Heimskringla - 27.11.1929, Side 4

Heimskringla - 27.11.1929, Side 4
4. BLAÐSIÐA. HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 27. NÓV., 1929 i l^cintskt'ingla (StofnuO 1886) Kemur út á hverjum miOvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS, LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg Talsími: 86537 Verð blaðsins er $3.00 árgangurinn borgist fyrirfram. Allar borganir sendist THE VIKING PRESS LTD. SIGFÚS HALLDÓRS frá Höfnum Ritstjóri. Utanáskrift til blaOsins: Manager THE VIKING PRESS LTD., 853 Sargent Ave., Winnipeg. Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg. "Heimskringla” is published by The Viking Press Ltd. and printed by THE MANITOBA MINER PRESS 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. Telephone: 86 537 WINNIPEG, 27. NÓV., 1929 Slysfarirnar Svo er að heyra á kunnugum mönn- um, sem þeir muni ekki eftir haustvertíð hér á innfylkjavötnunum, er slíkt skarð hafi höggvið í flokk vestur íslenzkra fiski- manna. Fiskivertíðin þessi mun nú hafa tekið sjö mannslíf í toll af íslendingum, allt menn á bezta aldri; og vafalítið stök heppni, að ekki þarf að skrifa fjórtán í stað sjö, eftir fregninni frá Langruth að dæma. Ekki er líklegt, að fiskimenn hafi far. ið þeim mun ógætilegar til atvinnu sinn- ar í haust en endrarnær, að manntjónið hafi þessvegna orðið þetta meira en und- anfarin ár. En þó virðist sennilegt að fleiri varúðarreglur gætu fiskimenn stuðst við, til þess að minka áhættuna nokkuð framvegis. Að tryggja sig fyrir því slysi, er varð Ólafi heitnum Goodman og félaga hans að bana, og því nær hafði búið sjö mönn- um frá Langruth kalda gröf: að ísspöng losni frá höfuðísum, meðan eigi eru vatns- þök landa á milli, verður sennilega aldrei gert. En drukknun Þórarins Jónssonar og félaga hans hlýtur að verða fiskimönn- um öflug áminning um það, að fela ekki líf sitt svo lélegum kænum og ósjófærum, að varla megi heita að þeim sé fleytandi nema í rjómalogni, ef nokkur farmur er á. Vatn það, er varð þeim félögum að bana, er ekki stærra en það, að manni virðist, að á sæmilegum báti ætti ætíð að vera mögulegt að bjarga sér til lands hversu snöggt sem hann ryki. Og hið hörmulega lát hins fórnfúsa, vaska drengskaparmanns, Guðmanns Magnússon ætti að verða til þess að eng- inn fiskimaður legði svo til ísfiskis á stór- vötnin, að hann hefði ekki með sér átta- vita. Manni virðist, er maður hefir lesið þá hörmungarsögu, sem hún hefði aldrei þurft að verða færð í letur, hefðu þeir fél- agar haft' áttavita. En auðvitað geta áttavitar bilað, eins og önnur verkfæri, eða brugðist um stund arsakir, sökum segul-truflunar. Þess vegna ættu fiskimenn að hafa jafnan með sér léttan handsleða, og á honum létt tjald og hvílupoka, þurra og vel hlýja, ef þeir þurfa að láta fyrirberast undir beru lofti, sem oft kann að verða, eins og nú um daginn. Það er gamalkunnugt, að villtir menn ganga að jafnaði í hring, og hann sjaldnast svo stóran, að mikil lík- indi geti talist til þess að þeir nái landi, ef staddir eru langt úti á ísum stórvatn- anna, og ekki hefir tekist að átta sig á vindstöðu, áður en bylurinn er skollinn á. Og þótt landi sé náð í blindbyl, þá eru menn ekki strax komnir til húsa, nema sérstök heppni sé með, ekki sízt ef myrkt er einnig af nótt, en engin leið að rata í skóglendi, eða á sléttlendisflákum, þar sem lítil eða engin landmörk eru að átta sig á. Að vísu geta menn oft grafið sig í snjó, ef á land er komið, en þó mun það ef til vill eigi ætíð auðið, né heldur einhlítt, ef um harðviðri með frost- grimmd er að ræða, en það ætti tjald og hvílupokar að vera, ef menn annars eru nokkurnveginn sæmilega útbúnir gegn kuida, sem vonandi lang oftast má gera ráð fyrir. Við slysum verður auðvitað aldrei að fullu gert, hvorki á sjó né landi. En mik- ið stendur í hvers manns valdi til þess að koma í veg fyrir mörg þeirra. Ekkert sýnir það áþreifanlegar en ferðasögur Vilhjálms Stefánssonar, sem var hvort- tveggja í senn: allra manna áræðnastur, en um leið líklega einhver fyrirhyggju-’ samasti langferðamaður, sem menn hafa nokkurntíma haft sannar sagnir af. Og vonandi verða sum þessi hörmu- legu slys, er orðið hafa hér á fiskivötn- unum í vetur, til þess að íslenzkir fiski menn húi sig heldur betur en áður hefir ýerið til þess að mæta stormum, frosti og fárhríðum. Bækur LJÓÐMÁL. Kvæði eftir Richard Beck. Winnipeg. Columbia Press Ltd. 1929 Höfundur þessara kvæða, dr. Richard Beck, sem í haust var veitt prófessors. embættið í norrænum bókmenntum við háskóla North Dakoia-ríkis, er ekki með öllu ókunnur íslenzkum lesendum, sér- staklega vestur-ísienzkum, sem skáld, þótt þetta sé. fyrsta kvæðabókin, er hann gefur út, því mörg af þessum kvæðum hafa birzt í vestur-íslenzku blöðunum; flest f Lögbergi; og svo fáein í blöðum og tíma- ritum á íslandi. Má segja að hann komi hér til dyranna klæddur eins og þar; þau kvæði er eigi hafa verið birt mjög svipuð að formi og gæðum þeim er áður hafa kom ið á prent. Dr. Beck virðist vera lipur og lag- hentur ljóðsmiður, og ekki er mikið af hortittum í bókinni, þótt nokkrir áberandi rímgallar séu á stöku stað innan um, þar sem annars er sérlega liðlega kveðið. Mun það frekar stafa af fljótvirkni en öðru, og því eigi vert að vera að tína þá saman. Búningur flestra eða allra kvæð- anna er snotur, eða prýðislaglegur, og enda íburðarmikill. En innviðamikill skáldskapur er þetta ekki. Lýsa ljóðin fremur góðmannlegu, óbrotnu hugarfari, og einföldu, bamslegu trúartrausti, en mikilli lífsreynslu eða þroska. Höfundur inn virðist ekki hafa mjög “kennt til í stormum sinna tíða,” sem ekki hafa þó Verið sérlega smávægilegir, sumir, heldur komist furðanlega ósnortinn frá áhrifum þeirra. Sú kjölfesta er höf. hefir aflað sér að þessu, virðist máske nokkuð auð- fengin. Kvæðið, “Á töfraklæði,” segir frá draumför höfundar til ýmissa nafn- frægra sögustaða, þar sem honum gefur sýn á ýmsa þá atburði, er þar hafa helzt- ir gerst. Hann “bergir Nílár bárum helgum af;” stendur “í rökkri........á rúst- um Karþagór, svo rættist hennar frægð- ardraumur stór;’’ sér “mánakysst hið mikla Parþenon,’’ og dáist að þjóðinni, er átti þann son, “er líf þar hjó í bergið kalt,” og spyr: “......en hvar er vald þitt allt? —Eg horfði á margaf gyðju heiðar brár, — en hnykkti við; þar glitra leit ég tár;” sér “Kolosseums kynjabákn,” sem blóðstokkið, í Róm; svífur til landsins helga og Jerúsalem; kemur með auðmýkt og klökkva lund tii Jerúsalem og Nazaret, og sér fyrir sér frelsarann; gengur á Golgata um næturskeið, og lítur kross- leiðina — “Sú þyrnibraut er blóðgum rún- um skráð; — í beiskri raun er fræi sann- leiks stráð.” — Þá er ferðinni lokið: Mín draumaför var enduö, dagur rann; i dýrðarloga rööuls austrið brann. A töfraklæði ég stei.g og stefndi heim, en stjörnuleiftur dóu i bláum geim. Nú sveitin hafði blundi létt af brá; í brosi árdags mintist jörð við sjá. Eg yngdur stóð; var orðinn maður nýr;* við augum brosti veröld morgun-hýr. Flest eru erindin í þessu kvæði prýð- islagleg, hvert fyrir sig, en varla fer hjá því að þeim, sem orðið hafa að takast raunverulega á við lífið og sjálfa sig, finnist heil endurfæðing frekar biliega keypt með einnar nætur draumferðalagi, hversu stórt sem í drauma kann að bera. Það má segja um höfundinn, að enn sem komið er, er hann “fremur skáld þess ytra en þess innra,” eins og áður hef- ir sagt verið af öðrum. Hann hefir glöggt auga fyrir náttúrufegurð og “stemningum,” og tekst sumstaðar að ná þeim einkar vel, til daðmis í “Nótt,” “Kvöld” og “Nátt-töfrar.” “Þoka,” og “Akur einyrkjans” virðast mér einna bezt kvæði í bókinni, þótt hið síðarnefnda minni nokkuð á kvæði eftir Stefán frá Hvítadal, undir sama bragarhætti (eins *Auðkennt hér. og líka “Einstæðingur,” minnir nokkuð mikið á “grenitré” St. G. Steph.). í kvæðinu “Þoka” eru þessi erindi: Sem köttur létt hún læðist um laut og dal; mörg ferleg myndin fæðist í fjallasal; hver steinninn stakur verður sem stærsta tröll, hver hóll og hæðarómynd sem hrikafjöll. Hver fegurð er sem fölnuð, og faðmsvídd ein er útsýn alla vegu eða ekki nein. O? vofur sýnast vera á vakki um fold sem drepnir væru’ úr dróma þeir dauðu í mold. Já, þetta er þokuheimur með þögn og hroll; þar verður einum vofunum vistin holl; þar dafnar ekkert blómstur, sem dagur ól; þar eiga myrkur-unnendur örugt skjól. Eins og ég gat um áður, eru kvæðin flest prúðhúin; búin viðkvæmum og fögr- um lýsingar- og lýsingaratviksorðum, en þó auðskilin og að því leyti við alþýðu- hæfi, og dylst það varla, að af samtíðar- mönnum sínum hefir höfundur helzt orð- ið fyrir áhrifum af Magnúsi skáldi Mark- ússyni, enda mun hann rétt nýlega hafa verið orðinn stúdent, er hann kom hing- að vestur, og þess vegna ef til vill heldur mótast hér en heima. Yrkisefnin eru alþýðleg og sjaldan stórfengleg, en kveð- andi snotur. Verður henni sennilega beitt á örðugari viðfangsefni, er reynsla og þroski vex. Frágangur allur í bókinni er hinn prýðilegasti og prófarkalestur betri en oft sést hér vestra, þótt sjá megi á stöku stað fingraför prentvillupúkans. —S. H. f. H. Samkeppni í framsögn Fræð.tíumálanefnd sú, er kosin var á síðasta Þjóðræknisþingi, hefir nú í hyggju að koma á stað samkeppni í framsögn í sem flestum byggð- um og bæjum íslendinga. Samkeppni sú, er deildin Frón hafði í vetur sem leið, heppnaðist svo vel, að enigum getur dulist, að slik sam- keppni út um byggðir er mjög æskilegt spor til eflingar islenzku meðal uppvaxandi unglinga. í von um að þetta heppnist eins vel og samkeppnin hjá Fróni, hefir verið dregin upp reglugjörð, sem hér fyligir, og á að notast við samkeppnina. Eg hefi þegar skrifað til félaga og einstaklinga út um byggðir, að hrinda þessu í framkvæmd, en ef einhverjir staðir, sem ég hef ekki skrifað til, vildu taka þátt í þessu, vonast ég fastíega til að þeir geri mér aðvart. Samkeppnin verður fyrir börn upp að 16 ára að aldri, og verða tvenn verðlaun veitt, silfur- og bronz-medalia. Þau börn, er vinna silfur-med- alíu, koma til Winnipeg og keppa um gull-medaliu á þingi Þjóðræknisfélagsins. Gert er ráð fyrir, að arður af samkomum þessum nægi ti lað borga fyrir medaliurnar og kosta vinnandann til Win- nipeg. Mun nefndin sjá um verustað handa börnunum og útvega medalíur Samkeppni þessi þarf að vera búin út um byggðir fyrir Þjóðræknisþing, svo æskilegt er að sem fyrst sé tekið til starfa. Deildin Frón í Winnipeg mun halda sína samkeppni einhvern- tíma í janúar, ag vil ég benda foreldrum á, er ætla að láta börn sín taka þátt, að senda nöfn þeirra til kennara Fróns, eða undirritaðs. Þetta Starf er til menningar á marga vegu. Um leið og það er til eflini’ar islenzku, þá kennir það okkan uppvaxandi Islendingum að koma fram fyrir almenning. Einnig vekur það nýj- an dug og framþrá hjá unglingunum, eins og slik samkeppni ávalt gerir. Eg vona að þátttaka bygðanna verði svo góð, að gull-medalíu sam- keppnin geti orðið íslendingum til heiðurs og gengis Bergþór Emil Johnson, 1016 Dominion St., Winnipcg. Reglugjörð fyrir samkeppni í framsögn 1. Samkeppni þessi er aðallega til að efla við- hald íslenzkrar tungu meðal uppvaxandi barna vestanhafs. 2. Skal samkeppni þessi haldin undir umsjón deikla Þjóðræknisfélaesins þar sem þær eru, en annars skulu valin félög eða einstaklingar, þar sem engar deildir eru. 3. Unglingar upp að 16 ára aldurs mega taka þátt í sámkeppninni. 4. Engin takmörk skulu sett um efni eða lengd kvæðanria. 5. 6. 7. 8. Tvenn verðlaun skulu veitt, silfur og bronz medalía. Þeir er vinna silfur medalíu raega taka þátt í samkeppni fyrir gull medalíu, er haldin skal á þingi Þjóðræknisfélagsins. Skal stjórnarnefnd Þjóðræknis- félagsins hafa umsjón með veit- inigu verðlauna, eða skipa nefnd til að sjá um þetta starf. Þrír dómarar, valdir af þeim sem hafa umsjón með samkeppninni í hverjum stað, skulu dæma verð- laun samkvæmt eftirfarandi regl- um: (a) Fyrir íslenzkt málfæri 25 prósent; (b) skilning á efni 25 prósent; (c) minni 20 prósent; (d) framkoma 15 prósent; (e) meðferð 15 prósent. Alls 100 pró- sent. Ef nokkurar breytmgar eða bend- ingar til bóta fyrir samkeppnina þykja nauðsynlegar skal það lagt fyrir aðal nefndina til yfirvegun- ar og ályktunar. Einar Benediktsson skáld, 65 ára t fullan aldarfjórðung hafa Dodds nýrna pillur verið hiú viðurkenndu meðul við bak- verk, gigt og blöðru sjúkdóm- um, og hinna mörgu kvilla, er stafa frá veikluðum nýrum. — Þær eru til sölu í öllum lyfja- búðum á 50c askjan e,a 6 öskjur fyrir $2.50. Panta má þær beint frá Dodds Medicine Company, Ltd., Toronto, Ont., og senda andvirðið þangað. En allra átakanlegast er þó að Reykjavík, 31. okt. Einar Benediktsson verður 65 ára i dag. Hann hefir verið þjóðskáld í þriðjung aldar og mörg kvæði hans eru án efa meðal hins bezta í ljóð- menntum Evrópu Ekkert íslenzkt skáld hefir kveðið um jafn margvis- leg efni og af mikilli list. Um kveð- skap þans á heima lýsing hans sjálfs á hljómleikum í Dísarhöll: I básúnum stynur nú stormsins andi og stórgígjan drynur sem brimfall á sandi. I trumbu er bylur með hríðum og . hviðum, í hörpunni spil af vatnaniðum. Og hljómarnir kasta sér fastar og fastar i faðma saman sem bylgjur rastar og sveiflast í sogandi iðum. hugsa til þess feikna fjölda manna, sem hlötið hafa einhverskonar geð- bilun i arf eftir styrjöldina. I dag- blöðuni hefir mátt lesa frásagnir ujn mikinn fjölda glæpa sem uppgjafa hermenn hafa drýgt, menn, sem mist hafa vald yfir skapsmunum sínum og athöfnum, vegna þrenginga og ægi- legra atburða á vígvellinum. Slíkir menn liggja eins og martröð á samr borgprrunt sínum hvarvetna um alla Evrópu, ýmist eins og meinlausir ves- alingar eða hættulegir og vitskertir óhappamenn. Og þegar betur er að gáð, má heita svo, að hver einasti maður, sem þátt tók í orustunni, hafi orðið ónýtari en áður, gálausari og hirðulausari um afleiðingar athafna \ En strengur er hrærður og bumbur bærðar, sem bára kveði sig sjálf til værðar og andvarinn andvörp taki. Einar Benediktsson hefir verið víð- förlastur íslenzkra skálda og er líka mestur heimsborgari þeirra allra, þrátt fyrir ættjarðarást sína og bjarg- fasta trú á glæsilegum framtíðarmögu leikum lands og þjóðar. Hánn hefir fært oss nær Evrópumenningunni. Og barátta “hinnar kúguðu stéttar” hefir átt samúð hans eins og allra andans mikilmenna. Öll islenzka þjóðin sendir höfuðskáldi sinu þakkir og ham ingjuóskir í dag.—Alþ.-bl.—M. Á. Styrjaldir og aflciðingar þeirra Enginn veit, hve margir menn bíða bana í miklum styrjölduni. Margar ágizkanir hafa verið birtar um tölu þeirra, sem létu lífið í styrjöldinni miklu, og engum þeirra ber saman, því í þeim ógurlegu skelfingum hurfu tugir og jafnvel hundruð þús- unda, án þess að nokkur gæti full- yrt, hver urðu örlög þeirra, hvort þeir féllu eða voru handteknir, eða I hörfUðu undan óvinum sínm og tvístruðust. Þó er það víst, að á þeim fjórum árum, sem styrjöldin stóð, hafa ekki færri en hér um bil, níu miljóna hermanna fallið, og flestir þeirra voru ungir menn og úrvala lið. I Mönnum gleymist það of oft, að hernaðarslysum er ekki lokið jafn- Skjótt sem vopnahlé er gert. Styrj- ildir skilja eftir fjölda örkumla manna, sem deyja í blóma Iifsins af sárum eða sjúkdómum. Þess háttar mann- tjón helzt lengi eftir að vopnavið- j skiftum lýkur. A Englandi hefir að líkindum mikill fjöldi ungra manna sem komst lífs af úr styrjöldinni, dá- ið fyr en ella, vegna ofrauna á þeim árum. Og enn verður að muna allan þann fjölda ungra hermanna, sinna. Aldrei í manna minnum hefir slíkt varúðarleysi og kæruleysi verið sem nú-um helgi mannlífsins. Um það ber öllum þjóðum saman, sem þátt tóku í styrjöldinni. — Slys eru nti hvarvetna altíð, þar sem þau votu fátíð fyrir styrjöldina. Þar sem áður var kapp og forsjá er nú athafna leysi og vanræksla. En hvers er að vænta annars en dauða og meiðsla, þar sem öllum leyfist að stýra í opinn voða án andmæla eða hindrana? Umferð á vegum er orðin svo hættu leg á Englandi, að á annað hundrað manna bíður þar bana í hverri viku. Járnbrautarferðir voru orðnar þar svo hættulausar fyrir styrjöldina, að varla vildi til, að ferðamaður biði þar bana , en nú eru járnbrautarslys altíð. 1 Bretlandi hafa morð aukist um 50 prósent síðan fyrir styrjöldina, en í Ameríkti hafa þau aukist enn meir. Og enginn efi er á því, að vinnu- brögðum hefir í heild sinni hrakað í hernaðarlöndunum. Þess hefir orð- ið vart i öllum stéttum þjóðfélagsins og dregið til muna úr auðsöfnum þjóð anna. Nú er það miklu fátíðara en áður, að ntenn leiti sér ánægju f starfi sínu, eða telji það nokkuð ann- að en matarstrit, og nú virðast þeir sífelt fjölga, sem gera sér i hugarlund, að þeim muni opnast einhverjar töfra leiðir til þess að afla einhvers fyrir- hafnarlaust. Þessar og þvílíkar íhuganir hljóta að knýja hugsandi menn, hvervetna um heim, til þess að taka höndum saman og vinna að þvi af alefli að varna styrjöldum. Hinn illi andi ó- friðar og sundurlyndis heRr ekki ver- ið kveðinn niður enn, og vér verðunr að horfast fast í augu við þau furðu- legu sannindi, að jafnvel síðan árið 1918 hafa vísindi og uppgötvanir feng’ ið mönnum ný og betri tæki en áður til þess að heyja orustur, drepa menir og limlesta í ennþá stærri stíl en áður, eða farga þeim með eitri. Ný og stórfeld styrjökl myndi veita menning vorri það svöðusár, sem aldrei myndi gróa. Og þegar vér lítum yfir þá blóðugu hefndargjöf, sem síðasta styrjöld lét oss i arf, þá höfum vér sannarlega fulla ástæðtr íil að neyta allrar orku, hvað sem bað kostar, til þess að afstýra slíku sem lifir enn við örkuml, og ekki eru ólánsböli, og vér verðum að taka sam færir til þess að vinna fullt dags- an höndum til þess að vinna að friðí verk- meðal allra manna.—Vísir.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.