Heimskringla - 16.03.1932, Page 1

Heimskringla - 16.03.1932, Page 1
fyrirlestrar í NÝJA ÍSLANDI ■ Vafalaust hafa margir prest- ar, sem annast þrjár eða fjórar • eða ef til vill fleiri kirkjur, fundið til þess, að því fer mjög fjærri, að starf þeirra komi að 'þeim notum, sem þeir hefðu sjálfir hug á eða kynnu að óska. Tíminn smýgur alveg furðulega út um greipar manna, þegar sífeldlega er verið á ferðalögum milli bygða, gagn- ið af ræðuflutningi í kirkjum fer mjög forgörðum, þegar ó- hjákvæmilega verður langt á Tnilli kirkjusóknardaga, það tek- ur langan tíma fyrir menn að átta sig á undirstöðuatriðunum í hugsanaferli og almennu við- horfi prestins, og auk þess hef- ir lengi brunnið við, að menn ■væru smeykir við að ljá eyrum máli manna, sem átt hafa 'önn- ur félagssambönd en menn hafa haft samúð með. Þessar orsakir og ýmsar aðrar hafa valdið því, að íslenzkar bygðir vor á meðal hafa alls ekki haft þau not af prestum sínum, sem annars hefði verið kostur. Á því er til dæmis enginn vafi, að hér í Nýja íslandi hefir svo hátt að, að almenningur hefir ekki uotfært sér nema að tiltölulega litlu leyti, þá starfskrafta, sem prestar þeirra hafa búið yfir. Hér hafa oft búið prestar, úr báðum kirkjuflokkunum, sem hefðu getað komið að miklu meira almennu gagni ef starf þeirra hefði ekki einangrast jafnmikið og raun hefir á orð- ið. Þeir hafa varið kröftum sín- um því nær eingöngu í þarfir félagsskapar síns, en gætt hins minna að beita þreki sínu til almennrar menningar. Hugleiðingar um þetta efni hafa valdið því, að mér leikur hugur á að ráðast í nýbreytni nokkura. Mig langar til þess að bjóða almenningi í bygðum þeim, sem eg starfa í, að hlýða á erindi um almenn mál, sem mér finst nokkuru skifta að hugsað sé um af öllum þorra manna. Erindi þessi verða flutt endurgjaldslaust, öllum, sem það vilja þýðast, er baðið að lilýða á þau og ef efni þeirra gefur sérstakt tilefni til, þá verður mönnum gefinn kostur á að ræða efni þeirra eða að bera fram fyrirspurnir, er mák ið varða. Ekki virðist ástæða til þess að auglýsa viðfangs- efnin í erindunum að svo komnu, en þess skal aðeins get- ið, að eg mun leytast við að gera hlutdrægnislausa grein fyrir mismunandi skoðunum um sérhvað það efni, sem um verð- ur fjallað. Eg mun ekki taka til meðferðar þau mál, sem fjallað er venjulega um í kirkj- um, með því að eg ræði þau sjálfur á öðrum vettvangi. En fyrir mér vakir sérstaklega að ræða á alþýðlegan hátt um þau efni, sem mér finst miklu varða hvemig litið er á, en annars eru talin tengd sagn- fræði, mannfræði og félags- fræði. Sjálfum er mér einkar- ljóst, að eg er í engu þessu efni fræðimaður, en hitt er mér einnig ljóst að vér leik- menn erum hættulega ófróðir um okkar eigin samtíð, ef vér förum með öllu á mis við það, sem ágætir menn, vitrir og vel kunnandi, hafa um þessi efni rætt. Mér hefir oft flogið í hug, að hér í Nýja íslandi væri mikil þörf á einhverri starfsemi, sem væri í ætt við lýðskólana á Norðurlöndum — starfsemi, sem miðaði að því að vekja umhugsun og löngun til fræðslu um þau efni, sem mestu eru ráðandi um lífsskoðanir og heimsviðhorf mentaðra manna. Bókakostur manna hér í bygð- inni er mjög takmarkaður og af því leiðir, að áhugaefnin eru fá og fátækleg í samanburði við það, sem vera ætti um svo velgefið fólk, sem hér á ból- setu. En með því að ríða hér á vaðið um almenna fyrirlestra af þeirri tegund, sem lýst hefir verið, geri eg mér vonir um, að betri menn kunni að koma á eftir og bæta það upp, sem af vanefnum verður gert í byrjun. Fyrsta erindi mitt verður flutt í Árborg laugardaginn 19. marz, kl. 3. e. li. —Árborg 14. marz 1932. Ragnar E. Kvaran. FRIÐUR EYSTRA Að því var vikið í síðasta blaði, að útlitið eystra væri friðvænlegra en áður. Mega nú vopn heita lögð niður, og Japanir eru að kalla herskipin smátt og smátt heim. Friðar- samningunum er að vísu ekki enn lokið, en þó við og við skjóti málum upp ,sem erfið eru viðfangs, eru engar líkur til annars, en að fullkominn friður eigi nú skamt í land. Um friðarskilmálana, skaðabætur eða því um líkt er ekkert kunn- ugt, enn sem komið er. FORSETAKOSNINGIN Á ÞÝSKALANDI Kosningu þessari sem fram fór s. 1. sunnudag, lyktaði hálf einkennilega. Engum af þeim fimm, er um forseta stöðuna sóttu, tókst að ná kosningu. En lang flest atkvæði hlaut yfir- hershöfðinginn gamli, Paul von Hindenburg, er um endurkosn- ingu sótti. Alls voru greidd 37,660,337 atkvæði, og hlaut Hindenburg 18,661,736 af þeim. Er það aðeins 169,752 atkvæð- um fátt í meirihluta allra at- kvæða, eða eitt hálft prósent, en það nægði til þess að hann er ekki talinn kosinn, þvi til þess þarf meiri liluta aililra greiddra atkvæða. Fer því aft- ur fram kosning 10. apríl n. k. Er talið víst að Hindenburg sigri þá, því Adolph Hitler, for- ingi Nazi flokksins, sem var skæðasti keppinautur Hinden- burgs, hlaut ekki nema 11,338,- 571 atkvæði. Og í þessum síð- ari kosningum er sá kosinn forseti, er flest atkvæði hlýtur, tillitslaust til þess, hvort það er meiri hluti allra greiddra at- kvæða eða ekki. Hin forsetaefnin voru þessi: Emst Thaelmann, kommún- istit) er hlaut 4,982,079 atkv.; Theodore Duesterberg, þjóð- emissinni, hlaut 2,557,876 at- kvæði, og Gustav Winter, ó- háður, 11,000. TVEIR MILJÓNAMÆRINGAR STYTTA SÉR ALDUR Síðast liðinn mánudag fluttu blöðin fregnir af því, að tveir miljónamæriiigar hefðu ráðið sér bana samá daginn. Annar þeiira var Ivar Kreu- ger, sænskur iðnhöldur. Hann skaut sig á gistihúsi í París. Hann hafði eldspítnagerð með höndum og margt fleira. Er sagt að féð í stofnunum þeim er hann stjórnaði, og átti lík- lega að miklu leyti, hafi numið um 1 biljón dala. Halda menn samt, að það hafi verið vegna þess, að fjármálaerindi hans gengu ekki eins greitt og hann óskaði, að hann réð sér bana. Hin fésálin, sem gekk fyrir Ætternisstapann, var mynda- vélaframleiðandinn alþekti Geo. Eastman í Rochester í Banda- ríkjunum. Við hann er Eastman Kodak félagið kent. Hann skaut sig einnig í herbergi sínu. Um ástæður hans fyrir því áð stytta sér aldur vita menn ekki. Hvað ríkur hann var, getur ekki um, en um 90 miljónir dala gaf hann til ýmsra stofnana. Hann var 77 ára gamall og hafði aldrei gifst. HOCKEY SAMKEPNI ÍSL. Eins og til stóð, fór fram samkepni um bikar þann, sem Þjóðræknisfélagið gaf, til þess að vekja áhuga á hockey-leikja íþróttinni á meðal ungra ls- lendinga hér vestra, og tókst hún að öllu leyti afbragðs vel. Flokkamir, sem þátt tóku í henni, voru fimm, frá Gimli, Selkirk, Lundar, Glenboro og Winnipeg, og var sú þáttaka meiri, en sanngjamlega var hægt að búast við, undir kring- umstæðunum, því piltarnir kost uðu leiki þessa að öllu leyti sjálfir, bæði ferðakostnað sinn og kostnaðinn við leikskálann, og sýnir það lofsverðan áhuga, og lofar miklu um framtíðar- samtök á því sviði íþróttanna. F'jórir flokkarnir keptu að síð- ustu hér í Winnipeg á miðviku- og fimtudagskvöldið í síðustu viku, flokkamir frá Lundar, Selkirk, Glenboro og Winnipeg, og þótti frammistaða þeirra allra ágætlega góð. En að síð- ustu varð lokasennan á milli fokkanna frá Sekirk og Glen- boro á fimtudagskvöldið, og lauk henni þannig, að Glenboro flokkurinn vann og hlaut því bikarinn. En ekki er ólíklegt að Selkirk-flokkurinn eigi eftir að tala við sigurvegarana, áður en langt um líður, og það duglega. En það er ekki sigurinn, sem mestu varðar í þessu sambandi, heldur hitt, að það leyndi sér ekki, að á meðal pilta þessara eru ekki svo fáir, sem líklegir eru til þess að láta til sín taka á þessu íþróttasviði. Þeir eiga yfir að ráða kappi, karlmensku og snild, sem verður ómót- stæðileg, ef vel er með farið. Úr hópi þessara pilta á eftir að koma fram á sjónarsviðið Fálka-flokkur nr. 2, sem verður óyfirvinnanlegur, eins og fyrir- rennarar þeirra voru, og verða lífandi vottar um hreysti, snild og hugrekki ættþjóðar sinnar, og er þá vel farið, ef þessi til- raun gæti orðið til að vekja á ný réttlátan metnað ísl. fólks hér í landi, til að sýna hvað í því býr, sem sýnist hafa kafn- að, eða að minsta kosti sofn- að í hugsunarleysi og vellyst- ingum síðari ára. Eftir þessa nýafstöðnu sam- kepni er eg vonbetri um fram- tíðina, en eg var áður. Hún sýndi mér svo ómótmælanlega, að á meðal ungmennanna ís- lenzku er táp og fjör og frískir menn, og að það þarf aðeins leiðsögnina til að sameina það afl og veita því framrás, og vel sé þeim öllum, sem að því eru að vinna og gerðu þessum efn-i legu piltum kleift að sýna þrótt sinn og list við þetta tækifæri. En það er eitt, sem vert er að benda á, að til þess að ung- lingarnir geti notið sín sem bezt í framsókn sinni, þurfa þeir að finna til þess, að við hin eldri stöndum með þeim og veitum þeim styrk þann, sem föng eru á, og ekki sízt með nærvéru okkar við slík tækifæri sem þetta. Látum oss minnast þess næst, og ávalt, þegar um þrek- raun á meðal qnga flóksins á meðal vor er að ræða. X. KOMU FÁTÆKARI EN ÞEIR FÓRU. Nýlega komu 13 Svíar heim frá Rússlandi. Höfðu þeir verið þar árlangt við skógarhögg norður í landi, í nánd við Arch- angel. Ekki voru þeir hrifnir af kjörum verkalýðsins í Rúss- landi, og heim kváðust þeir hafa komið fátækari en þeir fóru. Kaup var ekkert goldið. Fyr- irtækið, sem var framleiðsla húsaviðar, átti sjálft að bera sinn kostnað. En hvernig sem unnið var, hrökk verð fram- leiðslunnar aldrei fyrir meiru en lélegu viðurværi. Fæðið kváðu Svíarnir hafa verið ill-lifandi við, og ekki þó sízt vegna sóðaskapar, en þess hve það var af skornum skamti. Urðu margir úr sama ílátinu að eta, og sjúkir jafnt sem heil- brigðir. Vakti þetta ærinn við- bjóð hjá Svíunum í fyrstu, en það urðu þeir nú samt að sætta sig við. Annað eins vinnudund og þar var, höfðu Svíarnir aldrei séð. Alt var ákvæðisvinna. En þó Rússinn ynni 15 til 16 stundir á dag, afkastaði hann aldrei meiru en Svíinn á 8 tímum. Kvað Rússinn alt koma í sama stað niður, hvort sem mikið væri unnið eða lítið, þeir fengju aðeins viðurværi sitt að laun- um. En það, að svona langan tíma þurfti að vinna fyrir því, skildist Svíunum eiga að sann- færa yfirvöldin um, hve kaup þeirra væri við neglur skorið. Annars var það margt í venj- um og háttum Rússa, sem Sví- arnir ekki skildu. í hvert skifti sem þeir brugðu sér til borgar- innar, klæddust þeir verstu fatatötrunum, sem þeir áttu. Hvort það var einnig gei-t til þess að draga athygli yfirvald- anna að kjörum verkamanna, eða einhvers aitanrs, vissu Sví- arnir aldrei. En verstur af öllu var óþrifn- aðurinn. Sögðu Svíarnir, að Vestur-'Evrópumenn kæmu oft- ast aftur kaunum hlaðnir úr þessu skógarveri, vegna þess að íverukofamir, sem heita ættu, væru svipaðastir gripa- kofum í Vestur-Evrópu, og sem ókleift væri að ræsta, svo að siðuðum mönnum sæmdi. ÝMSAR FRÉTTIR. Til mála hÁfir komið; að lækka kaup borgarstjóra og bæjarráðsmanna í Winnipeg- borg. Ef af því yrði, sem líklegt er talið, verður mánaðarkaup borgarstjóra $375, en bæjar- ráðsmanna $90. * * ♦ Stjórnir fjögra vesturfylkja Canada komu saman á fundi í borginni Calgary s.l. mánudag, og samdist þar með þeim, að senda sambandsstjóminni í Ot- tawa beiðni um að halda áfram styrkveitingunni til ffamfærslu atvinnulausum mönnum eftir 1. maí næstko'mandi, eins og áður, en þó með þeirri breyt- ingu, að styrkurinn verði hækk aður eða meiri en hann var s.l. ár. Talið frá 1. marz s.l. ár og til 1. marz nú, nam þessi fram- færslustyrkur sambandsstjórn- arinnar nærri 26 miljónum dala til þessara fylkja. ♦ ♦ ♦ Margar sögur hafa gengið um það, að lögreglan í Banda- ríkjunum væri nú loksins kom- in á slóð bófanna, er ræntu barni Lindberghs hjónanna. Síð asta sagan um það gaus upp s.l. mánudag, og var sú, að mannræningjar þessir væru ó- aldarlýður, er bólsetu hefði í Saskatchewan fylki í Canada. Daginn eftir var enginn trúnað- ur á þá sögu lagður. Því miður lítur út fyrir að barnið sé ekki á lífi. Það er að minsta kosti mjög ólíklegt, ef svo væri, að því hefði ekki verið skilað, er hálf miljón dala var í boði. — Hins vegar er auðvitað ekki öll von úti, meðan alt er í óvissu. ♦ ♦ ♦ Á fundi, sem onservatívar héldu í Winipeg nýlega, var myndað félag er nefnist “The Conservative Assoiation of Ru- perts Land. Stjórnarnefndar- kosning félagsins var sem hér segir: Heiðursforsetar Rt. Hon. R. B. Bennett og F. G. Taylor, K.C., forseti Capt. Evans-Atkin- son, ritari S. G. Thorvaldson lögfræðingur, aðstoðar forset- ar George Kemp og August Germaine. FIMM f AUSTUR, FIMM í VESTUR. Tíu voru veg að ryðja, valið kappa lið, hver vildi öðrum hjálpa og styðja, ^ — hærra blasti svið. — Þurfti aðeins faðma fáa, fjallsbrún náð var þá. Töfrageislum tindinn háa tvístraði sólin á. Jarðfast bjarg í götu gnæfði, gengið var að fast. Þrekraun vöfða eflda æfði eins og bylsins kast, tauga og vöðva kyngikraftur kipti bjargi úr jörð. Líkt og jörðin lykist aftur leit þar heilan svörð. “Austur fyrir veginn, vinir, veltum bjargi því,” sagði einn. — En annar gegndi: “Eins og eg nú sný vil eg bjargi velta, drengir, vestan brautar þá standa mun um æfi alla erkiklettur sá.” Fyrst var þrefað. Þá var rifist, þar næst gengið frá. Fimm á móti fimm svo gengu, fastur steinninn fá. Afl á móti afli stríddi, — enginn til þess fann. Fimm í austur, fimm í vestur færa vildu hann. Steinninn gleymdist. — Geisl- inn hinsti grátinn kvaddi tind. , — Birtist fyrir augum önnur ennþá skærri mynd: Þjóðarbrot við ofurefli erlent glíma eg sá. — Fimm í austur, fimnt í vest- ur, fastur steininn lá. P. S. Pálsson. — Tímarit Þjóðr.fél. SAMKOMAN í CÆR. Að segja að samkoman í Sambandskirkjunni í gærkvöldi hafi verið skemtileg, væri ófull- komin frásögn. Smáleikur, sem með öðru var þar sýndur, vakti aftur og aftur dynjandi hlátur í T MRS. O. BJÖRNSON DÁIN. í morgun (miðvikudaginn 16. þ. m.) andaðist að heimili sínu 764 Victor St. hér í bæ, frú Sigríður Elenborg, kona ÓÍafs læknis Björnssonar. . Hún var hin ágætasta og ástsælasta kona, unun og yndi hinna mörgu ættingja sinna og vanda manna. Hún var á bezta aldri, og að því er virtist, þar til fyrir fáum vikum síðan, við beztu heilsu. Hin óvænta burtför hennar með svo skjótu bragði, er hinn hörmulegasti atburður öllum ættingjum hennar og vinum, en þó sérstaklega dætr- um hennar og eiginmanni. Vill Heimskringla tjá honum og þeim sína innilegustu hluttekn- ingu, á þessari hrygðarstund, í hinni miklu og djúpu sorg þeirra. Frú Sigríður var dóttir þeirra hjóna, Jóns Brandssonar og Margrétar Guðbrandsdóttur, er lengi bjuggu að Garðar, N. D., en systir dr. B. J. Brandssonar og þeirra systkina. Útför henn- ar fer fram frá Fyrstu lútersku kirkju föstudaginn hinn 18. þ. m., kl. 2.30 e. h. Aðstandendur mælast til að engin blóm verði send í kirkjuna. og sköll áheyrenda. Að lýsa leiknum hér gefst ekki tími til, en þess má þó geta, að efni hans var það, að safnaðarkon- ur voru að hafa saumafund, og þar er nú þögnin ekki talin gullvæg, að almanna dómi. Að segja frá og sýna þetta, var efni leiksins. Og hver sem höf-' undur hans er, verður það ekki frá honum tekið, að hann er leikritaskáld. Skotspónn skops- ins voru auðvitað saumakon- urnar sjálfar, með skrafi sínu, og svo nokkrir safnaðarmenn. Og rúsínan f því öllu var sú, að um leið og skopinu var brugðið upp, voru mennirnir kallaðir sínum réttu nöfnum, og þeir voru auðvitað flestir eða allir viðstaddir. En þrátt fyrir það, þó þeir væru af sínu sauðahúsinu hver, var því, sem hverjum viðkom í leiknum svo eðlilega fyrir komið, að alt var eins og óslitin saga. Samfara þessu græskulausa gamni, var því vel á öllu haldið, bæði af hálfu höfundarins og leikfólks- ins. Þótt þetta sé ekki nema smá~ leikur og gamanleikur, er hann meira en þess virði að vera endurtekinn. “Vér íslands böm, vér erum vart of kát,” sagði Hannes Hafstein. Sannast það ekki sízt á nú. Að koma saman, þó ekki sé nema til þess að gleðjast og hlæja, er stundum meira vert, en hægt er með töl- um að sýna. Á samkomunni var margt fleira til skemtana, svo sem á- gætur hljóðfærasláttur, söngur og upplestur. Var þetta alt aug- lýst áður, og vissu menn þar að þeir áttu von góðrar skemtun- ar. Öðru máli var að gegna með leikinn. Sérstök athygli var engin að honum dregin. Var hann þó sú nýjung, er skýra hefði átt frá fyrir fram, svo að sem flestum gæfist tækifæri á að sjá hann. En það var ekki gert, og því er hér á hann minst nú. Ein deild Kvenfélags Sam- bandssafnaðar efndi til skemt- unar þessarar. Hafi hún þökk fyrir frá öllum sem nutu.

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.