Heimskringla - 11.03.1931, Side 4
4 BLAÐSJÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG 11. MARS 1931.
^--—-------------------—
Hctmskringk
StofnuO 188«)
Kemur ú,t á hverjum miOvilcudegi.
Eigendur:
THE VIKING PRESS. LTD.
833 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg
Talsími: 86537
VerS blaðsins er $3.00 árgangurinn borgist
fyriríram. AUar borganir sendist
THE VIKING PRESS "LTD.
Ráðsmaður. TH. PETURSSON
Utanáskrift til blaOsinf.
Manager THE VIKING PP.ESS LTD..
853 Saraent Ave.. Winniveg
Ritstjóri STEFAN EINARSSON
Utanáskrift til rilstjórans :
EDITOR HEIMSKRINGLA
853 Sargent A oe., Winnipeg.
"Heimskringla’’ is published by
and printed by
The Viking Press Ltd.
853-855 S'trgent Avenue, Winnipeg, Man.
Telephone: 89 994
WINNIPEG 11. MARS 1931.
ÁHRIF BANDARfKJANNA ÚT Á VIÐ.
t>að hefir eflaust, öðrum en þeim, sem
þetta ritar, komið margt af því einkenni-
lega fyrir sjónir, sem sagt hefir verið og
ritað um Bandaríkin á seinni árum. Þjóð-
in hefir stígið þau risaspor í framfara-
og velmegunaráttina, að allur heimurinn
hefir horft á það með undrun og sjálf-
sagt að einhverju leyti með aðdáun, en
eflaust einnig með nokkurri öfund. Að
minsta kosti hefir ýmsum, sem þá vel-
megun hafa á orði haft, oft verið gjarn-
ara að líta á hana sem afleiðingu af
blindri og harðsvíraðri mammonsdýrkun,
sem hertekið hafi hugsunarhátt banda-
rísku þjóðarinnar, en nokkrum ákveðn-
um þjóðlífsstefnum, sem grundvöllur
hafi þar verið lagður að- og slík þroska-
skilyrði ætti í sér fólgin. Og rotnun ýmis-
konar og glæpi, sem eigi sér stað í þjóð-
lífinu af þessu, er þá jafnhliða bent á,
enda þótt eflaust megi segja, að á þvf
beri sízt meira í Bandaríkjunum en ann-
arsstaðar, þar sem feikna auðssöfnun á
sér stað.
Á þessum hugsunarhætti gagnvart
Bandaríkjunum mun einkum hafa farið
að bóla eftir stríðið. Auðvitað er það op-
inbert leyndarmál, að konungsvaldinu út
um allan heim hefir frá því fyrsta búið
uggur og ótti í huga af lýðstjórnarstefnu
Bandaríkjanna. Þjóðþrifin og velmegun-
in, sem ekki var hægt að bera á móti,
að spratt upp og blómgaðist í skjóli
hennar, var órækur vottur um ágæti
hennar og yfirburði í augum almennings
f flestum löndum yfir, alt annað þekt
stjórnskipulag þjóða, konungsvaidinu auð
vitað til hugarangurs og ergelsis. En á
móti því var ekki auðið að mæla, enda
þótt hættan sýndi sig eins ótvírætt eins
og í því, að aðrar þjóðir, t. d. Frakkland,
færu að dæmi Bandaríkjanna og settu
lýðstjórn á stofn hjá sér. En — þegar
svo var komið, að hægt var að sýna fram
á bölvun auðssöfnunarinnar að einhverju
leyti, gafst tækifærið að minsta kosti til
að gagnrýna lýðstjórnarstefnuna og rýra
trúna hjá almenningi á hana. Og með
það fyrir augum hafa smáir og stórir
glæpir, sem í Bandaríkjunum hafa átt
sér stað. verið auglýstir svo uppihalds-
laust út um allan heim> að engin mótvon
er þó menn færu yfirleitt að festa trún-
að á það, að þar í landi væri ein sú
mesta óstjórn og ósliyn glæpaöld upp
runnin, sem nokkursstaðar fyndist á
jarðríki. Og hinn andlegi jarðvegur var,
eins og allir ríta, eftir stríðið í órækt og
fyrir alt móttækilegur. Til þessa hvors-
tveggja mun það eiga rætur að rekja, að
jafnvel þeir, sem í aðalatriðunum eru lýð-
stjórn hlyntir, eins og alþýða manna mun
í raun og veru víðast hvar vera, virðast
algerlega hafa mist sjónar á því, í þess-
ari moldviðrisgagnrýni á auðsöfnun, sem
í ljós hefir að vísu leitt, að ýmsar illar
afleiðingar eru henni samfara í Banda-
ríkjunum, en sem yfirleitt mun þó frem-
ur undantekning mega teljast en algild
regla, og ekki er vitund frábrugðin því,
sem aijnarsstaðar er. Og það munu fáir.
er til þekkja, í alvöru vantryesta Banda-
ríkjaþjóðinni sjálfri nokkum hlut fremur
að vaka yfir slíkum þjóðlífsbrestum hjá
sér og hefta þá, en öðrum þjóðum yfir
sinni eigin hættu í því efni.
í sögunni er það alment viðurkent- að
á þeim tíma sem Bandaríkjaþjóðin fór
að eiga með sig sjálf, hafi hún lagt horn-
steininn að mannréttindum og einstak-
lingsfrelsi í heiminum. Og víst er um
það, að áhrif þessarar miklu þjóðar hafa
í þessu efni verið feikilega mikil út á
við, eins og vikið var að hér að framan.
En þá vaknar sú spurning hvort að auð-
söfnun og velgengni hennar hafi rýrt
þessi áhrif út á við, svo að hún hafi, eins
og ýmsir eru að halda fram, glatað sínu
þjóðareðli fyrir hana?
Það er eftirtektarvert með Bandaríkja-
þjóðina, að hím virðist sér þess ekki með-
vitandi vlirleitt, að hún hafi eiginlega
nokkur áhrif út á við. Hin svonefnda
Monroes-kenning virðist hafa náð mjög
miklu tangarhaldi á hugsun hennar, enda
mun það ekki hafa getað dulist, að ef
lifa ætti í sátt og friði við umheiminn,
eins og þjóðin æskti, væri ráðið að.lifa
eftir þein-i kenningu. En auðvitað gat sú
kenning ekki komið til fullnustu í veg
fyrir ýms áhrif út á við. Eftir að þjóðin
auðgaðist svo r»g efMist, að hún fór að
reka viðskifti eríendis, og sérstaklega eft-
ir að hún fór að veita öðrum þjóðum
peningalán, var cumflýjanlegt að áhrif
hennar kæmu fram í heimspólitíkinni.
Það getur vel veríð, að Bandaríkja-
maðurinn, sem þú hittir á förnum vegi,
mótmæli því að þetta eigi sér stað- og
að stjóm Bandaríkjanna búi alt annað
í huga en að láta sig heimspólitíkina
nokkru skkifta. En sannleikurinn er sá,
að hún hlýtur að láta sig hana skifta,
hvort sem að henni er vel við það eða
illa, og hvort sem henni er það sjálfrátt
eða ósjálfrátt. Jafnvel algert afskiftaleysi
hennar hefir áhrif á rás viðburðanna og
sögu þjóðanna út um heiminn. Er oss
eitt dæmi í huga, er það sýnir sérstak-
lega, en það var þegar Bandaríkjaþjóðin
neitaði að samþykkja ábyrgðina, sem
Wilson forseti lofaði Frakklandi árið
1919, en sem þær afleiðingar hafði f för
með sér, þótt afskit'taleysi mætti kalla,
að Frakklandi var skipað í annan flokk
meðal heimsþjóðanna í stað hins fyrsta.
Bandaríkin hafa ávalt haldið því fram,
að skaðabætur Þýzkalands. komi þeim
ekkert við, nema auðvitað sá hluti, sem
þeim ber. En þær komu þeim við, þegar
ljóst varð, að Evrópulöndin gátu því að-
eins rétt iðnað sinn aftur við, eftir stríð-
ið, og með því borgað fyrir vörurnar, er
Bandaríkin seldu þeim, að þau gætu feng-
ið lán til lengri tíma. En nú gátu fjár-
málamennirnir bandarísku ekki lánað
Evrópulöndunum fé* nema að ástand
þeirra landa í pólitískum skilningi væri
viðunanlega trygt. Og hvað var þá gert?
Þá var gripið til þeirra ráða að semja
við þessi lönd um að einstaklingar frá
Bandaríkjunum gerðust nokkurskonar
aðilar í stjórnmálaathöfnum Evrópuþjóð-
anna, að því er fjármál snerti. Landritari
Charles Evans Hughes átti hugmyndina
að þessu og bar hana fram árið 1922, og
upp úr henni var Dawes samnmgurinn
svonefndi sniðittn, sem undirstaöa er
þessara lánveit.inga Bandaríkjanna til
Evrópuþjóðanna.
Afleiðingin af þessari stefnu er sú, að
nærri helmingur allra þjóða heimsins
hafa nú í þjónustu sinni Bandaríkja-
menn sem fjármálaráðunauta. Hjá því
verður ekki komist, ef Bandaríkin eiga
að samþyltþja lánveitingar til þessara
þjóða. Til dærnis ao taka, er nú Charles
S. Deney, fyrrum aðstoðar fjármálaráð-
herra Bandaríkjanna, fjármálaráðunaut-
ur í Póllandi. Samkvæmt samningi um
ráðningu hans, hefir hann rétt til að veru
einn af þeim, er fjármálareikninga Pól-
lands semja, og ennfremur til að kveða
niður (veto) veitingar til vissra verka, ef
honum sýnist. Hvers vegna? Vegna þess
að nema því aðeins að hann álíti fjárhag
ríkisins tryggan, fær Pólland ekki lán
frá Bandaríkjunum. Og fái það ekki lán
þar, fæst það eðlilega hvergi annarsstað-
ar.
Þessu til frekari skýringar, skal benda
á, að fýsi Pólland t.d. að leggja járnbraut
sem frá viðskifta sjónarmiði er einskis
verð, en sem þýðingu getur haft, ef til
ófriðar kæmi milli þess og Þýzkalands,
mundi Deney óðara kveða slíkt niður.
Þannig koma áhrif Bandaríkjanna í Ijós
samkvæmt þessum áminsta Dawes samn-
ingi.
í 14 af 20 lýðveldum Suður-Ameríku
eru bandarískir fjármálaráðunautar. En
hitt er þó enn eftirtektarverðara, að
Bandaríkin ráða nokkru um, hvaða stefn-
um ýmsar Evrópuþjóðirnar fylgja.
Árið 1925 valt tilvera fascismans á ít-
ah'u á því, að landið fengi lán. Stríðs-
skuldirnar var ekki hægt að greiða, og
Bandaríkin kváðust ekki veita ítalíu lán
fyr en samið væri um greiðslu þeirrar
skuldar. En þegar það loks tókst, varð
af samningi milli landanna með þeim á-
kvæðum, er Bandaríkin settu að því er
stefnu ítölsku stjórnarinnar snerti, er að
mun breytti til bóta ráðríkisstefnu Musso-
linis. Hið sama er að segja um áhrif
Bandaríkjanna á stefnu Pilsudskis í Pól-
landi, Horthy í Ungverjalandi, Machado
á Cuba, Leguia í Perú og Borno á Haiti.
Lánin til allra þessara landa hafa veitt
verið með vissum ákvæðum, að því er
stefnu stjórnarinnar áhrærir til alheims
, friðar.
En það er ekki aðeins til þessara
smærri þjóða-spámanna, sem Bandarík-
in tala með myndugleika í þessu efni.
Það kom frá Washington krafan um það
árið 1922, að Bretland minkaði sjóher
sinn. Og jafnvel Bretlandi þýddi ekki
móti því að hafa. Það vissi mjög vel, að
Bandaríkin gátu hvenær sem var komið
upp stærri sjóher en þeirra. Og það þurfti
þá einnig á láni að halda frá Bandaríkj-
unum, sem því var ómissandi til þess að
tryggja lánstraust sitt. Það gat því ekki
annað gert en að samþykkja kröfuna, og
var í raun og veru þröngvað til þess. Á-
hrif Bandaríkjanna komu þar vissulega
fram út á við, í ekkert takmörkuðum
skilningi.
Það væri annars fjarri öllu eðlilegu að
gera sér í bug, að éins voldug og auðug
þjóð og Bandaríkjaþjóðin er. hefði engin
áhrif út á við. Og hitt væri ennþá meiri
fjarstæða, að ímynda sér, að þjóð með
annari eins menningu og hennar, hefði
enga stefnu í alþjóðamálum eða stæði á
sama á hvern hátt áhrif sín kæmu fram
eða ynnu. Enda er engu slíku til að dreifa.
Bandaríkjastjórnin hefir ákveðna stefnu í
alheimsmálum. Og hún er sú, að þröngva
þjóðum heimsins til friðar. Hún hefir
meira að segja ekki látið sitja við játn-
inguna eina í þessu efni, heldur hefir hún
lagt raunverulega grundvöllinn að fram-
kvæmdum friðarhugsjónarinnar, með Kel-
loggs samningnum svonefnda.
Það munu færri hafa tekið eftir því,
hve samningur þessi rígbindur þjóðirnar,
sem undir hann hafa skrifað, til að halda
friðinn. Og það er mikil furða, að sumav
áköfustu hernaðarþjóðir heimsins skyldu
ganga að honum. í honum stendur, að
engin þjóð geti farið í stríð með það að
yfirskyni, að það sé þjóðmálastefnu henn
ar samkvæmt eða óumflýjanlegt. Það
virðist strax sem þetta slái vopnin úr
höndum þeirra, að hrinda af stað stríði.
Sú þjóð, sem á er ráðist af annari, sem
þá rýfur samninginn hefir rétt til að verja
sig. En síðan koma allar samnings þjóð-
irnar saman til að dæma um, hver ófrið-
ar þjóðin hafi rofið samninginn og sé völd
að stríðinu. Þegar þær hafa kveðið upp
sinn dóm, sker Bandaríkjaþjóðin, sem
æðsti dómari úr því, hvor þjóðin sé hin
seka. Og hún hefir vald til að hegna
henni með því að skipa svo fyrir, að eng-
in þjóð skifti við hana eða láni henni
fé, eða að fleiri þjóðir grípi til vopna á
móti henni. Það var þessi samningur,
sem Bandaríkin notuðu sem vopn, síðast
liðið- ár, á fundinum, sem haldinn var
í London á Englandi til þess að mínka
sjóher þjóðanna. Með þeirri tillögu
Bandaríkjanna voru að vísu ekki allar
þjóðirnar er þar voru en hjá því getur
varla farið, að á þær þjóðir, sem tillög-
unni andæfðu verði sérstaklega litið
þannig að þeim búi stríð í huga. Sú
stefna getur því orðið þeim dýrt spaug
síðar meir.
Af þessu sem þegar er tekið fram, er
það augljóst, að fyrir Bandaríkjunum
vakir, að neyta orku sinnar til að þröngva
á friði á meðal þjóða heimsins. Stjórn
landsins dylst það ekki, að sú ábirgð
fylgir því, að vera ein langvoldugasta
þjóð heimsins, að vernda og vinna að
sameiginlegri velferð mannkynsins.
Og með þessu er þá svarað spurning-
unni um það hvort þjóðar-eðlið hafi mik-
ið spilst við velmegun þá, sem Banda-
ríkin hafa átt við að búa. Við saman-
burðinn á því hvernig þau nota auð sinn
og ýmsar eða flestar aðrar þjóðir heims-
ins gera, sem í botnlausar skuldir horfa
ekki í að sökkva sér til þess að halda
uppi stríðum og manndrápum mannkyn-
inu til eilífrar bölvunar, kemst hver og
einn fyrirhafnarlítið og án þess að hugsa
mikið þar um að nokkurnveginn réttri
niðurstðu um það. Og hvílíkt böl og eyði-
leggingu hefði það ekki í för með sér
fyrir heiminn, ef Bandaríkin notuðu all-
an sinn auð, og alt það fé er þau gætu
að láni fengið þar að auki, í sama tilgangi
og aðrar þjóðir nú gera?
Oss virðist, að hvað sem um Banda-
ríkin hefir verið sagt, að sagan muni
enn vitna um það, sem áður, að þau séu
að minsta kosti hornsteinninn eða undir-
staðan sem einstaklings frelsið og mann-
réttindum í heiminum hvíla að ekkert
leitlu leyti á, og að það verði
ekki sízt fyrir áhrif þeirra, að
ofan á þá undirstöðu verði
bygt.
Ameríku-þættir
5
Þar lauk síðasta þætti, er íbú-
ar Ameíku, þ. e. Indíánarnir voru
dreyfðir út um alla álfunna, h. u.
b. 50C0 árum fyrir Kristsburð.
Hvernig að þeir spjöruðu sig áfram
fyrst eftir komuna hingað fara ekki
greinilegar sögur af. En á samt af
þvi, sem að þvi lítur, skal þó minst
hér.
Frá sjónarmiði nútíðarinnar er
þægilegt, að hugsa sér þessa fyrstu
íbúa landsins sem þrjá mannflokka,
eftir menningar stigi þeirra. Einn
flokkurinn verður þá í Norður-
Ameríku. Annar í Mið-Ameríku og
sá þriðji í Suður-Ameríku. Þó þeir
séu allir af einum og sama
stofni í Asiu upphaflega sprotnir
hafa þeir talsvert breyst við ver-
una hér og lífsskilyrði sem hver
þeirra átti um sig við að búa.
Eskimóarnir sem 1 Norðrinu búa
ætla menn einna óbreyttasta af-
komenda fyrstu mannnnna sem hing-
að komu frá Asíu. Og hafi þeir
sest að í nyrsta hluta þessarar álfu
af þvi, að þeir voru vanir svipuðu
loftslagi í Asiu, eins og sumir ætla,
bendir það til þess, að menn hafi
farið að flytja hingað æði snemma.
Um menningarstig eskimóanna er
það að segja, að þeir eru engan
veginn villimenn (Savages). Sið-
ferðis og trúarhugmyndir þeirra eru
eftirtektaverðar. Einn af hinum
fyrri landkönnuðum, sem tungu
þeirra hafði numið, reyndi að skýra
fyrir þeim hvað stríð væri. Honum
hepnaðist ekki að koma þeim í skiln-
ing um það sum part vegna þess,
að þeir gátu ekki séð neina skyn-
samlega ástæðu fyrir stríðum en
einnig auðvitað, vegna þess að þeir
skyldu ekki ástandið til neinna
muna hjá þjóðum heimsins. A bein
grafa þeir af talsverðri list eins
og kunnugt er. Og það er ein
ástæðan fyrir því, að ýmsir ætla
þá af hellabúunum í Evrópu koma,
sem yfirleitt er þó ekki lagður
neinn trúnaður á. En annars er
menningarstig þeirra mjög lágt borið
saman við frænda þeirra um mið
bik Ameríku, en hærra þó en Suður-
Ameríku ibúanna.
6
I Mið-Ameriku, þ. e. a. s. að með-
töldum Bandaríkjunum og norður
hluta Suður-Ameríku, hafa Indíán-
arnir komist á talsvert hátt menn-
ingar-stig. En með því að þar er
um svo marga ólíka mannflokka áð
ræða, verður í þessum kafla ekki
farið út í að lýsa þeirri menningu
neitt. Það bíður þar til á þessa
helztu mannflokka verður frekar
minst, því þeir eru svo ólíkir sem
mest má verða. Sannleikurinn er
sá, að enda þótt þeir séu allir af
einum ætt stofni, eru þeir eins ó-
likir hver öðrum og Evrópu þjóðirn-
ar eru, t. d. Englendingar, Þjóð-
verjar og Skandinavar. Og þeir
sem kunnugastir eru þvi, halda því
fram, “áð um ekki færri en 100
þesskonar mannflokkka sé að ræða.
Málin sem þeir tala eru alt að þvi
150, , en svo eru mörg þeirra mjög
lík, þó afar mörg virðist lítið eiga
sameiginlegt. Og um skyldleika þess
ara mannflokka má eflaust svipað
segja og um skyldleika Evrópuþjóð-
anna, að hann er ef til vill ekki vit-
und nánari en þeirra, þegar til alls
kemur. En ástæðan fyrir því getur
verið sú, að auk þess sem þeir hafa
lifað aðskildir svo öldum skifti, er
líklegt að sumir þeirra hafi ekki til
Ameríku komið fyr en öldum seinna
og því ef til vili verið orðnir mjög
ólíkir fyrirrennurum sínum, þegar
þeir fóru hingað frá Asíu. Það er
með öðrum orðum eins mikil ástæða
til þess að halda, að Indíánamir, er
við köllum einu nafni, séu eins bland
aðir- og Evrópu- eða Asiuþjóðimar.
og að með eins miklum rétti megi
um þá tala sem margar þjóðir, sem
þjóðflokka hins eldra heims.
I fullan aldarfjórðung hafa
Dodds nýrna pillur verið hin
viðurkenndu meðul við bak-
verk, gigt og blöðru sjúkdóm-
um, og hinna mörgu kvilla, er
stafa frá veikluðum nýrum. —
Þær eru til sölu í öllum lyfja-
búðum á 50c askjan e,a 6 öskjur
fyrir $2.50. Panta má þær beint
frá Dodds Medicine Company,
Ltd., Toronto, Ont., og senda
andvirðið þangað.
7
En sá hópur þessara fyrstu inn-
flytjenda, sem inn i skóga Suður-
Ameríku flæktist og suður á eyjarn-
ar og syðstu odda álfunnar, var5
einhvern veginn útundan að því er
alla menningu snerti. Er t. d. oft
haldið fram, að hinir svonefndu Fu-
egianar séu á eins lágu menningar-
stígi og nokkur annar mannflokkur
í heiminum. En ekki eru þó allir í-
búar eyjunnar, er þeir bera nafn af,
eins. Yahganarnir heita hinir lægstu
þeirra, og þó undarlegt sé, líkjast
þeir að ýmsu leyti í háttum hinum
lægstu mannflokkum á Astralíueyj-
unum og Tasmaníumönnum. Þeir
ganga naktir vetur og sumar og lifa
fádæma fáskrúðugu og aumlegu lifi.
Þeim er ókunnugt um nokkur trúar-
brögð, og trúa ekki á neina anda
eða æðri mátt, samkvæmt því sem
trúboða, er dvaldi á meðal þeirra í
20 ár, segist frá. Þeir hafa enga
hugmynd um siðferðileg efni, og þaff
sem gerir þá ólika Indíánum me5
öllu, er að þeir hafa engin samtök
sín á milli, sem lúta að verndun ætt-
arinnar.
Það er einmitt i sambandi viS
þennan mannflokk, sem ýmsir fræði-
menn halda, að hér hafi menn verifF
áður en hinir eiginlegu Indiánar
komu hingað. En flestum virðist
líkleg'ra, að mönnum þessum hafi
farið aftur, að úrætting hafi átt sér
stað þar, vegna hinna erfiðu lifs*
kjara og því séu þeir ólíkir Indiánum
orðnir. Patagóníu Indíánarnir, sem
næst þeim standa að menningu, eru
þeim þó ekki mjög frábrugðnir, og-
hið sama má segja um Amazon-
Indíánana. Og Indíánaflokkur einrr
er til í Braziliu, er að þvi leyti er
líkur Yahgan mannflokkinum, að>'
hann leggur enga rækt við vernrf
ættbálks síns, og er yfirleitt aF
lágri tegund villimanna. Ef úrætting
og afturför hefir ekki orðið hjá
þessum flokkum, hafa fyrstu inn-
flytjendurnir hingað ekki einu sinnr
verið á eins háu menningarstigi og
nýrri steinaldarmenn voru. Og séu
þeir af ennþá eldri mönnum komn-
ir, þá vandast málið, að gera grein
fyrir hvaðan þeir komu og hvenær
og hvernig hingað.
Og i því sambandi koma mannr
einnig í hug Carib Indíánarnir. Þeir
voru til skamms tíma, hvort sem
þeir eru það enn að einhverju leytí
eða ekki, mannætur. A meðal þeirra
i Braziliu er flokkur manna, sem
þeim undarlega villimannasið fylgdi.
er barn fæddist í heiminn, að kon-
an gekk til vinnu sinnar strax eftir-
fæðinguna, en faðirinn lagðist á
sængina og tók við lukkuóskum ná-
búa sinna. Þótt undarlegt megt
heita,, átti þessi sami siður sér stað
hjá mannflokki þeim, er Baskar eru
nefndir, og í héruðuntim í Pyrenea-
fjöilunum í Evrópu býr, og er sagt
að hann hafi haldist við hjá þeim
fram á 18. öld. Baskarnir eru taldir-
að vera leifar af ný-steinaldarmönn-
um í Evrópu, og að þeir og þessr
Indiánaflokkur í Braziliu, hafi nokk
urntíma haft neitt saman að sælda,
er ekki hægt að gera sér neinft
grein fyrir. En þvi einkennilegra er
það með þenna sið þeirra.