Heimskringla - 12.11.1930, Blaðsíða 2
2. m.AÐSlÐA
HtlMSKRINGLA
WINNIPEG 12. NÓVEMBER, 1930.
Um víða veröld
Eiturstyrjaldir og loftárásir
og friðarstarfsemin.
Heimsstyrjöldin síðasta kostaði 6-
friðarþjóðimar 9 miljónir mannslífa
og ógrynni fjár. Síðan hafa margir
beztu menn þjóðanna beitt sér fyrir
afvopnun og margar ráðstefnur hafa
verið haldnar um þetta. En seint
gengur, og jafnframt búa svo að
segja allar þjóðir sig ósköp rólega
undir nýja styrjöld, eða undir nýja
vörn, eins og þeir kalla V>að. Um
það er oft talað, að styrjaldir fram-
tíðarinnar. muni fyrst og fremst
verða eiturstríð, þjóðimar muni í
stómm stíl nota allskonar óskapleg-
ar eiturtegundir, sem hellt verði yfir
bæi og byggðarlög, einkum úr flug-
vélum og hefir því oft verið lýst,
hversu óskapleg áhrif þetta geti
haft. 1 erindi, sem dr. Terbert Liv-
instein hélt nýlega í félagi efnaiðn-
aðarins í London, gerði hann þessi
mál að umtalsefni. Hann komst að
þeirri niðurstöðu, að þótt eiturstyrj-
aldir væm að visu ógurlegar og sið-
lausar, eins og allar styrjaldir, þá
væm þær samt sem áður ekki eins
hættulegar og þær styrjaldir, sem
hingað til hafa tíðkast mest, sem sé
skot- og sprengistyrjaldir, með eld-
hættu þeirri, sem af þeim leiðir. 1
nýrri grein eftir herforingja hér á
Norðurlöndum, Eric Qvam, er niður-
staðan sú sama. Hann segir, að hug
myndir manna um eitrið í styrjöld-
unum séu nú álíka ýtkar og hug-
myndirnar vom fyrir aldamótin um
áhrif reyklausa púðursins og sprengi-
*T HÉ BEST%
IN RADIO
Vicéor.Majesíic.
GeneraJ Electiir.
Silver- Marshall.
E.NESBnnr mriD).
Sarqent at Sherbrook
LOWEST TERMS IN CANADA
M
ma
efnanna. Þá (1899) skrifaði Rúss-
in v. Block bók um styrjaldir fram-
tíðarinnar og sagði, að bær, sem á
yrði skotið, mundi falla í rústir á
fáeinum klukkustundum.
En menn gæta þess ekki, segja
höfundamir, sem að ofan getur, að
jafnframt nýjum árásarvopnum finna
vísindin ávalt ný vamarmeðul, sem
eyða hættunni eða draga úr henni.
A þenna hátt hafa áhrif kafbátahera
aðarins að þeirra áliti orðið mjög lít-
il og sömuleiðis áhrif loftárásanna.
Árið 1916 kunnu menn svo lítið að
verjast hemaðarflugvélum, að talið
er að 11 þús. skot þyrfti til að eyða
einni flugvél. Nú hafa amerískar
tilraunir sýnt, að eyða má flugvél
með 150 skotum. Menn hafa einnig
fundið upp miðunaraðferð með raf-
magni, svo að eitt af hverjum 10 skot
um hittir, þó að flugvélin sé á hraðri
ferð. A Þýzkalandi er einnig verið
að gera tilraunir með rafmagns-
áhrif á flugvélar- Það hefir tekist
neðan af jörðinni, að hafa svo sterk
áhrif á vélar flugtækjanna, að þau
neyðast til að lenda. Menn hafa einn
ig fundið talsvert ömggar aðferðir
til þess að komast að þvi hvar flug-
vélar eru, þó að þær fljúgi ljóslausar
í svartamyrkri, og geta því varpað
ljósi á þær og skotið. Þessi aðferð
er iólgin í mælingum á hitageislun-
um, sem berast frá flugvélinni, en
þeir geislar hafa sama hraða og ljós
ið, sem sé 300 þús. km. á sekúndu.
Það er því talið að hætta af loftá-
rásum sé mjög að minnka og þótti
hún þó ekki mikil á stríðsárunum á
móts við aðra hættu. I París fómst
af loftárásum 260 menn á 4 ámm,
en 600 særðust, en samt lögðu Þjóð-
verjar mikla áherzlu á þessar loft-
árásir. Þeir sendu t. d. aðeins á ár-
inu 1918 480 næturflugvélar yfir Par
ís með 260 smálestir af sprengikúl
um.
Eins telja menn að áhrif eiturárás-
anna fari minnkandi. Af þeim, sem
lömuðust af eiturgasi í heimsstyrj
öldinni, dóu c.a- 2%, en 24% af þeim,
sem særðust á annan hátt. Tilgang-
ur eiturstyrjaldanna á ekki að vera
sá að drepa heldur að gera óvinina
ófæra til að berjast í langan tíma
frá 2 klst, upp í 6 mánuði. Eftir
þýzku gasárásina hjá Verdun, þurftu
t. d. 15 þús. Frakkar að leggjast á
Vantar 100 Menn
Stöðug, vel borguð vinna
Oss vantar fleiri menn undireins og borgum 50c á kl.tímann áhuga-
miklum mönnum. Part af tímanum borgað fyrir meðan þú nemur
iðn sem vel er borguð svo sem Auto Mechanics og Garage vinna En-
gineering og raffræði, plastering, tile setting og húsavírun. Einnig
rakara-iðn, sem er hrein inni vinna. Menn hætta erfiðisvinnu og nema
nú iðn sem betur er borguð. Skrifið eða komið eftir fríum bókum um
tækifærin hjá Dominion. The Dominion er með stjómarleyfi starf-
ræktur með frírri atvinnudeild. Vér ábyrgjumst að gera menn á-
nægða. Þetta er stærsta stofnun sinnar tegundar, með útibú hafa á
milli í Canada og Bandaríkjunum. Utanáskrift vor er:
Boamnion *MöI Schcx)us
580 MAIPÍ STREKT
WINNIPICG - MANITOBA
FERÐIST
í vetur
spítala í sex mánuði, en einungis 100
þeirra dóu. Árið 1928 kom fyrir ó-
happ í Hamborg, sem sýndi áhrif
eiturgassins á friðsamlega borgara
í stórborg. Þá sprungu þar 15 smá-
lestir of fosgen, eða í orði kveðnu
nóg til þess að drepa helmingi fleira
fólk en alla ibúa jarðarinnar. En
áhrifin urðu raunverulega þau, að 12
dóu. Samkvæmt þessu á engin hem
aðarþjóð nú nógu mikinn loftflota
til þess að geta gert út af við bæ
eins og Reykjavík með eiturgasi. —
Hemaðarfræðingar trúa ekki á það,
að upp verði fundin bráðlega magn-
aðri eiturefni en þegar eru kunn.
A síðustu 15 árum hafa að vísu ver-
ið framleidd ca- 150 þús. ný 'efni, en
engin áhrifameiri en það eitur, sem
áður þekktist í hernaði, t. d. fosgen,
sem hefir verið þekkt síðan 1812 og
sipnepsgas, sem er hatramasta eit-
urloft sem til er og var fundið árið
1854.
Það er því ekki ástæða til að ótt-
ast eiturstyrjaldir umfram aðrar,
segja þessir menn, en allar jafnt
ættu þær að vera útlægar af jörð-
inni.
* * •
Henry Ford um framtíð kvenfólksins.
Henry Ford, bílakonungurinn svo-
nefndi, hefir nýlega látið hafa eftir
sér í frönsku timariti ýms ummæli
um konur nútímans og störf þeirra
frá sjónarmiði þeirrar iðnmenning-
ingar og vélamenningar, sem hann
trúir að verða muni menning fram-
tíðarinnar ennþá meira en hún er nú.
öld vélanna verður öíd þægindanna,
segir Ford. Kvenfólkið losnar við
marga erfiðisvinnu. Rafmagn verð-
ur komið um allar sveitir, á afskekta
bæi eins og í borgir. Iðnaðurinn
hættir þá auðvitað að safnast í borg
imar. Hann breiðist um allar byggð
ir og dregur fólkið út í sveitimar, að
grasinu, trjánum og skepnunum. —
Þannig kemst fólkið undan hávaða
og gný borganna og öðlast betra
líf.
Ef kvenfólkið heldur vel á sínu,
segir Ford ennfremur, munu völd
þess fara vaxandi, ekki í iðnaðinum
heldur á heimilunum. Heimilið er
markið, sem unnið er fyrir, iðnaður-
inn er ekkert takmark í sjálfu sér,
hann er einungis meðal til þess að
vinna fyrir heimilin. Konum fer
fremur fækkandi en fjölgandi i iðn-
aðinum og eftir því sem iðnaðurinn
eflist mun kvenfólkið alveg hverfa
úr honum, því konur vantar þá ná-
kvæmni og vélgengi hugans, sem
iðnaðurinn krefst. Þær hafa ekki
þolinmæði til þess að stjóma vélum
og kæra sig ekki um það að full-
konína sig í vélavinnu. Konur og
menn eiga ekki að vera að bítast og
keppa i iðnaði og á vinnumarkaði.
Þau eiga að vinna saman. trr sam-
vinnu þeirra mun koma miklu betra
líf og starf en nú á sér stað- Slík
samvinna verður eins og trú, en i
trúnni er afar áhrifamikill kraftur
til göfgunar mannkynsins, sagði Ford
að lokum.
* * *
AUSTUR CANADA
eða
VESTUR Á STRÖND
RáðstafiS nú aS taka hví'd í vetur. Skemtiferðir til
ýmsra staða í Canada sem byrja í desember munu veita
beztu skemtun með óvanalega litlum kostnaði. Leitið
upplýsinga nú hjá næsta Canadian Ntaional agenti eða
skrifið :
W. J. QUINLAN, D.P. A„ Winnipeg, Man,
Canadian National
Fjárhagsörðugleikar heirnsins og or-
sakir atvinnuleysisins.
Fjárhagsástandið í heiminum veld-
ur mönnum vaxandi áhyggjum, Við-
skiftakreppan og atvinnuleysið, sem
skýrt var frá ! síðustu Lögréttu, er
ekki neitt sérkenni fyrir Breta, þó
að það komi hart niður á þeim, það
er alheims vandamál. Kreppan hefir
læst sig eins og krabbamein um svo
að segja allan hinn byggða heim,
segir "Westminster Bank Review”
Til dæmis um viðskiftakreppuna ber
blaðið saman birgðimar af tveimur
miklum vörutegundum, hveiti og
baðmull (óunninni), í desember 1928
og í febrúar 1930. 1928 vom fyrir-
liggjandi 382 miljón bushels af
hveiti, en í febrúar í ár 577 miljónir,
en af baðmull í ár 6 miljónir 575 þús.
ballar móts við 3 milj. 61 þús. i árs-
lok 1928. Og horfur eru á því að
birgðirnar aukist enn vegna krepp-
unnar. Það fer mikið eftir ástand-
inu í Ameríku hvenær úr rætist- En
það er nokkuð erfitt að dæma um á-
standið þar, því að Ameríkumenn
sjálfir vilja varpa á það nokkuð
fölsku ljósi, með kenningunni um hina
almennu "amerísku vellíðan”. En
sannleikurinn er sá, að kreppan og at
vinnuleysið er alveg eins tilfinnan
legt i Ameríku eins og í Evrópu. En
ástandið í Ameríku beinir athyglinni
að nýju atriði í atvinnuleysismálun-
um, eins og nýlega var bent á í “The
Times”.
Því hefir venjulega verið haldið
fram, að á svonefndum “normal”-
tímum muni atvinnuleysi ekki vera
til, þá væri starf fyrir alla, sem
vildu starfa. En í Ameríku sprettur
mikið af atvinnuleysinu af va^xandi
framförum og fullkomnun atvinnu
veganna á “normal”-tímum, fyrst og
fremst af fullkomnun vélanna, sem
þar eru allt í öllu. 1 Milwaukee er
nú starfrækt vél — það var margra
ára verk að smíða hana og hún nær
yfir 3 ekmr — en hún framleiðir dag-
lega 8600 bílkassa og þarf ekki nema
120 men ntil að stjóma henni, en
annars þyrfti þúsundir manna til að
vinna sama verk. Afgangurinn er
atvinnulaus — ekki vegna ónógrar
framleiðslu, heldur vegna mikillar og
fullkominnar framleiðslu.
Lögrétta.
Tvennskonar hjónaband
Ensktir preláti leggur til að hjóna-
bandinu verði gerbreytt.
Geysimikið umtal hefir það vakið
á Englandi og viðar, að einn af merk-
ustu prelátum ensku kirkjunnar, Dean
Inge, við St. Páls kirkjuna í London,
stingur upp á því að hjónabandinu
verði breytt. Hann hefir ritað bók
um kristna siðfræði og vandamál nú-
tímans. Þar kemur hann fram með
þá tillögu, að hjónaböndin verði
tvennskonar:
1. Hjónabönd samkvæmt samningi
einhvern vissa ntíma, þar sem ekki
komi til greina æfilangt loforð um
tryggðir. Slík hjónabönd á ríkisvald
ið að víðurkenna.
2. Kirkjuhjónabönd, eins og þau
eru nú, sem eiga að gilda upp á lífs-
tíð.
Það fólk, sem gengur í kirkjulegt
hjónaband, á að vera skuldbundið til
þess að skilja ekki allt til æfiloka
hvað sem á gengur.
En ef fólk vill ekki bindast æfilöng-
um tryggðaböndum, þá á það að geta
gert hreina og ákveðna samninga sin
á milli. A það fólk fulla heimtingu
á,/ að ríkið viðurkenni samninga
þeirra.
En höfundur er ekki alveg viss um,
hýort það fólk, sem gengur í þess
háttar hjónabönd, eigi heima innan
kirkjunnar- vébanda.
Höf. lítur svo á, að hjónaskilnaðir
skuli leyfðir fýrir aðrar orsakir en
tryggðarof, t. d. ef um er ræða
drykkjuskap, ruddaskap, ef viðkom-
andi er dæmdur fyrir stórglæpi, eða
hefir leynt andlegum eða líkamleg-
um kvillum.
Höf er yfirleitt frjálslyndari gagn-
vart hjónaskilnuðum, en menn eiga
að venjast meðal enskra kirkju-
manna. Hann segir að kenningar
kirkjunnar um hjónabandið brjóti
gersamlega í bága við núverandi tíð-
aranda. En áhinn bóginn sé erfitt
að gera sér fyllilega grein fyrir af-
stöðu Krists til hjónabandsins. En
han nlíti svo á, að sennilega myndi
Kristur hafa sagt, að hjónabandið
væri gert vegna mannanna, en menn-
irnir ekki til fyrir hjónabandið. Það
hafi ekki verið vilji hans að setja
strangar, ósveigjanlegar reglur. Og
ekki sé hægt að færa sönnur á það
samkvæmt bókum Nýja testamentis-
ins, að hjónabandið ætti að vera ó-
rjúfanlegt til æfiloka.
Hearst blaðskonungur
gerður landrækur úr Frakklandi.
Ameríski blaðakóngurinn WiIIiam
R. Hearst, hefir í sumar verið á
ferðalagi i Evrópu. Hann kom ný-
lega til Parísar og bjó þar undir
fölsku nafni á einni stærstu gisti-
höll borgarinnar. Hinn 2. f. ,m lét
Tardieu stjómarforseti Frakka visa
Hearst úr landi, vegna þess að Hearst
blöðin birtu fyrir tveim árum hinn
leynilega fransk-enska flotasamning.
Hearst lét ekki á sér standa og fór
strax með flugvél til London.
Burtreksturinn vakti mikla eftir-
tekt, því Hearst er nafnkunnasti og
einn voldugasti blaðaútgefandi í
Bandaríkjunum. Hann hefir frábær-
an skilning á leyndum óskum hins ó-
menntaða fjölda og sníður blöð sín
eftir þeim. Hearst leggur því t. d.
mikla áherzlu á, að blöð hans lýsi
ítarlega morðum og öðmm glæpum
og flytji yfirleitt æsandi fréttir, sem
fjöldinn í Batadarikjunum gleypir
við. Hee -st blöðin berjast á móti
auðvakliru í Bandaríkjunum og skýra
itarlega frá hneykslismálum ríka
fólksins. Þau berjast á móti Evrópu-
þjóðum, á móti “spillingunni í Ev-
rópu”, og vilja ekki láta Bandaríkin
hafa nein afskifti af deilumálum Ev-
rópuþjóða. Þau berjast á móti því
að Bandaríkin gangi í Þjóðbandalag-
ið, eða taki þátt í milliþjóðasamvinnu
sem kunni að leggja Bandaríkjunum
á herðar einhverjar pólitískar skyld-
ur gagnvart öðrum þjóðum. — Og
þessi barátta Hearstblaðanna felur
í góðan jarðveg hjá fjöldanum.
Hearst hefir tekist að skapa eitt
stærsta blaðafyrirtæki Bandaríkj-
anna. Hann gefur út um 30 dag-
blöð auk margra tímarita. Fjórði
hver maður í Bandaríkjunum les blöð
hans. Þau em því einhver hin víð-
lesnustu, en langt frá því mest
metnu blöð i Bandarikjunum. —
Hearst sagði einu sinni við útgefanda
mikils metins blaðs í Bandaríkjun-
um: “Allir bera virðingu fyrir blaði
yðar ,en enginn les það. Enginn ber
virðingu fyrir mínum blöðum, en all-
ir lesa þau.”
Crtbreiðsla Hearstblaðanna hefir
skapað honum mikið vald í Banda-
ríkjunum, þótt vald hans sé minna
en ætla mætti eftir útbreiðslu blaða
hans. Hearst hefir stundum haft
mikil áhrif á stjómmál Bandarikj-
anna.
• • •
Það hefir lengi verið grunnt á því
góða milli Hearst og Frakka. M. a.
heimtar Hearst, að Frakkar greiði
stríðsskuldir sínar við Bandaríkin
sem fyrst. “Mér þætti það vel til
fallið,” segir Hearst, “ef Frakkar
vildu verja nokkrum hluta þýzku
skaðabótanna til þess að borga stríðs-
skuldirnar, einkum þar sem Frakkar
eiga Bandaríkjamönnum það að
þakka, að heimsófriðnum lauk svo,
að Frakkar fá nú skaðabætur í stað
þess að þurfa að greiða öðrum bæt-
ur.”
Sumarið 1928 var reynt að koma á
sættum milli Hearst og Frakka. —
Hearst var þá í París. Frakkar tóku
honum vel, Briand hélt honum
veizlu og franska stjórnin sæmdi vin
konu Hearsts, leikkonuna Marion
Davisj- riddarakrossi heiðursfylking-
arinnar. En allt í einu hvarf Hearst.
Daginn eftir birtu blöð hans flota-
samning þann, er Frakkar og Eng-
lendingar höfðu þá nýlega gert með
sér.
Samningur þessi átti m. a. að
tryggja það, að Englendingar gætu
haft yfirhöndina á hafinu, ef til ó-
friðar kæmi. Englendingar lofuðu i
staðinn að stuðla að því, að Frakkar
gætu haft yfirhöndina á landi. —
Franskur blaðamaður, Delplanque,
fékk afrit af flotasamnipgnum að
láni í utanríkis ráðuneytinu franska
og lánaði Horan, fréttaritara Hearst
blaðanna afritið. Horan símaði strax
samninginn til Hearst blaðanna, og
þau birtu samninginn undir yfirskrift
inni: “Tvö stórveldi gera með sér
bandalag á móti Bandarikjunum”.
Bandaríkjamenn urðu mjög reiðir
út af samningi þessum, og skömmu
seinna létu Englendingar samning-
inn falla úr gildi.
Frökkum gramdist mjög framkoma
Horans og Hearst blaðanna i þessu
máli og vísaði Horan úr landi.
Nú eftir 2 ár hafa Frakkar ætlað
að launa Hearst birtingu samnings-
ins og vísað honum úr landi. Betri
laun gat hann varla fengið. Hann
tók burtrekstrinum eins og állinn tók
því, þegar holbúarnir ætluðu að
drekkja honum. Hearst var í sjö-
unda himni- Auðvitað gerir hann
sér mat úr burtrekstrinum í blöðum
sínum.
Blaðamenn áttu til við Hearst þá
er hann kom til London. “Það er
ekkert við burtrekstrinum að segja,”
sagði Hearst. “Frakkar voru kurt-
eisir; þeir buðu mér 4 daga frest, en
eg vildi ekki stofna hinni stóru
frönsku þjóð í hættu. Eg fór því
strax burt úr Frakklandi. Banda-
rikin björguðu Frakklandi í heims-
ófriðnum. Nú bjargaði eg Frakk-
landi með því að fara strax.”
Hearst blöðin verða sízt blíðari l
garð Frakka eða Evrópuþjóða yfir-
leitt eftir þetta.
Mbl.
Nýrækt og mjólkurbú
Frá ferðalagi Sig. Sigurðssonar bún-
aðarmálastjóra um Norðurland.
Sig. Sigurðsson búnaðarmálastjóri
kom nýlega úr ferð um Norðurland.
Hann fór alla leið austur á Mel-
rakkasléttu. — Frá ferðalagi sínu
hefir hann sagt Morgunblaðinu meðal
annars það sem hér segir:
Mikið þótti honum til þess koma,
VISS MERKI
um nýrnaveiki eru bakverkir, þvag-
teppa og þvag'steinar. GIN PILL.S
lækna nýrnaveiki, meS því að deyfa
og græöa sjúka parta. — 50c askjan
hjá öllum lyfsölum.
131
hve nýrækt er mikil orðin austur I
Axarfirði og Núpasveit. Þar em
víða mjög fallegar sáðsléttur og stór-
ar. Forgöngumenn nýræktar þar
um slóðir eru þeir bræður Kristjáns-
synir að Leirhöfn á Sléttu og þó eink
um Helgi. Hann hefir ræktað svo
mikið land undanfarin ár, og komið
því í svo góða rækt, að þama á þess-
um útkjálka er nú meira hey en búið
í Leirhöfn með 700/fjár þarf á að
halda. Þeir vilja selja hey ,en koma
því ekki frá sér.
Miklir jarðræktarmenn aðrir þar
um slóðir eru þeir Friðrik Sæmunds-
son að Efri-Hólum í Núpasveit og
Benedikt Kristjánsson að Þverá í
Axarfirði.
Mest er þó nýrssktin í Eyjafirði.
Þar unnu tveir þúfnabanar í sum-
ar og 7 dráttarvélar. Þar er það
bændum stoð við jarðabæturnar, að
Kaupfélag Eyfirðinga lánar bændum
fé til áburðar- og frækaupa á vorin.
Ennfremur lánar félagið til kaupa á
sláttuvélum og rakstrarvélum — og
fjölgar vélum þeim nú ört — jafn-
framt því sem meðferð þeirra og
hirðing batnar, og er nú sá ósiður að
hverfa, að láta dýrar vinnuvélar
standa úti ávetrum og og ryðga og
skemmast.
Yfirleitt er það mjög mikils virði
fyrir hvert hérað, að það fá einhveru
áhugasaman forgöngumann í jarð-
ræktinni til þess að sýna héraðsbúum
í verki hvað hægt er að gera. Með
fordæmin fyrir augum fara menn að
hrista af sér slénið og taka til óspiltra.
málanna i nýræktinni.
1 Eyjafirði hefir Bergsteinn bóndi
sem lengi var i Kaupangi, en nú er
á Leifsstöðum, um langt skeið ver-
ið meðal mestu framkvæmdarmanna
En hann hafði lengi vel fullkomna 6-
trú á þvi, að hægt væri að rækta með
fræsáningu, og breyta óræktarmóum
á skömmum tíma í frjósöm tún. En
nú er hann kominn á aðra skoðun.
Nú hefir hann gerbreytt býlinu
Leifsstþðum á einum tveim árum í
ræktað stærðartún — og húsað bæ
sinn jafnframt.
Fjölgun mjólkurbúa.
Á tveim sföðum hugsa menn nú
til þess að koma upp mjólkurbúum, í
Skagafirði og í Dölum.
1 Skagafirði hafa bændur nú um
1 milj. lítra á ári, er þeir gætu sett í
mjólkurbú. — Bændur þar veigra sér
við að fjölga sauðfénaði að miklum
mun, því sauðfjár beitilöndin eru þar
ekki góð.
Tveir staðir koma til mála fyrir
mjólkurbúið í Skagafirði, Reykjar-
hóll og Sauðárkrókur.
Reikna verður út hve jarðhitinn á
Reykjarhóli verður búinu mikil3
Ferðist
Með Canadian Pacific
tii
brautinni
GAMLA LANDSINS
f SAMA VAGNINUM
ALLA LEIÐ
til skips í W. Saint John, N. B.
í desember sigla
i Duchess of York......desember 5
Duchess of Richmond. .desember 12
Montclare ........desember 13
Duchess of Atholl.desember 16
Fargjöld Iœgri yfir desembermánuð
Skrifið yður fyrir plássi hjá agentum
CANADIAN PACIFIC
Skemtiferðir bæði til Kyrrahafs og Atlantshafsstrendar