Heimskringla - 12.11.1930, Side 6

Heimskringla - 12.11.1930, Side 6
r 6. BLAÐSIÐA Haraldur Guðinason Söguleg Sk&ldsaga ----eftir--- SIR EDWARD BULWER LYTTON -----------------------------— Bátnum var lagt inn í lítinn lækjarós eða «íki, er lá fram með feysknum kastalaveggn - um. Þeir frændur hlupu á land, gengu undir rómverskt bogahlið, yfir hallargarð, er settur var saxneskum timburkofum, er mjög hófðu hrörnað síðan á Knúts dögum, eins og allir hlutir, er voru í umsjón Játvarðar; gengu upp stiga er lá utan á kastalanum, og gengu síðan ■tnn í hann um lágar dyr. í ganginum voru tveir húskarlar konungs, er gæta skyldu hins unga öðlings, í bláum einkennisbúningi, vopn- aðir dönskum öxum, og fjórir eða flmnf þýzkir þjónar, er fylgt höfðu föður hans frá hirð keis- arans. Einni þeirra leiddi hina tíginboru Saxa inn í lága forstofu. Þar sá Haraldur sér til miki'.lar undrunar Alráð erkibiskup frá Jórvík og þrjá þegna tiginborna, af fornum og göfug- um saxneskum ættum, óbíönduðum. Alráður gekk til máls við Harald og brosti blíðlega: “Mér virðist, — og eg vona að eg eigi koll- gátuna — að þú munir hingað kominn í sömu erindum og eg og þessir göfugu þegnar. “Og hvert er erindi þitt?’’ “Til þess að sjá og dæma óvilhallt, hvort til mála geti komið, að þessi afkomandi Ját- mundar járnsíðu sé svo gerður, að vér þrátt fyrir æsku hans getum mælt með honum við hinn deyjandi konung vorn, sem erfingja hans og við þjóðþingið sem höfðingja, er fær muni land að verja og ríkjum að ráða.” “Þá er þitt erindi sem mitt. Með þínum eyrum vil eg heyra, með þínum augum sjá og svo dæma sem þú,’’ sagði Haraldur og gefek með biskupi til þegnanna svo að þeir mættu heyra svar hans. Höfðingjarnir, er fylltu þann flokk, er oft hafiji verið Guðina andvígur, höfðu litið kvíða- vænlegum augum og óttaslegnir hver á ann- an er Haraldur gekk inn, en við þessi orð hans brá gleði og undrunarsívip ’á hin fláttlausu andlit þeirra. Haraldur kynnti þá frænda sínum, og leizt þeim vel á hina tignu prýði, er fram- ganga hans bar vott um, og óvenjulegt var að sjá svo ungan svein gæddan, þótt hinn góði biskup andvarpaði, er hann sá í andlifi hans hina skuggalegu fegurð óhappamannsins föð- ur hans. Þeir tóku nú tal saman um hnign- andi heilsu konungs, sundurþykkið í ríkinu og hina bráðu nauðsyn á að sameina öll atkvæði um hæfasta eftirmann konungs. Og ekkert var það í rödd Haraldar né látbragði, né heid- ur í huga hans, að hann bæri sinn hag að nokkru fyrir brjósti í þessari mikilvægu kosn- ingu. En eftir því sem lengra leið tók að þykkna yfir þegnunum; þeir voru ríklundaðir menn og voldugir höfðingjar, og kunnu því illa, að þiltunguf einn skyldi svo lengi láta þá bíða í forstofu sinni. — Loksins kom hin þýzki hirðmaður sem tilkynnt hafði komu þeirra, og bað þá á máli, er þeir aðeins skildu sökum skyldleika þýzkr- «r og saxneskrar tungu, að fylgja sér á fund Öðlingsins. í herbergi, er hlaðið var klunnalegu skrauti frá aögum Knúts hins ríka, stóð fríð- ur sveinn, þrettán eða fjórtán ára gamall, en virtist þó mun yngri, og tróð út fuglsham, er hafa skyldi að tálfugli fyrir ungan hauk, sem sat þar á stalli með hettu fyrir augum. Þessi starfi var svo mikilvægur þáttur í uppeldi ungra höfðingja, að þegnamir urðu léttbrýnni við og þótti sveinninn vel að verið hafa. í hin- urn enda herbergisins sat alvö.rugefinn nor- mannskur klerkur, við borð, er hlaðið var bók- um og ritföngum; hafði Játvarður fengið hann til þess að kenna Öðlingnum normannska tungu og kristinfræði. Haugur leikfanga lá á gólfinu, og lókiu sér að þeim nokkur börn á aíldur við Játgeir. Systir hans Margrét*) sat við sauma sína, alvarleg ásvip, langt frá hin- Um bömunum. Þá er Alráður nálgaðist öðlinginn með ^júpri lotningu blandaðri föðurlegri alúð, hróp u.ði sveinninn ónærgætnislega, á ófáguðum blendingi þýzkrar og fransk-normannskrar tungu: “Komdu ekki of nærri, þú hræðir haukinn Tfninn. Hvað ertu að gera? Þú treður á leik- föngum mínum, sem hinn góði normannski hiskup Vilhjálmur sendi bér sem gjöf frá her- toganum. Ertu blindur, maður?’’ “Sonur minn,” sagði prelátinn vingjam- íega, “Þetta eru baraleikföng — en þjóð- höfðingjar komast fyr úr barnæsku en alþýða manna. Hverf þú frá tálfugli þínum og leik- *) Síðar gift Melkólfi (Malcolm) Skotakonungi. Rekur konungsættin, er nú situr að völdum á Eng- iandi móðurætt sína til engil-saxneskra konunga frá *»enni. — Höf. HEIMSKRINGLA WINNIPEG 12. NÓVEMBER, 1930. ... " 'M. föngum og heilsa þessum tignu þegnum, og ávarpa þá, ef þér þóknast, á vorri saxnesku tungu.” “Saxneskri tungu! — Þorparamáli! Eg held nú síður! Lítt kann eg hana að mæla, nema að ávíta húskarla og barnfóstrur. Ját- varður konungur bauð meé eigi að læra sax- neksu, heldur normönnsbur. Og Guðfröður þarna segir, að ef eg læri vel normönnsku, þá muni Vilhjálmur hertogi gera mig að riddara símfm. En eg vil ekki læra meira í dag.” Og sveinninn sneri sér önuglega frá erkibiskupi og þegnunum. Hinir þrír saxnesku höfðingjar horfðuliver á annan með mikilli gremju og særðu stolti. En Haraldur stillti sig, gekk nær og sagði vin- gjarnLega; “Játgeir Öðlingur, þú ert eigi svo ungur, að þú vitir eigi þegar, að miklir menn lifa fyrir aðra. Myndir þú eigi vera stoltur af því að lifa fyrir þetta fagra land og þessa tignu menn menn og mæla á tungu Elfráðs hins mikla?” “E'fráös hins mikla! Þeir eru alltaf að stagast við mig á Elfráði mikla,” sagði sveinn- inn ólundarlega, “Elfráður mikli er min versta plága! Ef eg er’öðlingur, eiga menn að lifa fyrir mig, en eg ekki fyrir þá; og ef þið ertiö mig meira, þá flý eg til Vilhjálms hertoga í Rúðuborg; Guðfröður segir að þar muni eg aldrei verða ertur!” Að svo mæltu varpaði sveinninn sér, þreytt ur á hauk og tálfugli, á gólfið meðal hinna barn anna og þreif af þeim leikföngin. Hin alvörugefna Margrét reis þá stillilega á fætur, gekk að bróður sínum og sagði á hreinni saxnesku: “Svei! Ef þú hegðar þér þannig, skal eg þig níðing nefna!” Við þetta orð, hið svíviröilegasta í málinu, svo að hinn aumasti karl vildi heldiur líf láta en liggja undir því — við að heyra þetta orð viðhaft um Öðling Englands — afkomanda saxneskra hetja — gengu þegnarnir þrír nær og störðu á sveininn, í þeirri von að hann myndi spretta á fætur af heift og smán. “Kalla mig hvað þú vilt, heimska systir,” sagði sveinnjnn kæruleysislega, “eg er eigi svo saxneskur, að mér sé eigi sama um rudda- leg saxnesk uppnefni.” “Nú er nóg komið!” hrópaði stoltasti og voldugasti þegninn æfareiður, svo að hvert hár ýfðist í hinu mikla yfirskeggi hans. “Sá sem lætur sig níðing kalla, getur aldrei kon- ungur orðið!” “Eg vil ekki konungur verða, ruddalegi maður með hið leiða yfirskegg; eg vi1 verða riddari og fá fánaveifu og axlarbelti — Farðu!’ “Vér förum, sonur,” sagði Alráður hrygg- ur í hug. Hægt og eigrandi gekk hann til dyra, þar stanzaði hann, sneri sér við, og sá að sveinn- inn spretti fingrunum á eftir honum, og Guð- fröður hinn normannski kennari hans, brosti við af ánægju. Erkibiskup hristi höfuðið, og gekk síðan ásamt fylgdarmönnum sínum út í forstofuna. “Hæfur leiðtogi skeggjaðra manna! Hæf- ur konungur saxnesku ríki!” hrópaði einn þegn inn. “Á burt með Öðling þinn, Alráður faðir minn!” “Á burt með hann í sannleika,” sagði pre- látinn hryggur. “Þetta er að kenna uppeldi hans og fræðslu — afskiftri æsku, normönnskum kenn ara, þýzkum augnaþjónum. Enn má beygja krókinn til þess sem verða skal,” sagði Har- aldur. “Nei,” sagði Alráður, “enginn tínii er til siíkra vona, enginn frestur til þess að lagfæra það sem aflaga hefir farið í uppeldi, og eg ótt- ast, í eðli. Áður en árið er liðið stendur hásæt- ið autt í höll vorri.” “Hvern,” sagði Haki þá aLlt í einu — fyr- irgefið fávizku æskumannsins, er æsku sinni týndi í útlegð! — “Hvern, ef ekki öðlinginn, ætlið þér að kjósa til þess að frelsa ríki þetta frá Normanna hertoganum, er teiur sér, að því er eg vel veit, það eins víst og sáðmaðurinn uppskeruna.” “Já, hvern?” mælti Alráður lágt. “Hverrt?” hrópuðu þegnarnir þrír einum rómi. “Auðvitað þann sem verðugastur er, vitrastur og hraustastur. Gakk fram, Harald- ur jarl, þú ert maðurinn!” Og án þess að bíða svars, skunduðu þeir út úr höllinni. V. KAPÍTULI. Kringum Northampton lá liðssafnaður Mörðukára, úrval ensk-danskra manna frá Norðimbralandi. Allt í einu ómaði heróp frá herbúöunum, og Mörðukári, hinn ungi jari, gekk fram klæddur hringabrynju, en hjálm- laus og hrópaði: » “Heimskir eru menn mínir, að líta í þessa átt eftir óvinum; þarna Liggur Mersía, og að baki Walesfjöll. Lið það, er hingað kemur er það sem Játvin . bróðir minn /ærir oss til styrktar.” Orð Mörðukára voru borin til liðsins og breyttist nú herópið í fagnaðaróp. Þegar jó- reykurinn leið frá, komu fyrst í ljós tveir reiðmenn. Hleyptu þeir hart á undan liðinu, og á eftir þeim, alt hvað af tók, aðrir tveir menn, er héldu á iofti gunnfána Mersíu, og rauða ljónsfánanum frá Norð- ur-Wales. Riddaramir þeystu upp að stauragirðingunni er hlífðu herbúðum Mörðukára. Var hinn fremsti iberhöfðað- ur og kenndu varðmennimir þar Játvin hinn fagra, bróður Mörðukára. Mörðukári gekk niður af hæð þeirri er hann stóð á, og féllust þeir bræður í faðma, meðan herinn æpti fagnaðaróp. “Og velkominn,” sagði Mörðukári, doc frændi, sonur Gryffiðs hins mikla. Mörðukári rétti hönd sína Caradoc, stjúp- syni systur sinnar Aldísar, kyssti hann á enn- ið, sem siður var forfeðra vorra. Hinn ungi höfðingi var varla af barnsaldri, en nafn hans var þegar rómað af hirðskáldum Walesmanna. þvd hann hafði herjað yfir.landamæri Saxa og farið eldi og sverði um kastala Haraldar sjálfs. En meðan þessir þrír kvöddust og áður en hinir aðkomandi bandamenn frá Marsíu og Wales höfðu náð til herbúðanna, blikaði á vopn sem á sóllýstan hafflöt sæi, á veginum til hinn ar handarinnar, er lá til Tawcester og Dun- stable. Heyrðist lúðraþytur þaðan og truimbu- sláttur. Setta nú alan her Mörðukára hljóðan og horfðu þeir áhyggjufuJMr á her þenna, sem nálgaðist óðfluga. Yfir miðjum hernum blöktu svölur og kross Englandskonungs í merki hans, og tígrisihöfuðið í merki Haralds; höfðu þau merki í sameiningu blakt til sigurs yfir hverjum turni og hverum orustuvelli, er þau höfðu til verið borin. Höfðingjar uppreisnarliðsins gengu nú upp á hæðina, til þess að ráða sem skjótast ráðum sínum. Hinir tveir ungu jarlar voru menn óreynd • ir, þótt af nafnkunnum mönnum væru komn- ir, og áttu því allt undir hinum ensk-dönsku höfðingjum, er kosið höfðu Mörðukára. Er þeir þekktu fána Haralds, réðu þeir einróma til þess að gera friðsaml^ga sendimenn á fund hans og klaga rangindi Tosta. “Því jarlinn,” sagði Bjöm hinn gamii, er var höfuðsmaður uppreisnarmanna, “er maður réttlátur og mundi heídur úthefla sínu eigin blóði en hvers annars frjálsborins manns á Engiandi. Mún- um við fá rétt vorn af honum.” “Jafnve1 gegn bróður hans?” hrópaði Ját- vin. “Jafnvel gegn bróður hans?” hrópaði Ját- rök fyrir voru máli,” svaraði hinn ensk-danski höfðingi. Og hinir höfðingjarnir drápu höfði til sam- þykkis. Caradoc brann eldur úr augum; en hann handlék aðeins hálsgjörð sína, eii mælti ekki. astir og nafnikunnastir höfðingjar í jarlsdæmi þínu, Far þú, Tosti, þú tekur eigi fortölum, svo æstur sem þú ert nú. Far þú til borgarinnar; bjóð þeim að opna hliðin fyrir konungsmerk- inu. Eg veiti þessum mönnum áheyrn”. “Gæt þess vel hversu þú dæmir, nema þá bróður þínum í vil!” sagði hinn æsti hermað- ur. Lyfti hann armleg sínum með fyrirlitlegu látbragði og hleypti til borgarinnar. Haraldur sté af baki og gekk undir kon- ungsmerkið, og með honum margir saxneskir höfðingjar, er fjarri höfðu verið samræðum þeirra Tosta. Norðimbrar komu nær og kvöddu jarl með lotningu og kurteisi. Björn hinn gamli hafði orð fyrir þeim. En svo mjög sem Haraldur hafði óttast og gmn- að ium sakir þær, er þeir höfðu á hendur Tosta, þá var það sem hégómi einn, samanborið við hryilingar þær, er honum bárust nú til eyrna. Hafði hann eigi einungis kúgað af þeim skatta með ólögum og ránshendi, heldur framið hin níðingslegustu morð. Tíginborna þegna, er eigi höfðu annað fyrir sér gert en að vékja af- brýðissemi Tosta, eða reisa rönd við kúgun hans, hafði hann lokkað undir friðsmalegu yfirskyni til kastala síns, og látið húskaria sína brytja þá hiður sem fénað. öll grimmd hinna fomu Dana virtist hér endurrisin í al- mætti sínu. “Og getur þú nú,” sagði þegninn að lok- um, “ámælt okkur fyrir að hafa gert uppreisn? Ekki á stöku stað, heldur um allt Norðimbra- land. í fyrstu aðeins hundrað þegnar; síðan allt fólkið í réttlátri ceiði. Samúð fenguni við annarsstaðar frá. Hvert sem vér förum flokk- ast vinir vorir í kringum oss. J>ú átt hér ekki 1 höggi við fáeina uppreisnarmenn — helming- ur Englands er með oss!” “Og þér, þegnar,” svaraði Haraldur, “rís- ið nú eigi lengur gegn Tosta jarli yðar. Nú rís- ið þér gegn konungi yðar og lögum. Berið sak- ir yðar fyrir konung yðvarn og þjóðþing, og hafið þér rétt að mæla, þá hafið þér þar traust- ara vígi en girðingar þessar og menn með al- væpni.” “Og nú,” sagði Björn hinn gamli, “er þú iosoGððOðGoosðsoðsooosossoðosoððððSQesoseisososoeiseoðei RobinÍ Hood FI/ÖUR. GERIR BETRI BRAUÐ 0G SMÁKÖKUR »*5®!06000s00060e00e0000000s00000w00c050sc00000s50« Cara- Nú var ferðarbroddur konungsliðsins bú- I inn að dreifa sér meðfram veggjum Northamp- ; tonborgar, milli hennar og uppreisnarliðsins; | og nokkrir léttvopnaðir njósnarar, er sendir | höfðu verið af Mörðukára til þess að gefa gæt- ur að liðinu, óttalausir, sem þá tíðkaðist í inn- anlands ófriði, komu aftur og kváðust hafa séð Harald í fylkingarbroddi, og væri hunn eigi herklæddur. j Þetta þótti uppreisnarþegnum góðs viti, pg sendu nú um tuttugu höfðingja að norðan á fund konungsliðsins. . Við hlið Haralds — alvopnaður og and- ; litið hulið nefbjörg þeirri sikileysku, er þá tíðkaðist meðal flestra norrænna þjóða — reið Tosti er slegist hafði í för með jarli á leið- inni, með fimmtíu eða sextíu hinna dönsku húskarla sinna. Fleiri menn hafði hann eigi : getað lokkað eða keypt í fylgd við sig í öllu j Englandi. * Vhlist þegar hafa orðið ágreining- j ur meðal þeirra bræðra, því Haraldur var lit- verpur og rödd hans alvarleg, er hann mælti: “Álasa mér sem þú vilt, bróðir, en eigi mun eg leiða til slátrunar samþegna vora án þess að reyna við þá að semja — svo sem ætíð hefir siður verið vorra forngarpa og ættar vorrar.’’ “Við alla djöfla að norðan!” grenjaði Tosti. “Svívirða er það að tala um samninga við ræningja og uppreisnarm^nn! Til hvers ert þú hingað kominn, ef ekki til þess að hegna og hefna?” “Til þess að dæma rétt, Tosti.” “Þú kemur þá ekki til þess að veita bróð- ur þínum!” “Jú ,hafi hahn lög og rétt sín megin, sem eg vona.” Áður en Tosti fengi svarað, var braut rudd gegnum herinn, og koum þar danskir menn frá Norðimbralandi jneð múnk einn í farar- broddi, er bar róðukross á lofti. “Við hið blóðuga sverð hins helga Ölafs!” hrópaði Tosti, “þarna koma svikararnir, Bjöm hinn gamli og Glendion! Þú ætlar ekki að veita þeim áheyrn? Ef þú gerir það, geng eg á brott. Slíkum þrælum greiði eg aðeins svar með exi minni.” “Bróðir, bróðir! Þessir menn eru hraust- ert til Englands kominn, tigni jarl — þá kom- um vér viljugir. En er þú varst utanlands, þá virtist réttlætið hafa vikið fyrir ofbeldi og ax- arhöggum.” “Þakka vil eg ykkur traust ykkar,” sagði Haraldur, er mjög koimst við. “En rétt'ætið á Englandi er ekki undir einum manni koniið eða lífi hans. Og eigi fæ eg þakkað ræðu þína, því ihún gerir rangt til konungi vorum og ráð- gjöfum hans. Sakir hafið þér fram borið, en eigi sannað. Vopnaðir menn eru eigi sönn- unargögn. Og þótt vanstilling Tosta og skort- ur á nægilegri dómgreind hafi valdið rang- sleitni hans, þá hugsið til þess hvílíkur höfð- ingi hann er því ríki að stýra, er ætíð á ægi'aga heimsóknarvon frá norræmum sækonungum. Hvar finnið þér hraustari dreng eða hugprúð- ari? Skyldur er hann yður í móðurætt. Og ef þér takið hann aftur í sætt, þá legg eg við drengskap minn, er þér treystið, að gleynia því sem liðið er, og ábyrgjast að hann stjórni yður vel og viturlega framvegis, samkvæmt lögum Knúts konungs.” “Það viíljum vér eigi heyra!” hrópuðu þegnarnir einum rómi, og bar hæst af öllum rödd Bjarnar hins gamla — “því vér erum menn frjálsbornir. Drembilátan og illan höfðingja vilum vér eigi þola. Kenndu oss forfeður vor- ir líf að láta eða lifa sem frjálsbomir menn!” Gnauð nokkurt, en þó ekki fjandsamlegt, heyrðist við þessi orð frá hinum saxnesku höfðingjum í liði Haraldar; og svo ástsæll sem hann var, þá fann hann það á, að þótt hann hefði viljann, þá myndi hann tæplega hafa valdið til þess að neyða menn sína til herferð- ar gegn löndum sínum, er fyrir slíkum mál- stað var að berjast. FJn hann sá fyrir að hættu legt væri að afsala bróður sínum öllum haigs- munum, bæði með því að rýra álit konungs að láta kúgast af uppreisnarliðinu, og líka að því að reka úr landi svo bráðráðan, hefnigjaman og ágjarnan mann sem Tosta, er slíkan mága- styrk átti í Danmörku og Normandíi. Skaut jarl því málinu á frest, en stefndi höfðingjum á fund í borginni og bað þá þangað til, að endur- skoða kröfur sínar og að minnsta kosti stilla þeim svo í hóf, að hann gæti borið þær fyiúr konung. é

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.