Heimskringla - 14.01.1931, Síða 1

Heimskringla - 14.01.1931, Síða 1
DYERS & CLEANERS, LTD SPECIAL Men’s Suits Dry * aa Cleaned & Pressed3 I (Cash and Carry Price) Delivered, $1.25 Buttons Tightened, Replaced and all Minor Reparirs Free DYERS & CLEANERS, LTD. SPECIAL Ladies’ Plain Silk d AA Dresses Dry Cleaned 4^ liUU & Finished (Cash and Carry Pricel Delivered, $1.25 Minor Repairs Free XLV. ARGANGUR. WINNIPEG MIÐVIKUDAGINN 14■ JANtrAR 1931. NOMER 16 Stefán Jón Pétursson Sá sorglegi atburður vildi til laug- ardagskvöldið 3. janúar s.l., að Ste- fán Jón Pétursson, að 744 Banning St. hér í bænum, fannst örendur í bíl- skýlinu að húsabaki, þar sem hann hafði verið að ganga frá bíl sínum Hafði hann farið út kringum kl. 3 um daginn með bréf á pósthúsið, og dvalið siðan hjá kunningjum sinum lengi dagsins, án þess að nokkur undr- aðist um hann', með þvi að hann var slíku vanur, þar sem hann var at- vinnulaus í svipinn og hafði verið það I tvo mánuði. Vita menn ekki glögt um hvenær hann kom heim. En um kl. 9.40 um kvöldið ætlaði systir hans Edith, að bregða sér út í búð, og verð- ur um leið litið inn í bílskýlið, og sér hún þá sér til undrunar að bíllinn er kominn heim. Opnar hún þá hurðina og skyggnist nánar um, og finnur hún þar bróður sjnn liggjandi á grúfu við stærri hurðina, er einnig var lokuð, með engu lífsmarki. Fónaði hún þeg- ar eftir hjálp og læknum, en allar lífg unartilraunir reyndust árangurslaus- ar. Gáfu læknarnir þann úrskurð, að hann hefði látist af gaseitrun (carbon monoxide gas). Hyggja menn að Stefán muni hafa komið heim um níu leytið. Var það siður hans jafn- an, að loka stærri hurðinni á bílskýl- inu áður en hann slökkti ljósin á bíln- um og tók vélina úr gangi. Hafði þetta aldrei komið honum að sök. En annaðhvort hefir minni hurðin á bil- skýlinu slegist aftur undan stormi, og innibyrgt þannig hina eitruðu loftteg- und, eða hann hefir dvalið óvenjulega lengi inni meðan hann lét vélina ganga. Hvort heldur sem hefir verið, þá hyggja menn, að meðan hann laut niður til að reka slagbrand fyrir hurð ina að neðan, hafi hann andað að sér gasinu, sem réði honum bana. En gas þetta er svo baneitrað, að það drep- ur á augabragði. Stefán Jón Pétursson var fæddur á Stóru-Þverá í Vestur-Fljótum í Skagafjarðarsýslu á Islandi, 10- júní 1902, sonur hjónanna Björns Péturs- sonar, sem lengi var póstur hér i Winnipeg, og Dorothy Jóelsdóttur, er nú býr að 744 Banning St., Winnipeg. Björn hefir nú dvalið rúmlega hálft á.r á íslandi. Til Canada fluttist Stefán með for- eldrum sínum rúmlega' tveggja ára, og komu þau hingað til Winnipeg seint á sumrinu 1904, og hefir hann dvalið hér lengst af síðan. Var hann við nám í Jón^ Bjarnasonar skóla veturna 1924 og 1925. Annars lærði hann málaraiðn (sign painting) ung- ur og hefir síðan stundað það starf öðruhvoru. En lengst af, eða í átta ár alls, hefir hann unnið hjá félag- inu Famous Players Canadian Cor- poration Ltd., á leikhúsum þeirra oft- nst nær. Stefán var eigi aðeins elskaður af fjölskyldu sinni og vinsæll af félög- um sínum, heldur og í mjög góðu á- liti hjá yfirmönnum sínum, sem töldu að eigi yrði til hans jafnað um sam- vizkusemi og áreiðanleik. Hann var fremur dulur i skapi og óframur, góð- lýndur og gæfur að hversdags fari, en lundin þó hreint ekki lítil, þegar máli skifti. Má taka það til marks um kapp hans, að hann lét innritast í 197. herdeildina vorið 1916, þá aðeins 13 ára gamall, og dvaldist hann við her- æfingar fram á haust, en fékk þá eigi að fara yfir um sökum æsku. Er hans sárt saknað af mörgum vinum sem góðs drengs í hvivetna. —Auk foreldra hans lifa hann og eiga honum á bak að sjá, sex syst- kini: fjórar systur: Mrs. Freysteins- son, Mrs. Ölafsson og Miss Edith Pet- erson, sem búa með móður sinni hér í bænum, og Mrs. Paul, sem búsett er í Chicago, og tveir bræður, Jóel, hér í Winnipeg og Pétur bóndi á Mýr- um í Sléttuhlíð á Islandi. Jarðarförin fór fram frá kirkju Sambandssafnaðar í Winnipeg mið- vikudaginn 7. jan. s.l., að viðstöddu miklu fjölmenni. Fluttu þeir, séra Benjamín Kristjánsson og séra Philip Pétursson ræður, en Mrs. K. Jóhann- esson og séra Ragnar E. Kvaran sungu einsöngva. B. K. SIGURÐUR SKAGFIELD SYNGUR. Eins og skýrt var frá í síðasta blaði, dvelur Sig. Skagfield óperusöngv- ari hér á meðal landa sinna vestra um þessar mundir. Er það í fyrsta sinnl sem hann kemur til Vesturheims, en samt mun hann hér mörgum kunnur, því hróður hans sem söngvara var hingað kominn á undan honum. Og með göldrum nútímans hafa einnig allmargir hér heyrt söng hans. En þeir sem það hafa gert, munu eigi síður en hinir, sem nú eiga von á að hlusta á hann í fyrsta sinn, með ó- þreyju bíða þess, að sjá og heyra manninn sjálfan syngja. t>ó að nokk- ur tími sé enn þar til hann hefir sam- komu hér, getum vér samt ekki stillt oss um að segja íslendingum frá þvi, að Mr. Skagfield hefir nú ákveðið að syngja hér mánudagskvöldið þann 26. janúar, í fyrstu Lúthersku kirkj- unni á Victor stræti hér í bæ. Mr. Skagfield hefir tjáð oss, að hann hafi hingað komið aðeins til að sjá sig um í Vesturheimi og kynnast Islendingum hér, en ekki til þess að syngja. En þar sem að það er nú á vitorði Islendinga, að hann sé einn með beztu íslenzkum söngvurum, verð ur ekki hjá þvi komist að hann syng: hér; ætti hann og að gera það sem viðast. En tími hans er naumur, því hann er fyrirfram ráðinn um fleiri ár að syngja í Evrópu. En fari nú svo, að hann komi þessu við, ættu íslendingar ekki að sitja sig úr færi með að hlýða á hann og kynnast manninum persónulega, því þeim mun það einnig til ununar verða eins og söngur hans. Aðgangur að skemtun hans höfum vér heyrt að væri aðeins 50 cents. Borið saman við það, sem vér höf- um átt að venjast, er erfitt að trúa þessu, en það sem auðsjáanlega vakir fyrir með þvi, er að gera sem flestum sem auðveldast með að sækja sam- komuna. BENNETT SPARAR MANITOBA $700,000. A fundi 6. janúar, er Rt. Hon. R. B. Bennett sat með forsætisráðherrum Sléttufylkjanna, í Winnipeg, lýsti hann þvi yfir, að hann ætiaðl að efna loforð sitt í kosningunum í júlí s. 1. sumar, um að ellistyrkurinn yrði greiddur af sambandsstjórninni. Þetta sparar fyljunum feikna mikið fé, því samkvæmt núverandi lögum greiða þau helming ellistyrksins. — Nemur hlutur Manitobafylkis eins $700.00. En við þann kostnað losnar nú fylkið að öllu leyti, nema að því leyti sem eftirlit eða framkvæmdir á lögunum snertir, sem ekki mun þó meiru nema en sem svarar 5% af öllum kostnaðinum. Til þess að mæta útgjöldum, sem af ellistyrknum stöfuðu, lagði Mani- tobastjórnin þeim mun hærri skatt á sveitar- og bæjarfélögin. Ætti hún nú að lækka sveitarskattinn að minnsta kosti sem þessu nemur, þar eð byrðinni er nú af fylkinu létt. VERKAFÖLLIN A ENGLANDI Astandið á Englandi er nú eitt hið erfiðasta- Síðan um nýár hefir víð- tækt kola verkafall staðið þar yfir, og síðast í gær voru engin líkindi til að sættir komust á milli verkamann- anna og námaeigenda. Verkfailið var hafið út af þvi að námueigendur vildu lengja vinnutímann i hverri viku án þess að hækka kaupið. En verka- menn skoða þetta leið til þess að færa kaupið niður, án þess að það kæmi í baga við lögin, en samkvæmt þeim er bæði kaup og vinnutímj á- kveðið. Um 200,000 manns taka þátt í þessu verkfalli. Og svo er nú ekki nóg með þetta. Viku seinna gengu um 300,000 verka- menn út úr ulla-verksmiðjunum og gerðu einnig verkfall. I ullarverk- smiðjunum fóru eigendurnir fram á að vefstólum væri fjölgað á hvern mann, sem auðvitað hafði það í för með sér að gefa færri vjnnu. Þessu mótmæltu verkamenn með því að gera verkfall. Er þvi með þessum verkföllum hálfri miljón manna bætt við í hóp þeirra, er atvinnulausir voru áður. Stjórnin virðist ekkert við þetta geta ráðið. En eftir því sem að verk- fallið stendur lengur yfir, eftir því versnar hagur verkamannanna. Og nú er ekki annað sjáanlegra, en að stjómin verði jnnan skamms að standa straum af öllu saman, ef eng- in ráð verða fundin til að binda enda á verkfallið. En allar tilraunir stjóm- arinnar að koma sættum á milli verk- amanna og vinnuveitenda, hafa al- gerlega misheppnast til þessa. A- standið má þvi yfjrleitt iskyggilegt heita. BOLLALESTUR TALINN GLÆPSAMLEGUR. Það er erfitt að gera sér grein fyrir þvi í fljótu bragði, þegar maður situr við kaffiborð með hóp af ung- um og glaðværum stúlkum utan um sig, þyljandi forlög manns af bolla- lestri, að þá sé maður í raun og veru umkringdur af glæpafólki. En þetta er nú það, sem lögin segja samt um það-. Og hver sem bollalesturinn fremur, hefir unnið sér til eins árs betrunarhússvistar með því. I Winnipeg var kona ein nýlega köll uð fyrir dómstólana til þess að svara fyrir brot af þessu tæi. Heitir hún Margrét Krafield og játaði hún sekt sína, með því að hún hafði ekki haft hugmynd um að hún væri að fremja lagabrot. Hún hafði lesið í bolla og spil heima hjá vinum sínum og á kirkju-bazaars og setti ekkert fyrir það, en tók þó við því, ef eitthvað var gefið og jók með því tekjur baz- aarins Fyrir sjálfa slg hafði hún ekki tekið við peningum fyrir þetta starf. Við tughúsvist slapp konan þó, með því að þetta var svo nýstárlegt laga- brot. Sagði dómarinn að sér hefði ekki fyrri dottið það í hug, svo al- gengt sem það væri að fólk læsi i bolla, að það væri lögum gagnstætt. En um það væri þó ekki að villast, að forlagalestur væri það- LAGLEG GJÖF. Sir Thomas Lipton, auðmaðurinn mikli, gaf borginni Glasgow á Skot- landi $50,000 nýlega, með þeim um- mælum, að þeim væri útbýtt milli fátækra mæðra og barna í fæðingar- borg hans. Gjöf þessa kvað hann gefna til minningar um móður sína, “sem verið hefði leiðarstjarna lífs síns”, og í við- urkenningarskyni fyrir velvild þá, er borgin hefði svo oft sýnt sér. M ANITOB AÞIN GIÐ. Manitobaþjngið kemur saman 27. janúar n- k. Helztu málin, sem fyrir þingið verða lögð, snerta fjármálin. Lög- gjöf viðvíkjandi gerðum stjórnarinn- ar í atvinnuleysismálinu, verður að samþykkja. Nemur féð, sem fylkið hefir nú þegar lagt fram til þeirra mála, $1,200,000. Einnig verður þjng- ið að samþykkja aukalög þau, sem sveitirnar urðu að semja án þess að spyrja skattgjaldendur að því, og að þvi lutu að • heimila sveitunum að styrkja þá með fjárveitingu, er í nauð kynnu að vera staddir. Eitt af því sem þingið verður að greiða atkvæði um, er talsverð fjár- upphæð fyrir kaup á orkuverinu, The Brandon Gas and Electrjc Co., þó féð fyrir það komi að nokkru annars- staðar frá. Vegna loforða um að lækka sveitar- skattinn, er gert ráð fyrir að hækka þurfi skatta, og er hækkun á hækk- un ofan á gasólínskatti fyrirhuguð. Fleiri nýja skatta kvað einnig þurfa að uppgötva- Auk ábyrgðarinnar, sem fylkið tók sér á herðar fyrir Hveitisamíagið, er bújst við miljón dollara tekjuhalla á liðnu ári. BYLTINGU AFSTYRT I ræðu er Rt. Hon. David Lloyd George hélt nýlega í Bornemouth á Englandi, komst hann svo að orði, að það hefði fyrir löngu verið skoll- in á bylting á Englandi, ef stjórnin hefði ekki séð atvinnulausum mönn- um fyrir framfærslueyri (dole). En með því kvað hann þó ekkj þar með sagt, að slík fjárveiting væri hin ákjósanlegasta. Hann kvaðst heldur hefði viljað sjá féð veitt á þann hátt, að ráðist hefði verið í einhver störf er mönnum veittu atvinnu. Hann var að leggja hornstein í sjó herskála-byggingu er kostar um 650- 000. og sem mörgum veitir atvinnu er hann hélt þessu fram. En atvjnnu- leysi var han nhræddur um að væri að færast yfir heiminn vegna ofmik- ils auðs, ofmikils korns, járns, kola, stáls og annarar framleiðslu. En eins lengi og brauðmylsna væri í eld- hús skáp þjóðfélagsins, ætti enginn þegnanna að svelta. SVERTINGI BRENNDITR. I Maryville, Missouri í Bandaríkj- unum, var svertingi nýlega brenndur á báli. Hafði hann það til saka unn- ið að myrða 19 ára gamla stúlku, skólakennara þar í sveitinni, er hið mesta illverk þótti, svo að mlnn mynd uðu samtök sín á» milli, fóru til og tóku svertingjann úr höndum lögregl- unnar, og líflétu hann á þann hátt sem hér segir. Hann var bundinn uppi á þaki skólahússins, þar sem hann hafði framið morðið. Var síð- an kveikt í húsinu, sem var timbur- hús, og logaði brátt húsið og svert- inginn upp. Um þrjú þúsund manns, karlar, konur og börn, tóku þátt i þessari athöfn. LANDSSTJÓRI VOR KVEÐUR. Willingdon landsstjóri Canada lagði alfarjnn af stað í morgun frá Otta- wa, til þess að takast á hendur hina nýju stöðu sína sem vísikóngur Ind- lands. MOKAR HVEITINU INN I BANKANN. Bóndi nokkur í nánd við Edmonton, Alta., fór með æki af hveitikoml s.l. mánudag til bæjarins til að selja það. En hveitið hafði verið veðsett banka einum 1 Edmonton. Bóndi fór til þriggja kornkaupmanna i Edmon- ton og reyndi að selja þeim hveitið. En þeir vildu ekki kaupa nema því aðeins að bankinn fengi andvirðið. Lelddist bónda þóf þetta, og til þess að losna við hveitið, ekur hann upp að byggingu banKans, brýtur rúðu i glugga, sem var á skrifstofu banka- stjórans og eys hveitinu inn á skrif- stofugólfið. Bankanum var lokað þessa stund dagsins og voru þvi eng- ir inni, er þetta skéði. En hveitið flaut yfir skrifborð og stóla. Þegar bóndi hafði lokið þessu verki, og ók í burtu, heyrðu þeir, er leið áttu þarna um, hann tauta við sjálfan sig, að helv.... bankinn gætj nú ekki sagt, að hann hefði ekki fengið hveitið. En af bankastjóra er það að segja, að þegar hann sá hvað orðið var, lof- aði hann sinn sæla fyrir það, að hafa ekki einnig haft veð á nautpeningi bóndans. ERFIR EINN DOLLAR. Kona nokkur, er Mrs. Hulda E. Tingle heitir og heima á í Philadel- phia, afhenti skjftaréttinum erfða- skrá sína nýlega- Eignir hennar námu 2,150 dollurum, og skiftást á milli ættingpa hennar. Eiginmann á hún á lifi, er hún gleymdi ekki, þó hún hafi mikið liðið hans vegna, og þau hafj ekki um langt skeið búið saman, því i erfðaskránni ánafnar hún honum einn dollar, en með þeim ummælum þó, “að hann sé fyrir kað- alspotta handa honum til að hengja sig í”. FRÁ ÍSLANDI. Siglufirði, 4. des. Afaróstilt tíð og stormasöm. Má heita, að óslitinn jarðbönn hafi verið hér frá veturnóttum, þar til blotaði um siðustu helgi. Snjór þá talsverð- ur. Ofsarok í nótt að suðvestan. Fauk járn af einu íbúðarhúsini og skemdist lítils háttar á fleirum. Sjaldan gefur á sjó, en ágætis afli, þegar gefur. Síðast — fyrir fjórum dögum — afl- aði hæsti báturinn 8 þúsund pund. Suðvestanrok í dag og snjóél- Tveir botnvörpungar leituðu hafnar hér í nótt. * * * Rvík. 9. des. Úr Dýrafirði er skrifað 27 f. m.: Hér hefir verið stormasamt og oftast margir botnvörpungar inni í firði. —. Almennur áhugi er fyrir útvarpsmál- inu, og samþykti sveitarfundur hér að setja upp tæki í þinghús hreppsins og gæti svo almenningur safnast þar saman sér til fróðleiks og menning- arauka, til að hlusta á það, sem menn vona að á boðstólum verði, þ- e. hið bezta af andlegri framleiðslu þjóðar- innar. Hér er mentamálum sýnd mikil rækt. Stofnaður var unglingaskóli hér á Þingeyri í haust og starfar i kenslustofum barnaskólans. Nemend- ur eru 21. Ennfremur var stofnuð kensludeild fyrir börn innati 10 ára aldurs. Eru þar 17 börn. • * * Rvík. 9. des. Cr Mýrasýslu er skrifað: Fénað- arhöld hafa verið fremur góð yflrleitt Bráðapest gerði víða vart við sig i haust, en allir bólusettu fé sitt, svo pestin gerði ekki neitt verulegt tjón. Margir hafa reynt islenzka bóluefnið, en ekki er hægt að segja um það enn, hvort það reynist eins vel eða betur en það danska. Ymsir hættu líka við að nota það, sem voru búnir að kaupa það, vegna þess, að eitt "númer” reyndist of sterkt, drap á einum bæ helming af því, sem bólu- sett vár. • * * Leitin að togaranum Apríl. Rvik. 6. des. Leitin hefir ekki borið árangur, enn sem komið er. Varðskipið “óðinn’ var árdegis í dag búið að leita á svæðinu frá Vestmannaeyjum 115 sjó- mílur þaðan til suðausturs og frá þeim stað I stefnu á Ingólfshöfða og með fram ströndunum í Meðallands- flóanum- Einnig hefir “öðinn” leit- að djúpt og grunt á svæðinu innan við þá línu, sem áður greinir. “Ægir” kom austan með landi, leitaði með fram strönduum Mýraflóans og alt að 50 sjómílur út til hafs. — Leit- inni er haldið áfram. Þessir menn eru á togaranum: Jón Sigurðsson, skipstjóri, Jón ö. Jónsson, 2. vélstjóri. Kjartan Pétursson, háseti. Helgi Guðmundsson, háseti. Pétur Asbjörnsson, háseti. Magnús Brynjólfsson, háseti. Einar Guðmundsson, háseti. Kristján Jónsson, kyndari. Páll Kristjánsson, háseti. Sigurgísli Jónsson, háseti. Theodór ólafsson, loftskeytamaður. Einar Eiríksson, 1. vélstjóri. Magnús Andrésson, háseti. Eggert Ketilbjarnarson, kyndari. Þórður Guðjónsson, matsveinn. Auk þess er talið, að 2 farþegar hafi verið með skipinu frá Englandi. • • • Rvik. 8. des. Leitinn að “Apríl” var hætt í gær- kveldi og höfðu varðskipin þá verið að leita hans í 3% sólarhing, en á- rangurslaust- Var siðast leitað djúpt út og suður af Vestmannaeyjum. Hef- ir verið leitað alla leið astur fyrir land og vestur fyrir Vestmannaeyjar til hafs. Farþegar á “Apríl” eru Pétur Haf- stein bæjarfulltrúi og Ragnar Kristj- ánsson, Sæmundssonar, héðan úr Reykjavik. Auk þeirra skipverja á togaranum, sem blaðinu var kunnugt um I fyrra dag, er Einar Hannesson, Laugavegi 11, hjálpmatsveinn, 17 ára. Fálkaflug. Einn hinn snarpasti bardagi er Fálk- arnir hafa lent I, var háður við Vík- inga þann 7. þ. m. Þegar i byrjuu var leikurinn háður af miklu kappi. Sóttu Fálkarnir fast fram og var auð- séð, að hér var um vel hugsað áhlaup að ræða og enginn leikur til ónýtis gerður; enda klufu Fálkarnir ljð Vík- inga, og Robert Jóhannesson skaut plötunni í mark, og var það fyrsti og eini vinningur sem Fálkarnir fengu I leiknum. Víkingar rumskuðust nú nokkuð við þetta áfall, en hér var ekki við lambið að leika sér, því Fálkarnir voru komnjr í vígamóð og óðu nú hvað eftir annað I gegnum sóknarlið Vikinga, en Vikingar höfðu tvo bak- verði, er ekki létu sig, þá Halldór Bjamason og Jón Peterson, og vom þeir sem Þrándur í Götu, og gátu Fálkarnir ekki brotið þá á bak aftur. Gekk því skothríðin mest frá mið- svelli á hafnvörð Víkinga, er varði markið af mjklum fimleika. Þessu áhlaupi var haldið áfram í 59 mínút- ur, og voru Fálkarnir mest af þeim tíma við bláu röndina, sem dregin er framan við bakverði. Sýnir það, að leikurinn var mestmegnis háður á landareign Vikinga. Þóttust nú Fálkarnir vjssir um sig- ur, því nú var ekki nema ein min- úta eftir til leiksloka. En allt ieinu brutust Víkingar fram, og var sú atrenna svo snörp, að Fálkarnir fengu engri vörn við komið, og var nú sótt all snarplega að markverði Fálkanna en hann varðist sem bezt, en að lokum skaut Karl Thorsteinson plötunni I markjð fram hjá Jóni Bjamasyni, markverðinum, og um leið var merk- ið gefið að leiknum væri lokið. Stigu því Víkingar og Fálkar af svellinu jafnir að vinningum. Annað jafnvígi var og háð milll Natives og Geysjr, og höfðu hvorir fimm vinninga. Var sá leikur háður fyr um kvöldið. Má telja fremsta i þeim leik Wally Bjarnason frá Na- tives og Skúla Anderson frá Geysir; en yfirleitt gerðu þó allir flokksmenn mæta vel. Fálkarnir efna til íþróttasýningar þann 22. þ. m. A þeirrj samkomu heldur ræðu dr. J. T- Thorson, K. C. Allir Islendingar, er vetlingi geta valdið ættu að sækja þá samkomu.

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.