru alls I
ekki rannsakaðar, jafnvel ekki þar
sem þess að öðru leyti var þó
krafist af stjórninni. Eftir að kom
inn í Landið til muna, varð hann
að fá sér hreindýr til að draga
sleðana; hundarnir reyndust þar
ekki nógu skjótir í förum. Er tveim
ur hreindýrum beitt fyrir sleðann
og sá er á sleðanum situr verður
sjálfur að stýra þeim, því sleð-
arnir eru aðeins gerðir fyrir einn
mann. Flreindýrin eru greið í för-.
um. Segist Guðmundsson hafa far
ið 74 mílur á dag stundum á þeim.
Mjög slæmum byljum lenti hann
ekki í á leið sinni til Verkhoyansk,
enda var veðrir talið strlt um það
leyti. Samt var frostið oftast 96
gráður fyrir neðan frostmark. I
Verkhoyansk taldist það að jafn-
aði 75 gráður fyrir neðan frost-
mark meðan Guðmundsson stóð
þar við. Af þessum helkulda, leið-
ir 3'mislegt sem eftirtektavert er, j
segir Guðmundsson, jafnvel fyrir!
þá sem vanir eru miklum kuldum.
Eitt af því er það, að utan um
menn og skepnur sem úti eru,
myndast nokkurskonar mistur eða
þoka, þegar hita útgufunin og
kuldinn mætast. Kveður svo mik-
ið að þessu, að útlit eða lögun j
þeirra sem úti eru breytist og sýn-
ist alt annað en það er. Af þessu
leyðir aftur það, að ómögulegt er.
að taka myndir þarna úti að vetr-
arlagi,, hvort sem veður er bjart
og heiðskýrt eða ekki. Kapt. Guð-
mundsson reyndi að taka þarna
talsvert af myndum bæði af mönn
um og hlutum og landslagi, en
þær reyndust allar ómögulegar.
Þessi mikli kuldi getur verið afar
hættulegur fyrir lungu manna.
Ganga því allir þar með verjur
fyrir munni og nefi, svo kalda
loftinu sé ekki andað of fljótt að
sér. Ekki gat Guðmundsson gert
sér grein fyrir hvernig á þessum
mikla kulda stendur þarna í Verk-
hoyansk, sem talinn er meiri en á
nokkrum öðrum stað í heimi.
Bærinn er við Yana-fljótið á 67.
45 breiddarstigi að norðan og
136 lengdargráðu að austan.mjög
skamt frá suður línu íhafs-baugs-
ins. (Framhald)
Bót í máli.
Eftir Elbert Hubbard.
Mannkynið er enn svo skamt á
veg komið, að það er ósanngjarnt
að kveða upp áfellisdóm um það.
Maðurinn er ekki fullskapaður—
hann er að skapast.
Emerson sagðist aldrei hafa séð
mann.
Þetta er svo að skilja, að hann
hafði aldrei séð mann, sem komist
gæti í nokkum samjöfnuð við það>
sem hann gæti kallað fullkominn
mann.
Náttúran vinnur að því að fram
leiða fullkominn mann. Allir
menn sem nú eru uppi, eru aðeins
menn að nokkru leyti — brot af
mönnum. Ef vér eigum að hugsa
oss verulegt mikilmenni, þá verð-
um vér að tína saman dygðjr
fjölda manna og gefa honum, ep
sleppa göllum þeirra.
Mikilmennið skarar ekki mjög
fram úr fyr en eftir að hann er dá-
inn, eða ef vér sjáum hann í fjar-
,lægð.
Þeim, sem umgangast hann dag
,lega, verður Ijóst að hann er galla.
gripur; hann er ok á herðum vins
sinna.
Náttúran er ekki örlát við ein-
staklinginn; hún miðar alt við hag
heildarinnar.
Nát túran vinnur að því að fram
leiða fullkomna menn og galla-
lausar konur.
Vér vitum að hún stefnir að
þessu marki, því að æðsta ósk
allra mestu og beztu kvenna og
manna er sú, að vaxa, þróast og
verða að einhverju verulega miklu
Eftir hverja unna þraut kemur
óánægja. Að baki hvers hjalla
gnæfa nýjar hlíðar.
Sí og æ erum vér hvött til fram-
sóknar. Vér vonumst eftir, biðj-
um um og þráum fullkomnun.
Inst í sálu vorri býr óljós vitund
um það, að vér séum br-ot af hin-
um guðlega vilja.
Gamla kenningin sem alt hugs-
andi fólk nú á dögum hafnar, að
mennirnir elski myrkrið meir en
Ijós ð. er neilun á vísdómi og
gæzki' inar eilífu vizku. Menn
hafa hnept bræður sína í þræl-
dóm. Þeir hafa brotist svo hart um
í fjötrunum og gripið til svo
margra óyndisúrræða, að oft hef-
ir litið út fyrir að þeir mundu glat-
ast. En eftir því sem vér frekast
vitum um æfi mannkynsins á jörð-
inni, þá he'fir þó náttúran eða
heimsmátturinn stöðugt fylt hug
og hjörtu manna fullkomnunar-
þrá, svo að nú á dögum grenslast
miljónir manna eftir sögu liðinna
alda til þess að reyna að forðast
fótakefli forfeðranna.
Náttúran skeytir lítið um ein-
staklingurinn, hún veit að maður-
inn fer ekki forgörðum þó hann
deyi.
Hann hefir aðeins breyst.
Sú staðreynd, að vér erum nú
að kynna oss fortíðina til þess að
skilja nútímann og geta gert áætl-
un um framtíðina, og að vér hjálp
um sjálfum oss me ðþví að hjálpa
öðrum, er sönnun þess, að mann-
kynið er á réttri leið.
Vér lítum svo á, að vér séum
öll eitt, hver einstaklingur hluti
stærri heildar.
Vér sjáum, að ef vér sköðum
aðra, þá sköðum vér oss sjálf.
Samvinna og gagnskifti eru ríkj-
andi hugsjónir vorra tíma.
Það er siðferðislega rangt, að
aðeins annar málsaðill græði á
viðskiftunum.
Samhagur er einkunnarorð nú_
tíðarinnar.
Stjórnarvöldin eru sett til þess
að auka hag þegnanna.
Fáir voru þeir fyr á tímum, sem
sáu þetta og skildu og þéir, sem
þorðu að ympra á þvi, voru líf-
látnir. Nú eru þessar kenningar
á hvers manns vörum og þær eru
að festa rætur í hug og hjörtum
kynslóðanna. “Sá sem er mestur
yðar á meðal, skal verða hinna
þjónn.”
Það kemst bráðum upp í vana
að vera réttvís og sanngjarn. Vér
sjáum, að það borgar sig bezt.
(Lausl. þýtt af E.E.)
----------o----------
Ljósálíar.
Sönglög eftir Jón Friðfinnsson,
prentuð í Gutenberg prentsmiðj-
unni á íslandi. Lögin eru 24 tals-
ins.
Það hefir verið einskonar regla
hjá þeimsem um söngbækur
skrifa, að fara snuðrandi um bók-
ina eftir jafnleiddum kvintum og
oktöfum, að eg tali ekki um ef
fannast kynni septúna, spm væri
upplleyst öðruvísi en vanalega ger-
ist, eða áannan hátt en hinar elstu
reglur segja fyrir um. Þetta ómak
ætla eg að spara mér í þetta sinn
og treysta Jóni til að forðast þess-
ar gildrur þegar hann svo fýsir.
Eg hygg að til séu bæði söng-
lög og kvæði, sem sniðin eru eftir
ströngustu reglum, en eru þó ekki
til, með öðrum orðum, andlausar
reglu jitgerðir.
Margt gott má segja um lög
Jóns, það helzta þó að lögin eru
aiþýðleg og engin tilraun gerð til
að skrúfa þau upp eða niður fyrir
raddsvið almennings. Einnig eru
iögin tilgerðarlaus og blátt áfram.
Rilmusinn og fallandinn vanalega
eðlilegur og l'éttur, samsvarandi
orðunum, enda er Jón prýðisvel
skynsamur maðui og hefir gott vit
á skáldskap.
Beztu lögin í bókinni áilít eg að
séu nr. 14 og 24, nefnilega Jdnas
Hallgrímsson og Vögguljóð. Það
síðarnefnda þá langbezt. Frum-
legur, sem kompónisti, getur Jón
ekki talist, hvorki að anda né bún-
ing. Máli mínu til stuðnings vil eg
þar til nefna sérstaklega nr. 1, 6
og nr. 12. Auðsætt er að Jón
hefir orðið fyrir sterkum áhrifum
af anda Mozarts og Haydns,
benda mörg lögin sterklega í þá
átt, þar á meðal ekki hvað sízt
Jónas Hallgrímsson. En gleymum
ekki, að það tekur margga ára
áreynslu •'g elju að blaða í sjálf-
umsér, þar til eitthvað sjálfstætt
og nýtt getur til orðið. Flest skáld,
bæði ljóð og söngskáld, hafa
lifað langa æfi án þess að skilja
eftir sig nokkuð verulega sjálf-
stætt. Eg get ekki lokið við þessar
fáu línur án þess að minnast frek-
ar á Vögguljóð. Það er eitt af
þeim fáu lögum sem þrýstir sér
nær og nær hjartarótum manns,
þess oftar sem það er haft yfir.
Melódían svo látlaus og blátt á-
fram, laus við alla fordild, og er
prýðilega raddklætt. Eg get varla
hugsað mér að íslenzkar mæður
geti fengið annað- betra meðal til
að koma börnum sínum í værð,
heldur en Vögguljóð Jóns Frið-
finnssonar. Eg hefi reynt þetta
sjálfur. Ekkert lag sem eg kann
hefir lokað litlu augunum yngstu
dóttur minnar fljótara en einmitt
þetta umtalaða lag..
Fari eg hér með rétt, er auðvit-
að um verulegan skáldskap að j
ræða og höfundurinn um leiðj
skáld. Mér finst eg geta sagt ó-j
hikað að lag þetta sé eitt af þeim
allra beztu, sem af íslenzku bergi
eru brotin. Enda tel eg það feg-
ursta blómið í garði Jóns. Lagið
er að vísu ekki stórt, en list má
tæpast dæma eftir vigt.
Eg mæli hið 'bezta með bók
þessari, og vona að allir af fólkt
voru, sem hljóðfæri hafa, eignist
bókina, sem er í alla sta,ði hint
eigulegasta, og viss að gefa marg-
ar skemtistundir, þeim sem eígrt-
ast. Pappír og allur ytri frágang-
ur er í bezta lagi.
JóN.AS PÁLSSON
Spámaðurinn.
Hann flutti lýðnum boðskap-
fagran og fagnaðarríkan. Lýður-
inn hlustaði á hann; og hann lýsti
því hvernig úr hinum feysku
hreysum nútímans mundu með
tímanum rísa fagrar hallir, hvernig.
að stríðsvellinum yrði breytt í ald-
ingarða friðar og kærleika, og;
hvernig að þyrnar tilverunnar
yrðu að fagurjblómguðum ilrrt-
andi rauðum rósum.
Þegar hann lauk máli sínu,
sagði lýðurinn við hann: “Þetta
er fögur hugsjón, óneitanlega, en
þú ert hundrað ár á undan tíman-
um! Framtíðin nýtur þeirrar dýrð-
ar, er draumar þínir lúta að, erv
nútíðin ekki. Þú fæddist of
snemma. »-
Spámaðurinn ungi varð dapur
er hann heyrði þetta. Von hans
hafði ávalt verið sú, að boðskap-
ur sinn yrði lýðnum þyrsta á eyði-
mörkinni ómetanleg svalalind. AS
breyta boðskapnum, var honumr
alt annað en geðfelt. En til annErra
ráða var þó ekki að grípa. Hann
breytti því mörgu og slepti sumu
úr, en spann í staðinn nýtt inn í
hina fyrri drauma sína; með því
bjóst hann við, að verða við
kröfum sinnar tíðar. Hann gekk
á ný fyrir lýðinn. Og lýðurinn
hlustaði aftur á hann með eftir-
tekt fyrst í stað, en varð að öðru
leyti ekki hrifinn af kenningu
hans. Þegar hann hafði lokið
máli sínu, heyrði hann 1 ýðinn
segja sín á milli: “Hann er hundr.
að ár á eftir tímanum!”
Jón Trausti
Guðmundur Magnússon
Þú verður að virða mér þetta
Til vorkunar, Guðmundur minn,
Að eg á ei efni né orku
I yrki um skáldskapinn þinn.
Þú skilur það skýrar en aðrir,
Að skáld eru van-nefnuð enn,
Því hugsjón er hámarksins grunur
Of hár fyrír alLflesta menn.
Og þegar að þangað skal keppa +
Er þrautreyndum óvissan leið,
Því verðgangur samhliða seppa
Er sannleikans alfara leið.
Um alþekta aldeyðu-hreppa
Er einstæðings förin ei greið.
Og þú hefir hulið þig hálfan
En hlaust af því bita og spón,
Og svona er sagan hans fróða,
Og svona er traustur hann Jón.
I þinghúsi óþektur er hann —
Með alvepni skáldanna “Rán”
Á eftirlaun á hann að fara
Og að því varð Guðmundi lán. —
En konan í Kvanndalabjörgum
Er kærastan min, skalt þú sjá:
“Úr harðlæstum tröllanna hörgum ‘,
Eg henni skal daglega ná. —
Með Hálfdáni herja á vörgum
Eg hræðist ei Grana að sjá. —
JAK. JÓNSSON
SKVsRING—Þess var getið, þegar Guðmundi
Magnússyni voru veitt skáldalaun, að andmæl
herfðu átt sér stað — jafnvel í þinginu — svohljóð-
andi, að sæmra væri að styrkja Jón Trausta, heldur
en að ausa út peningum fyrir helvítis bullið úr hon-
um Guðmundi Magnússyni.
“Konan í Kvanndalabjörgum” er fyrírsögn á
kvæði eftir G. M. Hendingin er úr þvi kvæði; og
þar er Grána getið. Höf.
i
í
í
í
i
í
í
3-
I
I
I