Heimskringla - 11.09.1929, Page 2

Heimskringla - 11.09.1929, Page 2
X. BLAÐSÍÐa HEIMSKRINCL A WINNIPEG, 11. SEPT., 1929 Silfurbrúðkaop. Þeirra, hjóna GuSmundar og Þor- bjargar Anderson í Vancouver, B. C., 30. júlí, 1929 “R'óSuU gyllir gnýpur fjalla, geislum vaggar aldan bláa,” söng ég í hálfum hljóðum, þegar ég og konan mín stigum af sporvagn- inum á horni aðalstrætisins og 23. ave. í Vancouver, B. C., þriöjudagskveldið 30. júlí síðastliðinn. Þegar ég lit- aðist um og sá hversu fagurt var, að vanda, að lita yfir borgina fögru við Burrard sund, yfir til fjallanna, blárra, í rökkurmóðunni, sem breidd- ist hægt og mjúklega um skógi vaxn- ar hlíðiar, með dældum og dölum, giljum og gljúfrum, og mismunandi litum, sumstaðar dökkleitum, nærri svörtum, en annarsstaðar lifrauðum, eða þá ljósbláum, og svo með ýmsum öðrum blæbrigðum þar á milli sem erfitt er að lýsa; aðeins dást að list- argáfu málarans mikla. Sólin var að hníga í heiðbláan reit, hljóðlega nóttin á jörðina leit; 'hugsaði ég, en þagði þó; og þá sá ég líka hana — The Sleeping Beauty,— Nú sé ég þá fyrst hvar hún sefur á svalbarði fjallsins efst. Þar rekkju hún hlotið hefur sem himinsins blátjöldum vefst. Hún sefur þar svefninum langa,— sagði ég upphátt, en komst ekki lengra því konan min hnippti fast í hand- legginn á mér, og sagði: “Nú ertu kominn upp á hjólið, — farinn að yrkja! og það á íslenzku; og úti á miðri götu, þar sem allir heyra til þín, og glápa á þig eins og tröll á heiðríkju! Á hvað ertu annars að horfa? Hefirðu aldrei séð fjöllin þarna fyrri, og hvar svo sem er hún þessi Sleeping Beauty?” Þér er nú nær, góði minn að fara að hugsa um hvað þú vilt segja i kveld ef á þig verður kallað, til að tala eitthvað til silfurbrúðhjónanna, auðvitað vil ég helzt að þú þegir, en ég þekki þig nú, — og ykkur — ef einn talar þurfa allir að láta til sín heyra. Og svo stendur úr ykkur orðabunan, hvort sem nokkur kærir sig um eða ekki. En umfram alla hluti farðu nú ekki að yrkja, þú getur það hvort sem er ekki, svo nokkur mynd sé á.” —Já, jæja, en þú verður þá lika að passa upp á mig, því ekki get ég nú gert að því ef skáldskaparandinn úr einhverjum öðrum hleypur í mig, ó- viðbúinn, og alveg óvart. Svo þú verður að ábyrgjast að ég haldi mér saman. ‘fHallo!” var þá sagt rétt við eyrað á mér, með íslenzkum mál- hreim. —“Ertu ekki á leiðinni til An- dersons? Ætlarðu ekki að vera með? Fólkið er að þyrpast heim að húsinu, en annars er nú nógur tími enn þá. En segðu mér nokkuð: Ertu með kvæði'? — Þau Andersons hjónin eiga það sannarlega skilið, að þeim sé allur sómi sýndur í kveld, bæði með ljóðum og lausu máli. Þú mátt til að segja eitthvað.” En minn kæri, bezti, ég hefi lofað konunni minni statt og stöðugt að mjæmta ekki né skræmta í allt kveld; og hana má ég ekki svíkja. “Uss, blesaður vertu, hvað gerir það til þó maður svíki konuna sína! Þær stökkva ekki á fjöll; eða þær koma þá til baka. Svíkja konuna sína! Huh!” Nei, út á hina hálu braut skáldlist- arinnar hleypi ég mér ekki; — þar er svo ansvki hyltu hætt. — En hitt er satt sem þú sagðir um Andersons hjónin. Þau eru alls góðs verðug; en ég fyrir mitt leyti er alveg gal- tómur. En hvað um þig? Þú ert, held ég, fullur af andagift í kveld. Hvað finnst þér ætti við að segja? “—Ja, þetta góðlátlega gaspur, um allt og ekkert sem menn oft láta nú fjúka, af því það er eins og hendi næst, ætti samt ekki að bjóða Ander sons hjónunum við þetta tækifæri; bæði er Mr. Anderson sjálfur vel máli farinn maður, og þau bæði góðum gáfum gædd, og auk þess fyrirmynda hjón,— sambúðin ágæt, heimilið skemtilegt og aðlaðandi; gestrisnina þekkjum við öll, og glaðlyndið. Þá ENROLL NOW for the FALL TERM of The DOMINION Business College A Complete Educational Service With the erection of two new buildings to house our Branches in Elmwood and St. James, The Dominion Business College places at the service of the people of Winnipeg and Manitoba facilities for commercial educa- tion unequalled in the whole of Canada. Each building of the “Dominion” is fully equipped to render a complete service to its students. INDIVIDUAL INSTRUCTION DAY AND EVENING CLASSES DOh4INION BllSINWœUKE Branch Schools in Elmwood and St. James er líka félagslund og starfsemi þeirra að félagsmálum öllum, og ósérplægnin framúrskarandi! Börnin þeirra öll hvert öðru myndarlegra og uppeldið ágætt. — Að ala upp átta börn á þessari dýrtíðaröld og gefa öllum mentun í betra lagi, ber líka órækast vitni um dugnað Andersons og ráð- deild Mrs. Anderson, sem móður og húsmóður. Og svo eru þau bæði svo hrein-islenzk að betur getur ekki verið.” Já, sagði ég, þetta er hverju orði sannara. — En finnst þér ekki að betra sé að þegja um þetta þanigað til þau eru dáin, en setja heldur eitt- hvað útá fyrir þeim. Það er hvort sem er öllu almennara að menn aldrei heyri gott orð um sig sagt, í lifandi lífi, en þá fyrst, þegar þeir eru dánir sé þeim unnað sannmælis.—En annars held ég að þú hafir hitt nagl- ann á höfuðið með því sem þú hefir sagt, og að það sért þú, fremur. en ég, sem ættir að segja eitthvað í kveld, og sért líka betur við því bú- inn. “Nei, ekki ætla ég nú að gerast svo glannafenginn á igamals aldri;— En því villt þú ekki segja það?” Nú, má ég það? “Já, það mátt þú. Guðvelkomið!” En nú vorum við komin heim að húsinu nr. 55-23rd. ave., sem allt var upp ljómað inni og prýtt á eink- ar smekklegan hátt, af högum hönd- um iheimasætnanna. En þau voru sjálf ekki heima; enda máttu þau ekkert um allt þetta stúss vita, fyr en þau kæmu heim að þessari opin- berun. Það sem ég tók eftir, meðál ann- ars, þegar inn kom var, að kvenfólk- ið var í óða önn að faðmast og kyssast, — en við karlmennirnir fengum ekkert af þvi, svo að ég snéri mér að því að heilsa með handabandi, telja fólkið og taka eftir hverjir komnir voru. Meðal þeirra sem ég tók fyrst eftir voru þær syst- ur Mrs. Emily Thorson og Mrs. Aurora Jóhannsson, — dætur Mr. Andersons af fyrra hjónabandi, báð- ar mætar og menntaðar konur. Guð- rún Emily útskrifuð B.A. af Manitoba Colloge, er gift Hafsteini Júlíusi Thorson, húsabyggingameistara í Vancouver, hinum efnilegasta manni og bezta dreng. Aurora tók miðskóla undirbúnings- próf hér í Vancouver en þá kom Jó- hann sonur góðskáldsins Sigurðar Jóhannssonar fram á sjónarsviðið, ungur og glæsilegur og nýútskrifað- ur frá iðnskólunum miklu í Scranton, P. A. og gerði henni igóð boð um betri kjör sem hún auðvitað þáði. Jóhann er nú verkstjóri á járnþynnu og blýsmíðaverkstæði Cunningham & Trapp í New Westminster, B. C. Hann er ötull og vinsæll verk- stjóri, og auk þess góður drengur í hvívetna. Mr. Anderson kom til þessa Iands meðan liann enn var á æskuskeiði, og er því að mestu alinn upp í þessu landi. Kvæntist víst ungur, fyrri konu sinni, sem ég hef heyrt að verið hafi greind kona og vel látin, en missti hana eftir tiltölu- lega stutta sambúð. Gæfan hefir, að því er ég held, á- valt verið Mr. Anderson hliðholl og velviljuð, ag vel fórst henni við hann 1904 þegar hún sendi honum nýtt konuefni: Þorbjörgu Guðnadóttur úr Borgarfirði, austur, þá í blóma lífs- ins og miklum marmkostum búna; —hina núverandi konu hans. 1907 fluttust þau hjón frá Winnipeg, Man. hingað til Vancouver, B. C., og hafa búið hér ávalt síðan. . Þeim hef- ir orðið átta barna auðið — sjö af þeim eru stúlkur, og einn sonur, — öll einkar myndarleg og vel gefin. Flest eru þau nú upp komin; dæturnar 5 gjafvaxta, 2 af þeim giftar, 2 skóla kennarar, ein vinnur við verzlun sem stendur, eða þangað til kalliS kemur. Tvær eru enn á unga aldri, og því ó- ráðnar gátur, en fallegar og efnileg- ar eins og hinar. Drengurinn, Bald- vin að nafni, 16 ára að aldri, er efnilegur nemandi hjá ágætum fiðlu og slaghörpukennara Bjarna Frið- leifssyni, hér í borg. Baldvin á ekki langt að sækja þó honum láti vel að fara fínum fingrum um strengi gigjunnar, því faðir hans gat það lika, svo að til þess var tekið á yngri árum sínum, og var þvi talinn hrókur alls fagnaðar i samkvæmum og 4 mannamótum; auk þess lipur ræðu- maður; hefir enda aflað sér víðtæk- ari upplýsingar en almennt er um ó- skólagengna alþýðumenn. Hann er ótrauður starfsmaður í öllum góðum félagsskap, sem íslendingar fást við; var enda hátt settur emlbættismaður Goodtemplara reglunnar meðan hann var i Winnipeg. Nú heyrðist þytur á götunni fyrir framan húsið. Ök nú skrautvagn með miklum hraða, og vatt sér lið- lega að gangstéttinni, og stigu þá Andersons hjónin út úr honum, en voru þá gripin af mörgum vina- höndum sem bókstaflega báru þau inn og settu þau á brúðarbekkinn sem beið eftir þeim, þakin mjúkum blóm- saumuðum sessum, fyrir miðju borði sem skreytt var fögrum og vönduð- um silfurborðbúnaði. iSteig þá fyrrum kaupmaður Árni Friðriksson fram, gagnvart brúðhjón unum, sem hvorki datt eða draup nú af, hafði orð fyrir gestunum og bað um að sunginn yrði sálmurinn nr. 589 í sálmabókinni: “Hve gott og fagurt og indælt er,” o. s. frv., gaf svo merki þeim B. Friðleifssyni, sem beið með bogann á gígjunni og Lauru dóttur sinni (Mrs. G. Johnson) sem hafði hendur á nótnaborði slaghörp- unnar, og svo ómuðu strengir gigj - unnar, og hljómuðu tónar slaghörpunn ar allt í einu og allir tóku undir sem gátu, og svo vel sem þeir máttu því allir virtust vera í essinu sínu þetta kveld — hluttekningin einlæg ag al- menn. Þegar búið var að syngja sálminn flutti Mr. Friðriksson laglegt og vel viðeigandi ávarp til silfurbrúðhjón- anna, og afhenti þeim að lokum dá- lítinn sjóð — $100.00 í silfri sem vinsemdar og þakklætisvott til þeirra frá viðstöddum vinum sem þátt áttu í að heimsókn þessi átti sér stað.. Allt fórst Mr. Friðrikssyni þetta svo hönduglega að auðsætt var að hann er enginn viðvaningur, heldur kann reiprennandi alla þarna viðeigandi takta og nótur samkvæmislífsins, pnda er hann þaulvanur ræðumaður og félags-frömuður. Næst flutti Mr. Halldór Friðleifsson einkar eftir-' tektarvert erindi í bundnu og óbundnu máli. Þar næst Mrs. Durkin, sem gengur á háskóla suður í Californiu, stutt en fallegt erindi. síðustu með ísköldum kryddflautum eða freðflautum. Silfurbrúðhjónunum bárust bréfleg- ar árnaðaróskir víðsvegar að; hrað- skeyti frá vinum og venzlafólki í Ár- borg og Leslie, Sask. Falleg og skáldleg hugvekja frá Mr. og Mrs. Lyngholt í Ocean Falls, B. C. Skrautritað þakklæti og árnaðar- ósk frá stúkunni Heklu í Winnipeg. Vandaður silfurborðbúnaður frá börnum þeirra. Skrautrituð skrá með yfir 80 nöfnum vina þeirra í Van couver og grendinni, sem þátt tóku í samkvæminu, bundin í vandaða leður kápu, — skrautlegur gripur, gerður af miklum hagleik. Um klukkan tólf fór fólkið að kveðjast og kveðja hjónin, óskandi og vonandi að mega sitja gullbrúð- kaupið þeirra. Hvort sú ósk rætist veit sá einn er gaf þau saman upp- haflega. En heimleiðis fóru víst bæði ég og aðrir þakklátir og glaðir í huga yfir því að hafa notið svona ósvikinnar ánægju og skemtunar þetta eftirminnilega kveld. — Lamg fjölmennasta mannfögnuðinn af því tagi, sem ég minnist að hafa verið við riðinn hér í Vancouver, þó oft hafi vel verið. —ViSstaddur. Lögberg er vinsamlega beðið að birta framanskrifaða frétt. Til Mr. og Mrs. Anderson 25 ára hjónabandsminning sjálf við skiljum fátt; undir lögum lífið breytir högum, lagast blitt og strítt, friður heima hann mun gleði geyma, eignast eitthvað nýtt. íslendingur oft þó reynist slingur einn er gallinn hans,— gleyma að safna, vilja vegi jafna Hin nýjasta allra rafhljóm véla — Victor Radio með Electrola, nýfundin upp er eitt hið merkilegasta á- hald nútímans og ári á undan öllu öðru á markað- inum. Þú þarft að heyra hana til að geta öðlast hugmynd um hina óvið- jafnanlegu hljómfegurð. $375.00 Hér er efni, aðeins eitt ég nefni, efni í nýjan brag, ljóð að vanda vil í hreinum anda, vinna lífi hag; minnast stunda, góðra gleðifunda; greinir hjartans þökk fyrir gæði, sem þið sýnduð bæði, minning muna klökk. Fjórðung aldar lágu leiðir valdar lífs af æðri mátt, lögum settar, saman leiðir fléttar, $25.00 niðurborgun og 20 mánaða afborganir Vægustu skilmálar í Canada gar^ent Ave, at gherbrook. A:;;; t I M The Empire Sash & Door Co., Ltd. Birgðir: Henry Ave. East Phone: 26 356 B U R KA UPIÐ AF Þá flutti Sigurður skáld Jóhannes- son ræðu og hið fallega kvæði er fylgir þessu skrifi. Að síðustu sagði sá, er þessar lín- ur ritar, nokkur orð, samkvæmt bend ingum þeim frá kunningja sínum, sem getið er um í upphafi þessa máls. Silfurbrúðguminn stóð þá upp, á- varpaði gestina fyrir hönd sina og konu sinnár, þakkaði velvildina, viður kenninguna og vinsemdarmerkin, sem þeim voru sýnd, og fórst það vel, eins og við mátti búast. Eftir þetta skemti fólk sér við söng íslenzkra ljóða og laga, hljóð- færaspil o.g samræður. Söngnum stýrði Mr. Bjarni Friðleifsson, að- stoðaður af Mrs. Gales en aðrir sungu sem mest þeir máttu og varð af þessu glaumur og gleði mikil því allt fór fram á okkar eigin hljómfagra ís- lenzka máli. Um kl. 11 voru víst flestir orðnir hásir, — nema hljóðfærin, —en kven- þjóðin bætti úr þvi með íslenzku kaffi og margvíslegu sælgæti, og að Skrifstofa: 5. gólfi, Bank of Hamilton VERÐ GÆÐI ÁNÆGJA. STUCC0 semábyrgst er The TYEE STUCCO WORKS gefur þér fimm ára ábyrgð á Tyee Stucco þegar notað er samkvæmt þeirra ráðleggingum. Þó ábyrgðin nái aðeins til fimm ára, er auðvitað varan góð alla æfi þína. Skrifið eftir nöfnum þeirra plastrara sem nota það samkvæmt þessari á. byrgð. i E=r.. I Tyee Stucco Works ST. BONIFACE MANITOBA Góð Mjólk er ódýr á ölluverði Ódýrasta og sparnaðarsam asta fæðan fjrir fjölskyld- una er— C I T Y MILK Skamtið hverjum á heim- ilinu pott á dag af CITY MILK. 1 I Stofnað 1882. Löggilt 1914. ! D. D.Wood& Sons, Ltd. ▲ * 9 VICTOR A. WOOD HOWARD WOOD LIONEL E. WOOD President Treasurer Secretary (Plltnrnlr nem Allum rejnn n* þAknnnt) Verzla með:- BYGGINGAREFNI — KOL og KOK Búa til og selja:- SAND-LIME BRICK — CONCRETE TILE SAND — MOL OG MULID GRJOT Gefið oss tækifæri SÍMAR 87 308 — 87 309 — 87 300 Skrifstofa og verksmiðja: 1028 Ariington Str. (milli Ross og Elgin) Winnipeg. É MC

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.