Heimskringla - 24.01.1934, Blaðsíða 6

Heimskringla - 24.01.1934, Blaðsíða 6
6. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 24. JANÚAR, 1934. Jane Eyre eftir CHARLOTTE BRONTE Kristján Sigurðsson, þýddi Hófa hljóðið var nú komið mjög nærri, og nær mér enn heyrði eg þrusk og sá hvar svart- flekkóttur hundur hljóp meðfram limgarðin- tuln; eg bjóst við að hann stæði við og liti á mig augum, ólíkum þeim sem í hundum ger- ast, en ekki varð af því. Þar næst kom hest- urinn í ljós, mjög stór og maðu'r á baki; við það rénaði mér hjátrúar hræðslan, útburðir voru altaf einir sér og aldrei í manns líki, það eg hafði heyrt getið um. Þetta var þá ekki yfirnáttúrleg vera, heldur ferðamaður, að stytta sér leið til Millcote. Hann fór hjá og eg mína leið, en í sama bili heyrði eg dynk og hljóð til mannsins. Hesturinn hafði mist fót- anna á svellbunkanum og þar lágu þeir báðir. Hundurinn kom þjótandi til þeirra og hljóp hnusandi kringum þá og gelti gildum rómi, svo að undir tók í hæðunum. En er því hafði gengið litla stund, þaut hann til mín, svo sem til að leita hjálpar; eg hlýddi honum og sneri þangað sem slysið vildi til; þá var maðurinn að slíta sig frá hestinum, svo rösklega, að eg þóttist vita, að hann gæti ekki verið mikið meiddur, eigi að síður spurði eg hann hvort hann hefði meitt sig. Eg hugsa að hann hafi blótað, þó eg væri ekki viss um það, en hann hafði eitt- hvert mál í munni, svo hann gat ekki svarað mér. “Get eg nokkuð gert?” spurði eg enn. Maðurinn losnaði við hestinn. og brölti á knén, stóð upp og segir: “Þú mátt til að fara frá!” og þar næst byrjuðu umbrot og ógurlegt spark, með gjammi og gelti í hundinum, svo eg hrökk frá, en vildi ekki fara burt, fyr en eg sæi hvað verða vildi. Hesturinn brölti fljótt á fætur og maðurinn þaggaði niður í rakkan- um með því að segja. “Hættu, Pilot!” Að því búnu fór maðurinn höndum um annan fót sinn, svo sem til að vita hvort heill væri, eitt- hvað gekk auðsjáanlega að honum, því að hann haltraði að þrepinu, sem eg hafði setið á, og settist þar. Eg var í skapi til að vera til gagns eða nærgöngul að minsta kosti, því að nú gekk eg til mannsins og segi: “Ef þú ert meiddur og þarft hjálpar, þá get eg sótt hjálp til Thomfield Hall eða til Hay” “Þökk fyrir, eg kemst af án þess. Þetta er ekki beinbrot, aðeins dofi.” Hann stóð upp, reyndi að stíga á fótinn og æjaði við, ósjálfrátt. Þessi maður var í reiðkápu með bryddingu af loðskinni og stálspennum, meðalmaður á hæð og bringubreiður, dökkur yfirlits, brúna- mikill og harður á svipinn, varla miðaldra, svo sem hálfertugur. Eg var alls ekki hrædd við hann og varla feimin. Ef þetta hefði verið fríður, ungur herramaður, þá hefði eg ekki haft kjark til að standa svo frammi fyrir hon- um og spyrja hann spuminga og bjóðast til að gera honum greiða. Eg hafði aldrei varla séð fríðan ungan mann, á æfi minni, og því síður talað við hann. Eg bar í huganum mikla lotn- ingu fyrir fegurð, þokkalegu fasi, liprum látu'm og töfrandi, en-ef eg hefði mætt ungum karl- mönnum, sem höfðu alt þetta til að bera, þá hefði eg ósjálfrátt vitað, að þeir gátu ekki fundið neitt, þeim sjálfum líkt, hjá mér, og ee hefði forðast þá sem heitan eld, eða leiftur, eða hvað annað, sem er bjart og öðru mjög sundurleitt. Jafnvel ef þessi ókunni maður hefði bros- að til mín, og verið með léttu bragði, þegar eg talaði til hans, — ef hann hefði hafnað boði mínu glaðlega, með liðlegum þakkar orðum. þá hefði eg farið mína leið og ekki fundið neina köllun hjá mér til ítarlegri eftirgrenslun- ar, en við það að þessi ferðamaður var ófrýnn og óþýður, varð eg djörf og örugg, stóð kyr, þegar hann benti mér að fara, og sagði: “Mér dettur ekki í hug, að skilja við þig, Sir, á þessum tíma dags, fyr en eg sé, að þú kemst á bak.” Hann leit við mér, þegar eg sagði þetta, þangað til hafði hann varla rent augum þang- að sem eg stóð. “Mér finst, að þú ættir að vera komin heim sjálf, ef þú átt heima hér nærlendis. Hvaðan ertu?” “Rétt hérna að neðan og eg er óhrædd að vera seint á ferð í björtu tu'nglsljósi. Eg skal hlaupa upp til Hay fyrir þig, ef þú vilt, eg er á leiðinni þangað, hvort sem er, að láta bréf í póstinn. “Þú átt heima hérna neðra — í húsinu með múrburstunum?” sagði hann og benti á Thomfield höllina, er blikaði við, hvítgrá, í tungsljós birtunni, og bar glögglega af við hina dökku skógarlunda. “Já, herra.” “Hver á það setur?” “Mr. Rochester.” “Þekkir þú Mr. Rochester?” “Nei, eg hefi aldrei séð hann.” “Hann er þá ekki heima?” “Nei.” ‘Getur þú sagt mér hvar hann muni vera?’ “Ekki get eg það?” “Þú ert ekki þénandi í höllinni, vitan- lega—Hann hætti talinu og rendi augum yfir búning minn, en hann var viðhafnarlaus, að vanda, yfirhöfn úr svörtu merinó, svart höfuðfat með bryddingu úr bjórskinni, hvorugt nærri nógu fínt fyir frúar þernu. Hann virtist ekki geta skorið úr, hverrar stéttar eg væri, sva eg hjálpaði honum. “Eg er kennarinn.” “Kennarinn! Skollinn taki mig, ef eg var ekki búinn að gleyma því.” Enn var búningur minn skoðaður vandlega. Eftir litla stund stóð hann á fætur. “Eg get ekki falið þér að sækja hjálp,” mælti hann, “en þú mættir gera mér annan greiða, ef þú vilt svo vel gera.” “Já, herra.” “Þú varst ekki með regnhlíf, vænti eg, sem eg gæti stu'tt mig við?” “Nei” “Reyndu að ná í tauminn á hestinum mínum og teyma hann til mín. Þú ert ekki hrædd?” Eg hefði ekki þorað að koma nærri hest- inum, ef eg hefði verið ein, en nú vildi eg gera eins og mér var sagt. Eg færði mig að hest- inum stóra, og reyndi að ná í tauminn, en hann var pratalegur, og lofaði mér ekki að koma nærri höfðinu á sér, þó eg margreyndi, enda var eg dauðhrædd við framfætuma á honum. Ferðamaðurinn beið á meðan og horfði á þessar aðfarir. Á endanum fór hann að hlægja. “Eg sé, að aldrei verður fjallið fært til Múhammeðs, svo þú getur víst ekki annað gert, en hjálpa Múhammeð til fjallsins. Eg verð að biðja þig að koma hingað”. Eg gerði svo. “Afsaka mig,” mælti hann, “nauður rekur á eftir.” Með það studdi hann hendinni á herðarnar á mér, ærið þungt, og haltraði svo til reiðskjótans. Hann náði strax í beizlið, stökk á bak og segir við mig, og beit sundur orðin, af tilkenning: “Réttu mér nú svipuna mína, hún liggur þama út við girðingu.” Eg fann svipuna og rétti honum. “Þökk fyrir Haskaðu þér nú með bréfið og flýttu þér heim aftur.” Með það reið hann leiðar sinnar. Eg gekk og mína leið og þótti nú betra en áður; það sem fyrir hafði komið var, þó lítið væri, nýtt fyrir mig; eg hafði verið beðin hjálpar og hana hafði eg veitt, eftir því sem i mínu' valdi stóð. Eg hafði aðhafst nokkuð, en þó lítið væri, var það þó tilbreyting frá kyrset- um mínum og aðgerðaleysi. Nýtt andlit hafði eg séð, en það var ólíkt þeim sem fyrir voru í minni mínu, fyrst, af því það var karlmanns andlit og í öðm lagi, af því það var harðlegt, dimt yfirlitum og svipmikið. Eg sá það fyrir mér, er eg gekk til Hay og enn horfði eg á það á leiðinni til baka. Eg stóð við er eg kom að krossrellunni, leit í kring og hlustaði, eins og eg ætti von á hófaskelli og ríðandi manni með stóran, loðinn hund. Limgarðinn sá eg, og háa viðirhríslu teygja sig beint og hljóða- laust, eftir geislum tunglsins, og annað ekki; lítinn þyt heyrði neðan að, er vindurinn þaut í trjánum umhverfis Thornfield, og er eg horfði þangað, sá eg ljós kvikna í glugga; þá mintist eg þess, að áliðið var og hraðaði mér heim á leið. Mig langaði ekki inn, í kyrstöðu' og deyfð. Eg hugsaði til hins þögula forsalar, dimmu stiga og míns einmanalega herbergis, og er eg j hugsaði til að hitta þá hæglátu Mrs. Fairfax * og vera með henni alla vökuna, og engum öðrum, þá þótti mér það því líkast, sem að ' steypa yfir mig ósýnilegum fjötmm einkennis búnings og ofmikils hóglífis, enda kunni eg þá alls ekki að meta kosti þeirrar ágætu vistar sem mér hafði hlotnast. Þá hefði eg haft mjög mikið gagn af að reyna, þó ekki væri nema litla stund, ofviðrin sem fylgja því, að basla og berjast fyrir lífinu ,reyna svo mikla beizkju, að mig langaði í þá ró og það næði, sem eg nú undi svo illa. Mér hefði komið það álíka vel og manni að fara út, og viðra sig fótgangandi, ef hann hefir setið í “of hægu sæti”, og eins og slíkum væri útivera holl, eins var mér eðlilegt, að langa í tilbreyting og að hreyfa mig. Eg stóð við, þegar kom að gestahliði, eg stóð við í hliðvarpanum, eg gekk fram og aftur um hlaðið. Hlerar voru fyrir gleri í úti- hurð, svo að ekki sá inn, og bæði augu mín og andi hörfuðu frá hinu dapurlega stórhýsi — gráu byrgi með mörgum dimmum klefum, fanst mér — til hinnar víðu', heiðu hvelfingar, er blasti við mér, skýlau's og dimmblá; þangað steig máninn, hærra og hærra, var nú laus við alla hæðakolla og virtist horfa til hins ó- mælandi hyldýpis háloftsins, er niðdimt var í firna fjarlægð; hinar tindrandi stjörnur sem fylgdu rás hans, ollu því að hjarta mitt skalf og blóðið svall funandiT æðum mér, er eg virti þær fyrir mér. Smámunir kippa öllum til jarðar: Klukkan í forsalnum sló, það nægði til þess, að eg sneri baki við tungli og stjörnum og fór inn. Þegar í forsalinn kom, sá eg þá nýlundu, að báðir hurða vængir að hinu'm stóra matsal, | voru opnir, og rauða birtu lagði í forsalinn og 1 á eikarstigann, frá glöðum eldi á hlóðum mat- * salarins, svo að marmara hlóðin blikuðu við og j skörungur og tangir og kolaskrín of látúni og i rauðbláir reflar og glítfágaðir húsmunir. Eitt- hvað fólk var hjá hlóðunum og þaðan var að heyra glaðlegt mannamál, þar á meðal Adelu i litlu, hélt eg, og í sama bili voru hurðirnar , látnar aftur. i Eg flýtti mér til herbergis Mrs. Fairfax, ' þar brann líka eldur, en ekkert kerti var þar 1 og engin Mrs. Fairfax. í þessa stað sat þar j stór, loðinn, svartflekkóttur hundur og starði á eldinn með alvöru svip. Hann var svo líkur rakkanum sem eg hafði séð fyr um kveldið, að eg kallaði til hans: “Pilot”; þá stóð þessi skepna á fætur, kom til mín og þefaði af mér; eg klappaði honum og hann dinglaði rófunni vinalega; en það var hálf ægilegt, að vera ein með svo gífurlegu hræi, og vita ekki hvernig á því stóð, svo eg hringdi. Lea kom. “Hvaða hundur er þetta?” spurði eg. “Hann fylgdi húsbóndanum.” “Hverjum þá?” “Húsbóndanum — Mr. Rochester — hann er nýkominn.” “Jæja! og er Mrs. Fairfax inni hjá hon- um?” “Já, og Miss Adela, þær eru í matsalnum. Og John fór að sækja læknirinn, því húsbónd- anum vildi slys til; hesturinn datt með hann og hann meiddi sig á fæti.” “Datt hesturinn með hann á leiðinni frá Hay?” “Já, ofan í móti, á svelli.” t “Það er svo. Færðu mér kerti, viltu, Lea?” Hún kom með kertið og jafnframt kom Mrs. Fairfax, og sagði sömu tíðindi og það með, að læknirinn væri kominn, þar næst skundaði hún burt, til að sjá fyrir beina, en eg fór upp, að fara úr utanhafnar fötum. XIII Kaptuli. Það kveld fór Mr. Rochester snemma að hátta, víst eftir fyrirmælum læknis, kom seint ofan næsta dag, og þá til að ljúka erindum þeirra sem komu að finna hann, svo sem ráðs- manns og leiguliða. Við Adela urðum nú að flytja okkur úr bókastofu, með því að þar tók húsbóndinn móti þeim sem komu. Til kenslunnar var fengin stofa uppi á lofti og þangað bar kenslu plöggin. Eg fann, þegar leið á daginn, að Thornfield Hall hafði tekið stakka skiftum, þar var ekki þögult sem í kirkju, lengur, heldur var barið á útidyr eða bjöllu hringt, öðru hvoru, fótatak kvað við í forsalnum og þaðan heyrði mannamál: lítinn straum frá veröldinni lagði gegnum hina hljóðu höll, hús- bóndinn var kominn. Mér, fyrir mitt leyti, líkaði það betur. Adela var óstöðug við námið þann dag, gat varla kyr verið og hafði ýmsar viðbárur til að fara ofan, til bókastofu, þóttist eg vita, þar sem hún var ekki vel séð, milli þess að hún skauzt fram að stigagati, til þess að gægjast eftir Mr. Rochester; og þegar eg varð snögg og krafði hana kyrsetu, þá tók hún til að masa á frönsku ,u'm sinn vin Monsjör Edouard Fairfax de Rochester,” og gizka á, hvaða gjafir hann hefði fært henni, því að kveldið áður hafði hann getið um kistil í farangri sínum, sem henni væri æltaður. “Svo það er auðséð, að hann ætlar mér einhverja gjöf og þér kannske líka, mademoiselle. Monsjör de Ro- chester mintist á þig, spurði hvað þú hétir og hvort kennarinn minn væri ekki lítil stúlka og nett og lítil fyrir mann að sjá, og eg sagði jú, því það er satt, er ekki svo mademoiselle?” Við snæddum miðdegismat í herbergi Mrs. Fairfax, eins og vant var, en síðan dvöldum við í skólastofu; þá var bylur. Þegar fór að skyggja, lofaði eg Adelu ofan, því að eg þóttist vita, að Mr. Rochester væri laus við gesti, með því að hljótt var og dyrabjallan hætt að glamra. Þegar eg var orðin ein, fór eg út að glugga, en þaðan var ekkert að sjá nema rökkrið og snjógusumar. Eg hleypti niður glugga tjaldi og settist við eldinn„ Eg horfði í eldinn og var að gera myndir úr glæðunum, þegar Mrs. Fairfax kom inn. Við það truflaðist myndasýning sú og jafn- framt þu'ngar hugsanir, sem voru famar að stríða á mig í einverunni. “Mr. Rochester mundi líka vel, ef þú og litla stúlkan vilduð drekka te með honum í kvöld, í viðhafnar stofunni,” sagði hún; “hann hefir haft svo miklar annir í dag, að hann gat ekki gert boð fyrir þig fyr.” “Hvenær er hans tetími?” spurði eg. “Ó, klukkan sex, hann hefir tíðlegar hætt- ur, í sveitinni. Þér er hentugast, að skifta strax um kjól; eg skal koma með þér og krækja hann fyrir þig. Hér er kerti.” “Þarf þess endilega, að skifta um?” “Já, það fer betur á því: eg bý mig alla tíð til máltíða, meðan. Mr. Rochester dvelur hér.” Þessi auka viðhöfn virtist æði hátíðleg; eg fór til herbergis míns o gklæddist svörtum silkikjól, þeirri einu spariflík sem eg átti til, fyrir u'tan annan Ijósgráan kjól, sem eg ætlaði aðeins til hátíðlegustu tækifæra. “Nú vantar þig sylgju í hálsmálið,’ ’sagði Mrs. Fairfax. Eg átti eina nælu í eigu minni, nísti með perlu, sem Miss Temple hafði gefið mér að skilnaði; það lét eg duga og fór svo ofan. Eg var óvön ókunnugum, og var ekki laus við feimnis hroll, er eg var svo hátíðlega kölluð á fund Mr. Rochester. Eg lét Mrs. Fairfax ganga á undan inn í matsalinn og trítl- aði á eftir henni upp tröppurnar að hinum refluðu kórdyrum hinna skrautlegu salkynna, er fyr var lýst. Tvö logandi vaxkerti stóðu á borði og önnur tvö á syllu yfir hlóðum, þar logaði glað- ur eldur og við hann bakaðist Pilot, hjá hon- um var Adela á hnjánum. Mr. Rochester lá upp við hægindi, með sessu undir öðrum fæti; hann hafði augun á Adelu og hundinutn, og ljósið frá eldinum og kertunum skein framan í hann. Þar þekti eg ferðamanninn sem eg hafði mætt, með þungar .slútandi augna briín- ir, hátt enni, jafnt á allar hliðar, undir hrafn- svörtu hári, karmannlegt nef, ekki nettlegt en þrekmannlegt; nasirnar dálítið flsætar, sem sýndi bráðlyndi held eg; munnur, haka og kjálkar, öll þrjú stórskorin og í harðlegasta lagi. Líkams vötxturinn var á borð við and- litið, herðar breiðar og bringa, mittið mjótt, sjálfsagt burðalegur maður, en hvorki hár né liðlegur. Hann hefir hlotið að vita af okfeur, en hann gerði ekki svo mikið sem líta upp, þegar við komum nær. “Hér er Miss Eyre, Sir,” sagði Mrs. Fair- fax, með sínu hógværa fasi. Hann hneigði sig til okkar, en tók ekki augun af rakkanum og barninu. “Miss Evre taki sæti,” mælti hann stutt- lega og kuldalega, líkt og hann vildi sagt hafa: “Hvern ólukkann varðar mig um það, hvort Miss Eyre er til staðar ellegar ekki. Nú er eg ekki í skapi til að veita henni viðtal.” Eg settist og nú var af mér öll feimni. Ef eg hefði fengið viðtökur, fágaðar af stima- mjúkri kurteisi, þá hefði líkast til komið fát á mig. Eg hefði ekki þózt kunna að mæta slíku, með tilvarandi prýði eða þokka af minni hálfu'; en tiktúrur eða höstugt mislyndi heimtuðu ekki prúðleg læti af minni hendi, heldur átti stillilegt fálæti bezt við því. Þar að auki var þesQi framgangs máti óvenjulegur og mér vaknaði forvitni, hvernig hann mundi halda áfram. Hann gerði hvorki að tala né hreyfa sig. Mrs. Fairfax fanst á endanum, að einhver þyrfti að vera viðfeldinn og hóf máls. Góð- mannlega eins og vant var — og hversdags- lega, eins og henni var líka lagið — byrjaði hún með því, að vorkenna honum gestagang- inn allan daginn og annríkið ,og hrósa þolin- mæði hans að standast það, og hann með svona meiddan fót. “Madam, mér þætti gott að fá te,” voru allar undirtektimar sem hún fekk. Hún var fljót til, að hringja bjöllunni og þegar bakkinn kom, var hún rösk og handfljót ,að koma sam- an bollapörum, spónum og öðru. Við Adela gengum að teborðinu' en húsbóndinn var kyr. “Viltu færa Mr. Rochester bollann hans?” sagði Mrs. Fairfax við mig; “það gæti helzt úr honum hjá Adelu.” Eg gerði sem eg var beðin. Adelu litlu þótti víst það tækifæri hentugt til að flytja bón fyrir mig, og segir: “Er ekki svo, Monsjör, að þú hafir gjöf handa Miss Eyre í kistlinum þínum?” “Hver er að tala um gjafir?” svaraði hann óþýðlega. “Áttir þú von á gjöf, Miss Eyre? Þykir þér vænt um að fá gjafir?” og hann setti á mig augu, sem eg sá, að voru dökk, reiðileg og hvöss. “Eg veit það varla, Sir; eg þekki ekki mikið til gjafa. Það er alment álitið, að það sé gaman að fá þær.” “Alment álitið? Hvað finst þér sjálfri?” “Eg þyrfti tíma til að hugsa fíiig um, áður en eg gæti gefið þér andsvar, sem væri við þitt hæfi; gjöf horfir víða við, er ekki svo? Þau viðhorf ættu að athugast, áður en sagt er af eða á, hvernig gjöfin sé.” “Miss Eyre, þú ert ekki eins opinská og Adela; hún heimtar gjöf, hátt og snjalt, undir eins og hún sér mig, en þú krýpur um lyng.” “Adela treystir meir, að hún sé gjafa mak- leg, hún hefir gamlan kunningsskap fyrir sig að bera, og líka hefð, því að hún segir mér, að þú hafir alla tíð verið vanur að gefa henni leikföng; en ef eg ætti að segja til minna verð- leika, þá kæmist eg í vanda, með því að eg er ókunnug og hefi ekki unnið til gjafa.” “Ó, ofmikið lítillæti! Eg hefi yfirheyrt Adelu og skil að þú hefir lagt alúð við að kenna henni; hún er ekki gáfuð, en hefir tekið miklum framförum.”

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.