Heimskringla - 02.08.1922, Síða 4

Heimskringla - 02.08.1922, Síða 4
*. BLAÐSÍÐA. H EIM S K RIN G L A. WINNIPEG, 2. ÁGLST, 1922. HEIMSKRINQLA Otofuuö 188«) Kemur 6t fl kverjam mlívIkadegL ÚtCf/endur og eÍRfHdur: THE VIKING PRESS, LTD. 8S3 »C 855 SAKGEKT AVE, WISS1PB6, Talxfmli .8-8537 V.rS U>*nl» er (3.M írgaiíurliiii ker«- lat fyrtr fram. Allar boreaulr' •»•**a* rttaminul blaKalma. RsísmaSur: BJÖRN PÉTURSSON Ri t s t j ó r a r : BJÖRN PÉTURSSON STEFÁN EINARSSON' UtaaSakrlft tlli blaðulnKi THB VIKIItul PKBSS, Ltd, Boi 3171. WlmatmrB, Maa. . UtamflKkrltt tll rltatjðrama EDITUK UEIHSKRIV6LA, lol 3171 Wlaalvec, Mia The “HeimskrinBl*" i» printod uad i»Hb- Hsbe by the Viklne Press, LimiteS, at 863 og 8E5 Sargent Ave., Wlnnipes, Mant- toba Telephaae: It-4537. WINNIPEG, MANITOBA, 2 ÁGÚST, 1922. Samvinna. Eitt af því, sem mönnum var tíðrætt um í kosningunum, var samvinna milli bæjanna og sveitanna. Samvinnustefnan er einn liðurinn á stefnu skrá bændaflokksins. Og það var einmitt vegna þess, að þetta mál — samvinna milli bæja og sveita — var svo oft á vörum manna um kosningaleytið. En ménn greindi mjög á um þetta mál. Voru’bæjarmenn emkum þeirrar skoðunar, að samvinna milli þessara tveggja aðila, sveita- og bæjafólks, væri með öllu ófram- kvæmanleg, hversu ákjósanleg sem hún kynni að vera. Þetta er mjög víðtækt mál. Að fara út í öll atriði, er ttf grema koma í sambandi við það, er ekki hægt hér að sinni. Á ýmislegt, sem umhugsunar er vert, þegar um það efni er að ræða, skal hér reynt að benda. Iðnaði hvers lands er aðallega skift niður í tvær greinar: Frumiðnað eða fyrsta flokks iðnað og afleiðsluiðnað eða annars flokks iðnað. Frumiðnaður þessa lands er t. d. búskapilr, skógarhögg, fiskiveiðar og náma- gröftur. Á þessum frumiðnaði 'hvílir allur afleiðsluiðnaður. En það er verksmiðjuiðn- aður, verzlun o. s. frv.. Það er með öðrum orðum allur bæjariðnaðurinn. En við það skal strax kannast, að þó að frumiðnaðurinn sé undirst^ðan undir þeim iðnaði, og hann sé því fyrsta skilyrðið til þess, að iðnaður geti risið á fót á eðlilegum grundvelli í þjóð- félaginu, þá er hinu samt ekki hægt að neita, að annars flokks eða bæjariðnaður- inn er einnig nauðsynlegur. Án bæjanna eru löndin aldrei fjölmenn. En fjölmennið er |>a2S, sem þarf til þess að frumiðnaðurinn geti orðið arðvænlegur. Það þarf með öðrum orðum sölu fyrir landafurðirnar. En hún fæst ekki nema með því, að neytendur þeirra séu fleiri en þeir, sem frumiðnað stunda, því þeir framleiða meira en þeir sjálfir þurfa með. Auk þess er frumiðnað- urinn þannig oftast, að allri vinnu við hann er eigi lokið með framleiðslu efnisins.- Það þarf að breyta efninu og umskapa á marg- an hátt, áður en hægt er að nota 'það. Það þarf að gera skó úr leðrinu áður en hægt er að nota það. Og eins er því farið með ná- iega alian frumiðnað. Bæjariðnaðurinn er því nauðsynlegur, frá hvaða hlið sem skoð- áð er., Hann er virkilegur vegna þess, að hann breytir efninu og bætir það, og eykur með því gildi þess. Og hann er þjóðfélaginu til góðs, vegna þess, að án han6 yrði efninu ekki breytt og lífið yrði fáskrúðugra. Verka- maðurinn í bænum er því vel verður launa sinna, því hann hefir Ieyst af hendi vinnu. sem verðmæt er. Þetta ætti að nægja til að sýna fram á, að afleiðslu- eða annars flokks iðnaður er réttmætur og eigi síður nauðsyn- legur í þjóðfélaginu en frumiðnaður. En af öllu má of mikið gera. Stjómir flestra landa þafa nærri ávalt látið sig þenna annan flokks iðnað meiru skifta en frumiðn- aðinn. Þær hafa álitið það beztu leiðina til að byggja upp þjóðfélagið. Stjórnir þessa lands og þessa fylkis hafa ekki verið nein undantekning frá þessu. Þær hafa meira hlúð að bæjariðnaði og verzlun en að frum- iðnaðinum. Og það er álit margra, að þar hafi verið gengið of langt, að farið hafi ver- ið lengra í því efni en eðlilegt var eða að ytri ástæður leyfðu. Hér í fylkinu hefir mörgum 'bæjariðnaði verið komið á fót, sem efnið í hefir verið sótt langt a&. En eðlilegast væri, hvaða grein iðnaðar, sem byrjað væri á, að efnið væri tekið sem næst sér. Hér hafá stálverk- stæði t. d. rrsið á fót, sem hráefnið til rekst- ursins hefir orðið að sækja til annara landa og stundum mjög langt að. En skógerð og ullarverksmiðjuiðnaður hefir verið látmn eiga sig. Og þó er hráefnið í hvorntveggja þenna iðnað við hendina. Ull og húði-r hefir svo orðið að selja til útlanda. En það hefir oft misjafplega blessast. Sú er að minsta kosti raunin á orðin nú, þar sem bændur grafa húðir sínar í jörðu, af því að sala er ekki til fyrir þær. En þó þurfa allir sí og æ að vera að kaúpa skó. Væri ekki ögn eðli- legra, að þeir væru nú unnir hér í Winnipeg t. d. úr húðunum, sem engin sala er fyrir, en að þeir séu keyptir langt að. Væri ekki eðlilegra, að verkalýður bæjarins ynjii að skógerð, þar sem hráefnið er við hendina og fæst fyrir. sama sem ekki neitt? Hvernig væri nú, að meiri samvinna kæmist á milli bóndans í sveitinni og verkamannsins í bæn- um, í þessu efni? Við skulum segja, að stjórnin kæmi hér upp skógerðarverkstæði, keypti húðirnar af bændum og gæfi Verka- manninUm hér vinnu með því. Verkamað- urinn og bóndinn gera aðalvinnuna við þetta. Með þjóðeignarfyrirkomulagi eða stjórnareftirliti á þessum rekstri ættu þeir að sitja að hagnaðinum af þessum atvinnu- rekstri mestmegnis, eða nærri eingöngu. Er hægt að hugsa sér nokkuð æskilegra en samvinnu bæjanna og sveitanna í þessu efni? Og hvers vegna ætti þessi samvinna að vera L ómöguleg þeirra á milli? Það er einmitt sam'vinnuleysið, sem hér er aðal þrándurinn í götunni. Með samvinnu, bygðri á fyrir- hyggju, er hægt að ryðja steininum, sem nú er bæði þesáu og mörgu öðru til fyrirstöðu, úr vegi. Þetta er aðeins eitt dæmi af því, hverju má til I<ðar koma með samvinnustefnunni. En það er svipað með hveft annað starf í þjóðfélaginu. Stjórnarreksturinn sjálfur er háður samvinnulögmálinu. Það þarf eigi síður að gæta þess, að hann svari til ein- hverrar þarfar í þjóðfélaginu, en annað. Ef t. d. allar skrifsl'ofur stjórnarinnar í þessu fylki eru nauðsynlegar, stendur þeim éngin hætta af samvinnustefnunni. En séu þær óþarfar, þá erum vér hræddir um, að ilt verði fyrir stjórnirnar að segja, að þær hafi drotnað yfir syndum sínum. Nú er það engin launung, að stjórnirnar hafa blátt áfram stofnað, eða komið á fót skrifstofum, • sem með öllu eru óþarfaY og svara til engra brýnna þarfa,. nema þeirrar, að gefa vildarvinum þeirra vinnu. Þetta hefir átt sér stað í þessu fylki. Ein brýnasta þörfin er að ko.ma í veg fyrir þetta, því það befir gengið svo Iangt, að óþarfa kostnaður, sem því er samfara, gengur Iangt fram úr hófi. . í stefnuskrá bændaflokksins er ekki gengið framhjá þessu atricf. Þar er gert ráð fyrir, að haga skrifstofustarfi eftir þörf, en ekki að fjölga' skrifstofum í það óend- arilega, til þess eins að afla sér pólitískra vina, og hrúga skuld á skuld ofan í fylkinu með því. t En svo að aftur sé vikið að hinu atriðinu, því, hvernig tilhögun’stjórnanna hefir verið á iðnaðarrekstri Iandsins, er auðséð, hvað hann hefir haft í för með sér. Með.því að sækja efnið til reksturs iðnaðarins Iangt að, hefir varan oftast orðið dýr og dýrari en hægt var að kaupa hana annarsstaðar, eða að minsta kosti dálítið nær sér. En svo hef- ir, til þess að tij/yggja þenna iðnrekstur, orð- ið að gefa þeim ýmiskonar hlunnindi, eins cg það, að leggja tolla á samskonar iðnað annarsstaðar frá. Markaðurinn hefir þeim á þenna hátt verið trygður. Og úr þv'í að hann var trygður og salan vís, þá gátu þessi iðn- félög borgað verkamönnum sínum'dálitið hærra kaup, en þeim var unt að gera, sem frumiðnað ráku. Með þessari umhyggju allri fyrir annars flokks iðnaði beið frumiðn- aðurinn ósigur. Bændur fóru með öðrum orðum halloka í samkepninni fyrir eigendum bæjariðnaðarins. Og verkamenn iðnstofnana gáðu ekki að því, að þarna var orsökin til þess. Þeir aðeins litu á kaupið, er þeim var goldið. Og vegna þess að bændur gátu ekki gert þeim sömu skil, borgað þeim eins j hátt kaup og iðnstofnamr þessar, sem stjórn- in ávalt studdi á kostnað allrar alþýðu tóku verkamenn bæjanna að Vonzkast við bændur og hafa um langt skeið skoðað þá eikióvini sína. Þannig var fleygurinn rek- ' inn á milli tveggja stétta þjóðfélagsins, er ; að allri framleðslu unnu. Stjórnirnar og auð- valdið stokkuðu þannig spilin, að trompin urðu öll í þeirra höndum og spilið var unnið fyrir þeim. Hve áþreifanlega þetta hefir tekist, sást síðast greinilega í fylkiskosning- unum nýafstöðnu. Verkamenn skoðuðu bændur óvini sína. Voru sannfærðir um, að þeir væru að brjótast til valda, til 'þess að setja kaup þeirra niður. Auðvitað gengur bændum það til, með stjórnmálastarfi sínu, að 'hlúa að frumiðnaði fylkisins. En það er ekki framleiðslan ein, sem þeir skoða rétt að h:ynna að; það er sala á þeim einnig, sem fyrst og fremst fyrir þeim vakir. En hvað þýðir það? Það þýðir, að koma á samvinnu rrilli bæjariðnaðarins og frumiðnaðarins. Það þýðir að. koma á fót íðnaði, sem hönd- um tekur saman við þá og tryggir þeim markað og verkalýð bæjanna vinnu. Það þýðir, að koma á fót samvinnu milli þeirra,- er að framleiðslu vinna, hvort heldur er í bæ eða sveit, og að þeir njóti hvorirtveggja hagsmunanna fyrst og fremst af starfi sínu, en séu ekki þjónar auðfélaga, sem hingað til hafa ekki aðeins lifað á sveita þeirra, heldur ausið upp fé með því, og trygt sér | svo vald með því, bæði til að gjalda hærra kaup en bændur og til hins, að ráða sölu- í verði á vörum, sem vanalega hefir nokkuð j meira gert en að jafna reikninginn á hlið I verkamanna. Og í raun og veru er það\vald í þeirra yfir verðlagi vörunnar, sem bæði Verkamenn og bændur hafa. framieitt, sem ; setið hefir fyrir, en kauphækkunin komið I sem afleiðing af því. Ef svo væri ekki, hefðu verkamenn ekki þurft að stríða svo fyrir kauphækkun sinni, að til byltinga | horfði eins oft og raun hefir á orðið út um í allan heim síðustu árin. Það er því ekki aðeins auðséð, að iðnað- l arstefna stjórnanna hefir verið órettlát og : óhagkvæm fyrir þjóðfélagið, heldur hefir I einnig haft það í för með sér, að sundra | þjóðfélaginu og skifta því í flokka, sem hvorir hata annan. Og það eftirtektar- verðasta við þá sundrungu er það, að þeir flokkar þjóðfélagsins, verkaínenn í bæjun- um og bóndinn í sveitunum, sem bað eiga sameiginlegt, að vinna að framleiðslu — gera alla nauðsynlega vinnu, þjóðfélaginu til viðreisnar og vaxtar, — skuli ekki geta kom ið auga á, hve mikið ósamræmi er í því þeirra á milli, og hve eðlilega þeim er iagt upp í hendurnar að vinna saman og líða súrt og sætt hvorir með öðrum. Samvinna og samhagur allra borgara er eitt af æðstu lögmálum þjóðfélagsins. Og | að koma henni sem víðast að í verki, er eigi | aðeins hagkvæmast og réttlátast fyrir alla borgara þjcjðfélagsins, beldur elur hún og fóstrar samhug og bræðraþel þeirra á milli. Hún sameinar þjóðfélagið á þeim grundvelli, sem einn er óskeikull að ^ameina það á — á grundvelli kærleikans. Vér minstumst á það í stjórnmálapistlum, er vér skrifuðum í þetta blað fyrir nokkru, að oss furðaði á því, ef heilt þjóðfélag gæti ekki lifað saman samkvæmt því Iög- máli, er eitt heimili lifði eftir — Iögmáli ást- úðar og velvildar. Vinur minn einn brosti að þessu, og hélt að það ætti ekki við í stjórnmálum. En hvers vegna að það gæti ekki átt við samlíf allra borgara þjóðfélags- ins, fengum vér ekki neina gilda ástæðu fyr- ir, því véf vorum ófúsir að játa það, að það háleitasta, sem í meðvitund mannsins byggi, ætti ekki skylt við samlíf manna í þjóðfélaginu. Lar.gt er frá oss að halda, að sú stjórn', sem komin er-til valda í þessu fylki, geti orkað því, að breyta þjóðfélaginu ti! hlítar í bessu efni. Það er mikið starf, sem fyvir henni liggur. Og sumt af því er henni þaún- ig Iagt upp í hendurnar, að breyting á því er ekki auðveld á stuttum tíma. Það má því ekki búast við of miklu af henni í bráðina. Stefna Norrisstj^rnarinnar, sem annara eldri stjórna í þessu fylki, brjóta í bág við stefnu bænda og hindra stjórnina, sem nú er, að framkvæma stefnu sína til Jilítar. Grund- völlurinn er annar, sem þær lögðu, enda var ekki ætlast til, að eins yrði ofan á hann bygt. En hvert heilbrigt spor, sem nýju stjórninm kann, þrátt fyrir það, að takast að stíga í samvinnuáttina, er spor til framfara og í átt- ina til fullkomnunar í þjóðfélaginu. Með það, sem á hefir verið minst, í huga. sést, að stefna bænda í tilliti „til iðnaðar, er gerólík stefnu fráfarandi stjórnar og í raun og veru állra eldri stjórna í þessu fylki. Samt eru lesendur íslnezkra blaða hér frædd- ir um það af Skottum og Mórum NorrissQórn arinnar, að stefna hennar sé hin sama og bændaflokksins. En auðvitað verður að sýna þeim umburðarlyndi, sem ekki vita betur. Hér hefir aðeins verið mmst á einn lið stefnuskrár bændanna — samvinnuhug- myndina. Skiljum vér ekki í, að þeim, sem af alvöru athuga hann, geti dulist að sam- vinna bæjar- og sveitarfólks sé, að því er iðnaðarástand snertir — ekki aðeins mögu- leg, heldur blátt áfram eðlileg og nauðsyn- leg almenningi til velferðar. Samvinna er samhagnaður. Samhagnaður eflir samhug. En samhugur gerir samlíf borgaranna unaðs- legra, léttir vinnuna, eykur fögnuðinn yfir árangri hennar, víkkar sjóndeildarhringinn, cykur kærleikann. Gerir lífið, í fáum orðum sagt, þess vert að lifa það. Bandaríkin fyrirmynd. Yfirherforingi Wu Pei Fu, sem nú hefir Nórður-Kína alt á sínu valdi, hefir lagt til, áð Kína taki sér Bandaríkin til fyrirmyndar, og komi á hjá sér sama stjórn- skipulagi og þau hafa. Ef hugmynd þessi verður fram- kvæmd, er hún sigur fyrir hug- sjónir Bandaríkjanna. En svipað- ur sigur er þeim enganveginn nýr. Þetta er ekki í fyrsta skiftið, sem aðrar þjóðir sníða stjórnarfyrir-( komulag sitt eftir stjórnarskipun Bandaríkjanna. Blaðið “New York Sun” segir: Svissland, Canada, Ástralía og þýzka lýðveldið hafa öll orðið fyrir áhrifum frá mönnum, sem siman komu í Philadelþhia sum- arið 1787 óg lögðíi grundvöll undir stjórnarskipun Bandaríkj - anna. Hugmyndin um tvíveldis- sliórn, eða það fyrirkomulag, að fylkin og ríkið skifti með sér öll- mikilsverðum störfum og Dodd’s nýmapillur eru bezta* nýmameíSali'S. Lækna og gigt, Bakverk, hjartabilun^ þvagteppu. og önnur veikindi, sem stafa frá nýrunum. — Dodd’s Kidney PilU kosta 50c askjan eða 6 öskjur fyr. ir $2.50, og fást hjá öllum lyfsöl- um eða frá The Dodd’s MedickaB Co., Ltd., Toronto, OnL um en valdi og vinni í sameiningu, ekki hvert að öðru fornspurðu, að almennri heill, hefir í öllum þessum löndum orðið undirstöðu- steinninn í stjórnskipulagsbýgg- iugu þeirra. Alt þetta ber þess merki, að skynsamleg undirstaða að stjórn- skipun og samboðin nútíðinni, sé smátt og smátt að ryðja sér til rúms í stað hinna gömlu, kostn- aðarsömu, hættulegu og óskyn- snmlegu stjórnskipulagshugmynda Evrópu.” fari nú að birtast í óháða blaðintt Lögbergi. Viljum vér svo að endingu biðja hr. Ingimarsson að hrista af sér leiðinain, (sem á honum liggja út af því, sem birtist í Heims- kringlu. Hvað oss nertir, getum vér sannfært þann um það, að bréfin, sem henni berast daglega, eru oss meiri vissa um vinsældir henna,r í seinni tíð, en bréfin, sem t*i hennar eru stíluð í Lögbergi. Lúalegt. Mannákaðinn mikli á Islandi. Milli 60 og 70 manns farast. , , ,, . Getur nokkur lesið svo þá sorg- Lúaleg er hún ljoður -grem- jegu frétt j ÍSl]enzku blöðunum um m hans M. Ingimarssonar i siðasta hinn mik)a mannskaða við Norður Lögbergi. Þessi postullegi vand- lætari er að setja ofan í við Hkr. fsland í vor, að hann ekki komist við og setji hljóðan. Því meir. ú*: af því, að þar hafi átt að vera sem hugsað er um þann atburð> haldið *fram, að biblían sé rugl. Þótt vér munum ekki eftir, að þess sárari verður hann. Er hægt að hugsa sér tilfinnanlegra tap það orð hafi "okkru sinni verið fyr;r Ktjg þjóðfé,ag. Frá almennu um biblíuna haft í blaðinu, þy Í", sjónarmiði virðist það sárara, þeg umst vér vjta, að átt se við grein * ar SVQ st6r hópur góðra drengja þá, er H. W. Wells reit um biliuna f„j|a - va] bjns miskunnarlausa og birtist í fleiru en einu af stor- Ægis> sem bæð; er jff Qg dauðj fs_ blöðum Bandaríkjanna og ver ,enzku ^ar[nnar beima. þýddum. Ver ætlum ekki að elt-1* £n sem betur fer snúast fjestra ast við hr. Ing.marsson um hvort h)igir frá þjóðbeimilinu og mn á að það sé birtandi i íslenzku einstbk beimi]in föðurlausri þar blaði, er þessi heimsfrægi rithöf- undur skrifar. En skoðun vor er sem móðirin grátbó'lgin grúfir sig ofan að börnunum Sínum, sem sú, að það væri Heimskringlu ekki, ^ gráta> sum af því að sjá móð. meiri vansi, að birta "það, heldur,ur sina gráta> og önnur “skynja, en trúmálalega óháða (! !) blað- hyað sker þau j hjarta”. : inu Lögbergi að birta illkvitnis | vaðal M. Ingimarssonar. Heims- kringla flytur stöku sinnum grein- ar um trúmál. en þær greinar hafa avalt verið frá þeirri hliðinni, er frjálstrúaðir menn líta á trúar- brögð. Ef Onítaratrúin á þar meiri ítök og greiðari samleið en Það eru yfir 30 slík heimili fíakandi í sárum. BjargarKtil til frambúðar. Ef til vill sum þegar tékið út á fengsæld fyrirvinnunn- ar, sem svo sorglega brást. Geturðu ekki, lesari góður, rcynt að setja þig að örlitlu leyti í spor óeigingjarnrar móður, sem onnur truarbrogð, þa stafar það urátt fyrir ástvinamissinn gleym- ai því, að hún er frjálsari en þau. | jr opnu sárinu af umhyggjusemi Þeð situr því illa á þeim, er sjálf-j fyrir framtíð barnanna sinna, og n eru svo trúarlega tjóðraðir, að, ^ kennir hún sárasta sviðans. frjálsar trúmálaumræður eru þyrnir í boldi !þeirra, að vera að bera öðrum á brýn, að þeir séu á trúarklafa bundnir. “Það er leiðinlegt, að Heims- kringla, svo vinsælt og skemtilegt ( þeim það eru blað, sem hún hefir verið, skuli ^ föðurlaus börn, sem nú vera bundin við vissan andans bvfjjr á fátækum, tjóðurhæl,” segir M. Ingimarsson.' mæðraböndum. Auk Getum við nú ekki, til að gleðja okkur sjálf, rétt þessum bágstöddu mæðrum hjálparhönd? Við getum ekki grætt sárin mörgu við gehim Iinað sviðann í milli 80 og 90 framtíðin þreyttum þess eru en Vér efumst ekki um, að þetta; um 3Q beimib> er mist bafa upp kcmna syni og á sumum einu fyr- irvinnuna, og eftirskilið gömul örvasa foreldri. Oft hafa Vestur- sé skrifað af sterkri trúarsa|nfær- ingu og áhuga fyrir velferð Hkr.! Samt detta oss í hug orðin: “Ó, þér hræsnarar,” í sambandi við yendingar sýnt hluttekningu í erum svo tniaðir á; svipuöum kringumstæðum. Sem biblíuna, að vér erum vissir um, betur fer virðast vera svo margir að þau orð eiga enn heima um meða) Vestmanna, sem skilja kjör sjómannsekkjunnar, að þeim hlýt ur að vera ánægja, áð geta rétt hjálparhönd, þó hún sé ekki sterk, með iþeirri einu mögulegu hjálp, fjárframlagi. Vilja nú ekki blöðin, eða em- hver einstakur maður í Winnipeg, gangast fyrir samskotum á meðal Vestur-Islendinga ? Árni S. vissa menn. En ástæðan fyrir brígslyrð>i hr. Ingimarssonar í garð Heims- kringlu er ekki af þeim háfleyga toga spunnin, er hann gefur í skyn. Hann hefir, eins og marg- ir muna, verið að senda blaðinu vísur og annað til birtingar. Nokkuð af því höfum vér álitið “meinlaust og gagnslaust”, og það hefir verið birt, þó langt sé írá að oss hafi ekki verið láð það. En fleira liggur en óbirt af því, af ástæðum, sem þeim eru ljósar, sem höfundinn þekkja. En vér viljum taka það fram, að það er oss þykkjulaust með öllu, þó það Heimskringla vill fúslega ljá máli þessu lið sitt og taka á móti samskötum 'í slíkan sjóð og koma þeim til skila. Og hún viH hVetja menn til að bregðast Vel við og fljótt. Fyrir gjafirnar verður

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.