Heimskringla - 29.12.1926, Page 4

Heimskringla - 29.12.1926, Page 4
4. BLAÐSÍÐA. HEIMSKRIN GLA WINNIPEG 29. DES. 1926. / Hdmskrinjla (StofnnS 1886) Krmnr At A hvrrjim miívlkadffl EIGENDURi VIKING PRESS. LTD. 858 o* 855 SIRGENT AVE., WINNIPEG. Tnlafmli N-6587 VerU blaTSslns er $3.00 Argangurlnn borg- lst fyrirfram. Allar borganir Bepðlat THE VIKING PRE68 LTD. 8IGFÚS HALLDÓRS frá Höfnum Ritstjórl. JAKOB F. KRISTJÁNSSON, Ráðsmaður. l'tnnAnkrfft tll blabnlnn: THB VIKING PRESS) L.td., Box 8105 Utan Ankrlft tll rltHtjAranMi EDITOR HEIMSKRINGLA, Box 3105 WllfNIPEG, MAN. *‘Heimskring:la is published by The VlklnR PreaH Ltd. and prlnted by CITY PRINTING *fc PUBLISHFNG *CO. R58-H55 Saraent Ave^ WlnnlpeK, Man. Telephone* 53 7 WINNIPEG, MAN., 29. DESEMBER 1926 Nýár. Enn eitt ár “liðið í aldanna skaut”; nokkrum miljónum gamalkunnugra and- lita færra en í fyrra um þetta leyti, og nokkur miljón ný andlit komin í staðinn. Mikið meira verður varla um árið sagt. Það hefir, með öðrum orðum, verið svona vanalegt ár að flestu leyti, eftir því sem vér mennirnir bezt vitum. Nýjar vonir fæðst, gamlar dáið; einstaka ræzt. Felli- byljir dunið; jarðskjálftar gengið; kon- ungar látist, nýir sezt á veldisstól, og önnur slík tákn og stórmerki, gerst. í náttúrunni, iíkt og verið hefir. Menn hafa elskað svolítið; hatað svolítið; bar- ist svolítið, og sæzt svo dálítið aftur. — Kristur hefir ekki opinberlega sýnt sig á jörðunni, þrátt fyrir loforð eða staðhæf ingar, þeirrar góðu konu Mrs. Besant, og þúsund ára ríkið virðist sæmilega jafn- langt undan landi eins og um þetta leyti í fyrra. En svo er það líka heldur ekkert að marka síðan Einstein ónýtti tímann fyrir oss. i En auðvitað vitum vér ekki, nema éitt- hvert það frækorn hafi fallið í mold á þessu ári, þótt með kyrð hafi farið, sem •jafn örlagaríkur ávöxtur á eftir að spretta af, eins og skilningsaldinið góðs og ills. í þeirri von lifir og hrærist mannkynið. Þess vegna geta mörg af oss horfst í augu og rétt út hendina með einlægri ósk um GLEÐILEGT NÝÁR OG ÞÖKK FYR- IR GAML’ÁRIÐ. * ¥ * Heimskringla óskar lesendum sínum af alhug, gleðilegs nýárs og þakkar fyrir liðna árið. Vonast hún eftir áframhald- andi og endurnýjuðum velvildarhug les- enda og kaupenda. í sambandi við það getur hún ekki stilt sig um, að prenta bréf, sem henni barst frá einum kaup- anda. Það bréf var bæði falleg jólagjöf og fallegt og viturlegt nýársheit. Og satt að segja er bréfið hér prentað með hlið- sjón af því, að það gæti orðið hugsanleg hvöt þeim góðu drengjum, sem líkt stend ur á fyrir og bréfritaranum, að fara og gera slíkt hið sama. En svo hljóðar bréfið: 18. des. 1926. Herra ritstjóri:—• Seinasta ritstjórnargrein í Heims- kringlu hitti mig beint á milli augnanna — og eg fann að eg roðnaði eins og svartur hundur! Á litla, gula miðanum stendur, ásamt mínu fallega nafni og á- skrift, okt. 23 — sem meinar að eg skulda Heimskringlu síðan í október 1923 — 3 ár, eða $9, og nýja árið rétt fyrir handan hólinn. — Oft hefi eg horft á litla, gula miðann, og altaf hefi eg hálf-skammast mín, og vanalega segi eg við sjálfan mig: “Eg verð annars að fara að borga Heims- kringlu, þetta helvíti dugar ekki" — en áður en eg kemst nú til þess að senda pen ingana til Kringlu, er komið annað blað og svona hefir það gengið árum saman, og þó á þlaðið að borgast fyrirfram. Nú eru jólin að fara í hönd, og eg er fremur “stuttur”, eins og fyrri daginn — svona rétt nóg fyrir hangikjöt og jóla- graut, en Heimskringlu verð eg að fá, því annars tapa eg öllu sambandi við íslend- inga í Vesturheimi; tapa af flestum göml. um kunningjum og skuldunautum — og þeim, sem eg skulda; tapa líka öllu sam- bandi við Gamla Landið, því annað ís- lcnzkt b'.að les eg ekki; og þá fer nærri að eg tapi þjóðerni mínu, og þá kannske sjálfum mér. Þess vegna vil eg nú strax gera samn- inga við Heimskringlu, sem eg vona að verði samþyktir, ekki einungis mín vegna heldur og annara vegna, sem eru komn- ir í sömu súpuna við blaðið, og það er að senda einn dollar á mánuði þangað til eg er orðinn skuldlaus við blaðið og “koni- inn á undan”, eins og við segjum hér —• þ. e. að borga blaðð fyrirfram. Eg vona að þið takið nú þessu, og reynið að halda áfram þangað til eg hefi borgað að fullu, því sízt af öllu vildi eg verða til þess að setja Heimskringlu á hausinnn, en eg er nógu breiður á milli augnanna til þess að sjá, að ómögUlegt j er fyrir Heimskringlu að halda áfram í j svona horfi. Fyrsti dollarinn kemur fyrstu vikuna í janúar — og svo dollar á mánuði hverj um — annars megið þið láta andlátsfregn mína standa á haus í blaðinu, og bæta því við: “hann borgaði ekki blaðið”. serli staöfest er milli manna i trúarefnum innan allrar kristninnar, þá mun þó ekkert atriöi fil vera, sem menn eru eins sammála um, eins og' einmitt þetta. Allir þeir menn, sem á annaö borð telja sig kristna, eru sammála um þetta stórvægilega atriöi, að ef fjármennirnir hefðu séð inn í framtiðina, þá hefðu þeir mátt vita, að fyrir framan þá var harn, sem átti að verða meiri opinberun um guð, heldur en nokkuð ann— j að hefir orðið frá því heimur hygðist. Opinberun um. guð ? Hvtið eigum við við með því'? Við sjáum, að frá því að menn fór.u fyrst að vitkast svo, að kalla mætti mannvit, en ekki dýra, þá hefir sama-. glíman sífelldlega beðið þeirra: Hvað er guð, hvað er þetta í raun og veru, sem maðurinn stendur andspænis, þegar hann vaknar í heim þenna og á að taka að lifa? Þeir læra um guð af náttúrunni. Þeir iæra um máttinn mikla í veröldinni, óbifanleik bjarga og fjaila, ómótstæðileik hins fallandi foss eða hins æsta hafs. Þeir sjá styrkleik og flýti dýranna. Allt verður þetta opinberun um guð. Aflið, sem stendur hak við tilveruna, er ógurlegt, sterkt og hræðilegt, eins og dýr merkurinnar eða undir— stöður jarðarinnar. En þeim opinberast meira. Þó að fyrsta nafn mitt sé nú sem stend ur I. O. U., þá er eg þó ennþá — Það sem þeir sáu ekki. Ræða flutt á jólum 1926, í kirkju Sambands— safnaðar, at séra Ragmari E. Kvaran. Lúk. 2, 15: — Sögðu hirðarnir hver við annan: Vér skulum fara rakleiðis til Betlehem og sjá þennan atburð, sem ' orðinn er og drottinn hefir kunngert oss. . • Það er orðið langt siðan hirðarnir sneru heim úr haganum til þess að “sjá þann atburð, sem orðinn er”. Þeir komu heim að fjárhúsunum og fundu harn liggjandi i jötu, eins og þeini hafði sagt verið. En hafa þeir þar fyrir séð þann ‘‘atburð sem orðinn er” ? Höfðu þeir nokkur skilyrði til þess að sjá það, sem undur— samlegast var við þenna atburð ? Við verðum vist að kannast við, að svo hafi ekki verið. Þeir sáu þá sjón, sem allir vildu gjarna séð hafa. Þeir sáu þá sjón, sem málarar og skáld hafa kepst við að gera okkur sem augljósasta, með því að festa hana á léreft í fögrum málverkum, eða setja í kvæði og sögur í fögru formi. Trú— artilfinningin hefir aldrei birzt í hreinni og undursamlegrj mynd, heldur en hún skín í, út úr gömlum miðaldamálverkum af Madonnu og barninu. Trúarhneigðir listamenn hafa reynt að túlka sinn skilning á því, hver þessi atburður var. Þeir hafa sökt sér ofan í að skilja þá dularfullu gleði, sem bjó í .brjósti móðurinnar yfir að sjá hið unga líf, og vita að henni hafði verið trúað fyrir að varðveita það. I andlit og svip barnsins hafa þeir viljað koma einhverjum forboða þess, sem í Ijós átti að leiðast í lífi þess, jafnframt sem það ihéldi hinum tæra svip barnsins, sem lifið var ekki tekið að rista neinar rúnir á. Frá einu frægasta málverkinu er þann ig gengið, að móðirin, sem heldur á harni sínu, varpar skugga á vegginn og skugginn verður eins og kross í laginu. Þannig hafa menn á ýmsa lund reynt að koma sínum skilningi að um það, hvað þessi athburður hefði í raun og veru verið, sem fjárhirðarnir fóru að horfa á. Að sjálf- sögðu hefir eftirtíminn staðið betur að vígi, heldur en fjármennirnir sjálfir. Þeir sáu, en hafa þó ekki séð. Þeir hafa séð lítið barn og raunamædda konu og kvíðandi föður; þeir gátu ekki séð þann atburð með þeim augum, sem 19 aldir síðar hafa lært að líta á hann. Vér skulum vérja þessari morgunstund til þess að lita yfir það, sem fjárhirðarnir sáu ekki, j en vér .höfum skilyrði til þess að sjá, vegna þess ! að aldirnar á undan oss hafa starað á þenna at- ] burð og reynt að gera sér grein fyrir honum. | Bókin, sem skrifuð er af mestu mannviti og ! dýpstum skilningi, af öllum bókum ritningar— innar, guðspjallið, sem kent er við Jóhannes, segir ekki frá því, með hvaða ytri atvikum Jesús fæddist' í heiminn. En kjarna málsins er lýst ! með þessu: Orðið varð hold og bjó með oss”. 1 I fyrstu finnst oss þetta kynleg orð og mein— ingarlítil. En orðið” var ákveðið hpgtak með I sumum Gyðingum. ‘‘Orðið’’ var mátturinn guð j legi, sem kemur fram í allri náttúru, það var | sjálft sköpunarmagn guðs. Aldrei hefir verið j. tekið dýpra i árinni, af þeim mönnum, sem i reynt hafa að gera sér verulega grein fyrir, hvað þeir hafa verið að segja, heldur en hérna er gert. Fjárhirðarnir hafa ekki getað séð þetta. Og guðspjallið er skrifað meira en 100 árum eftir atburði fæðingarinnar. En hefir eftir_____ tíminn getað séð þetta?. Hefir nútíminn nokk uð það til málanna að leggja, sem staðfesti það að “orðið” hafi orðið hold? Að Jesús sé op- inberun um guð, sem við höfum ekki aðra eins | séð i holdi, i mannlegum líkama, í mannlífinu? Það undarlega er, að jafnmikið og djúpið er, Þeir taka eftir regluseminni í lifinu. Arstíðir skiftast á, sumar kemur eftir vetur, allt yngist með jöfnu millibili. Arnar renna ekki stundum ! upp í móti og stundum niður, heldur ávalt á j einn veg. Allt lýtur skipulagi og festu, sem ekki j verður rofin. Guð er sjálfum sér samkvæmur, hann lætur ekki að sér hæða, því brjóti einhver lög hans, þá kemur það óhjákvæmilega þeim í koll, sem brotlegur hefir gerst. — En þeim op— inberast meira. Fram á mannlífsmiðið koma fram menn, sem nefnast sjáendur og spámenn. Þeir boða það, að guð sé ekki einungis mátt— ugur guð og sífelt sjálfum sér samkvæmur, held ur og einnig heilagur guð. Hvað merkir það? Það er sá guð, sem eigi þolir synd. Og synd er sérhver athöfn og verk, þar sem kept er að þvi að fullnægja eigingjörnum hvötum, án nokk— urrar hliðsjónar af þvi, hvort það er öðrum mönnum til óheilla eða ekki. Spámennirnir sögðu að guð væri heilagur guð, hann væri rétt— | látur gu'ð, því hann tæki fyrir syndSna, ef ! merfnirnir gerðu það ekki sjálfir. Spámenn \ Gyðingaþjóðarinnar, sem einmitt voru svo und- ursamlega skarpskyggnir á þessi efni, bentu þjóð inni á, að ef hún temdi sér eigingirni, misk— unnarleysi, óhóf á kostnað munaðarleysingja, þá myndi guð uppræta hana. Þetta væri eðli syndarinnar, að hún uppræt«i sjálfa sig að lokum, og þann, sem hana fremdi. Þetta sann— aðist á þessari þjóð. ísraelsríkið leið undir lok og hvarf með öllu nokkrum öldum eftir Krists fæðingu. Júdeurikið lifði, vegna þess að þar varð komið á siðbót. Otal ríki hafa uppleyzts og molast upp fyrir þessa rotnun, sem við köll— um einu nafni synd. Sagan er einn stórkost- legur sjónleikur, þar sem þetta hefir verið i yós leitt, að spámennirnir hafa opinberað það rétt, að guð væri heilagur guð og réttlátur guð. / En eitt var eftir; það stórkostlegasta var eft— ir i þessari leit mannanna eftir að skilja sjálfa sig og guð. “Orðið varð hold”. Orðið — hinn •guðlegi máttur allrar sköpunar, hafði opinber— ast á ýmsa vísu. En það hafði enn aldrei birzt í holdi — i mannlegu lífi — á þann hátt, að það innsta og dýrmætasta, sem í því felst, hafi orðið mönnunum ljóst. Fyrstu mönnum kristn- innar, hefir fundist sem þetta lykist upp fyrir ]>eim, sem ný opinberun, eftir að Jesús hafði lifað á jörðunni. Það varpaðist eins og ný ljós— birta yfir huganum, fyrir áhrifin frá honum. Guð var ekki fyrst og fremst sterkur og voldugur. Hann var það, en ekki fýrst og fremst. Hann var ekki fyrst og fremst guð reglunnar, skipu— lagsins, lögmálanna. Hann var heilagur guð; allt sem óhreint var, eigingjarnt og'ljótt, hlaut að flýja undan honum og farast, ef það lét ekki af háttpm sínum. Heilagleikinn og réttlætið, var eðli hans, en. ekki dýpsta og innsta einkenni hans. Eftir að Kristur kom fram, vita þeir, að guð er kœrlcikur um fram allt. Þeir finna, að með Kristi hefir orðið gerst hold, því að í þessu mannslífi hefir sjálft eðli þess brotist út, hindrunarlaust og tært, sem þeir hafa sjálfir aldrei áður séð. Við að sjá hann og heyra, og fylgjast með lífsferli hans og baráttu, slær birtu yfir allt mannlifið; þeir sjá, að hann er fulltrúi fyrir þessa óumræðilegu ástríðu tilverunnar, til þess að umlykja allt i föðurfaðmi, samræma alll, upphefja óvildina, láta allt finna skyldleikann við allt annað, eins og Kristur reynir að sveigja mannkynið saman í eitt bræðraband, þar sem allir finna, að þeir eru hold af annara holdi og blóð af annara blóði, þar sem gæfunnar er leit— að og hún fundin i elskunni til alls, er lífsanda dregur. i Fjárhirðarnir komu til að sjá ‘‘þann atburð, sem orðinn er, og drottinn hefir kunngert oss”. Þeir komu og sáu móðurástina og föðurástina; þeir sáu hið unga, ótrausta líf, sem þeir vissu að hlaut að bera mikil tíðindi með sér í hinni brothættu skel; en þeir sáu ekki, að mesta opin- berunin um guð var að birtast heiminum. íMestu vitmennirnir voru að átta sig á því í heila öld. Jóhannesarguðspjallið er vottur þess, hve djúpt þeir köfuðu í sínar eigin sálir. Allt fram á | þenna dag, er það að verða ljósara, að þeir sáu rétt. Og aidrei hafa ver- ið uppi eins margir menn og i dag, sem sjá það, að ef lífsstefna jóla- boðskaparins verður ekki ofan' á, þá erum við dauðadæmdir. Ef sáttfýs— in kemur ekki í stað ófriðsemi, ef samvinnan kemur ekki í stað sam— keppni; ef ójöfnuður stéttanna læg- ist ekki, þá færumst við nær gjárbarminum og fullt eins lík— legt, að vér föllum í hana — gjá nýs veraldarófriðar, nýrra borgarastyrjalda og afnáms vest— rænnar menningar. Það er nú einu sinni svo, að það tré, sem ekki ber ávöxt, verður upp höggvið og því í eld kastað. Frá því að orðið var hold, frá því að heimurinn tók fyrst að átta sig á því, að guð er kærleik— ur, þá hefir letrið yfir mannlífssög— unni orðið skýrara og skýrara, það sem segir, að allt, sem ekki er kær— leikur, allt, senr sé andstæða kær— leikans, hljóti að deyja. Fjárhirðarnir sáu barnið í Betle— hem, en þeir hafa ekki vitað, að þeir sáu orðið, sem var orðið hold, heims ins mestu opinberun um guðdóminn. En það er fleira, sem þeir hafa ekki getað séð, en við höfum lært að sjá. Barnið í jötunni, hefir ekki ejngöngu reynst fyllsta opinberun um guðdóm- inn, heldur ekki siður fyllsta opin— berun um manninn, sem birst hefir. Og á engri opinberun er oss meiri þörf. Af allri heimsins villutrú, er sú skaðlegust, sem birtist sem van— trú á manninn. Allir spámenn og frömuðir nýrra, æðri hugsjóna, reka sig á þenna kalda, háa, sleipa vegg: maðurinn getur ekki þetta, maður— inn er eigingjarn, illur, tilfinninga— sljór! Hið mannlega eðli er samt við siig; engar verulegar umbætur eru hugsanlegar, vegna þess að þær ávalt stranda á ófullkomleika manns ins. En jafnmikill og sá ófullkom— leiki ér, þá strandar allt fyrst og fremst á trúleysinu á möguleika mannsins til endurhóta, já, til full— komnunar. I einu bezta ritinu, sem skrifað hefir verið síðasta mannsald— urinn, Man and Supérman, eftir Bernard Shaw, er deila milli Djöf— ulsins og mannsins, sem þráir full— komnunina. Vopn Djöfulsins í deil— unni er vantrúin á manninn. Mað— urinn læitir aldrei verulegri orku, nema þegar hann er að eyðileggja, og fremja illt, segir hann. Hann smíðar ógurleg herskip, sem ekkert stenzt fyrir; hann smíðar fallbyssur, sem skjóta í tuga mílna fjarlægð; hann getur orðið hræðilega máttug- ur í ófriði, en hann hefir ekki enn þá lært að yrkja jörðina; hann hefir -notað fram til þessarar stundar ó— merkileg verkfæri til » akuryrkju; hann lætur mann farast á einum stað vegna matarskort.% þó nóg sé af honum á næstu grösum. Allar frið— samar iþróttir og störf eru sem barna leikur, í samanburði við íþrótt hans til eyðileggingar og skelfingar. — Maðurinn getur aldrei bjargað sér, segir Djöfullinn, því að hann er í eðli sinu ræfill og eigingjarn. Hon— um er svarað með því einu, sem hægt er að svara með, og það er, að maðurinn yfirvinnur þá fyrst sinn eigin veikleika, þegar tekist hefir að koma inn í höfuð hans hugsjón, sem kemur honum ekki við, heldur al— heiminum. Ef hægt er að láta hann koma auga á eina volduga, almenna hugsjón; hugsión, sem hann hefir ekkert gagn af sjálfur, þó hún kom ist í framkvæmd, þá getur hann lagt allt í sölurnar. Menn berjast fyrir frelsi ókominna kynslóða, fyrir sjálf stæði landsins síns um ókomnar aldir, fyrir bræðrafélaginu eftir 100 ár. En djöfullinn hefir rétt fyrir sér í því, að maðurinn er veikur, hann er huglaus, hann er svikull við allt fagurt og gott í sínum eigin, per— sónulegu málum, en ef það tekst að láta hann skilja, að gtið hafi ætlað honum eitthvert sérstakt verk; með öðrum orðum, að hann eignast ein— hverja hugsjón, þá verður hann ger— samlega kærulaus um persónulegar afleiðingar. Þess vegna eiga öll mál sína píslarvötta, og þess vegna hefir enginn píslarvottur séð eftir því að verða það. Þetta eðli hefir hirst á alveg sér— stakan hátt í barninu, sem fjárhirð— arnir fóru að horfa á forðum. — Jesús þurfti ekki að horfa á fjarlæga, glæsilega hugsjón, sem væri eins og fjallatindur upp úr þokunni í fjarska, DODD’S nýmapillur eru beztat nýrnameðalið. Lækna og gigt, bakverki, hjartabilun, þvag- teppu, og önnur veikipdi, sem stafa frá nýrunum. — Dodd’s Kidney Pills kosta 50c askjan. eða 6 öskjur fyrir $2.50, og fást hjá öllum lyfsögum, eða frá i The Dodds Medicine Co., Ltd. Toronto, Ontario. til þess að varpa frá sér allri hlið— sjón af persónulegum hagnaði eða frama. Hann sá hana alstaðar. Hann sá hana í liljum vallarins; hann sá hana í tollheimtumönnum og ber— syndugum, hvar sem hann sá mann, þá sá hann allt verkefni lífs síns fyrir framan sig. Köllum hans hróp' aði til hans úr öllum myndum lifsins. Einn af vinum mínuni, sagði við: mig setningu, sem hefir hljómað í eyrum minum síðustu dagana. Við vorum að tala um Krist. ‘‘Hann vissi eins og fuglinn, sem flýgur yfir heit— ar heimsálfur, hvert hann átti að fara”. Setningin er afargóð. Fugl— arnir flugu í þúsundir ára undan kulda og í hlýju, og úr hita i svala. Þúsundir ára hafa þeir vilst eitt— hvað, en þó haldið stefnu. Hlýjan kallaði á þá, frostið rak þá áfram. En einn dag koma fram fuglar, sem vissu; fuglar, sem ekki gátu farið annað en rétta leið. Eðlishvötin er orðin. eign þeirra, en hún er sprott— inj upp úr viðleitni óteljandi kyn— slóða. Eitthvað líkt er um mennina og Krist. Mennirnir hafa leitað t áttina til hins góða, blátt áfram rekn ir áfram, af því að hið illa var á köflum óbærilegt. Hið illa reynd— ist anda is og kulda. yiðleitnin til hins .góða hefir birst i mörgum mynd' um, hún hefir blossað upp eins og eldur hér og þar, þegar spámenn mannlífsins gátu tendrað eld fjar— lægra hugsjóna i brjóstum mann— anna. Hún hefir birst sem sjálfsaf— neitun, sem píslarvætti á einhverju takmörkuðu sviði. En svo er eins og þessi tilhneiging og þrá óteljandi' kynslóða, hafi alt í einu brotist út sem eðlishvöt, sent óafmáanlegur eig inleiki í Kristi. Hann hugsar ekkf um, hvers vegna á eg að gera þetta? Hann gerir það; það er eðli hans að gera rétt. Það er eðli hans að taka ekki tillit til neins, ekki heimilis— banda, ekki þjóðernis, ekki fremdar eða frama, til einskis annars en ást— ar sinnar á mönnunum. Það er þess vegna, sem hann er opinberun utn eðli mannsins. Hann er opinberun um það eðli, sem ekki er enn fætt; hann er opinberun eðlishvatar, sem enn er í móðurlífi kynslóðanna. Hann er ofurmennið, sem mannkyn— ið ætlar sér, í huldum djúpum sálar sinnar, að fæða. Hánn er eins og' geisli dagsins, sem ekki er enn til. morgundagsins. Hann er bjarmintr utan, úr þeim heimkynnum eilífðar— innar, sem enn eru ókönnuð. Fjár— hirðarnir sáu hann nýfætt, byrjandi mannslíf, en þeir sáu ekki, að Ma<f— urinn var að fæðast; maðurinn, sem kunni svo skil góðs og ills, að hon- um gat ekki skjátlast. Kristur er opinberun og forhoði þess manns. Eitt langar mig til að minnast enn á, sem fjárhirðarnir komu að sjá og sáu, en sáu þó ekki. Þeim haJðr verið boðað: “Yður er frelsari fædd" ur’ . Þeir fóru að sjá frelsara, en hvað sáu þeir ? Hafi þeir veitt boð— skapnum athygli og trúað honum, þá hafa þeir talið Messías Gyðinga- þjóðarinnar vera að fæðast. En hversu óendanlega hafa þeir þá ekki farið villir vegar! Messías, konung— urinn, sem átti að frelsa þá undan yfirráðum Rómverja, og leggja heim inn undir yfirráð Gyðinga. Ef hægt er að tala nokkursstaðar um fyrirlitn ingu í huga Krists, þá var það fyrir þeim mönnum og því hugarfari, sem

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.