Heimskringla - 26.05.1926, Qupperneq 5
WINNIPEG, 26. MAÍ 1926.
HEIMSKRINGLA
5. BLAÐSÍÐA,
ÞJER SEM NOTIÐ
TIMBUR
KAU PIÐ A F
The Empire Sash andl Door
COMPANY LIMITED
Birgðir: Henry Ave. East. Phone A 6356
' Skrifstofa: 5. Gólfi, Bank of Hamilton
VERÐ GÆÐI ÁNÆGJA.
höfuðstaö Islands, eru menn stundum
fljótari aö átta sig á smávægilegum
ókostum en stórfeldum hæfileikum.
Það væri ilt, ef slíkt hefði áhrif á
það vald, sem svo mjög riður á að
komi auga á afbr.a.gðsmenn vora á
sviði bókmenta og lista, meðan þeir
mest þurfa á styrk þess að halda.
Jón Leifs þarf að fá úr ríkissjóði
5000 kr. á ári í nokkur ár til þess
að geta komið hinga.ð á hverju sumri,
ferðast um landið og safnað þjóðlög
um og unðið á annan hátt fyrir ís-
lenzka tónment.
Einar Benediktsson og séra Bjarni
Þorsteinsson hafa báðir skrif.að um
það í "Vörð”, hve mikla nauðsyn
beri til þess, að vinan bráðan bug
að þvi, að safna íslenzkum þjóðlög-
um af vörum hinnar eldri kynslóða.r,
sem annars tekur þau með sér i gröf-
ina. E. B. hefir bent á Jón Leifs ti!
þessa verks og óefað með réttu talið
hann færastan núlifandi Islendánga
að kunnáttu, til'þess að rækja það
ve! af hendi. .J. L. hefir nú komist
að samningum við erlenda háskóla
um að fá að láni hjá þeim tæki öll
og útbúnað ti! þess að taka lögin á
phonograph eftir hinum beztu kvæða
mönntim.
Hann gerir ráð fyrir a.ð dvelja hér
12 vikur á sumri í þessum erindum,
en auðvitað verður hann að vinna
lengri tíma á ári hverju, að því að
ganga að öllu leyti frá verki sínu.
Eg skora fastlega. á Alþingi, að
taka Jón Leifs i þjónustu sina til
þess að bjarga frá glötun þjóðlögum
vorum og rímnalögum, hinum dýra
efniviði í listrænan íslenzkan tón-
skáldskap.
I hitteðfyrra sendi Jón' Leifs Al-
þingi bréf urn tónlista.rlífið á Islandi
og gerði þar ýmsar tillögur er lutu
að því, að efla það. Tjllögunum
fylgdu með;næli ýmsra stofnana og
nokkurr^ frægra manna erlendis, þar
á meða.1 fyrv. kennara J. L„ hins
fræga þýzka tónskálds Paul Graen-
ers. Hann bætir því við ummæli sín
um tillöguna, að hann hafi lært að
virða lærisvein sinn J. L. “fyrir-þá
alvöru og þann háleita listamanns-
vilja” sem hann leggi í störf sín.
Mörgum árum áður hafði Graener
gefið J. L. meðmajli, og með því að
eg býst við að hann sé merkastur
allra þeirra, sem >s.a.gt hafa skoðun
sína á þessum landa vorum, þá vil
eg einnig tilfæra þessar línur úr nið-
urlagsorðum meðmælanna:
“Jón Leifs hefir til a!Í bera mikla
og aJvarlega tónlistargáfu. Mér þykir
vert að bæta því við, að hann hefir
trausta, vanda skapgerð og tiginbor-
inn hugsunarhátt.”
Eg skora fastlega á Alþingi að
styrkja, Jón Leifs til starfa, að trúa
honum nú þegar fyrir verkefni.
K. A.
—Vörður.
Ástandið í Mexico.
Krossinn er þar kúgarans verkfœri.
(Þýtt úr Christian Register.)
Nýlega fór merkur Bandaríkjamað
ur til Mexico, þessa hins volduga
ríkis, sem Spánverjinn Ferdinand
Cortez fyrstur fann á miðöldunum,
og kemur hér lýsing af ástandinu,
sem hann fann þar fyrir, og fólkinu
og framkomu þess. Ritgerð þessi
er tekin úr tJnítarablaðinu “Christ-
ian Register”.
Það var rétt fyrir páskana. Múgur
fólks safnaðist að kirkjunum allan
daginn frá morgni til kvölds (þar
eru allir kaþólskir). Stórir hóparn-
ir voru þar sitjandi, standandi,
krjúpandi; hlustandi á ræðurnar,
biðjandi, með talnaböndin í höndun-
um og 'einlægt kyssandi fæturnar á
dýrlinga-líkneskjunum og berandi
fram "gjafir sínar ti! hinnar elsktt-
legu Maríu meyjar, móður Jesú
Krist;f /.
Ekki voru það þó allir Mexico-
menn, sem þarna hópuðust saman.
En það var lægri og fáfróðari hlut-
inn, meginhluti þjóðarinnar. Hinir
efnaðri og mentaðri Mexico-búar
voru þar ekki. Þeir voru farnir að
skemta sér við sjóinn, eða í lystigörð
um sínum. Og þeir álitu, að þetta
væri gott fyrir fátækan, sauðsvartan
alntúgann.
A skírdag, föstudaginn langa og
á páskum, eru ölturu öll þakin purp-
uraskrúða, og krossmarkið blasir al-
staðar við. . Og það er sem kross-
markið skíni út úr andliti hvers ein-
asta alþýðumanns, og^ öllum tilburð-
um og limaburðum þeirra.
Alstaða.r eru myndir mannsins, er
dó á krossinum, hryllilegar, blóðug-
ar, kvalafullar, og ungu stúlkurnar,
gömlu konurnar, börnin, sjúkling-
arnir, eldri og yngri, kyssa myndirn-
ar, kyssa hendur og fætur þeirra,
kyssa þær nteð vörum fullum af sár-
um, með holdsveikum vörum, með
vörum ötuðum af allskonar óhrein-
indum og pestnæmum sjúkdómum,
jafnvel börnin ungu kystu varir þess-
ar, óhreinar og smittaðar. Já, ekki
einungis varirnar, heldur fæturnar
ljka.
Þessir hópar voru Indíánar, og þó
mest kynblendingar, af Indíána og
negrakyni, eða Indíána og hvítra
manna kyni, eða Negra og hvítra
manna. Allir báVu svört sjöl, ungir
og gamlir, og allir báru fram gjafir
sínar til prestanna. Þeir voru þar
ti! að hirða skildingana. Þar voru
betlarar á einum fæti og betlarar
fótalausir, allir skríðandi á hnjánum
og mændu tárvotum augunum upp
til dýrlinganna og krossmarksins. —
Sumir voru þar eineygðir, sumir
handar- eða fótlausir. En allir voru
þeir trúaðir. Þeir voru hárvissir
um að þarna. gætu þeir losnað við
allar sínar syndir og lesti og yfir-
sjónir, þó að þeir kæmu þangað með
hendurnar rauðar af saklausu blóði,
þá var það nú alt saman strikað út.
Eyrir fjögur hundruð árum síð-
an fundu Spánverjar landið. Fer-
dinand Cortez kom fyrstur þangað
frá Spáni. En þá stóð svo á i Mexi-
co, að íbúar landsins trúðu því fast-
lega, að hinn hvíti frelsari þeirra,
Quetzalcoatl, myndi koma aftur til
þeirra. Hann hafði ríkt yfir þeim
áður fyrri, og var þá friður og vel-
líðan mikil meðal fólksins.
Þegar Cortez kom til borg.arinnar
Vera Cruz, þá trúðu íbúar landsins
því fastlega; að hann væri hinn eft-
irvænti, heittelskaði guð þeirra, Qu-
etzalcoatl, sem einu sinni áður hafði
rjkt yfir þeim, við frið og farsæld,
þeg.ar allir voru svo ánægðir og ham
ingjusamir.
Cortez hélt svo sigurför sína yfi.r
lönd þeirra. En hann rændi þorpin
og kastaði eign sinni á allar nám-
urnar og hélt alla leið til höfuðborg-
arinnar Mexico, þar sem kpnungur
Indíána, Montezuma bjó, og lét
fána sinn blakta yfir höll Monte-
zuma, þega.r þangað var komið. Var
kross mikill á fánanum logagyltur,
og stóð á fánanum með stóru letri:
“Vér fylgjum krossinum, og með
trúnni hljótum vér pð sigra”.
Þetta var og orð að sönnu. Þeir
sigruðu Mexico-búa. Cortez réði
lögum og lofum í landinu. Traust og
hlýðni þeirra endurgalt hann með
ránum. Hann óð fram og aftur um
land þeirra, Azteka- og Mayaflokk-
a.nna, og lét, greipar sópa. , Hann tók
allan afurð af námum þeirra, gróð-
ann af ökrum þeirra. Hann tók
karlmennina og gerði þá að þrælum,
erj konur þeirra tók hann og menn
h.nns og höfðu fyrir frillur. Og alt
þetta gerðu þeir í kirkiunnar og
krossins nafni.
Enginn þekkir sögu og ástand
Mexico-búa eins vel og þeir sjálfir
og prestar þeirra. Síðan Ferdinand
kom og braut landið undir sig, hafa
þeir verið kaþólskir. Þess vegna. er
það, að krossinn hefir þar æfinlega
verið merki kúgunarinnar, syívirð-
inganna og ránsins. öll kúgunin,
grimdin og svivirðingin hefir veriö
framin í kirkjunnar og krossins
nafni. 400 hefir kirkjan þar verið
kúgarans sverg og skjöldur.
I krossins nafni 'hafa alt til þessa
allar þessar svívirðingar og óþokki
unninn verið, þangað til nú. — Nú
loksins eru ráðin tekin af prestunum
og kirkjunni. Prestum öllum er vís-
að af landi burt. Kaþólska kirkjan
fær stinnan löðrung, eins og hún
ómótmælanlega átti skilið. Það gerði
hinn nýi forseti þeirra, Plutarco Eli-
as Calles. Hann hjó á Gordions-
hnút kaþólsku kirkjunnar, sem hefir
ríghaldið Mexico-búum í ómensku
og vitfirring í 4 aJdir.
M. J. S.
Piano Recital og
Orchestra hljómleika
heldur
MR. STEFÁN SÖLVASON með nemendum sínum og
hljóðfæraflokk sunnudagaskóla Fyrsta lút. safnaðar.
í Good Templar Hall, miðvikud. 2. júni
Byrjar kl. 8.15 e.h. Aðgangur 50c
Mjólkurbú til sölu eða
leigu
Vér bjóðum til sölu eða leigu stórt mjólkurbú að Gimli,
tilheyrandi dánarbúi Gísla heit. Sveinssonar. Þessi eign
er í hinum svonefnda Loni Beach suma/bústað, og hefir
á umliðnum árum haft næstum því einkasölu á mjólk
og mjólkurafurðum í því nágrenni. A^ik bygginga, sem
eru virtar $5000.00, fylgja 219 ekrur af beitilandi og fá-
einar byggingarlóðir næst húsunum. Til að ráðstafa
þessari eign tafarlaust er hún boðin til sölu á $8000.00
eða til leigu á $65.00 á mánuði.
Frekari upplýsingar veita:
National Trust Company, Limited
WINNIPEG
dða
B. THORDARSON,
GIMLI.
St. James Private Continuation School
and Business College
Portage Ave., Cor. Parkviezv St., St. James, IVinnipeg.
Auk vanalegra námsgreina veitum við einstaklega góða til-
sögn í enskri tungu, málfræði og bókmentum, með þeim til-
gangi að gjöra mögulegt fyrir þá sem frá öðrum •þjóðum
koma að láta í ljós beztu hugsanir sínar á fósturmáli sínu
Enskunni, eins vel og innfæddir geta gjört.
Þeir, sem standast inntöku prófið, sem er ekki erfitt, geta
byrjað strax.
Skrifið, eða sækið persónulega um inngöngu frá klukkan
8—10 að 'kvöldinu. Gjald frá $5.00 á mánuði og hærra.
Einnig má fá upplýsingar þessu viðkomandi hjá Mr. H.
Elíasson, og er þeirn sem tamari er íslenzkan, bent á að snúa
sér til hans. Símanúmer N-6537 eða A-8020.
Sími N 8603
Andrew’s Tailor Shop
Föt búin til eftir máli. — Hreinsun og pressun
Verk sótt og sent heim.
ANDREW KAVALEC
346 Ellice Ave., Winnipeg
Hveitisamlagið
Mansöngur.
Sunnanvindar sópa tinda’ og dali,
þokuslæður hrekja’ á höf,
heimta kvæði af töf og döf.
Allan vara eg skaJ spara og svara
bænum þínum fljóða fljóð,
finna mínu Ijóði hljóð.
Bergmálsóm af elfarhljómi þungum
— stríðu fléttað yndi er —
æska rétti forðum mér.
Siðan stundum sólar tundur hefir
brugðið ljóma á Loga fjöll,
látið hljóma dísa. spjöll.
Undir lengi óma strengir kvæða.
En að finna orð af snild
oft er minni bannað vild.
Hnikars glóðir geisla flóðin tendra.
Eh oft af fargi fátæktar
fellur bjarg á hugarskar.
Þess, er annir ótal kannað hefir,
reynir þel, þó roði hlað,
ryðguð vél fer seint af "Stað.
Gömul ör með gigtar kjör á hælum,
skuldabasl og kvaða köll
kvæði hasla grýttan völí.
Þegn þó megi þessa vegi ganga,
skal i næði stund og stund
stefna kvæði á vorsins fund.
Sumardaga .sól i haga leiðir.
Yndi’ í brekku bólstað fær.
Blóm i þekku skjóli grær.
Uppi’ í hlíðum eru víða reitir,
þar sem gleymast þraut og fár,
þó að geymist undir sár.
Lindar niður leiðir klið i huga.
Utsýn fögur yfir sveit —
Engin lög eg fegri veit.
\
I-ands við prýði’ I Litars viði hliðum
eg mun biða’ og eiga skjól
unz mér tíðin felur sól.--------
Liður stundin. Lýist mund og hugur.
Enn um tinda eldi fer.
Aðrar myndir fyrir ber.
Elfur prúð i aftan skrúði niðar
— æ að vaka’ er elfi tamt —
úndir taka fáir samt. v
Líður að hausti; lóuraustir dvina.
Ungar hreiðri fljúga frá,
flytja’ að breiðri lá með þrá.
Yfir vöggum ennisdöggvar glitr'a.
Með leifturhraða á sjónar svið
sækir það, sem tekur við. —
Utan dali og upp í sali fjalla
álftir seiða æfintýr.
Erin til heiða svanur snýr.
Einstök kvök til aftanvöku kalla.
En þrálát streymir þögn í lund
þess, er heima’ á biðarsjund.
Hnígur d?gur. Hörpuslag er lokið.
Lærðu óð við ljósin þin .
litla, góða stúlkan min.
\ S- F-
—Lögrétta.
The Burley Tobacco Growers Pool
í Kentucky sendi út þann 28. apríi
ávísanii; upp á rúmar tíu miljónir
dollara, lokaborgun á hinum 29 teg-
undum, sem uppskeran 1924 vor flokk
uð í. Samlagið hefir enn um eitt
hundrað fimtíu ög fimm miljónir
punda af tóbaki, sem framleitt var
1923, 1924 og 1925. A síðustu fimm
árum hefir verið framleitt meira
tóbak en markaðurinn hefir getáð tek
ið við, og hefir samlagið getað kom-
ið í veg fyrir, að forðinn sem til er,
ha.fi verið notaður til að skrúfa nið-
ur verðið, svo að framleiðslan borgi
sig ekki.
AlbeAa-samlagið leigir safnlilöður
í Prince Rupert.
Hinar nýju safnhlöður Dominion
stjórnarinna.r í Prince Rupert hafa
verið teknar á leigu af Alberta Sajn-
laginu frá 1. ágúst næstkomaúdi. —
Þetta var opinberlega tilkynt af aðal-
skrifstofu Alberta Sanilagsins nú i
vikunni. Þessi nýja safnhlaða rúm-
[ ar 1,250,000 mæla og getur afgreitt
' korn fljótara en nokkur önnur korn
hlaða á Kyrrahafsströndinni. Er þar
lægi fyrir tvö skip, og er hægt að
hlaða eitt skip þar á sjö klukkustund-
um. Hin sívaxandi Verzlun Sam-
lagsins í Austurlöndum verður af-
greidd frá þessari hlöðu, og sparast
þannig talsvert af tíma og peningum.
Nú þegar hafa verið gerðir samn-
ingar við stærstu skipafélögin, að
láta skip sín koma til þes&arar hafn-
ar á sama verði og Vancouver.
Prince Rupert verður notað til af-
greiðslu á öllu korni frá C. N. R.
stöðvum í Alberta.
Bandaríkjasamlög nota **radio”.
Fimtudagskvöldið 27. maí frá kl.
8 til kl. 11 "central standard time”,
verður músik og stuttum samvinnu-
ræðum víðvarpað frá KFKX, í Has-
tings, Nebraska. Umsjá á þessu
prógrammi hafa South\vest C„-op-
erative Wheat Grovvers Association,
sem hefir aðalsöluumboð fyrir hveiti
samlögin í Texas, Oklahoma, Kansas,
Colorado og Nebraska. Ef einhverj
ir lesendur biaðsins, sem hafa radi-a
heyra þetta prógram, eru þeir beðnir
að senda bréfspjald til The South-
west Co-opera.tive Wheat Growers
Association, C/o. Station KFKX,
Hastings, Nebraska, til að láta þá
vita, hvernig það heyrðist.
* * *
Lesendum er boðið að senda spurn
ingar viðvíkjandi Samlaginu til
blaðsins \ og verður þeim þá svarað
í þessum dálk.
!
ALDUR I FOTUM
ER SÁ EINI “ALDUR” SEM
DUGAR
ELT í EIKARFÖTUM
S KEMTIFERDIR
FARBRÉP TIL SÖLU
15. MAl
til
30. SEPT*
AUSTUR-CAN 4DA
M£HD JARNRRAUT EDA JARNBRAIIT OG SKIPI
KY R R A H A FSSTRAN DAR
MllHYRXIXGSLEIÐIN — — ALASKA
JASPERNATIONAr PARK
------ 3IT. ROBSOX PARIv -
GILDA TIL HEIM-
PERÐAR
%tll 31. OKTÓBER
1026
SkemtiferSir undir umsjá leiSsögumanna.
ern l>ie(?ilei?ar fyrlr
KBXXARA, LÆKNA, LÖGMENN,
KAIPSÝSLUMENN og: KVENFÖLK
Ferfiir f Jfllf til
Stórbretalands og Meginlandsins
PRINCE EDWARD ISLAND
KVRRHAFSSTRANDAR
Skemtanlr á.merkum stö?5um á leitSlnnl.
.... BEINAR FERÐIR FRA VESTUR-CANADA TII. _
Eucharistic Congress, Chicago
20.—24* J fi N1, 1926.
FÍnniS, os: ffll« fullar upplýMÍnsar
lijfl einhverjum umboíÍNmanni
CANADIAN NATIONAL RAILWAYS
-----------e5a skrifi5 _
W. J. QUINLAN,
Distrlct Pasnenger Agent
Winnipeg, Mnn.