Heimskringla - 29.03.1933, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 29. MARZ 1933
5. StÐA
I
HEIMSKRINGLA
um kalda gang er bergmálaði
hvert fótmál mitt.
Með sjálfum mér varð eg að
játa að þessi einkennilega
þrenning sem lifði á eftirlaunum
og í hverra umsjá, frúin sem
kastalan átti, hafði eftirskilið
hann, einnig hinir fornfálegu
húsmunir er voru í umsjónar-
fólks stofunni, höfðu haft ó-
notaleg áhrif á mig, jafnvel þó
eg hafði fyrirfram ásett mér að
halda góðu jafnvægi. Mér fanst
alt þetta tilheyra einhverju öðru
löngu liðnu tímabili, tímabili
því sem andar og draugar
gengu ljósum loga í mannheim-
um og þegar vanaleg skynsemi
gerði óskynsamlegar athuganir,
tímum þeim sem galdrarnornir
voru álitnar áreiðanlegar og
draugar ómótmælanlegir. Til-
veruástand fólks þessa virtist
jafnvel draugalegt. Sniðið á föt-
um þess líktist því, að hafa átt
tilveru sína í fyrir löngu dauð-
um heilum, og húsmunimir og
það sem prýða átti setustofuna
bar draugalegt eikenni fram-
liðinna frekar en nútíðarmanna.
Gangurinn hvar eg var stadd-
ur, var langur og skuggalegur
með rakabólum sem glitruðu
á veggjunum, kuldalegur eins
og það sem er dautt og stirnað.
Með sterkum ásetning fleygði
eg þannig löguðum hugsunum
á bug. Nístandi kuldasúg lagði
í gegnum þennan rangala og
ljósið blakti á kertinu líkast því
að það mundi þá og þegar
slokkna, en skuggar mínir nötr-
uðu og skulfu við hvert fótmál.
Bergmálið ómaði upp og niður
hringstigann, og einn skuggi
fylgdist fast á hælum mér en
annar flúði rétt á undan mér,
og hvarf í dimmunni framund-
an. Loksins kom eg á breiða
áfangatröppu. Um drykklanga
stund nam eg þar staðar og
hlustaði því mér heyrðist sem
þytur stæði af einhverju sem
klyfi loftið rétt á eftir mér.
Sannfærður um að þögn og
kyrð ríkti alstaðar í kringum
mig ýtti eg opnri hurðinni með
klæðinU yfir og staðnæmdist í
hinum þögula gangi þar fyrir
innan.
Áhrifum þeim sem eg varð
fyrir hafði eg tæplega búist við.
Tunglsljósið sem skein inn um
stóran glugga rétt undan stig-
anum lýsti upp með silfruðu
endurskini alt umhverfis en um
leið gerði skuggana en dimmri.
Allir hlutir virtust vera á rétt-
um stað og það var eins vel
hugsanlegt að þessi staður hefði
verið yfirgefin í gær eins og
fyrir ári síðan. Það voru kerti
í kertistjökunum og ef nokkurt
ryk hafði fallið á gólfábreiðum-
ar var það svo jafnt að það var
ekki sýnilegt við kertisljós. Djúp
þögn ríkti yfir öllu. Eg var
rétt í þann veginn að halda á-
fram en nam snögglega staðar.
Nokkrar líkneskjur úr bronsi
stóðu á stigapallinum og voru
þær að hálfu leyti huldar mér
af hornskoti veggjarins, en
skuggar þeirra féllu framúr-
skarandi greinilega á hina hvítu
tigulveggi og líktist því að eitt-
hvað lægi þar í leyni reiðubúið
að grípa mig. Á augnabliki
þrengdi þetta sér á meðvitund
mína. Um stund stóð eg sem
stirnaður í sömu fótmálum. Svo
með hendina í vasanum sem
hélt skammbyssunni, gekk eg
áfram, og sá þá að þetta var lík-
neski af Gamminum og Æsku-
manninum (Ganymede and
Eagle). Atvik þetta setti taug-
ar mínar aftur í samt lag og
postulíns Kínin er vaggaði stöð-
ugt höfðinu og stóð á útskorna
borðinu vakti tæplega eftirtekt
mína.
Hurðin að Rauða herberginu
og tröppurnar upp að því voru
í dimmasta horninu. Eg lýsti
með kertinu alt í kring um mig
til þess að ganga úr skugga um
hvað viðhorfði þar sem eg var
staddur, áður en eg opnaði
hurðinga. Einmitt á þessum stað
hafði sá er síðastur gisti Rauða-
herbergið fundist örendur, og
minning um sögu þessa vakti ó-
notalegan forboða í huga mér
Eg leit um öxl á dimma brons-
líkneskið í tunglsljósinu og ríkti
í snatri opnri hurðinni að Rauða
herberginu en hafði næmar
gætur á framganginum.
Eg gekk inn, lokaði hurðinni
á eftir mér og sneri lyklinum er
stóð í skráargatinu að innan-
verður og hélt kertinu upp hátt
til að geta sem best kynt mér
staðinnu er eg hafði sókst svo
eftir að sjá, Rauða herbergi
Lorraine kastarans, þar sem hún
ungi jarl hafði mist lífið, eða
öllu heldur hvar hann hafði
fyrst hafið stríðið við dauðann,
því hann hafði opnað hurðina
og dottið á höfuðið niður tröpp-
urnar sem eg var nýtbúinn að
ganga upp. Þetta urðu hans
endalok, endalokin á dirfð og
hugrekki hans að reyna að yfir-
stíga hindurvitni og draugasög-
ur kastalans, og eftir mínu á-
liti, var heilaslag í þessu tilfelli,
mjög hentugt til að styrkja og
viðhalda orðróminum um reim-
leika kastalans. Það voru aðr-
ar enn eldri sagnir, sem höfðu
loðað við þetta herbergi, sagnir
lítt trúanlegar, er áttu rót sína
að rekja langar leiðir til baka,
sagnir um mjög kjarklitla konu
er varð fyrir voveiflegum dauð-
daga sem orsákaðist af gam-
anleik manns hennar með að
hræða hana. Og ef manni varð
litið í kring í þessu skuggalega
stóra herbergi með þessum
dimmu gluggum, mörgu skáp-
um og skotum, dökkmórauðu
tjöldum og hrikalegu húsmun-
um gat maður gjörla gert sér
grein fyrir að innan slíkra
veggja frjófgaðist vel hindur-
vitni og hjátrú myrkvanna.
Ljóstíran á kertinu mínu var
máttvana til að lýsa upp jafn-
stórt herbergi, og náði birta
þess ekki yfir herbergið og skildi
þar af leiðandi eftir heilt haf úti
við um herbergið, af dreyrrauð-
um hugsjónum og ráðgátum, —
skugga af varðliði myrkvanna
er stóðu utanvið hring ljóssins.
Og þögulleikinn og einveran
ríkti þar yfir öllu.
Eg varð að viðurkenna að
eitthvað í þessu stóra herbergi
hafði óviðfeldin áhrif á mig. Eg
reyndi að yfirstíga þessa tilfinn-
ingu. Eg ásetti mér því að
grannskoða bvern krók og
kima þar eg var staddur og
með því móti koma í veg fyrir
að ímyndunaraflið léti sér hug-
kvæmast nokkuð sem í raun og
veru ekki átti sér stað og þar
með útrýma öllum innbyrluðum
hugsjónum. Eftir að hafa full-
vissað sjálfan mig um að hafa
læst dyrunum, gekk eg í kring
í herberginu, og rannsakaði í-
tarlega hvern einasta hlut hús-
búnaðarins, fletti ábreiðuna af
rúminu og opnaði hengiblæjur
þess eins langt og þær til létu.
Á einum stað virtist taka greini-
lega undir við hvert stig en há-
vaðinn sem af því varð var svo
smár að það virtist frekar auka
á þögnina en draga úr henni.
Eg lyfti upp gluggablæjunum
og horfði eftir að gluggarnir
væru læstir. Athygli mitt drógst
að smárykkornum er féilu nið-
ur. Eg hallaði mér út um
gluggan og sá að þetta kom frá
aðalstrompi kastalans. Til að
halda huganum við mitt ákvarð-
aða vísindalega áform gekk eg
í kring og bankaði hingað og
þangað á veggina til að finna út
hvert á þeim væru nokkrar
leynidyr, en eg hætti áður en
verkihu var lokið, því mér varð
litið á andlit mitt í speglinum
— öskugrátt.
Það voru tveir stórir speglar
í herberginu. Hver þeirra hafði
tvær útskornar smáhillur og á
hverri þeirra stóðu kertisstjakar
með kertum í. Eg kveikti á þeim
öllum hverju eftir annað. Arin-
inn var reiðubúinn til að kveikja
í eld og sýndi það ófyrirsjáan-
Jega nærgætni umsjónarkon-
unnar. Eg kveikti eldinn, til
að fyrirbyggja að mér gæti orðið
kalt og með því koma í veg
fyrir hroll er að mér sótti. Þeg-
ar eldurinn tók að brenna sneri
eg að honum bakinu til að geta
notið sem best varma hans og
athugaði herbergið aftur. Eg
hafði dregið borð og hæginda
stól að eldinum fyrir framan
mig og á borðið lagði eg
skammbyssuna. Hin nákvæma
skoðun herbergisins hafði haft
mjög smáan árangur í för með
sér; þögnin og myrkrið úti í frá
virtist örfa ímyndunaraflið.
Brestirnir og hreyfingarnar í
eldinum höfðu engin værðará-
hrif á ásigkomulag mitt. Skugg-
arnir í hinum afskekta enda
herbergisins virtust vera að taka
á sig einhverja óljósa ólýsan-
lega mynd sem svo þægilega
getur brugðið fyrir í huganum
í kyrð og einveru. Til að ganga
úr skugga um að alls ekkert
væri þar gekk eg með kertið í
hendinni þangað og setti það
niður á gólfið og skildi það þar
eftir.
Þegar hér var komið, virtust
taugar mínar vera komnar í
allnokkum æsing, jafnvel þó eg
fyndi með sjálfum mér enga á-
stæðu til þess. Hugsanir mín-
ar vóru samt algerlega skýrar.
Eg fullvissaði sjálfan mig um
að ekkert yfimáttúrlegt gæti
komið fyrir og til að stytta mér
stundir fór eg í huganum að
níma Ijóð út af munnmæla
sögum kastalans. Nokkur af
þessum erindum mælti eg upp-
hátt, en ómurinn af málrómi
mínunr var alls ekki viðfeldin.
Af sömu ástæðum hætti eg við
upphátt samtal við sjálfan mig
er stefndi að því að sanna að
reinrleikur og draugar væru
bara hugarburður. Hugsun mín
stefndi þá til þessa þriggja gam-
almenna er voru niðri í búsinu
og við það efni reyndi eg að
halda honum.
Þessir gráu og dumbrauðu
litir sem hvíldu yfir herberginu,
höfðu ógeðfeld áhrif á jafn-
vægi mitt. Ljósið í afherberg-
inu er blakti og snarkaði af
súgnum er stóð af eldinum á
aminum, gerði það að verkum
að skuggarnir og endurskugga-
myndir þeirra blöktu til og frá,
sem léku þeir þegjandi dans-
leiki. Eg fór að hugsa upp ráð
við þessu og datt þá alt í einu
í hug vaxkertin er eg hafði séð
í ganginum og eftir drykklanga
stund gekk eg að dyrunum með
kertisljós í’hendinni og opnaði
þær. Eg skildi hurðina eftir
opna og hélt út í ganginn, sem
var upplýstur af tunglsljósi og
kom snart til baka með tíu
kerti. Kerti þessi setti eg á víð
og dreif um herbergið og festi
þau á skrautmunina sem dreifð-
ir voru víðsvegar um það. Eg
kveikti svo á þeim en hagaði
því svo til að þau voru helst
þar sem skuggarnir höfðu áður
hvílt sem þéttastir. Á endanum
hepnaðist mér að koma ljósun-
um svo fyrir af þessum sautján
kertum að það var ekki þuml-
ungs 'stór blettur nokkursstað-
ar, sem skugga sló á. Eg hugs-
aði að þegar draugurinn kæmi,
gæti eg varað hann við að
falla ekki um þau. Herbergið var
nú ágætlega lýst. Það var eitt-
hvað skemtilegt og hugðnæmt
við að sjá öll þessi litlu ljós vera
að smá brenna niður kertin ei*
gerði mér grein fyrir að tíminn
væri smátt og smátt að líða.
En alt um alt, var það eitt-
hvað sem eg bjóst við að kæmi
fyrir er hvíldi sem martröð yfir
mér. Eg hélt á úrinu mínu í
hendinni og vaktaði mínútuvís-
irinn færast hægt og hægt að
miðnætti.
Þá, kom eitthvað fyrir í afher-
berginu. Eg sá ekki ljósið
slokkna, eg bara sá að -þar var
aldimt orðið og mér varð -bylt
við, líkast því eg hefði séð ein-
hvern ókunnugan gest. Hinn
myrkvi skuggi var aftur kom-
inn á sinn stað. “Ja, hvert í
horngrýti,’, sagði eg upphátt,
það — þetta hlýtur að vera
gustur í Jagi. Eg tók eldspýtu-
kassan af borðinu og gekk í
hægðum mínum yfir um her-
bergið, til að kveikja aftur á
kertunum, sem slokknað hafði
og eg draup niður að kveikja á
þeim. Það vildi ekki kvikna á
fyrstu spítunni en um leið og
kviknaði á þeirri næstu var sem
eitthvað starði á mig á veggnum
beint á móti. Ósjálfrátt varð
mér litið við og sá eg þá mér
til undrunar að dautt var á báð-
um kertunum sem stóðu á borð-
nu hjá arininum. Eg stóð á fæt-
ur í snatri. “Næsta einkenni-
legt,” varð mér að orði. “Ætli
eg hafi gert þetta sjálfur í hugs-
unarleysi?”
Eg gekk til baka og kveikti
aftur á öðru kertinu, en um leið
og eg gerði það sá eg ljósið á
kertinu hjá speglinum hallast
og slokkna og á sama augna-
bliki hitt ljósið sem hjá því var
fara á sömu leið. Ljósin dóu
líkast því að alt í einu hefði
verið gripið með fingrum utan-
um kveikinn og ekki eftir skil-
ið hvérki reykur eða skar á
honum. Á meðan eg stóð gap-
andi af undrun yfir þessu slokn-
aði ljósið hjá rúminu og skugg-
arnir virtust hafa stigið annað
stórt skref gagnvart mér.
“Þetta dugar ekki!” hrópaði
eg en um leið sloknaði á öðru
kertinu og svo á hinu, sem
stóðu á hillunum.
“Hvað gengur á?” kallaði eg
og einhver sérkennilega hár
tónn heyrðist í röddinni. Um
leið og eg slepti orðinu slokn-
aði á kertinu hjá klæðaskápn-
um og kertinu sem eg hafði ný
kveikt á í afherberginu. “Hafið
ykkur hæg,” sagði eg, “eg hefi
þörf á þessum kertum.” Rödd-
in í orðum mínum var sem hún
kæmi langt að og ólík mínum
eigin málróm. Eg gerði marg-
ítrekaðar tilraunir að kveikja á
firspýtunum til að geta kveikt
aftur á kertunum er stóðu á
arinhyllunni en hendur mínar
skulfu svo að eg misti hvað
eftir annað brennisteinsins á fir-
spýtukassanum. Þegar mér
loksins hafði hepnast að kveikja
á þeim voru bæði kertin í fjær
enda herbergisins slokknuð.
Me£ einni firspýtu hepnaðist
mér að kveikja aftur á stærra
kertinu hjá speglinum og einnig
kertunum á gólfinu rétt hjá dyr-
unum, svo sem snögvast virtist
að eg væri að komast á undan
þeim sem væri að slökkva á
þeim. En áður en varði slökkn-
aði á fjórum kertum í einu, sitt
í hverju homi herbergisins. í
'hasti kveikti eg en á einni fir-
spýtu, en í ráðaleysi stóð eg
sem steini lostinn og vissi ekki
hvar eg ætti næst að ráðast í
að kveikja.
Á meðan eg stóð í þessu ráða-
leysi var sem ósýnileg hendi
þrykti út ljósunum sem stóðu á
borðinu. Eg hljóðaði upp af
ótta og hljóp yfir í afherbergið
og þaðan yfir í hornið hjá
glugganum, en á meðan eg
kvekti þessi þrjú ljós höfðu -bæði
ljósin hjá arininum sloknað á
ný. Mér datt nýtt ráð í hug og
setti logandi firspýtu á stál-
klædda skjalaskápinn er stóð í
horninu og greip kertisstjakann
með kertinu er tilreyði herberg-
inu. Með því að brúka hann
í stað þess að kveikja á spýtun-
um bjóst eg við að geta orðið
á undan, en alt fyrir þetta virt-
ist hin stöðuga slökknuarað-
ferð vera að ná yfirráðunum og
skuggarnir sem eg stríddi á
móti og óttaðist komust stig af
stígi nær mér, fyrst á þessa
hlið og svo á hina. Eg var
að verða óður yfir hættunni af
hinu komandi myrkri er þrengd-
ist kringum mig og alt sjálfs-
vald var óðum á förum. Laf-
móður stökk eg frá kerti til
kertis í þeirri vonleysis von um
að geta yfirbugað hið óum-
flýjanlega myrkravald er eg var
í bardaga við.
Eg fekk skeinu á lærið af
því að reka mig á borðið; eg
hrasaði yfir stól sem eg fleygði
út í loftið og eg greip í dúkinn á
borðinu og dró hann af því um
leið og eg féll á gólfið. Eg
misti haldið á kertastjakanum,
en þreif undir eins annan um
leið og eg komst á fætur. Ljós-
ið sloknaði á honum í sama
vetfangi og eg kipti honum til
mín af borðinu, líklega af gust-
inum sem kom af hraðanum
sem eg'var í, en um leið dó á
síðustu tveim Ijósunum, það var
samt birta í henberginu, birtan
af eldinum sem sló rauðum
bjarma á loftið og hindraði
myrkrið frá því að umkringa
mig algerlega. Eldurinn! Já
auðvitað eldurinn! Það hlaut
að vera hægurinn hjá að pota
kertunum inn um grindina og
kveikja þar.
Eg sneri á leið þangað sem
logarnir dönsuðu á milli hálf-
brunna kolanna og slóu rauð-
um bjarma á húsmunina. Eg
gekk tvö stig í áttina að arinin
um, en án nokkurs fyrirvara
og alt í einu minkuðu logarnir
og hurfu og bjarmi þeirra
var horfinn, og um leið og eg
reyndi að íta kertinu gegnum
grindurnar, skall myrkrið yfir
mig, líkast því að augu mín
hefði lokast og rejo-ðist utan-
um mig og eg var sem hnept-
ur römmum fangbrögðum. Öll
sjón vár horfin og um leið alt
sjálfsvald. Og það var ekki
einungis þetta voðalega myrkur
sem hremdi mig heldur einnig
var eg gripinn. af óstöðvandi
ótta. Kertið féll úr greipum
mér. Eg sló út báðum höndum
líkast því eg vildi berja dimm-
una á burt og eg hrópaði af öll-
um mætti einusinni, tvisvar
sinnum, ÞRISVAR SINNUM. Eg
hlýt einhvernveginn að hafa
brölt á fætur, því eg man
að tunglskinslýsti gangurinn
kom alt í einu í huga mér og
með höfuðið framundan mér og
-höndurnar utanum andlitið setti
eg á sprett í áttina að dyrun-
um.
En því miður var eg búinn að
gleyma hvar dyrnar voru og
rak eg mig því hroðalega á
rúmgaflinn. Eg skjögraði til
baka og sneri við, en annað-
hvort var það eitthvað sem hitti
mig með heljarafli eða eg rak
mig á eitthvað af þessum þungl-
amalegu húsmunum er þar
voru. Mig rámar í að hafa ver-
ið barinn hingað og þangað í
myrkrinu og að síðustu hafa
fengið heljar högg á ennið, og
einnig þeirri hryllilegu tilfinn-
ingu er gagntók mig er eg var
að reyna til að verjast falli og
koma undir mig fótunum. Þetta
fanst mér ætla aldrei að líða,
en svo hefi eg hlotið að missa
alla meðvitund því eg man ekk-
ert eftir þetta.---------
Eg opnaði augun og það var
dagsljós. Höfuðið á mér var alt
í reifum og maðurinn með visnu
hendina stóð yfir mér og vakt-
aði hvern drátt í andliti mínu.
Eg leit alt í kringum mig og
reyndi að átta mig á hvað hefði
skeð og um stund var mér um
megn að geta það. Eg skotraði
augunum yfir í hornið og sá þar
gömlu konuna, ekki sitjandi og
starandi, ekki lengur sem ein-
hverja ófreskju. Hún var að
hella nokkrum dropum af ein-
hverju meðali úr litlu bláu glasi
í drykkjar staup. “Hvar er eg
staddur”, mælti eg, “mér finst
eg kannast við ykkur, en samt
get eg ekki komið því fyrir mig
hver þið eruð.” s
Þau sögðu mér þá hvað fyrir
hafði komið, sögðu mér um
Rauða draugaherbergið og eg
hlustaði á undrandi. “Við fund-
um þig í dögun,” sagði sá með
visnu hendina, “og enni þitt og
varir þínar vóru blóði drifnar.”
Með sjálfum mér furðaði eg
mig á að hafa nokkurntíma haft
ímugust á fólki þessu. í dags-
birtunní virtist mér þessi þrjú
gamalmenni vera bara eins og
fólk vanalega gerist. Maður-
inn með augnaskýluna hafði
hneigt höfuðið á bringu niður,
líkt og hann væri í svefni.
Það tók mig langan tíma að
geta áttað mig á hvað fyrir mig
hafði komið. “Trúir þú því nú,”
sagði maðurinn með visnu
hendina, “að að það sé
reimt í herberginu?” Hann tal-
aði nú til miín sem vinur er
hann væri að hughreysta, en
ekki sem óvelkomins gests.
“Já,” svaraði eg, “Það er reimt
í herberginu.”
“Og þú hefir séð það með
eigin augum, en við sem höf-
um átt hér heima alla æfi höf-
um aldrei litið það. Við höf-
um aldrei þorað það. Segðu
okkur er það gamli jarlinn
sem-----?”
“Nei, það er ekki,” svaraði eg.
“Eg sagði þér þetta,” svaraði
gamla konan með staupið í
hendinni, það er auðvitað vesal-
ings unga greifinnan sem varð
svo hrædd að-----”
“Það er alls ekki,” svaraði
eg, “það er hvorki draugur af
jarli eða draugur að greifinnu
í herberginu, það er enginn
draugur þar, en annað marg-
falt verra ,eitthvað óáþreifan-
legt og ósýnilegt----”
“Þá hvað ?”
“Það allra versta sem til er,
og sem getur ásótt mannlega
veru og í fátækt sinnar nektar
er kallaður Ótti! — ótti sem
hvorki gefur af sér ljós eða
hljóð og sem útilokar alla vits-
muni, sem myrkvar deyfir og
umkringir. Hann elti mig inn
ganginn og barðist við mig inni
í herberginu-----”
Eg þagnaði snögglega. Það
varð stundarþögn. Eg þreifaði
með hendinni upp að reifunum.
“Ljósin slökknuðu hvert af öðru
og eg flúði.” -----
Maðurinn með skýluna lagði
-höfuðið undir flatt svo hann
gæti séð mig um leið og hann
sagði:
“Það er rétt sem það er. Eg
vissi að það var það. Vald
Myrkvanna! Hugsa sér að setja
slíka formæling á nokkurt
heimili. Það varir óendanlega.
Þú ósjálfrátt finnur til þess á
hverjum degi jafnvel á hinum
bjartasta sumardegi, það hylst
í fellingum blæjanna, fylgir þér
á eftir hvert sem þú flýrð. í
rökkrinu skríður það eftir göng-
unum og fylgir þér, svo þú
vogar ekki að snúa um hæl, það
er rétt sem þú hefir sagt. Ótt-
in ríkir í þessu herbergi Dimm-
ur Ótti .... og þar mun hann
hafa hæli sitt eins lengi og
þetta syndarinnar bús stendur.
Lauslega þýtt.
B. P.
ROOSEVELT FORSETI
fæst ekki líftrygður
Það er almenn skoðun f
Bandaríkjunum að Coolidge fyr-
verandi forseti hafi dáið fyrir
örlög fram, og orsökin sé sú,
að hann hafi ofreynt sig meðan
hann var forseti.
— Það er versta og mest
heilsuspillandi staða sem til er
í Bandaríkjunum, segja amer-
ísku blöðin. Og vegna þessa
hafa lífsábyrgðarfélögin tekið
sig saman um það að líftryggja
ekki forseta Bandaríkjanna
framvegis. Þetta bitnar fyrst á
Franklin D. Roosevelt.
Prestur hafði gert boð á und-
an sér að hann ætlaði að hús-
vitja í barnaskóla. Kennarinn
skrifaði þá upp þær spurningar
sem hann ætlaði að leggja fyrir
börnin, og lét hvert barn læra
svar við þeirri spurningu sem
fyrir það yrði lögð eftir röð. —
En nú vildi svo óheppilíga til,
þega prestur húsvitjaði, að einn
dregurinn var veikur. Prestur
spurði þann næsta;
— Hvernig byrjar trúarjátn-
ingin?
— Eg trúi á Jesúm Krist —
byrjaði drengur.
— Nei, barnið mitt, þú trúir
á gúð föður.
— Nei, það geri eg ekkl.
Hann sem trúir á guð föður, er
veikur í dag. — Lesb. Mbl.