Heimskringla - 24.06.1925, Page 4

Heimskringla - 24.06.1925, Page 4
4. BLAÐSlÐA HEIMSKFINGLA WINNIPEG 24. JÚNÍ, 1925 ffehnsktrmgla: (StofnaTí 1886) Ke»nr út A hverjim mltivlknderL EIGENDURi VIKING PRESS, LTD. 853 •( 855 SARGENT AVE., WINNIPEG. TaUfmli N -6537 Ver?J blaTJslns er $3.00 &rgangurinn bory- ist fyrirfram. Allar borganir sendist THE VTKING PREÉsS LTD. SIGPÚS HALLDÓRS Irá Höfnum Rltstjóri. JAKOB F. KRISTJÁNSSON, Ráðsmaður. Vtanftakrift tll blaflalnai THE VIKING l'HESS, Ltd, Bo Utan Aakrlft tll rltatjðrana: EDITOR HEIJISKRWGLA, Boi 3105 WINIVIPEG, MAN. 8105 “Helmskringla Is pnbllshed br Tbe Vlklna Preaa Lld. anð printed by CITV PRINTIXG * PUBLISHING CO. 853-S55 Sarxrnl A ve„ Wlnnlpes, Man. Telephone: Jí 6537 WINNIPEG, MANITOBA, 24. JÚNl, 1925 NorðmannahátíðÍD í Bandarík. Með stærri viðburðum í sögu Banda- ríkjanna, er hin mikla hundrað ára minn- ingarhátíð Norðmanna, er haldin hefir verið með mikilli viðhöfn þessa dagana í Minneapolisborg í Minnesota og víðar. Hefir hátíð þessi flestu öðru betur vakið athygli þjóðarinnar á Norðurlöndum og hinum merka og mikla þæítti, sem norræn ar þjóðir hafa átt í framför landsins. Við hátíðahöldin hefir rifjast upp saga, ekki eingöngu Norðmanna, heldur og íslands x og hins norræna þjóðflokks yfirleitt, svo að Ameríka verður fróðari eftir en áður. um þann kafla veraldarsögunnar, sem til þessa hefir tilfinnanlega verið Vanræktur meðal enskumælandi þjóða. Coolidge forseti hefir þar drengilega gengið á und- an, með ræou þeirri er hann flutti í Min- neapolis 8. júní síðastl. Getur hann af- reþsverka Norðmanna að fornu og nýju, og hvað mikið Bandaríkjaþjóðin á hinum norsku innflytjendum að þakka. Meðal hinna áhrifamestu stjórnmálamanan nú á síðari tímum eru menn af norskum ætt- um, svo sem eins og Knútur Nelson sen- ator frá Minnesota, Andrew J. Volstead, höfundur vínbannslaganna, og fleiri. Um ísland farast forsetanum orð á þessa leið: “Meðal hugnæmustu kaflanna í sögu hinna myrku miðalda, er saga íslands. Þetta litla norræna lýðveldi, með sjálf stæði sínu, sem það varðveitir, Merður að- alból hinnar fornu menningar, á þeim öld um, þegar ljós mentunarinnar virðist hvarvetna blakta á skari í heiminum. Vér höfum fyrir löngu haft spurnir af hinum tignu íslenzku bókmentum, er í letur voru færðar á þessum andlegu rökkuröldum Norðurálfunnar; en vér höfum altof lítið kynt oss þann þátt, sem ísland átti í því að brúa hið mikla myrkurdjúp milli fornu °g nýju sögunnar, sem útvörður hinnar hraustu norrænu menningar. Þessir synir Þórs og Óðins og hins stóra frjálsa Norðurheims, rísa upp fyrir hug- skotssjónum vorum sem hinir æðstu að- alsmenn æfintýraleiksins mikla og hrika- lega. Frá Noregi til íslands, þaðan til Grænlands, frá Grænlandi yfir til megin- landsins, stig af stigi fetuðu þeir sig á fram yfir norðurhöfin. Þeir fundu Vest- urhafið, því það var norrænn maður, er fyrstur sigldi í gegnum Bæringssundið, og þannig sannaði að engin tengsli væru milli Norður-Ameríku og Austurálfunnar. Manni kemur ósjáJfrátt í huga að spyrja, hvert þessir Norðmenn myndu fara í æf- intýraleit, ef einhverntíma kæmi sú tíð, að alt yfirborð jarðar yrði svo kannað, að einskis væri framar að leita. Fyrir örfá- um árum sigldi einn þeirra fyrir norðan- verðri Ameríku aila leið frá Atlantshafi til Kyrrahafs, og þessi sami maður i Amundsen — flutti fána Noregs alla leið suður á suðurpólinn, og loks nú fyrir fá- um dögum síðan, verður hann fyrstur til þess að kanna norðurheimskautið úr loft- fari og freista gæfunnar, hvers vísarí megi verða, þó enn hafi ekki frézt, er þetta er ritað.” Þessi orð forsetans eru eftirtektarverð. Fer honum sem fleiri fræðimönnum hér- lendum, er kynt hafa sér að einhverju leyti fornbókmentirnar íslenzku, að hann fær eigi lofað þsar nógsamlega- Er hann hinn annar Bandaríkjaforseti nú á síð- ustu árum, sem talað hefir á líkan hátt í garð íslands, en hinn var Theodore Roosevelt. Annars virðist vera að verða mikil vakning meðal Bandaríkjaþjóðar- innar fyrir norrænum fræðum, og saga og tungur Norðurlanda að öðlast meiri viðurkenningu en verið hefir við menta- stofnanir landsins. Er það sannarlegt fagnaðarefni og hlýtur, er stundir líða fram, að bera margfaldan ávöxt fyrir menningu þjóðarinnar. Hel og faðmur Abrahams. Prédikun flutt í Sambandskirkjunni 14. júní, 1925 af séra Ragnari E. Kvaran.*) Lúk. 16. 19—31. Ef til væru skýrslur um umtalsefni presta í kirkjum, og ef hægt væri eftir þeim skýrslum að telja saman, til dæmis hvaða dæmisögur Jesú yrðu þeim helzt að umtalsefni, þá þætti mér ekki ólíklegt, að þessi saga yrði einna lægst á listanum. Að mista kosti er eg alveg viss um, áð ekki yrðu margar lægri en hún í þeim kirkjum, sem frjálslyndar eru nefndar. Eg held að mörgum hafi fundist, jafnvel þó að þeir hefðu það ekki á orði, að í þessari sögu um ríka manninn og Lazarus, komi það berlegast fram, að þrátt fyrir hinn breiða anda Jesú, sem reynzt hefði getað faðmað út yfir allar þessar kynslóðir, frá því að hann var uppi, og áát meira erindi til þeirra allra, heldur en nokkur annar, þá væri það þó augljóst, að í sumum efn- um væri hann farinn að fjarlægjast okk- ar tíma. Afstaðan til þessarar sérstöku dæmisögu hefir verið hjá frjáslyndum mönnum mjög tíð sú, að fyrst og fremst værí engin trygging fyrir því, að Jesús hefði vitað neitt meira en aðrir jarðarbúar um það, hvað við tæki eftir «þetta líf, og í öðru lagi félli mönnum alls ekki hans skýring, eða sú lýsing, sem hægt væri að lesa út úr dæmisögu þessari. Þá er og öllum kunnugt um, að sjálfu umtalsefninu: annað líf hefir síðustu ára- tugina verið þrýst sífelt meira til baka úr þeim aðalkenningum, sem kirkjurnar yf- irleitt hafa viljað halda að mönnum. Or- sakirnar til þess eru margvíslegar. Sumar lofsverðar og sumar ekki. Allar mjög skiljanlegar. Það hefir haft áhrif á allar kirkjur — frjálslyndar og íhaldssamar — að þær hafa haft veður af þeim hugsun- um almennings, sem ekki hafa að jafnaði verið háværar, en þó vaxið styrkur með hverju árinu, þessum: “Þið vitið ekkert um hvað þið eruð að tala. Þið vitið ekk- ert meira en við,” segja menn, “hvort nokkurt líf er til eftir andlátið, eða ekki. Og við erum farin að þreytast á því hjali, sem á engu er reist.” Eg er alveg sann- færður um, að síðasta mannsaldur, eða ef til vill lengur, hefir hver einasti prest- ur fundið þetta hugsana-andrúmsloft umhverfis sig oft á æfinni, þegar talið hefir borist að þessum efnum, svo fram- arlega sem hann hefir haft hin minstu skilyrði til þess að skilja sína greindari áheyrendur. Hugmyndir manna á svo ó- talmörgum sviðum hafa orðið að taka al- gerðum stakkaskiftum, og þessi efni hafa heldur ekki orðið útundan. Almenningur sjálfur hefir ekki hugmynd um, hvað hann hugsar ólíkt um nærri því alla hluti, frá því sem hann gerði fyrir 50 árum. Menn efast nú um og afneita fullum fet- um því, sem engum datt í hug að vefengja hið alira minsta áBur. Það hefir síast inn í meðvitund manna, eins og úr andrúms- lofti vísindanna, að menn verði að reisa staðhæfingar sínar á einhverju öðru en því, að aðrir hafi staðhæft þetta sama um langan aldur á undan manni, ef ástæða eigi að vera til þess að trúa þeim. Þetta er ein ástæðan til þess, að kenningunni um annað líft hefir verið eins og stungið undir stól nú um skeið. Trúin á það hefir orðið að óljósri og frekar máttlítilli von. Og eg fyrir mitt leyti er sannfærður um, að það var vel farið, að prestarnir skyldu heldur draga úr að tala um það, sem bæði þeir sjálfir og almenningur fann, að þeir höfðu ekkert ákveðið um að segja, reistu ekki á neinu því, sem nútíminn nefnir sterkar lfkur eða sannanir. Þá er ög önnur ástæða, sem vegið hef- ir mikið. Kenningunum um annað líf, um himnaríki og helvíti, um laun og refsing, um sælu og ófarsæld, hefir verið beitt með allmikilli óvarkárni, ef ekki má segja stórskaðsamlega á köflum. Þeim hefir verið beitt ál þann hátt, að það hefir dreg- iff úr tign og alvöru þessa lífs, sem hérna megin grafar er lifað. Mönnum var kent að mæna á lífið, sem við ætti að taka, stundum beinlínis í því skyni, að þeir tækju ekki eftir þessu. Ekkert er rétt- mætara heldur en það, sem sumir óvinir trúarbragðanna hafa haldið fram, að þau væru stundhm notuð sem ópíum og svefn lyf fyrir mennina. Og hvergi á þetta bet- ur við, en um kenningarnar um annað líf. *) Eins og drepiö er á í nifJurlagi ræSu þessi- arar, þá er hún eigi nema “hálfsögS saga”. Eg hefi gert lítilsháttar tilraun til að bæt.a hana upp með ræðu, er eg flutti síðastiiöinn sunnudag. Hún veröur aö Jíkindum birt í blaðinu innan skamms. R. E. K. Um ótrúlegan tíma hefir stundum tekist að tefja fyrir umbótum á mannlegum lífs- háttum, með því að telja mönnum trú um, að þetta gerði ekkert til, skifti engu máli, því alt yrði jafnað og lagfært annars heims. Fátæklingurinn og olnbogabarn- ið og þrællinn hefir verið látinn sasrtta sig við hlutskifti sitt, með því að benda hon- um á<, að hann skyldi fá sitt andstreymi margborgað í himnaríki, ef hann væri góður og þægur. Á hitt hefir ekki verið bent, að ef menn tryðu á framhaldið, þá yrði vesaldómur manna hér í lífi marg- falt alvarlegri. Mentunarleysið, hugs- anaörbirgðin, sem yfirleitt er einkenni þeirra, sem haldið er niðri í mikilli eymd — þó vitaskuld sé það ekki nærri æfin- lega — fer þá fyrst að verða verulega al- varlegt, þegar mönnum skilst, að það get- ur náð út yfir þetta líf; þegar mönnum skilst, að ehki er einungis verið að svifta menn tækifærinu til þess að lifa vits- munalegu og andlegu lífi hér, fyrir utan sæmilega farsælu lífi og gleðiríku, held- ur verið að st^la af þeim þroska, tefja sjálfan straum framþróunarinnar í tilver- unni, hérnamegin og á-næstu tilverustig- um. % Þetta er í mínum augum ef til vill að- almergur málsins. Honum hefir ekki verið gaumur gefinn. En eins og eg hefi bent á, þá hefir hinu verið gaumur gef- inn, að kenningarnar um annað líf h a f a verið notaðar til að tefja fyrir framförum veraldarinnar. Mönnum hefir verið stung- in svefnþorn með þeim. Og það kemur æfinlega afturkast á eftir því, sem um nokkuð skeið hefir tekið méinlega skakka stefnu. Og afturkastið hefir orðið það, að stinga annarslffs hugsuninni undir stól, og snúa sér eingöngu að þeim þjóð- félagslegu og siðferðilegu vandamálum, sem biðu eftir úrlausn. Að sumu leyti verður líka að telja það vel farið. Meðan menn ekki gátu náð því valdi á hugsun- inni um annað líf, að nota hana sem á- kveðið verkfæri til góðs, þá var eðlilegt að hafa verkfærið sem minst um hönd. Og hvort sem þetta afturkast var gott eða ekki, þá er það að minsta kosti svo eðli- legt og mannlegt, að engin ástæða er til þe§s að dómfella það. En þessar almennu ástæður eru ekki þær einu, sem því hafa valdið, að mönn- um hefir fundist erfitt að gera söguna um ríka manninn og Lazarus að tíðu umtals- efni. Til þess liggja enn aðrar, sem fald- ar eru í sögunni sjálfri. Eg minnist þess, að eg átti eitt sinn síðastliðinn vetur tal um söguna við einn af mínum ágætustu vinum hér í söfnuðinum. Hann setti fram þær skoðanir viðvíkjandi sögunni, sem eg er sannfærður um, að eru sameigin- legar fyrir marga nútímamenn, og ein- mitt þá, sem alvarlega hafa um hana hugsað. Eg skal reyna að setja athuga- semdirnar fram í örfáum dráttum. Það, sem er allra athugaverðast í þess- ara manna augum, er, að svo er að sjá, sem í söguna vanti allan siðferðilegan mælikvarða. Við fáum enga lýsing á þess- um tveim mönnum, nema ytri lýsing. Við sjáum þess engin merki, að Lazarus eigi neitt frekar skilið heldur en ríki mað- urinn, að lenda í faðmi Abrahams, ef með því líkingarmáli er átt við sælluríkan stað. Eins er það heldur engin synd af ríka manninum að vera ríkur og njóta auðs síns. ÞesSi saga ber þess merki, segja menn, hvort sem hún er frá Jesú eða ekki, að hún er runnin undan rifjum þess hugs- unarháttar, sem við gætum nefnt fátæikt- ardýrkun — dálæti á sjálfri vesöldinni og einhver hjátrú á því, að það sé dygð í sjálfu sér, að manni skuli líða illa. Sam- fara þessari trú fer svo aftur ótrúin á og hræðslan vii? gleðina, sem kemur fram í fordómi sogunnar á ríka manninum. Annar agnúi á sögunni er sá taiinn vera, þar sem er djúpið, sem staðfest er í sög- unni á milli hinna tveggja híbýla annars heims. Mönnum finst þetta bera of mik- inn keim þeirrar skoðunar, að allri þeirra tilveru sé skift í himnaríki og helvíti, sem sjálf siðferðistilfinning mann- anna hefir gert uppreist gegn og dæmt með öllu óhæfa, fyrir skilningsleysið á mannlegu eðli, hrottalegt ranglæti og ó- samrýmanleik við hugmyndina um guð sem föður mannanna. Ef eg gæti lesið söguna svona, sem eg hefi verið að lýsa, þá fyndist mér eg standa andspænis mestu ráðgátu nýja testamentisins. Ráðgáta mín væri sú, hvernig eg ætti þá að gera mér grein fyr- ir því, að hún væri frá Jesú komin. Því að yfirleitt held eg að biblíuskýrendur séu þeirrar skoðunar, að svo framarlega sem nokkuð af dæmisögunum sé eftir Jesú, þá mæli allar ytri ástæður með því, að telja þessa sögu frá honum. Heimildin er ágæt — hin svokallaða sérheimild Lúkas- ar — og hin ytri einkenni þau, að líkumar eru fyrir því, að sagan hafi borist tiltölu- lega óhögguð í okkar hendur. Nú vitum við það, að Jesú hafði enga andstygð á mönnum fyrir þá sök, að þeir væru ríkir. Sum- ir hans beztu vinir virðast ein- mitt hafa verið vel efnaðir menn. Jesú hafði heldur eng- an kala í brjósti til gleðinnar. Líkurnar eru einmitt meiri fyrir því, að hann hafi unnað gleð- irini. Hann líkir sjálfum sér svo í samburði við Jóhannes skír- ara, að hinn síðarnefndi hafi kveðið mönnum sorgarljóð,1 en hann, Jesú, hafi leikið þeim gleðisöngva á hljóðpípu, og hann undrast yfir að þeir skuli ekki dansa. H'ann líkir sínum eigin boðskap við dansmúsík, finst hann vera tilefni til þess að menn hrífist með í hina á- köfustu gleði. Þá má minnast þess, að einmitt mótstöðumenn Jesú lögðu honum það til ámæl- is, hversu lítinn beyg hann hefði af gleðinni. Þeir nefndu hann átvagl og vínsvelg, og tilefniö hefir vitaskuld verið það, að hann hefir í alvöru reynt að vera glaður með glöðum. Svona mætti lengi telja. Það er ekki til hin allra minsta bending í þá átt, að hann hafi haft nokkrar heimsflóttatilhneig- ingar, og því síður haft neitt dálærti á vesaldóminum, er tíðkaðist svo mikið síðar í kristninni urp eitt skeið. Og sannleikurinn er líka sá, að í þessari sögu er ekkert, þegar nánar er að gáð, sem veitir manni heimild til þessa skiln- ings. Enn sem fyr, rekum við okkur á, að það er með öllu ó- mögulegt að fá réttan skilning á n. tm., nema að gera sér veru- lega ljósar ástæðurnar, sem fyrir eru og verða tilefni, t. d. orða Jesú. Hinn almenni skiln- ingur þátíma Gyðingsins var sá, að farsæld og velmegun hér í lífi stafaði altaf af því, að mað- urinn væri guði þóknanlegur, velgengni og auður væri bein- línis sönnun þess, að guð liti á hianninn sem góðan og réttlátan mann. Á sama hátt var litið á fátækt og vesaldóm og sjúk- dóma og hverskonar örðug- leika, sem dóm guðs fyrir þær syndir og illvirki, er menn hefðu drýgt, leynt eða ljóst, eða jafn- vel óafvitandi. Fyrir þá sök var fyrirlitnihgin fyrir þeim, sem bágt áttu, svo mikil. Þegar við nú höfum þetta í huga, þá finst mér að það sé einmitt miklu áhrifameiri að- ferð hjá Jesú í dæmisögu sinni, að leiða það alveg hjá sér að lýsa mönnunum neitt. Hann segir ekkert um ríka manninn annað en það, sem gefið er skyn með því að láta Lazarus liggja fyrir dyrum hans í því á standi, er hann var í. Hann seg- ir heldur ekkert um Lazarus ekkert um það, hvort hann hafi verið góður maður eða illur maður, en hann dregur ajt eínu eins og upp tjaldið og segir við áheyrendur sína: Þarna sjá- ið þið þessa tvo menn annars heims, annar er í faðmi Abra hams, en hinn kvelst í helju. Þetta er miklu áhrifameira, heldur en ef hann hefði áður verið búinn að benda augljós lega á galla ríka mannsins og kosti Lazarusar. Hann dregur upp tjaldið að óvörum og sýnir áheyrendunum alveg þveröfugt við það, sem þeir áttu von á. Þeir gátu ekki búist við að finna Lazarus þarna, því hann var fártækur ræfill, með öðrum orð- um, guð hafði þegar dæjmt hann og lýst því yfir, að hann væri stórsyndari. Og sömu furðuna hafa vitaskuld forlög ríka mannsins vakið hjá áheyr- endunum, og af sömu ástæð- DODD’S nýrnapillur eru bezta nýrnameðalið. Lækna og gigU bakverki, hjartabilun, þvag- teppu, og önnur veikindi, sem stafa frá nýrunum. — Dodd’s Kidney Pills kosta 50c askjan, eða 6 öskjur fyrir $2.50, og fást hjá öllum lyfsögum, eða frá The Dodds Medicine Co., Ltd. Toronto, Ontario. um. Þegar menn nú gagnrýna söguna á þessum grundvelli, að það vanti í hana hinn siðferði- lega mælikvarða, þá gæta þeir þess ekki, að tilgangur Jesú er fyrst og fremst sá, að upprærta úr hugum samtímamanna sinna þá rangsnúnu hugmynd, eftir hans mælikvarða, að það sé nokkuf- vitneskja fólgin í því — hvorki til né frá—um það hvort líf mannsins er siðferðilegt eða ekki, hvernig honum hepnast að koma sér áfram í veraldleg- um efnum. Með sögunni er bent á, að það er einmitt okkar líf„ sem er svo fráskilið siðferðileik- anum, að farsældin virðist ekk- ert koma honum við. Jesús er sannfærður um, að annars heims verði á þessu mikil breyt- ing. Þá kemur það fyrst í ljós, hver maðurinn er. í sögunni er ekki beinlínis sagt, eftir hverju yerði þar dæmt; Jesús lætur sér nægja í þessu tilfelli, að þrýsta þeirri hugsun inn í huga áheyr- endanna, að það verði dæmt alt öðruvísi en þeir haldi. Við get- um ekki búist við að fá allan hans boðskap í hverri einstakri sögu, og hins vegar er ekki hörgull á þeim dæmum, þar sem hann hafi reynt að skýra fyrir mönnum sinn skilning á þeim efnum líka. En þá komum við að hinu at- riði málsins, eða gagnrýnínni, sem tíðust er i sambandi viiS söguna. Það er þetta ástand, sem þeir eru í hvor fyrir sig, Lazarus og ríki maðurinn. Fyrsta spurningin, seni fyrir os§ verður, er þessi: Gerði Jesús yfirleitt nokkra kröfu til þess a5 vita nokkuð ákveðið um, hva5 við tæki, er héðan væri farið? Það er margt undir því komið, hvernig vér svörum þeirrí spurningu. Ef vér svörum henni játandi, að Jesús hafi í- myndað sér, að hann vissi eitt- hvað svo ákveðið um ástand manna eftir andlátið, að hann gerði það að einum lið kenning- ar sinnar og lífsskoðunar, þá verðum við að gera annað- tveggja; játa, að honum hajfi skjátlast og hann hafi ímyndaS sér það, sem ekki var á neinu reist, eða að kannast við, áð hann hafi eitthvað vitað, og játa þá þar með, að það sé ekki það djúp staðfest milli heimanna, a5 þeir, sem hér búi, geti ekki und - ir sérstökum kringumstæðum vitað eitthvað um þá tilveru, er menn hverfi til, er þeir fara héð- an. Nú er það mjög augljóst af n. tm. — svo augljóst, að á því getur enginn vilst — að Jesús hefir sjálfur trúað því, að Jiann vissi eitthvað um annan heim, og það svo mikið, að hann hik- aði ekki við að varpa fram alveg nýjum og óvæntum skoðunum um þau efni, og hann flutti þann boðskap sinn, eins og alt annað, með valdi þess, sem tel- ur sig hafa fullvissuna. Þa5 stendur eins á fyrir Jesú, eins og fyrir öllum hinum miklu trú- arbragðahöfundum frá því a5 heimurinn varð til: allir eru þeir sannfærðir um, að þeir hafi ekki eingöngu fengið vitneskju svo og svo mikla, um önnur tilveru- svið, heldur að þeim sé hjálpað frá þeim sömu tilverusviðum með mál sitt, þeim sé veitt inn- sýni og skilningur inn í lögmál lífsins, lög, sem séu fyrst og fremst gildandi, svo að ekki verði um vilst, þegar þangað sé komið. Eg veit, að þér gangið jess ekki dulin, hvernig eg svara spurningunni um það, hvort Jesús hafi orðið var á- hrifa frá öðrum heimi, og hvort hann hafi vitað eitthvað með vitneskju reynslunnar um önn- /

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.