Heimskringla - 19.01.1927, Blaðsíða 2

Heimskringla - 19.01.1927, Blaðsíða 2
2. BLAÐSIÐA IIEIMSKRINGLA WINNIPEG 19. JANUAR 1927 Presturinn og víkingur- JÓHANNA ROSÁ JONSDOTTIR. (Kona Tryggva Þorsteinssonar, að Tantallon, Sask.) "Á haustin fölnar rósin rautS, reifast hvítum hjúpi. MóSir þín í drotni er dauð. Hún deyíi aTS Stóra-Núpi." (Draumvíca þessl á aC hafa veriS kvetSin af Vatnsenda- Rósu h'Uinni.) Þaö er hljótt, því vetur varir, Vermigeislar sólar falla Yfir kaldar klakaskarir, Kennir þeirra ylmagns valla. I>að er hljótt nú heima' á bænum. Hún er þar ei meir — er látin. — Eyjan gamla, austur í sænum, Okkur sendir éljagrátinn. — Hennar barn þú varst, þótt værir Vesturlandsins fósturdóttir. • Þér voru hennar hljómar kærir. Hennar metnað til þú sóttir. Ljóðin hennar last og kunnir, Lærðir þau af fóstru vörum. Málum hennar ávalt unhir, Ætíð samrýmd hennar kjörum. Vinum þírium frá ert farin, Finna þeir, hvað sár er missir, Æfiferill ekkils marinn; Endurfundir samt eru vissir. Þín er öndin hafin hærra, Hærra ætíð nam hún leita. Vísdómsrúnir skína skærra, Skilning alls, sem mistir, veita. Farðu vel, við finnumst bráðum, Frændur eiginmaður, synir, Fósturmóðir, — mæðgum báðum Mun sá fundur kær, — en vinir Kvéðja þig, og þakka kynni, Þitt var starfið hugðnæmt, móðir. Lengi standa munu í minni Miklir þínir kostir góðir. B. P. mn. Fœdd 2. ágúst 1872. — Dáin 7. desember 1925. Foreldrar hennar voru: heiðursbónd- inn Jón Snorrason og sæmdarkonan Rósa Margrét Sveinsdóttir. Þau voru bæði upp runnin úr sömu sveitum í Eyjafjarðar. sýslu, ólu þar allan aldur sinn og hnigu þar að lokum síðast að velli, hún 1873, en hann 1886. Jón varð þrígiftur og eignaðist 10 börn. Hann bjó fyrst á Skóg- um og síðar á Moldhaugum í Glæsibæjar. hreppi, en seinast að Auðbrekku í Hörg- árdal, og dó þar, sem áður er getið, 1886 Fæðingarstaður Jóhönnu var að Tré- stöðum í Glæsibæjarhreppi, og varð hús- frú Helga yfirsetukona ingjaldsdóttir til að annast móðurina í þeim veikindum, og taka á móti barninu. Eftir að hafa laugað hvítvoðunginn og hagrætt þeim mæðgum, sem bezt mátti, býður Helga móðurinni, eða þeim foreldrum, frænd. systkinum sínum,") að taka litlu ung- frúna og veita henni fullkomið framtíð- arfóstur. Var því göfgisboði hennar, án biðar ljúflega tekið. Eftir þar frá liðna stundardvöl, hóf Jóhanna heitin sína fyrstu ferð í örmum sinnar nýju móður, þeirrar móður, sem aldrei slepti verndar. höndum af henni, svo lengi sem lífdagar þeirrar dóttur hennar entust. Á þeim árum, sem Helga tók Jóhönnu til sín, bjó hún með manni sínum, Jóni Sigurðssyni, á Samtúni í Eyjafirði. Sex árum eftir að þessir atburðir gerðust, flutti Helga, þá orðin ekkja, úr Eyjafirði, vestur í Húnavatnssýslu. Var hún þar með áminnsta dóttur sína í 10 ár (1878—1888), bæði í Langadal og Svartárdal. Gegndi hún þar aðallega Ijósmóðurstörfum. # Sumarið 1888 fluttu þær mæðgur tíl Ameríku. Stigu þær á skip á Sauðár- króki, á 16. afmælisdegi Jóhönnu (2. ágúst) og komu til Winnipeg eftir. mán- aðar ferðalag (4. sept.). Voru þær þar búsettar í fleiri ár. Þá mun hér nógu langt á leið komið. með þeim mæðgum, til þess að láta lýs- inguna hér eftir, falla nánar að Jóhönnu heitinni, og ættu þá undangengnar ætt- færsluhugleiðingar að gera það léttara að komast af með fá orð um það, hvað í henni bjó, og hvað hún í sannri raun var, öllum þeim, sem kyntust henni og skýrleik höfðu til þess að meta rétt kosti hennar. Strax við fæðinguna þótti Jóhanna efnileg og ásjáleg, og með þeirri sérstöku umönnun fóstru sinnar, "rann hún upp eins og fífilí í túni". Þegar hún komst á legg, vandist hún hinu mesta hreinlæti og reglusemi í öllu, er við kom þeirra heim- ilishaldi. Eftir að hafa fengið tilsögn í lestri og henni sýndar höfuðreglurnar í reikningi, var allri fyrirhöfn við nám hennar lokið. Hún var bókhneigð langt fram yfir það almenna ,og gáfurnar skarpar og víðtækar, svo að fljótt gerði hún sér glögga grein fyrir innihaldi þeirra bóka, sem almenningi gafst kostur á að kynnast, úti til sveita á Islandi. Þegar til þroskaáranna kom, var það sérstaklega tvent, þar sem hún bar af öðrum ung- lingum. Var það reikningur og samein- uð málþekking ög málfegurð. Auk þessa var hún sérstaklega sönghneigð. Lyndis- einkunnir hennar voru hreinar og djarfar, svo að ekkert var henni fjær skapi en að beita hálfyrðum eða að búa yfir laun. málum. Tildur og yfirlæti vár henni jafn ógeðfelt. Hún var kreddulaus í trúmál- um og sem næst "sósíalistf' í þjóðfélags- málum; og vóg öll mál með þeirri sam- vizkusemi, sem gáfaðri og göfugri konu var samboðið. Myndin af henni, sem fylgir þessum orðum, er tekin vorið 1892. Er því fyrir hvern einn að skapa sér sinn eigin dóm um hana á því aldursskeiði. Þó skal þess getið, að hún var mikið fremur hraustlega bygð, herða- og mjaðmamikil, en miðmjó; björt á hár, bláeygð og held- Þau þrjú, og landfræga skáldkonan Vatnsenda—Rósa, voru n.áin frændsystkin, og er þeirra fyrsti sameiginleigi ættfaðir; Rögnvaldui Arnfirmsson bóndi á Reístará í Arnarneshreppi við Eyjafjörí (að vestan). Skal það sýnt hér á þessa leið: Röenvaldur Arnfinnsson Flóvent, íaðir : Snorra, föður: Sn.orra, t'oðnr: lóns, föður: Elías, faðir: Guðfinnu, móður : Rósu Margrétar, nióður : Jóhönnu Rósu. Signður, móðir: Sesselju, móður: Helgu ýfirsetukorru. Guðmundur, faðir: Vatnsenda—Rósu. Frá öðrurn hliðnm en Rögnvaldar, eru báðir foreldrar Jóhönnu í beinni frændsemi við Hallgrím Pétursson. i kynsæli sæmdarbóridi, Rögnvaldur á Reistará, druknaði 19. nóvember 1760. Er ,-ett hans glögglega rakin í fleiri aldir, til nafn- greindustu bænda, presta og valdsmanna i Skagafjarðar- og Eyjafjarðarsýslu, og þar næst til Skálholtsblskupa, og þéírra Oddaverja, sem er svo alkunn úrvalsætt, að engin hefir verið talin betri á Islandi. — Frá þeim er síðan rakin ætt til beztu konunga á Norðurlöndum. ur stórskorin í andliti. . Hæð hennar var fimm fet, tveir og hálfur þumlungur, og þyngdin, er mest var, 156 pund. TJm sumarið 1892 (14. ágúst) fluttust þær fósturmæðgur frá Winnipeg vestur til Tantallon, Sask. Þar giftist Jóhanna heitin litlu síðar, og lifði þar það sem eft- ir var æfinnar. Maður sá, er Jóhanna átti, er Tryggvi Þorsteinsson, ættaður úr Grímsnesi í Árnessýslu. Hann er dreng- ur hinn bezti og með fremstu framtaks- mönnum í því bygðarlagi. Þau hjónin áttu saman tvo drengi. Heitir sá eldri Jón, nú 33 ára gamall; en hinn Helgi, 26 ára gamall. Eru þeir, sem þeir eiga kyn til, hinir mannbornlegustu og beztu menn. Jóhanna heitin var heilsugóð upp til síðustu ára. Þá fór hún að kenna þess sjúkdóms, sem varð henni að bana. Var það hjStrtabilun og blóðæðaþrýstingur. Hún lá um tvo seinustu mánuðina, fyrst heima hjá sér, og síðan tvær seinustu vikurnar á almenna sjúkrahúsinu hér í Winnipeg. Sem áður er sagt, dó hún 7. desember 1925, en var jarðsungin fjórum dögum síðar (þann 11.) skamt frá heim- ili þeirra í Tantallon. Síðastliðið haust birtist í Lpgbergi ferðasaga eftir prest, sem farið hafðt víða uni Ameríku. Kr San. Fran'C— iscoborgar þar að góðu getið, otg má það vera gleðiefhi þeim, sem þar búa. En að Sati Fraricisco sé stærsta borgin í Californíu", mun vera fyrir- sögn. Sumir þrestar hafa spádóms andagift, sem óvart getur blandast saman við veruleikann. Presturinn segist hafa hitt þar raann, sem hafið hafi kappræður við sig. Tíafi víkingablóðið auðsjáan- lega runnið oblandað i æðum hans, Hann hafi skorað sig á hólm að sanna, að bygging Islands heföi haf- ist 874. J'etta er ekki alls kosfar rétt. Vik ittgurinn ætlaðist ekki til að prest- urinn sannaCi •neitt. Hann vissi a8 slíkt er ekki hlutverk presta. En hann hafði gaman af að grennslast eftir því, hve mikið presturiun vissi tim víkingana fornu, og spurði því prestinn. hvenær Island hefði futtd- ist. Presturinn hélt því fram, að það hefði fundist 874, en. víkingurirw var ekki ánsegður með þá úrlausn, og presturinn gat ekki fært neinar sann anir fyrir þeirri staöhæfingu sinni, sem ekki var von. Það er líka rangt með fariS, að víkingurinrj hafi haldifj því fram, að það væru landráð að kenna börnum • íslenzkn. Hinu hélt hann fram, að slíkt náni mundi ekki koma þeini að miklum notum hér, og þresttirinrí gat ekki sannaS hið gagnstæða, sem ekki var heldur von. I'á er það ekki heldur rétt sem prestttrinn íegir, að viktngurimi hafi safjt að heili fslendinga gati , ekki rúmað nenia eitt tun-timál. llnn hélt hann fram, að þeim, sem nnna vildu fleiri tungumál en eitt, mundi haskvæmari kunnátta í öSrum mál- um en íglenzku, og mun það rérl vera að prestnrinn hafi þá "fallið óvíg- tir" — sem von var. Presturinn segir að Oregbnríkið byrji við Portland, og i gegnum Oregonrikið sé eintóm fjallaleið. — Norðurtakmórk Oregonríkis eru 9 mílum íiorðar en Portland og er bein lína þaðan tmi 200 milur ti! næstu fjalla í suðri, en járnbratttarleið er mikið lengri frá Portíand til fjalla. Líklegast hefir presturirm lagstj til svefus, þegaT lestin iór frá Port land og ekki nimskast fyr en húti hafði farið svo sem 350 milur. — Prestar vaka ekki æfinlega, &em I er von. Presturinn segir aö járnbrautar— lestin hafi farið á skipi yfir arm af San Francisco firðinum, en hún fór vitanlega aðeins yfir Sacramentoána frá Benicia til Port Costa, 5 milttr frá ósnuin, þar «fm ,'iin fellut' fjarðararminn. I'etta er aðeins örlítið sýnishorn. FerÖasagan er löng eins orr Jóns— bókarlestur og öll svipuð þessu. ( ig hún er alveg eins góð og við var atS húast. Prestar "lifa og hrterast" ; heimi trúarinnar. I'i'ss vegna þeir ekki heim veruleikans. n 'íeíns og gegnum gler og i þoku". Snii Francisco vikingur. Loftskeytastöð. endurrcisl við Nývog i Norffaustur— Grsnlandi. Nývogur er í Grsenlandsóbygðum, á 74. stigi norðurbreiddar, heint t norður frá Hrútafirði. Þar ftistu norrænir merin fyrstu loftskeyta Grænlands sttmarið 1923. Sex menn höfðust þar við veturinn eftir sendu daglega veðurskeyti, sem birt voru hér í blöðum. Ari síðar ætlaði flokkttrinn heim, en skipið týndist með allri áhöfn, Nú hafa Norðmenn endurreist stöðina, af hvötum Tommesens rit— stjóra hlaðsins "Tideus Tegn", Lagði hann fram fé til nyrra loftskeyta- tækja ásamt rannsóknarstöðínni ': Tromsey. — Stoðvarmenn et'u sex, allir þrautreyndir norðursetttmenti. hat'a dvalist Iangvistum á Jan Mayeir og Svalbarða, sumir við vetktrathng- anir og loftskeytagendingar, aðrir við veiðar. .1'*.tla þeir m'i að stunda hvort tveggja jöfnum höndum norður þar. "Tidens Tegn" hefir einkarétt á öllum blaðaskeytum trá stöðinni. -— Barst blaðinu fyrsta skeytið 13. f. m. (nóv.). Fregnritínn heitir Foldvik, Gert er ráð fyrir að veðurskeytí verði send daglega; er þaö talið eink ar mikilvægt fyrir veðursp,ár, eink- um um norðanverðan Noreg og Is— land. Stöðvarmenn hafa vistir, er vinn— ast megá um nokkur ár. Er þess vænst, að stöðin megi haldast við að staðaldri. (Vísir.) --------------------x-------------------- Stórt skarð er fyrir skildi orðið á um- ræddu heimili, þar sem ástmennin fjögur, móðir, maður og tveir synir, eru knúð til að sjá slíka konu hverfa fyrir. tjöld dauð- ans, og ekki nema eðlilegt, að döpur lík- blæjuhula verði á flestu því, sem fyrir sjóninni verður, þótt jafnframt kvikni þakklátssemi fyrir það, að hafa borið gæfu til að njóta sambúðar við hana, svo mörg sælurík ár. Þegar svo frá líður, verður það skoðað sem þýðingarmesta viðstöðustundin, liðnna daga, að hug- leiða slík vistaskifti — og vinaslit. Klökk og djúp lotning fylgir henni, frá vinunum, um tímans ómælilegu leiðir. Arnljótur Björnsson. S)«»o^o4»o^o«»()«»ti4^a«»o«»iHH»o«»ti«»n^ HIÐ NÝJA J GOLDEN GLOW ! SPECIAL EXPORT ALE "BEST BY EVERY TEST" Nú fáanlegt fyrir leyfishafa í Manitoba. Vagnarnir fara alstaðar. Pantið það í kössum eða smákössum frá hinu nýja ölgerðarhúsi voru í Ft. Rouge. O PELISSIERS LTD. J- SIMI 41 111 ða»o«*o«»o«»(i4a»()4M'n.^a«»o4a»a^()«M.o«»()4i i 9 I Vilt þú komast áfram Velgengni er einungis þeirra, sem eru reiðubúnir að grípa tækifærið, þegar það gefst. Eruð þér? Eða eruð þér ánægð að fljóta úr einni lágt launaðri stöðu í aðra? Nútíðar verzlun krefst þekkingar og kunnáttu. Hún bíður ekki eftir að óreyndir byrjendur læri einhvern graut í starfi sínu. Látið ekki vankunnáttu standa yður fyrir þrifum. Byrjið kaupsýslustarfið rétt. Elmwood Busíness College veitir fullkomna kenslu í öllum kaupsýslufögum. Sér- stakar greinir kendar ef æskt er. Ágætlega lærðir og hæfir kennarar, sem hafa haft virkilega starfsreynslu, tryggja gagnkvæma kenslu. Sífeld eftirspurn eftir ELMWOOD LÆRLINCUM. Námsgreinir Bookkeeping, Typewriting, Shorthand, Spelling, Composltlon, Grammar Fillng, Commerclal Law Verð: Á máimðl Dagkensla......$12.00 Kvöldkensla .. .... 5.00 Morgunkensla .. .. 9.00 Business Etiquette Hlgh School Subjects, Burrough's Cakulator. Skrifið eftir fullum upplýsingum til skólastjórans. 210 HESPLER AVE., ELMWOOD. Talsími: 52 777 Heimili: 52 642

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.