Heimskringla - 04.03.1931, Síða 5
WINNIPEG 4. MARZ 1931.
HEIMSKRINC^A
ekki um að ræða, að breyta neinni
skoðun heldur vana, sem oröið hefir
til vegna hirðuleysis og skilnings-
skorts. Og enginn gæti haft neitt
á móti því, þó að brýnt væri fyrir
okkur að tala íslenzku eins vel og
við getum, þegar við tölum hana, og
ensku líka eins vel og við getum,
þegar við þurfum að tala hana eða
býður svo við að horfa. öneitanlega
væri það spor í áttina til meiri
menningar, ef eitthvað væri unt að
gera í þessu efni. Islenzku blöðin hér
gætu veitt afar mikinn stuðning 1
þessu, ef þau vildu, ekki aðeins með
þvi að vanda málið sjálf á öllu, er
þau flytja, auglýsingum eþki síður
en öðru, heldur og með því að brýna
fyrir fólki hversu mikils vert það
sé frá menningarlegu sjónarmiði, að
tala hreint og fallegt mál. Að þessu
hefir ekkert verið gert. Við höfum
hingað til aðeins hlegið að smekk-
leysunum í daglegu máli sjálfra okk-
ar. En í rauninni eru þær ekkert
hlátursefni, heldur þvert á móti
raunalegur vottur um andlegt ó-
sjálfstæði og margra ára hirðuleysi.
Flestir, sem lesa íslenzkar bækur,
blöð og tímarit, munu vera sam-
mála um, að nú séu fleiri menn uppi
á tslandi en nokkru sinni áður, sem
rita rétt; hann er blærinn, sem hvíl-
er óblandin ánægja að lesa sumt af
af því, sem þar er ritað, aðeins
stílsins vegna.
Stíll á ej^kert skylt við það að
rita rétt; hann gf blærinn, sem hvíl-
ir yfir hinu ritaða máli. Allir, sem
fást við að rita, hafa auðvitað ein-
hverskonar stíl, því enginn maður
ritar svo neitt að ráði, að ritverk
hans, hvort sem þau eru stutt eða
löng, hafi ekki einhvern séstakan
blæ. En það er til margskonar still:
ljós stíll og myrkur stíll, léttur still
og þunglamalegur stíll o. s. frv.
Sumir mjög gáfaðir rithöfundar, t.
d. Carlyle, hafa haft mjög myrkan
stil. Flestir íslenzkir rithöfundar
hafa haft þunglamalegan stíl. í>eir,
sem nú rita bezt íslenzkt mál, hafa
ljósan stíl og sumir mjög fjörugan
eða léttan.»Fyrir þann, sem les, er
auðvitað mest um það vert að stíll-
inn sé ljós. Ef við t. d. lesum bæk-
ur, sem ritaðar voru fyrir, látum
okkur segja, hundrað árum, þá finn-
um við fljótt að stíllinn í þeim er
flókinn og myrkur. Það er erfitt að
komast að efninu, vggTia þess að
setningarnar eru langar og orðin of
mörg. Aftur á móti má segja, að
það sem nú er ritað, sé flestalt fram
úrskarandi ljóst og þægilegt aflestr-
ar. Jafnvel efni, sem er í sjálfu sér
þungskilið, er venjulega auðskílið i
íslenzkum bókum og ritggrðum nú
•á tímum, vegna hins ljósa stíls. Hitt
er ekki eins algengt, að stíllinn sé
fjörugur. Sumir hinna yngstu rit-
höfunda hafa lagt mikla áherzlu á
stílinn og notað ýms brögð til þess
að gera hann sem eftirtektarverð-1
astan, svo sem nokkuð óvenjulegt
orðaval, enkennilegar samlíkingar
og setningar, sem koma lesandan-
um alveg á óvart. Gallinn á þeim
stil er sá, að hann getur orðið of
ónáttúrlegur og, sökum þess hvað
hann er sláandi, getur dregið at-
hygli lesandans frá efninu og að
sjálfum sér. En það er víst, að eftir
honum er tekið. Og fyrsta skilyrðið
TM£ BLUr -*TOB£
BRUNA bóta ÚTSALA
STENDUR NÚ YFIR.
TAPIÐ EKKI AF ÞESSARI ÓVANALEGU KJÖRKAUPA
SKRIÐU.
K a r 1 m a nna og
drengja föt, kápur,
hattar, húfur, nær-
fatnaður, o. s. frv.,
o. s. frv.
$75,000 virði af Kvenna loðskápur,
Hudson Seal, Per-
bezta varningi, sian Lamb, Musk-
rat, Selskinn, Near
selt á lágverði Seal o. s. frv. Ref-
I skinnstreflar $14.95
sem brunagóss. og yfir.
Alt verðlag í búðinni svarar 50 af 100.
Aðeins um stuttan tíma. — FLÝTIÐ YÐAR!
til þess að nokkur rithöfundur fái á-
heyrn nú, á þessari ritöld, er það,
að máli hans sé veitt eftirtekt.
Hér er flest það, sem ritað er, illa
ritað, í samanburði við það, sem rit-
að er á Islandi. Vestur-íslenzkir rit-
höfundar, með nokkrum undantekn-
ingum, hafa ekki stíl. Venjulegasti
gallinn á ritsmíðum okkar er sá, að
þær eru óljósar. Sumir, sem fást
við að rita í blöð hér, eru svo mærð
arfullir, að það er ill-mögulegt að
fylgjast með þeim og maður verð-
ur steinleiður á mælginni; einkum
eins og oft vill verða, ef með henni
er barnalegt sjálfshól, væmið lof um
aðra eða hégómlegar hugleiðingar
um eitthvað, sem er viti höfundarins
ofurefli. En til þess að stíllinn geti
verið ljós, þarf hugsunin, sem á bak
við hana er, að vera ljós. Höfundur
inn þarf fyrst og fremst að vita, um
hvað hann ætlar að skrifa. Það lítur
út fyrir, að jafnvel ritstjórar, sem
hafa það fyrir atvinnu að rita, viti
það stundum ekki. Til dæmis má
stundum sjá fréttagrein, sem aftan
í er hnýtt athugasemd, sem kemur
auðsjáanlega frá ritstjóranum sjálf-
um. Hvað sem líður þeirri hlut
drægni að skjóta sínum eigin at-
hugasemdum inn í fréttir, skemmir
það fréttina fyrir lesandanum, sök-
um þess að óviðkomandi efni ruglar
frásögnina og samhengið tapast. —
Mörg fréttabréf eru þannig úr garði
gerð, að þau verða ólæsileg, sökum
þess, að það sem ætti að vera auka-
atriði, yfirgnæfir aðalefnið. öll þessi
ofmælgi og útúrdúrar stafa af þvi,
að höfundunum er alls ekki ljóst í
byrjun, hvað þeir ætla að segja. Nú
eru einmitt vel ritaðar fréttir, hvort
sem þær eru austan úr Kína eða ut-
an úr einhverri íslenzkri bygð hér í
Manitoba, með því aðgengilegasta
og um leið gagnlegasta til fróðleiks
fyrir allflesta blaðalesendur. Hörmu-
legast af öllu er þó að sjá sumar
ritgerðirnar, sem samdar eru um
ýms almenn mál, svo sem stjórnmál
og trúmál. Eg á ei við skoðanirnar er
í þeim birtast, þvi hver er sjálfráður
að sinum skoðunum í þeim efnum.
En framsetningin öll er svo klaufa-
leg. Fyrst og fremst hafa höfund-
arnir ekkert að segja, því hugsun
þeirra hefir ekki náð neinu haldi á
efninu í heild sinni, heldur í ein-
hvern skika af þvi, sem hún hangir
á, og svo er þeim ómögulegt að gera
nokkurt höfuðatriði sæmilega Ijóst.
Röksemdafærslan fer öll á ringul-
reið, og það, sem mann grunar, að
þeir hafi ætlað að segja, hverfur i
þoku vaðals og vitleysu.
Jafnvel margar ritstjórnargreinar
eru með þessu marki brendar, og
ætti maður þó líklega að halda, að
Að tilkynna að komin sé
í EAT0N búðina
tt
tt
Hin “Konunglega” Fjölskylda
Ryksugusópa
Royal” Purifier “Super Royal
Royal” Princess “Royalette”
Þessi Royal húshreinsunar samstæða er hin hagnýt-
asta viðhót við rafáhalda safnið á þriðja gólfi. Ryk
og óhreinindi geta hvergi falið sig fyrir þessum vold-
ugu og verkmiklu vélum. Svo léttar'eru þær að barn
getur farið nieð þær. .Þær vaxbera og fægja
gólf — hrcinsa það um leið og eyða öllun
sýklum, — f einu orði, þær gera alt, sem sog-
sópar fá orkað, bæði fljótt og veL
“ROYAL” PURIFIER
Hann er útbúinn með hólfi fyrir efnalög er
eyðir öllum sóttkveikjum, drepur sýklana sem
felast í rykinu um leið og það er sogað inn í
belginn. Hann kostar $73.50. Gólf fægarinn
ásamt hreinsunar tækjunum $15.00. Með öllu
saman $88.50.
“ROYALETTE”
Tengið það við rafstrauminn, og með því má
gera allskonar hreinsun, — svo sem að hreinsa
UPP mola á borðinu, — ösku ef niður hefir
fallið — ryk af húsbúnaði, fatnaði og þess hátt-
ar- Sogpípan fellur inn í allar misfellur og
hrufur. Kostar aðeins $17.50.
‘SUPER ROYAL”
Einnig mjög handbær samstaða, með hólfi fyrir
efnalög, er sendir frá sér gufu og hreinsar
loftið og eyðir gerlum er 'felast í rykinu. Kost-
ar $62.50. Hreinsunartækin og gólffægarinn
$12.50. Með öllu saman $75.00.
“PRINCESS ROYAL”
Samstæða sem hentug er til að hreinsa með
lítil hús eða íbúðir á skömmum tíma. A henni
er hreyfanlegur bursti, sem sópar upp stufi og
rusli á svipstundu. Kostar $50.00. Hreinsun-
artækin og gólffægarinn $12.50. Allt til samans
$62.50.
I Rafáhaldadeildinni á þriðja gólfi fyrir miðju.
<*T. EATON C°u
LIMITED
til þeirra væri vandað sem bezt má
verða.
Bezt held eg að skammimar séu
venjulega skrifaðar hér. 1 þeim halda
menn sér bezt við efnið, enda fylgir
þar víst oftast hugur máli; í þeim
eru tilþrif, sem sjaldan sjást ann-
arsstaðar, nema hjá þeim fáu, sem
rita vel, um hvað sem þeir rita.
Þrátt fyrir öll gífuryrði, fjarstæður
og vitleysur skammagreinanna, hafa
þær þenna kost, frá sjónarmiði rit-
mensku, fram yfir margt annað, og
það er kröftuglega að orði komist í
þeim, þær eru ekki eintóm innihalds-
laus mælgi og froða, sem mann velg
ir við að lesa.
Eg er ekki með þessu að mæla
bót blaðaskömmum um eitt eða ann
að — langt frá þvi. Þær bera vott
um ofstæki og þjösnaskap, sem er
alveg ósamboðinn mönnum, sem
ættu að geta litið sanngjörnum aun
um á málavexti í hverju sem er, en
fyrst þær eru til, og verða víst um
langt skeið enn, ber að skoða þær
sem hverja aðra andlega iðju, og tala
sanngjarnlega um þær. Það væri ó-
neitanlega skemtilegra, að þeirri
andlegu orku, sem varið er' til að
semja þær, væri varið til ofurlítið
göfugri ritmensku, en meðan það
er ekki, verður þó ekki fram hjá
þeim gengið.
Einskis betra væri unt að óska
þessum félagsskap en þess, að hon-
úm gæti auðnast að leggja drjúgan
skerf til menningarlegs þroska hér
í landi. Og hann getur gert það, með
því að beita áhrifum sinum í þá
átt, að reyna að gera andleg störf
Islendinga hér ögn glæsilegri en þau
eru. Það þarf ekki aðeins að kenna
börnunum að lesa íslenzku. Það þarf
líka að menta fullorðið fólk, menta
það til þess að meta það, sem vel
er gert í akri vitsmuna og listar
eins og vera ber. Vitagkuld eru það
blöðin, sem hér standa bezt að vígi,
en þau rækja það starf illa. En auð-
vitað ná áhrif félagsskapar eins og
Þjóðræknisfélagsins langt, sé þeim
vel beitt og viturlega.
SINDUR.
Greinar kvað vera von frá Sig.
Júl. Jóh. i næsta Lögbergi um lib -
eral leiðtogana i Sask.
* * •
Margir spyrja hvenær ársþing
Sjálfboðanna muni verða haldið. Það
hefir ekki ennþá verið auglýst.
* « •
Bæklingamenn.
Fyrst kom Hjálmar, Fúsi svo;
fer nú aukast gaman.
Væri bezt þá báða tvo
binda á sporðum saman.
Endurminningar
Frh.
Kristján var þunglyndur og fáskift
inn og gjarnt til að draga sig í hlé.
Eitt sinn var hann boðinn í brúð-
kaupsveizlu ásamt mörgum öðrum.
Þá var ekki búið að byggja kirkjuna
á' Víðirhóli, svo að brúðhjónin urðu
því að fara ofan að Skinnastöðura
í Axarfirði til hjónavígslunnar, og
ætluðu þau að vera komin heim til
sín, þar sem veizlan átti að fara
fram, seinni hluta dags. Attu þá
veizlugestirnir að vera þar til stað-
ar; og svo var stundin komin, og
fjöldi af veizlugestunum mættir, en
brúðhjónin sáust hvergi koma. Alt-
af leið tíminn, það var orðið fram-
orðið, og margir höfðu við orð, að
þeir færu að halda heim. Menn héngu
úti og inni og í öllum var ólund. Þá
er kallað á hlaðinu og sagt að Krist-
ján Jónsson ætli að tala við fólkið
áður en hann fari. Allir þyrpast á
augabragði inn í bæjardyrnar og
stofuna. Kristján stóð á miðju gólfi
og sagði fram og lék í bundnu og ó-
bundnu máli, svo að menn og konur
grétu af hlátri. Eg var þá ungur,
líklega fjögra ára, og það er víst
að eg kunni ekki að meta það, sem
gerðist, en glápti ýmist á Kristján
eða þá, sem eg hafði aldrei séð hlæja
fyr, og eg hafði víst eins og aðrir
nóg að gera. Lengi var það, sem
hann lét svona, og ekkert var talað
um að fara heim; enda komu þá
brúðhjónin og presturinn á Skinna-
stað, sem altaf var siður að
bjóða i veizlur. En þá hvarf Kristján
og öllum þótti sem veizlan væri bú-
in, og heyrði eg aldrei vitnað í hana
eftir að brúðhjónin komu heim, þó
að allar veitingar færu fram eftir
það.
Kristján var nógu tilfinningaríkur
og góður drengur til að yfirvega það
hvað vonsvikin brúðhjónin yrðu, ef
allir veizlugestir þeirra yrðu farnir
þegar þau kæmu heim, og fann
hann hjá sér kraftinn til að koma í
veg fyrir það.
Aftur á bak og áfram gegnum
alla bókina sína eða ljóðmæli sín
kannast K. við það að vera drykkju-
maður, og undir áhrifum áfengis var
hann sérstaklega fyndinn og hríf-
andi. Nokkrar af drykkjuvísum hans
bera vitni um þetta, einkum í sam-
bandi við þá atburði er að vísunum
standa. En það kann að vera mörg-
um viðkvæmt mál að ýfa það upp,
enda margt klúrt í sambandi við það.
Ljótustu vísur sínar orti Kristjáu
á Vopnafirði og bar margt til þess.
1 nærliggjandi sveitum var um hann
talað sem alveg sérstakan mann, og
þegar hann sem vinnumaður kom
oft á Vopnafjörð, þá keptust menn
um það að sjá hann og heyra hann
segja eitthvað, og jafnvel hagyrð-
ingar urðu svo djarfir að kasta til
hans 'hálfum og heilum leirhleifum,
en það þoldi hann sízt af öllu, og
endurgalt þá stundum of þungum
steinum. Og þegar hann seinasta
missiri æfi sinnar gisti á Vopna-
firði, þá var það altalað að honum
hefði leiðst þar, og er ekki ólíklegt
að honum hafi hrotið óheflaðar hend
ingar af munni. En þrátt fyrir slíka
misbresti var Kristján vel skilinn
og mikilsvirtur á Hofi, sem sjá má
meðal annars á þvi, að séra Hall-
dór hafði fengið hann til að yrkja
eftir dóttur sína, sem bók Kristjáns
ber með sér.
Þeir Jón ölafsson, Matthías og
Steingrímur munu allir hafa verið
í latínuskólanum áf sama tima, og
þeir bekkjarbræður Jón og Kristján,
og þegar Kristján í eitt skifti lá
veikur í skóla, þá yrkir Matthías
til hans kvæði, sem endar þannig:
‘‘Hér með kraftakvæðið linni, sem
Kristjáns nefnist heilsu minni”. Af
þessu álykta eg að Matthías hafi
verið í skóla á sama tima og Kristj-
án', og Matthías talaði altaf um
Steingrím sem skólabróður sinn. —
Þegar þetta er athugað þá má mik-
ið af því marka, hvaða álit var é,
Kristjáni sem skáldi í skólatíð hans.
Rektor skólans, Bjama Jónssyni er
haldin veizla, og Kristján er valinn
til að yrkja ávarpið til rektors, þó
hinir þrír stæðu hjá. Og svo var
stundin komin, að lesa skyldi upp
kvæðið,, en Kristján sást ekki. Jón
ólafsson hafði þó fljótt upp á hon-
um, en hann hafði fengið sér of
mikið í staupinu og hafði svo hall-
að sér út af til þess að vera betur
undirbúinn. Jón vinur hans vakti
hann og minti hann á að gera hvorki
sjálfum sér né piltunum yfir höfuð
það til skammar, að láta sig vanta,
eða nokkuð það, sem af honum
hefði verið vænst. “Geturðu skrifað
fyrri mig fáeinar línur?” spurði K.
“Ekki skal standa á því,” svaraði
Jón, “en láttu þá eitthvað til _ þín
heyra.” Eg held að erindið eigi
varla sinn jafningja, þegar á alt er
litið, og þó að það sé í bókinni, þá
set eg það hér, til hægðarauka fyrir
menn, af því eg vona að eg kunni
það rétt. En það hljóðar svo:
Fræðagyðju mögur mær,
móðurjarðar sonur kær,
þýðri minning þinni
þetta helgast minni.
Gæfan fríða, bjarta og blíða,
um braut þig leiði æfitíða.
Þú sem sælu suðri frá
svæði klaka glæðir á
mentablómin blíðu,
Búin skrauti fríðu.
Heims um daga á hörpu Braga
hljóma nafn þitt lætur Saga.
öðlingur kær, ástvinur hreinn,
ættjörð ei fær æðri þér neinn.
Heill sé þér um ár og aldur.
Gleðin himinhrein
hjá þér búi ein.
Harmagustur kyrrist kaldur.
Lifðu langa stund,
lýstu feðra grund.
Þér góða elli gefi alvaldur.
Allir eldri menn að minsta kosti
kannast við orðið glímuskjálfti, og
hafa líka orðið fyrir þeim áhrifum
sem valda honum. Það er einskonar
vígahugur, undur ákveðin löngun til
að jafna sakir við mótstöðumann
sinn, eða til þess að afla sér frægð-
ar, með því að stíga feti lengra
fram en hinn, sem meira trausts
nýtur eða þykist sjálfur meiri. —
Glímuskjálfti er náskyldur reiði-
skjálfta og hræðsluskjálfta, og er
dálítið af hvorutveggja þessu. Hann
er orsakaður af von og kvíða og
niðurbældu hugrekki, og getur al-
veg eins ráðist á manninn, þegar um
andleg átök er að ræða.
Mér finst að þannig muni hafa
verið ástatt fyrir Kristjáni Jóns-
syni, þegar hann hitti skáldið og
sýslumanninn Jón Thoroddsen.
Jón sýslumaður var á ferð suður
til Reykjavíkur, og heyrir mikið tal-
að um þenna skólapilt norðan úr
Þingeyjarsýslu, og að hann sé 1
skóla kallaður Fjallaskáld, og aS
hann hafi á sér álit sem mikill hæfi-
leikamaður. En þá ber svo við einn
dag, sem Jón stanzar í Reykjavík*
að Kristján kemur snöggvast i hús
það, sem sýslumaður hélt til i, og
I
hann fær að vita hver maðurinn er.
Þá er sagt að hann hafi kastað
fram hálf leiðinlegri gletnisvísu. A
þá Kristján að hafa sett hljóðan dá-
litla stund; gengur síðan fram að
dyrum hússins og hefir yfir fremur
ljóta vísu, svo að sýslumaður heyr-
ir, og gengur síðan út; verður þá
ekki meira um kveðjur i bráðina.
Sýslumaður hefir ekki verið á-
nægður með niðurstöðuna; og ann-
aðhvort er það, að hann hefir ætlað
sér að siða drenginn, af því að hon-
um hefir fundist hann um of borg-
inmannlegur, eða hann hefir viljað
vita fyrir vist, hvaða efni byggi i
honum, því nú settist hann niður
og skrifaði á blað þessa visu, setti
hana i umslag og sendi Kristjáni
hana, og hika eg ekki við að láta.
vísurnar sjást, þær eru svo hraust-
lega orðaðar, en geta ekki heitiðs
ljótar. A hinn bóginn veit eg ekkú
til að þær séu áður prentaðar. Þaft;
væri líka þýðingarlaust að prenta
svona vísur aðeins á aðra hliðina,
þær bera ekkert með sér, nema á-
tökin, sem þurfa þá að sjást eins á
báðar hliðar, að sínu leyti eins og
glímubrögð og hnefahögg. Vísan-
hljóðar svo:
Þú hinn níðskældi Kristján kjaftur,
komdu þér vel við biskupinn.
En komdu hingað aldrei aftur,
því afllaus er buxnastrengur þinn.
Þú gerir rétt að gyrða þig,
en gefðu ekki um að ýfa mig.
Kristján fær vísuna og sendir
þetta svar til baka:
Hvað vilt þú vera að skrækja í
skugga,
skjáhrafnakóngur, vittu til,
þinna mun eitruð tannatugga
týnast i smánar forarhyl.
Þinn hroki skelfir furðu fátt,
flórhalanum þú veifa mátt.
Sýslumaður fær bréf Kristjáns og-
virðir það svars á þessa leið:
Það er skritilegt, hrafn með hala,
hverjum vargi eg sýna vil.
Merkis prestsefnið Möðrudala
mun fugl þann hafa búið til.
Skrattinn fór líka að skapa manov
skáldið varð ekki minna en hann.
Þetta tekur Kristján til greina me&
svona svari:
Það er skrítilegt, hrafn með hala,
hingað til Víkur suður fló,
er áður fyr við dúfur Dala
daðraði hægt með spekt og ró;
og Barðastrandar brúðum hjá
brýndi sinn gogg á hverjum skjá.
Hér af geta menn dálítið skiliðt
betur, hvort Kristján var að orðt
hafður að ástæðulausu. Þessi or-
usta við einn vinsælasta og fræg-
asta mann landsins, sýnir það ljóst
að Kristján var hugrakkur maður,.
að honum var í ríkum mæli gefitS;
það, sem Páll ölafsson kvartar uitt
að sig vanti, þar sem hann kemst:
svo að orði:
A Alþingi var mér alls ekki hent,
að yrrast við höfðingja slíka.
(Framh. á 8. síðu*