Heimskringla - 11.03.1925, Page 6

Heimskringla - 11.03.1925, Page 6
6. BLAÐSÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG 11. MARZ 1925. A læknisheimilinu. — E F T I R — GRACE S. RICHMOND. Jóhannes Vigfússon þýddi. III. KAPÍTULI. “Red”! “Já”. “Ertu ekki bráðum búinn að skrifa? Getur þú talað við við vin þinn?” Red sneri sér snögglega við, og horfði fast á Chester, og sagði svo: “Hvað hefir þú gert? Seztu!” Chester settist. Hann var hvítur í framan og lyfti upp skjálfandi hendi. “Hvað er að mér, Red”? Burns hélt áfram að stara á' hann rannsak- andi augum. Hinn átti bágt með að horfa í augu hans. “Er þetta siður lækna, að horfa þannig á menn. Eða ætlar þú að dáleiða mig?” “Horfðu í augu mín, Ches. Hvað hefir þú gert?” » “Unnið eins og brjálaður maður í þessari leiðinlegu skrifstofu. Ef til er heitari staður”. “Þú getur fengið meiri hita, ef þú heldur á- fram!” Hann stóð upp og horfði í augu Chesters. Settist svo aftur. “Viðurkendu-” sagði hann al- varlegur. “Red” bað Chester. “Hættu þessu! Vertu eins og þú ert vanur. Eg held ég sé tauga- veikari en vant er í kvöld. Spurðu mig, og ég skal segja þér alt!” “Gott! Nær byrjaðir þú?” “Fyrir fimm vikum síðan, þegar þú varst fjarverandi. Það var ekki ætlan mín að vera háður því. En það var svo voðalega heitt — og það var svo mikil aukavinna í skrifstofunni. Og ég hafði höfuðverk bæði nótt og dag. Eg ------” hann laut alt í einu áfram og studdi höndum undir kinnar--------“ég gæti sagt betur frá, ef þú gætir gefið mér eitthvað, sem hress- ir mig — ég — er — svo — vesall.” Burns stóð upp og bjó eitthvað til í glas — sem ekki var smekkgott en þegar það hafði á- hrif fekk Chester ofurlítinn roða í kinnarnar, og gat haldið áfram. “Eg var hjá Gardner einn daginn, og þá var ég með lakasta móti. Eg þurfti að tala við mann um mjög áríðandi viðskifti fyrir okkur, og þurfti að geta hugsað sæmilega vel. Það sagði ég Gardner, og hann hjálpaði mér”. “Hefi ég ekki sagt þér oftar en hundrað sinn um að þú verður að forðast alt slíkt. Gardner verðskuldar flengingu”. Burns barði í borðið. “Það hjálpar mér um stund — og þá get ég unnið af kappi. En eftir á------” “Já, »ú fær þú að kynnast afleiðingunum. Hve mikið tekur þú?” Chester gaf nákvæmari upplýsingar og við- urkendi hikandi að síðustu dagana hefði hann tekið meira en einn skamt, svo að það gæti hjálpað. “Já, auðvitað hefir þú gert það, og þar af leiðir hættuna við þetta vonda efni. Er langur tími þangað til það hrífur?” “Nei”. “Hvað þá--------er ímyndunarafl þitt nógu sterkt til-----hvemig neytir þú þess?” Chester líktist sneypulegum skólapilti, þegar hann tók lítið hylki úr vasa sínum. Burns tók við því, opnaði það og tók úr því hið litla áhald. “Það lítur mjög vel út”, sagði hann kuldalega og braut það í sundur. Chester reiddist. “Nú leyfir þú þér of mik- ið,” sagði hann æstur. “Finst þér það? Eg hélt það værir þú, sem hefðir leyft þér of mikið. Eg skal jafna þig aft- ur — á meðan ég get það, og þetta er fyrsta sporið. Taktu þessu með ró, Chester — og ég skal reyna að gera það líka, þó að mér falli það sárt, hve lítils þú virðir ráðleggingar mínar.” “Eg hefi sannarlega gefið þeim gaum. En ég hélt ekki------”. “Jæja, þá verður þú að skifta um skoðun. Mig furðar að þú skulir koma til mín í kvöld. Þú á-tt líkiega ekkert eftir af þessu drepandi eitri, og kunnir ekki við að spyrja eftir því hér, þar sem menn þekkja þig?” “Ef þú vilt endilegfi leiða þetta í ljós eins ó- þægilega og þú getur---------”, byrjaði Chester gramur. “Já, það er einmitt það, sem ég vO. Svo ó- þægilega, að þér sárni það. Og þó þú reiðist, gerir það ekkert, á meðan þú hættir að fara til Gardner.” “Hvað ætlar þú þá að gera? Eg get ómögu- lega sofið í nótt, og ég verð að fara snemma í skrifstofuna á morgun”. “Nær fær þú frí?” “Að tveim vikum liðnum”. “Fáðu fríið strax”. “Eg get það ekki. Stillinger fær frí á mánu- daginn”. “En ef hann vill bíða?” “Mér er nauðsynlegt að biðja hann um það”. “Þá skal ég gera það”. Burns hringdi tele- fóninum og náði samtali við Stillinger. Hann sagði honum frá ásigkomulaginu, og hinn við- feldni Stillinger, sem þótti vænt um Chester, svaraði, að hann vohaði að ekki gengi neitt hættulegt að honum, og að hann væri fús til að skifta um frítíma. Burns sneri sér að vini sínum. “Nú er þetta fengið. Viltu að ég hjálpi þér?” “Heldur þú að ég sé svo langt leiddur”, sagði Chester hnugginn, “að þú verðir — ”. “Heyrðu nú Chester! Eg held alls ekki að þú sért vonlaus. En þú ert kominn mjög langt á hættulegri braut, og þú verður að stríða hart til þess að jafna þig aftur. En það getur þú ekki, ef þú samtímis hefir skrifstofustörf með hönd- um, þess vegna verð ég að gera alt mögulegt gagr\ af þessum litla frítíma þínum, ef þú vilt leyfa mér það. Viljir þú það ekki, held ég að ég verði að berja þig til að hlýða mér”. Hann brosti svo alúðlega, að aUgu Chesters fyltust tárum, og svaraði svo vingjarnlega: “Eg skal reyna að sýna þér, að enn þá er dálítill mannsvilji í mér, Red.” “Auðvitað. Og það er hann, sem ég treysti. Macauley þagnaði og læddist svo út úr her- berginu, kom svo aftur með flösku — sódavatn og glas. Klukka sló í nánd við þá; Burns þaut á fætur. “Sjáðu hérna”, sagði Macauley, nú skaltu fá nokkuð að hressa þig á. Eg þekki siði þína, en í kvöld þarfnast þú þessa”. “Nei, ég vil ekkert, góði vinur; mér væri auð- velt að búa mér til lyf að hressa mig, sem er betra en þitt”. “Því gerir þú það þá ekki? Eg get skilið, að ef dauðþreyttur maður nokkuru sinni hefir heim- ild til----”. Talaðu ekki þannig við mig, ef þú ert vinur minn! Eg hefi séð nógu margar aðferðir til að stytta líf sitt með. Eg ætla að búa mér til kaffi, af því ég verð að vera vakandi.” Hann stóð upp og reikaði fram í eldhúsið. Macauley fór með honum og hjálpaði eftir beztu getu. Tveim dögum síðar ók Burns heim á leið fyrri hluta dags frá bænum. Við eitt götuhom- ið sá hann persónu, sem beið eftir strætisvagn- inum. Hann stöðvaði bifreiðina. “Má eg fylgja yður heim?” spurði hann með húfuna í hendinni og ánægjulegum augnasvip. Ellen Lessing leit upp. “Með mestu ánægju”, sagði hún og lét hann hjálpa sér upp í bifreið- ina. “Strætisvagninn er alt af svo fullur um Reyndu nú að fylgja ráðum mínum nákvæmlega. , . . . , , ............ Og byrjaðu með því að verða mér samferða út á 1 l)etta daf’ °S eS Þráðl að fa vmdblæmn land. Eg verð að vitja veiks manns, áður en ég íraman 1 miS hátta, og ferska loftið gerir höfði þínu gott.” “Því betur er nú orðið svalara. Þér hafið Næstu fjórtán dagana var Chester oftast með væntanlega ekki drukkið vatn eða mjólk hér í græna tröllinu og eiganda þess. Þess á milli j bænum? gékk hann oft lengri og lengri leið. En fyrri “Nei, Marta varaði mig við því. Er annars vikan var honum oft svo erfið að honum lá við , á«3igkomulagið að batna?” að missa kjarkinn. ‘Þenna síðasta sólarhring hefir enginn veikst Það var á einni erfiðustu stundinni, þegar sem áður var heilbrigður, og hinum er að batna. þeir gengu upp bratta hæð, sem bifreiðin ork- ■ Eg vona að fá nú nokkurra stunda hvíld”. aði ekki að klifa, að Burns sagði. ‘Það bezta væri að þér færuð beint heim og “Chester, ég held ég hafi nú gleymt að benda í legðuð yður fyrir til að sofa”, sagði hún alúðlega á bezta endurbótalyfið fyrir þig — þó ég héldi j og leit á þreytta andlitið hans. “Þér eruð út- mig hafa reynt alt, sem þú þyrftir”. I slitinn, jafn sterklegur og þér eruð”. Chester hristi höfuðið. “Þú hefir gert alt mögulegt, Red. En ég er svo óstaðfastur. Mig langar helzt til að sofna — og vakna aldrei aft- ur”. Hann tautaði síðustu orðin lágt, en Burns heyrði þau og svaraði alúðlega: “Eg hefði átt að segja þér það fyr, því það er eitt af því, sem ég hefi sjálfur reynt. Þú manst, að ég sagði þér eitt kvöldið, að ég hefði gert hátíðlegt loforð. Og ef þú vissir hvað það kostaði mig að efna það, þá* mundir þú skilja, að mér er það ljóst, hvaða gagn er að því, og hve erfitt það er, að hrinda frá sér vana. Og ég hafi haft minn árum saman; minn meðfæddi ofsi og fyrirmynd félaga minna kom mér til þess. Þegar eitthvað var mótstætt, bölvaði ég, svo það var viðbjóðslegt að heyra. “Við gerum það allir, meir eða minna”, sagði Chester. “Ekki líkt því eins og ég. En aldrei hefi ég verið eins óstjórnlegur og það kvöld, sem móðir in deyddi son sinn óafvitandi, með því að hlýða ekki skipunum mínum. Á heimleiðinni vaknaði ég — mér datt í hug að blóð mitt fylgdi sál drengs- ins til guðs, og kæmi fyrir hans eyra”. Þeir þögðu litla stund. “Þá flutti ég mína fyrstu bæn, en það er ekki sú síðasta, og nú held ég að ég fái það sem ég bið um, Chester. Það er að segja — hjálp til að forðast freistinguna. “Eg skil að það muni vera erfitt, en þess betur sannfærandi ætti það að vera. Chester leit upp. “Það er erfitt að trúa því, að það sért þú, sem talar þannig, Red.” “Og talaðu ekki meira um þínar eyðilögðu taugar, Chester”, sagði Burns alvarlegur. Þær voru ekki eyðilagðar þegar þú fékst þær, en það er þér að kenna, og nú fær þú hegninguna.” Chester leit upp og svipur hans var breyttur, því nú var hann viss um sigur sinn. “Þessi skrifstofa þín, Red, er afarljót útlits”, sagði James Macauley. Hann leit í kringum sig á meðan hann tal- aði, og aðfinsla hans var sönn. “Já, það er líklega tilfellið”, svaraði Red þreytulega. “En mér stendur það á sama.” James leit á hann. Augun voru lokuð' og handleggirnir héngu máttlausir niður. “Heyrðu, piltur minn”, sagði James, þú vinn- ur of hart. Þessi landfarsótt í bænum hefir eyði- lagt þig. Þú hefir fengist við of mikið. “Of mikið verður maður að ananrst”, svaraði hinn, án þess að opna augun. “Hafa hinir læknarnir unnið eins (hart og þú?” “Harðara”. “Því trúi ég ekki. Þeir eiga heima í bænum, en þú hefir starfað þar inni, og auk þess gætt sjúklinga þinna hér. Og nú, þegar Cynthia er heima, að stunda veiku foreldrana sína, og ung- frú Mathewson vinnur við hjúkrunarkonustörf, er ekki undarlegt, þó útlitið hérna sé þannig”. “Það gerír ekkert. Eg fer aftur að heiman að fimm mínútum liðnum”. “Hvað er þetta? Ætlar þú ekki að hátta?” “Eg gæti máske sofnað nú, ef þú værir ekkl þarna og talaðir”. “Eg gæti sofið heiia viku, en ég held að I fárra stunda svefn, mundi gera þörf mína til að sofa, ennþá sterkari. Og auk þess yrði ég strax j kallaður út, ef ég færi heim. Nei, ég hefi ann- ; að áform, og síðan ég fann yður, er ég enn þá á- kveðnari að framkvæma það ef ég get. Viljið þér leyfa mér að taka yður með í stutta skemti- ! ferð, án nokkurra nákvæmari skýringa?” “En væri ekki betra, að þér væruð aleinn? ( Hugsið yður, að ég væri sífelt masandi?” “Þér eruð ekki af þeirri málgefnu tegund | kvenna, og ég vil síður vera aleinn. Eg hefi ald- rei getað verið aleinn með yður í heilan mánuð. ! Viljið þér koma með mér?” “Þér vekið forvitni mína. Jú, þökk fyrir. Eg held ég verði yður samferða. Eg hefi gengið úr búð í búð þenna morgun, og þarfnast hvíldar”. Hann nam staðar fyrir framan litla sölubúð, þar sem auglýst var á dyraspjaldinu, að þeir, sem ætluðu í skemtiferð, skyldu kaupa það, sem þeir þyrftu, í þessari búð. Hann fór inn og var all- iengi. Þegar hann kom aftur, fylgdi honum þjónn með stóra körfu, sem hann lét í bifreiðina. Þegar þau óku af stað, sneri hann sér brosandi að Ellen. “Þér iðrist þess ekki, vona ég, að þér gáfuð yður í mína vernd”? spurði hann. “Mér kom það til hugar, dð Marta hefir fjóra j gesti til hádegisverðar í dag, og býst eflaust við j mér”. “Ekkert verra? Skeytið þér ekki um það. j Við verðum neydd til að dvelja dáJítið lengur í ! nánd við þann stað, þar sem ég get steikt ketið, sem ég hefi í körfunni og hitað kaffi. Þér verðið jað afsaka yður með því, að tímaeyðslan hafi j verið óumflýjanleg.” “Eg vildi heldur viðurkenna að ég féll fyrir ósigrandi freistingu. Eg er svo svöng, að að- eins hugsunin um steik undir beru lofti-----”. “Ef þér metið hana meira en alt kryddmet- ! ið við hádegisverð kvenna, fæ ég mikla virðingu ! fyrir yður! Við skulum því flýja”, og græna tröllið vék inn á nýja veginn, sem lá til fjallanna. “Það er fögur útsjón frá hæðinni þarna upp, sem er þess verð að reyna á sig til að ná henni”, J sagði hann. “Máske ég kynnist yður betur eftir i þessa ferð — mig grunar, að bak við yðar fögru framkomu geymist djörf fimleikakona”. “Klifrið þér á undan upp fjallið, svo skuluð þér sjá!” svaraði hún með ögrandi svip í svörtu augunum. Hann lét græna tröllið inn í lítið skógarrjóð- ur; tók körfuna og sneri sér að henni. Hún hafði tekið af sér glófana og lagt þá, hatt og kápu í bifreiðina. Nú stóð hún fyrir framan hann í gráu pilsi á* grárri silkitreyju. Hann leit sam- þykkjandi á hana. “Nú eruð þér mátulega klæddar til að ganga um skóg og fjöll”, sagði hann og lagði frá sér húfuna. “Eigum við að hlaupa upp fyrstu brekk una? Eg er ekki líkt því eins þreyttur og ég var fyrir stundu síðan. Hann tók í hendi hennar og hljóp uppávið með henni, og hélt á körfunni í hinni hendinni. Á fyrsta hjallanum námu þau staðar og köstuðu mæðinni. Þetta er auðvitað ekki rétta aðferðin til að byrja með”, sagði hann hlægjandi, “en ég gat ekki varist lönguninni til að hlaupa ögn. Nú tökum við því með ró”. Þau klifruðu áfram, hann á undan, tilbúinn að hjálpa henni upp bröttustu plássin. Þetta var enginn hægðaríeikur fyrir kvenmann, en [hún sýndi ekkert merki til þreytu, þó hún væri blóð- rjóð í framan, þegar hún kom efst upp. “Þetta kemur blóðinu til að renna um æðar manns, eins og það á að gera”, sagði hann og leið ánægður á andlit hennar. “Þetta er bezta aðferðin til að fá nýtt fjör fyrir mig og okkur öll. — Lítið þér nú út yfir láglendið, er slík út- sjón ekki þess verð að reyna dálítið á sig til að ná henni?” “Hún er aðdáanleg. Eg hefi oft viljað fara hingað upp, en aldrei getað fengið Mörtu og Jim með mér”. “Og ég hélt, að yður líkaði betur að sitja í sólbyrginu”, sagði hann hlægjandi. “Mig hefir oft langað til að biðja yður að koma með mér í slíka ferð, en hélt að það mundi ekki skemta yður.” Hann fór nú að tína saman viðarrusl í bálið, og hún hjálpaði honum. “Eg hefi ekki tekið þátt í neinu slíku í fjög- ur ár”, sagði hún. “Og ég, sem hefi verið vön við að búa í tjaldi alt sumarið og sjá alt sjálf. Mér fanst sú tilvera ánægjuleg, og ég þoldi bet- ur allar félagslegar samkomur á veturna sökum þessa, heldur en aðrar konur”. Hún bað um leyfi til að mega kveikja eldinn, þegar viðurinn var fenginn. “Eg skal sýna yður að ég er vön við að ferð- ast um skógana”, sagði hún, þegar hún var búin með starf sitt. “Eg efast ekki um, að þér séuð jafnfimar við að steikja ket og búa til kaffi”, sagði hann, “en það fáið þér ekki að gera, því ég verð líka að sýna að ég dugi til einhvers. Setjist þér nú á þennan kubb og verið rólegar á meðan.” Hún breiddi pentudúk á flatan stein og tók alt upp úr körfunni. “Það á vel við yður að vera undir beru lofti”, sagði hann. “Er ekki steikin aðlaðandi?” “Jú, tælandi! Þetta er þó skemtilegt! Mér þykir vænt um að ég er hér, en ekki við hádegis verðinn heima. Nú setjast þau að borðinu. — Marta hefir beðið hálfa stund eftir mér, — nú er hún hætt við það og er bálreið. Og meðvitund- in um þetta gerir þessa máltíð smekkbetri t— svona óskikkanleg er ég”. “Ó, ég skil þessa tilfinningu! Þau sátu á jörðinni við hlið flata steinsins og neyttu matarins. “Eg held ég hafi ekki smakkað neitt jafn- gott um langan tíma”, sagði hún. “Eg hefi aldrei etið neitt jafn æskilegt”, sagði hann. “Guð má vita hvort það er félagsskapur- inn, sem orsakar slíkt?” og hann brosti til henn- ar. “Félagsskapurinn hefir mikla þýðingu á slík um ferðum”, sagði hann blátt átfram. “Eg hefi aldrei fyr verið með útslitnum lækni, sem fór að líkjast unglingspilti, áður en hann var búinn með fyrsta kaffibollann. Maður getur ekki Hald ið að þér séuð sami maðurinn og sá, sem bað mig að verða sér samferða fyrir stuttu síðan”. “Það er ekkert sem hefir jafn hressandi á- hrif og breyting á störfum og hugsunarhætti, — einkum ef breytingin á sér stað undir beru lofti. Eg hefi gleymt öllum áhyggjum mínum; — ég hugsa að eins um yður — ef ég má segja það. Eg get ekki losnað við þá undrun, að þér, sem voruð Bobs “fallega konan”, eruð orðin að ungri stúlku — 19 ára gamalli íþróttastúlku”. “Eg held að allir yrði unglegri, ef þeir dveldi oftar undir beru lofti. En nú erum við búin. Eg skal nú búa um öll mataráhöldin — en getið þér ekki lagst út af og sofnað á meðan?” “Sofnað — þegar ég get talað við yður?” Hún kinkaði kolli. “Einmitt. Eg ætla ekki að tala núna, svo þér getið notað tækifærið”. Hann hlýddi nauðugur, og hún vissi að hann vildi vera samvistqm við hana. Svo gekk hún inn í skóginn, en þegar hún kom aftur, var hann sofnaður. Sólarlagið var að nálgast, þegar hann vaknaði.^ Hann horfði á trén án þess að vita hvar hann var, en svo kom hann auga á körf- una, spratt á fætur og kallaði: “Frú Lessing!” “Hérna, dr. Burns”, svaraði hún. Hann gekk til hennar. “Hvers vegna hafið þér látið mig sofa svona lengi?” spurði hann ásakandi. “Eg ætlaði að vekja yður að tíu mínútum liðnum. Þér hafið að eins sofið í þrjár stundir!” “Þrjár? Og þeim hefði ég getað varið til að vera samvistum við yður.” Hann var svo hreinskilnislega hnugginn, að hún hló hátt. “Þér eruð sannarlega smjaðrgri. En ég er ánægðari yfir hvíld yðar, en ég hefði getað verið yfir félagsskap yðar, þó hann sé skemtilegur”. “Þetta er ekki smjaður; en ég viðurkenni, að þessi svefn hefir gert mér mikið gott. Þér verðið að lofa að vera þrjár stundir með mér síðar samvistum, og þá skal ég ekki sofna.” “Því lofa ég með ánægju. Eg hefi haft svo indæla, langa ferð, skuluð þér fá að vita, og dreymt-------en nú verðum við að fara?” “Segið mér frá draumnum yðar, áJ meðan við göngum til bifreiðarinnar”, bað hann “Einn þeirra er, að stofna heimili fyrir van- sköpuð börn úti á landi. Eg held að ég hafi fundið plássið — hið gamla Fairmont ábýli — það er ekki langt héðan, og ég vona að fá það fyrir sanngjarnt verð — — ”.

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.