Heimskringla - 24.01.1934, Blaðsíða 4

Heimskringla - 24.01.1934, Blaðsíða 4
4. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 24. JANÚAR, 1934. Hítmskringla . (StofnuO 1SS8) Kemur út á hverjum miSvikudegi. Elgendur: THE VIKING PRESS LTD. 153 og »55 Sargent Avenue, Winnipeg Talsími: 86 537 _____ VerB blaðsins er $3.00 árgangurinn borglst fyrlrfram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. Ráðsmaður TH. PETURSSON »53 Sargent Ave., Winnipeg Uanager THE VIKING PRESS LTD. 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFÁN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIM SKRINGLA 853 Sargent. Ave., Winnipeg. "Helmskringla” is published by and printed by The Viking Press Ltd. 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. Telephone: 86 537 WINNIPEG, 24. JANÚAR, 1934. RÆÐA HON. H. H. STEVENS í ræðu er Hon. H. H. Stevens, verzlun- armálaráðherra sambandsstjórnarinnar, hélt 15. jan, í Toronto, hélt hann því fram, að svo megn samtök ættu sér stað í við- skiftamálum landsins, að framleiðslunni stafaði hætta af því. Ræðan hefir vakið svo mikla athygli, að vel á við, að bent sé á helztu atriðin í henni. Tók ráðgjafinn fyrst t. d. félög, er kjöt- verkum og niðursuðu stunduðu. Sagði hann þau algerlega ráða kjötverði; þau færu þannig að því, að þau keyptu í senn nokkuð meira af gripum, en með þyrfti, og sýndu svo með því, að markaðurinn væri ofhlaðinn, er næsta sala færi fram. Með því héldu þeir verðinu þar sem þeim sýndist og félög á gripasölutorginu (stockyards) yrðu að sætta sig algerlega við það, sem niðursuðu og kjötverkunar- félögin segðu um verðið. Samtök þessi kvað hann ná yfir alt land. Og af því sypu bændur eða gripaframleiðendur seyðið. Gripaverð alt síðast liðið ár bæri vitni um þetta. Gripimir væru keyptir af framleiðanda á því verði sem næsta dag yrði á kjöti. En þegar sá dagur rynni upp, flyttu blöðin fregnir um að t. d. í þessari borg (Toronto) væm um 1000 til 1100 gripir óseldir frá deginum í gær. Önnur samtök er ráðgjafinn fordæmdi voru þau, er hveitimölunarfélög hefðu um alt land. En þau lúta að því, að hveiti- mölunarfélögin hafa stofnað brauðgerðar- hús, er selja brauð svo lágu verði, að ekki er hægt að framleiða þau og greiða vinnufólkinu lífvænleg laun. Þetta hefir orðið til þess að brauðgerðarhús, sem ekki hafa gefið sig samtökum þessum á vald, hafa hrunið niður hvert af öðru af því að þau hafa ekki haft lund í sér til að greiða eins sultarlega lág vinnulaun og samtökin láta sér sæma að gera. Slæm áhrif á verð hveitis hefir þetta einnig að því leyti, að samtök þessi gera kaup sín á því í stórum stíl og það þröngvar kaup- manni að selja, hvað íágt verð sem boðið er fyrir það. Þetta getur eflaust átt nokkum þátt í að halda hveiti á lágverði. Vér erum ekki á móti semkepni. En þegar samkepnin hvílir á því, að lækka verð bændavöru svo, að ekki svarar kostnaði að framleiða hana, eða hinu, að lífvænlegt vinnugjald sé ekki greitt, þá gengur hún of langt, og þá er tími komin til að stemma stigu fyrir henni. Við höf- um allir rétt á að lifa. Og það að einn hefir meira fé handa á milli en annar, á ekki að selja honuín einum þau réttindi í hendur. Þriðju samtökin er ráðgjafinn mint- ist á, em stórbúðiraar sem deildir hafa er alt selja (departmental stores) og sam- bands-búðimar, sem chain-stores em hér nefndar. Verzlanir þessar kvað ráðgjaf- inn hættulegar iðnaði, með því að þær gætu með fjármagni sínu, ráðið verði á framleiðslu ,og iðnaðarhúsin yrðu annað hvort, að selja þeim ekki, eða að lækka svo kaup verkafólks síns, að hann hrylti við að tala um það. í vefnaðarverksmiðj- um kvað hann vinnulaun hafa farið mjög lækkandi og áleit hann búðir þessar eiga sinn þátt í því. Sem dæmi sagði hann konu eina hafa $32 á mánuði í e*nni verk- smiðju. Karlmanni, sem þaulvanur væri við vinnuna, kvað hann greitt vera $14.40 í laun á viku, fyrir 60—70 klukkustunda vinnu. Ungan nýgiftan mann þekti hann er vann 60 stundir á viku og vom greidd- ir $12. fyrir. Sex manns í einni fjöl- skyldu kvað hann vinna í einni verk- smiðju um 72 kl.st. á viku hvera. Laun fjögra í fjölskyldunni væm $2. á viku; eins $5. og eins $7. 1 skógerðinni kvað ráðgjafinn ástandið ekki betra, en í vefnaðarverksmiðjunum. Ennfremur benti ráðgjafinn á að þessi viðskifta aðferð væri að gera út af við smáverzlanir, sem engin samtök hefðu sín á milli en sem þjóðfélaginu væm tiltölu- lega þarfari en stórverzlanirnar. Þessi á- minstú samtök öll kvað hann ganga orðið lengra en góðu hófi gengdi og heill væri að fyrir þjóðfélagið. Takmörk yrði að fara að sitja þeim, ef vel ætti að fara. Þetta er nú kjarninn úr ræðu Mr. Stevens, eins og blöðin fluttu hana. Eftir- tektarverð er hún í sjálfu sér, en þó ekki sízt fyrir það, að hún er af ráðherra flutt. Andmæli hafa verið skrifuð gegn henni í blöðunum, en ráðherran hefir svarað þeim all-rækilega. Aftur hafa aðrir lofsam- lega á ræðuna minst og telja hana orð í tíma talað. Það er sannleikur, sem ekki er neitt launungar mál, að alt of margir hafa notað tækifærið meðan kreppan stendur yfir, að lækka kaup vinnufólks síns að ástæðulausu. Hafa menn ekki gert sér þess nægilega grein, að viðskiftakreppan stafar af kaupgetu- leysi almennings, að mestu leyti. Kannast skal við, að neyðin hefir oft rekið til þess, en þó ekki ávalt. Félög sem vexti greiða af höfuðstól sínum og gróða sýn? auk þess, hafa vissulega smeykt oki kreppunnar fram af sér. Þó gott sé til þess að vita, að bankar landsins séu ör- uggir, og þeir sem fé sitt eiga í þeim geti þess vegna sofið vært tekur talsvert í, að lesa ársskýrslur sumra þeirra er ný- lega hafa verið birtar. í Bandaríkjunum var það eitt af fyrstu verkum Roosevelts, forseta, að á- kveða hvaða vinnulaun skyldu greidd. Ef- laust hefir það aukið kaupgetu almenn- ings. Og með henni eflast viðskift1, því alþýða manna liggur ekki á fénu. Það er í veltu eins lengi og hún hefir það handa milli. Þetta virðist og þungamiðjan í ræðu Mr. Stevens. Og hvað boðar það? Men- bíða hér svarsins með eftirvæntingu við þeirri spumingu. í þessu blaði var nýlega svo að orði komist um viðreisnar-áform Roosevelts, að enn sem komið væri, virtist ekki frá lýðræði vikið nema þar sem athafnafrelsi einstaklingsins kæmi í bága við velferð fjöldans. Er ástandið í Canada að verða það, að til hins sama komi hér? Eftir öllum eyktamörkum að dæma þessa stundina, værum vér ekkert hissa á því. Ummæli Mr. Stevens og stefna Mr. Ben- netts í bankamálum og þar er átt vi stofnun miðstöðvar-banka, sem nú er komið í ljós, að bönkun landsins er alt annað en vel við Mr. Bennett fyrir—virðist alt gefa nokkra ástæðu til, að slíks megi vænta. BÆTIR EINNI FRAMLEIÐSLU CREIN VIÐ SIG Á öðmm stað í þessu blaði er frá því skýrt, að Thorkelsson’s kassaverksmiðjan í Winnipeg sé fyrir skömmu byrjuð að framleiða nýja vöru, er að því lúti að koma í veg fyrir súg eða veggnæðing í húsum. Þetta er viðbót við það starf, sem verksmiðjan hefir rekið. Em þær iðngre4nar færri er á þessum tímum færa út stakkinn. Má nokkurs vert þykja um dugnað og áræði þeirra er það gera. Auk þess sem nokkrir hljóta atvinnu við þetta nýja fyrirtæki — og hvað góðra gjalda verðara er, en að veita mönnum nú atvinnu, verður erfitt að benda á — er þetta nýja fyrirtæki S. Thorkelssonar eitt hið þarfasta. Hús svona upp og ofan hafa verið gerð þannig í Winnipeg, að nauðaköld eru á vetrum. Þó með enda- lausum kolaaustri sé hægt að hírast í þeim, eða að menn verði að sætta sig við það, má fjöldi þeirra útihús eða lúruhjall- ar heita, að minsta kost* þegar þau eldast og gillingin dettur af þeim, sem á þau var rjóðrað, meðan verið var að selja þau. Hafa augu manna, opnast fyrir þessu á seinni árum, eftir að reynslan var búin að leiða í ljós, hver hrákasmíði á húsunum var og hvað óvistleg þau voru í saman- burði við það sem þau gátu verið með litlum tilkostnaði, ef um það hefði verið hugsað. Hefir því talsvert verið unnið að því, að endurbæta húsin með veggja- stopp1 eða súg-teppu, eins og það mun nú nefnt, sem hér er talað um, sem insula- tion. Það hefir og margt húsið bætt. Thorkelsson’s verksmiðjan nefnir vöru sína “Woodwool” og mættl það á ís- lenzku blátt áfram nefnast viðamll (sbr. bómull). Með henni er þeirri þörf full- nægt betur en áður, að gera íveruhús hlýrri, vegna þess, að hún er ódýmst vara þessarar tegundar. I Tiús upp og ofan að stærð kostar efnlð frá 12 til 18 dollara. Það hlýtur því að verða mikJð notað er frá líður og kostir þess eru kunnir. Þeir sem þegar hafa reynt þessa nýju vöru Thorkelsson’s verksmiðjunnar, eru á einu máli um það, að hún spari elds neyti og geri hita í húsum jafnari. Mr. Thorkelsson hefir hér sem áður sýnt viðurkenningarverðan dugnað. ALMANAK O. S. TH. 1934 Þetta vinsæla almanak er nýkomið út fyrir yfirstandandi ár. ’ Er það fertugasta árið, sem það hefir göngu sína. Veigamesta efni þess er í þetta skifti sem oft áður safn til landnámssögu Vest- ur-íslendinga. Er það um Piney-bygðina, sem nú er skrifað. Höfundur þeirrar sögu er Sigurður Magnússon, sonur séra Magnúsar Sigurðssonar á Gilsbakka í Borgarfjarðarsýslu. Hefir hann búið í Piney bygðinni um 25 ára skeið og þvf kunnugur högum, háttum og íbúum bygð- arinnar. Frásögnin er samandregin sem auðvitað er, þar sem hverrar fjölskyldu er getið, en hún er eigi að síður á ljósu og lipru máli skrifuð og flytur, sem landnámsþætt- irnir í Almanakinu áður, ýmsan ómetan- legan sögulegan fróðleik. Eftirmáli fylgir landnámsmannaþáttunum og er það eitt út á hann að setja, að hann er of stuttur. Vér höfum áður minst á það í þessu blaði, að vér söknuðum frásagna af fram- för bygðanna í landnema-þáttum Al- manaksins og jafnvel lýsinga svo sem sveitasagna. Það gæfi landnemaþáttun- um líf og fagra litu. En á þgð ber að líta, að alt verður ekki í einu gert. Og það sem afkastað er, ber eigi að síður að viðurkenna og þakka. í inngangi sögunnar bregður höfundur upp góðri náttúrulýsingu af Piney-bygð- inni. Höfum vér einnig það um hana að segja, að vér hefðum getað lesið hana þó mikið lengri hefði verið og höfum vér þó ekki nema tvisvar snöggva ferð til Piney komið og unnum ekki og metum þær öðru vísi en sá, er hlýtt er til þeirrar moldar er grær kringum íslendings bein, en ekki sem þeir er fjölda minninga eiga við bygðina tengda. Að rétt sé skýrt frá ættum bygðar-búa, efumst vér ekki. Þó fyrir komi að nöfn breytist í prentun, má ávalt leiðrétta það. Um föður Halldóru konu Eymundar Jóns- sonar segir t. d. að hann hafi verið Stefán Einarsson frá Árnanesi. Stefán var Eiríks- son. Þetta getur verið mislestur hand- rits. “Marmara-töflumar” heitir æfintýri eftir J. Magnús Bjarnason. Er það um ungan grískan mann, er ritaði sögu-fróð- leik um þjóð sína á marmaratöflur. Fund- ust töflurnar mörgum öldum síðar. Segir frá því í niðurlagi æfintýrsins á þessa leið. “Hvaða fróðleik hafa marmaratöflur þessar að geyma?” “Þær segja okkur nöfn grískra manna og kvenna, sem tóku sér bólfestu í Meso- potamíu í fornöld,” sögðu vísindamenn- irnir, “og þær segja okkur um þrautir þeirra og sigurvinningar — um skapferli þeirra, hugprýði og menningu.” “Og hvað hafið þið fundið margar af marmaratöflum þessum?” “Vér höfum þegar fundið fjörutíu, en vonum-------að við eigum eftir að finna margar fleiri.” Hvað sem æfintýri þessu er ætlað að skýra, hefir Almanak Ólafs Thorgeirsson- ar á þessu ári komið út í fjörutíu ár. Sitt af hverju fleira er læsilegt og fróð- legt í Almanakinu. Ættu Islendingar að meta þá stefnu útgefandans að safna til sögu Vestur-íslendinga, með því að kaupa Almanakið. Það kostar svo lítið, að eng- an munar um það, en markmið þess er of dýrmætt til þess, að útgáfu-starfið leggist niður. Á Cuba hafa sex sinnum orðið forseta- skifti á tæpum fimm mánuðum. Þó þetta megi sérstakt kalla, er hitt þó enn fá- heyrðara og undrunarverðara að enginn forsetanna hefir verið drepinn. Þegar þú ert í Róm, þarftu ekki lengur að vera Rómverji, en þú verður að gera eins og Mussolini segir þér. Það er gott ráð, til þess að læra að skilja hvers virði þögnin er, að hlusta á munnsöfnuð annara. Gestur: — Má eg kynna þenttan vin minn fyrir yður, frú, hann er skipstjóri frá Kanarieyjum. Frúin (spekingslega): — Þér hljótið að syngja vel, fyrst þér eruð þaðan, herra skipstjóri. KRISTUR Frh. frá 1. bis. Ef við nú fylgjum þessari sömu aðferð viðvíkjandi æfi- sögu Jesú frá Nazaret, verðum við að viðurkenna, að við vitum næsta lítið um hann. Margir halda, að það sé til all greinileg frásögn um líf hans og starf í nýjatestamentinu, en þeir, sem halda það, geta ekki hafa lesið nýjatestamentið með nokkurri athygli. Það eru til fjögur æfi- 1 sögubrot af honum, sem eru i kölluð guðspjöll, en sem sögu-1 leg rit eru þau mjög ófullkomin, og í mörgum mikilvægum at- riðum ber þeim alls ekki sam-; an. Skilningur manna á hon- um eftir þessum guðspjöllum er líka svo ólíkur, að sumir trúa því, að hann hafi verið guð í mannsmynd, fæddur á yfiraátt- ( úrlegan hátt og upprisinn úr gröf sinni eftir dauðann, en aðrir komast að þeirri niður- stöðu, að hann hafi alls ekki verið til, nema í ímyndun manna, og að allar sagnir um hann séu eintóm munnmæli, sem ekkert hafi við að styðjast nema trú einhverra um það leyti, sem hann á að hafa verið uppi. Eg hefi lesið þó nokkrar “æfisögur” Jesú eftir nútíma- menn, alt frá hinni fögru og skáldlegu sögu Renans niður til þessarar einu íslenzku æfisögu Jesú, sem heita má að nýlega sé út komin, og eg get ekki fundið nokkurt samræmi í þeim. Hjá einum er Jesús ljúflyndur og dreymandi maður, sem ferð- ast um Gyðingaland með lítinn hóp fylgjenda, hugsandi um framtíðarríki, sem enginn veit, hvort átti að vera af þessum heimi eða öðrum; hjá öðrum er hann Messíasinn, kominn til þesg að frelsa þjóð sína frá lúgun og stofna guðsríkið; og hjá þeim þriðja er hann upp- reistarmaður, fullur samhygðar með öllum undirokuðum og með megnustu óvild til yfirstéttanna. Ekkert samræmi! Engin sam- eiginleg heildarmynd! Og við því er máske heldur ekki að búast. Heimildirnar eru svo ó- ljósar. Þeir, sem hafa tekið sér fyrir hendur að semja “æfi- sögur” hans, hafa byrjað það verk með fyrirfram ákveðnum skoðunum, og það eru skoðanir þeirra sjálfra, sem lita alt, er þeir hafa um hann ritað. Eg vil ekki þreyta ykkur á því að fara neitt nákvæmlega út í það, hvað við getum vitað sannast og réttast um hann, eg ætla aðeins að benda á það með fáum orðum, hvemig mál- ið liggur við. Elztu ritin í nýja testament- inu eru ekki guðspjöllin, þó að þau standi fremst, heldur bréf Páls postula til ýmsra safnaða. Páil minnist aldrei á Jesúm sem sögulega persónu; hann minn- ist ekkert á fæðingu hans, ekk- ert á uppvaxtarár hans, ekkert á starf hans. Annaðhvort hefir hann ekkert vitað um hann eða honum hefir fundist algerlega óþarft að fræða lesendur bréfa sinna um nokkuð, sem hann gerði. En samt talar Páll mikið um Jesúm — hann talar um dauða hans og upprisu. í aug- um Páls er Jesús sá, sem að dó, til þess að frélsa mennina frá afleiðingum syndarinnar, sem hinn fyrsti maður, Adam, leiddi yfir mannkynið. Skoðun Páls á Jesú er algerlega guðfræðileg. Við getum lesið bréf Páls, án þess að fá nokkra hugmynd um, að Jesús hafi gert nokkuð annað en að deyja og rísa upp aftur. Þeir, sem halda því fram, að Jesús hafi aldrei lifað, benda fyrst og fremst á þögn Páls sem sönnun fyrir máli sínu. Þeir segja, að það sé óhiugsandi, a<} hann segði ekkert um hann annað en þetta, ef báðir hefðu verið uppi á sama tíma að heita má. En þess ber að geta, f hvaða tilgangi Páll skrifaði bréf sín. Hann skrifaði þau öll í þeim tilgangi að styrkja söfn- uðina í trúnBl; bréf hans eru er.. DODDS |KID N EYJ k.pinsA ?heumaTL, rHE: PgSíi I fullan aldarfjórðung hafa Dodd’* nýrna pillur verið hin viðurkenndu meðul við bakverk, gigt og blöðru sjúkdómum, og hinum mörgu kvilla. er stafa frá veikluðum nýrum. — Þær eru til sölu í öllum lyfjabúð- um á 50c askjan eða 6 öskjur fyrir $2.50. Panta má þær beint frft Dodds Medicine Company, Ltd.. Tor- onto, Ont., og senda andvirðið þang- að. ekki söguleg rit, þau em ræð- ur, sem hann sendi þeim, sem hann vildi tala við, en gat ekki náð til. Þegar við svo snúum okkur að guðspjöllunum, þá, þrátt fyr- ir það þó að þau séu líka rit, sem em ætluð tál þess að styrkja menn í trúnni, höfum við alt annað viðhorf. Þar er sagt frá manni, sem þrítugur að aldri byrjaði að boða mönn- um nýja trú. Það er auðséð, að hann hefir orðið fyrir mikl- um áhrifum frá öðrum manni, sem Jóhannes hét, og kallaður var Jóhannes skírari, af því að hann notaði vatnsskím sem tákn þess að þeir, sem honum fylgdu, hefðu tekið sinnaskift- um. Jóhannes var hneptur f fangelsi og af lífi tekinn, og það virðist sem Jesús hafi bein- línis tekið upp starf það, sem hann var byrjaður á. Svo ferð- ast hann um að minsta kosti eitt ár, ef til vill eitthvað leng- nr, og er svo sjálfur tekinn og líflátinn, af því að hann hafði eignast marga andstæðinga, sem hötuðu hann vegna hins nýja boðskapar sem hann flutti. Þetta er aðalatriðið, og það eina, sem með vissu verður lesið út úr guðspjöllunum. Höfund- ar þeirra hafa reynt að fylla inn , í eyðurnar að nokkru leyti. Sum ejðspjöllin segja frá fæðingu hans, önnur minnast ekki á hana; þau segja ekki öll eins frá atburðiunum, sem eiga að hafa skeð eftir dauða hans; þau j segja ekkert um uppvaxtarár hans, nema að hann hafi gert menn forviða með spurningum sínum og svömm, þegar hann var tólf ára gamall, sem vel getur satt verið; þau segja frá undraverkum, sem hann á að hafa gert, sum þeirra hafa get- að átt sér stað, önnur hafa eflaust ekki átt sér stað; þaiu skýra frá kunningjum hans, flytja fagrar og lærdómsríkar dæmisögur, sem hann sagði; þau flytja jafnvel nokkuð langa ræðu eftir hann, en þegar að er gætt, virðist sem að sú ræða, fjallræðan, geti ekki hafa verið flutt öll í einu. Þetta er alt í molum, alt meira og minna sundur slitið, og ber þess Ijós merki, að það hafi verið ritað upp eftir minni einhverra, enda hlaut svo að vera; guðspjöllin voru öll alveg efalaust rituð æðl , löngu eftir að Jesús dó, það síðasta í fyrsta lagi alt að hundrað árum eftir dauða hans. Enginn maður, hversu trúaður sem hann er í venjulegri merk- I ingu orðsins, heldur því fram, að þau séu áreíðanleg, söguleg rit, eða gefi nokkra fullnægj- | andi lýsingar af lífi Jesú. Hvað er þá hægt á þessu að byggja? Að minsta kosti það að þessi maður, sem þau skýra sérstak- (lega frá, hafi verið til. Hvers ! vegna ættu menn að hafa farið 1 að rita þessi guðspjöll um í- j myndaða veru, sem aldrei hefði (lifað hér á jörð? Hverjum I mundi hafa dottið í hug að fara að leggja dæmisögur í munn .siíkri veru eða segja fri hvar hún hefði verið stödd þennan og þennam daginn, hvar hún

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.